SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 16
16 25. september 2011 Í slenskir fjölmiðlar hafa, líkt og fjölmiðlar annars staðar í heim- inum, fundið áþreifanlega fyrir samdrættinum í efnahagslífinu undanfarin ár. Fjöldi blaðamanna hefur misst vinnuna og vinnuálag aukist á þá sem eftir urðu. Fjölmiðar voru harka- lega gagnrýndir fyrir að hafa spilað með fjármálafyrirtækjunum árin fyrir hrun en afar náin eignatengsl voru með fjöl- miðlunum og fjármálafyrirtækjunum. Traustið til fjölmiðla minnkaði sam- kvæmt fjölmiðlarannsóknum og í al- þjóðlegri rannsókn sem birt var árið 2009 kom fram að fólk taldi að fjöl- miðlar hefðu brugðist eftirlitshlutverki sínu í undanfara efnahagskreppunnar. En hver er staðan í dag? Hefur traust al- mennings til fjölmiðla aukist á ný og hafa blaðamenn brugðist við þeirri gagnrýni sem að þeim beindist? Í könnun sem Capacent vann fyrir Creditinfo fyrir rúmu ári kemur fram aðeins 18,6% aðspurðra segjast treysta vel umfjöllun fjölmiðla um orsakir efna- hagshrunsins á Íslandi. Um 40% segist treysta illa umfjöllun fjölmiðla um or- sakir efnahagshrunsins og jafnstór hóp- ur tekur ekki afstöðu til spurningarinnar heldur svarar hvorki/né. Flestir þeirra sem segjast treysta illa umfjöllun fjöl- miðla um orsakir efnahagshrunsins segja skýringuna vera þá að fjölmiðlarnir séu hlutdrægir, eða 53,6%. Ríflega 20% segjast treysta þessari umfjöllun illa sök- Hrundu fjölmiðlarnir líka? Hrun fjármálakerfisins markaði ákveðin tímamót í íslenskri sögu. Fyrirtæki sem áður var talið að stæðu styrkum fótum reyndust vera á brauðfótum og afleiðingarnar voru skelfilegar. Eignarhald- ið á fjölmiðlum var nátengt bönkunum og þegar þeir fóru í þrot stóðu fjölmiðlarnir frammi fyrir því að rekstri þeirra var hætta búin. Gripið var til niðurskurðar og misstu fjölmargir fjölmiðla- menn vinnuna. Álagið jókst á þá sem eftir urðu og sér ekki enn fyr- ir endann á því hvenær eða hvort það breytist aftur. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.