SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 19
25. september 2011 19 Eignarhald Skipta í upphafi árs 2008 Ágúst Guðmundsson Lýður Guðmundsson Exista Bakkabræður Holding 45%23% (stærsti hluthafi) (Viðskiptablaðið) 40%59% (Skjáreinn, Skjár bíó, Skjár heimur) 22%44% SkiptiFramtíðarsýn Eignarhald 365 og Birtíngs í upphafi árs 2008 365 Jón Ásgeir Jóhannesson Pálmi Haraldsson (Fréttablaðið, visir.is, Stöð 2, Sýn, Bylgjan og fl. útvarpsstöðvar) Birtíngur Stoðir Stoðir voru stærsti hluthafinn í Glitni 90% 89% 88% DV og dv.is (Séð og heyrt, Vikan og fleiri tímarit) Hjálmur ehf. N áin eignatengsl voru milli helstu fjölmiðlanna á Íslandi og við- skiptabankanna þriggja í upphafi árs 2008. Við hrunið hrikti í stoðum fjölmiðlanna og einhverjir fóru í þrot líkt og bankarnir. Hér verður rakið hvernig eignarhaldið hefur breyst á síðustu þremur árum. Nýir eigendur komu að Árvakri í byrjun árs 2009 eftir að Samkeppniseftirlitið hafnaði sameiningu Árvakurs, Fréttablaðsins og Pósthússins. Í dag eru það tvö hlutafélög sem eiga allt hlutaféð í Árvakri, Þórsmörk sem er í eigu Óskars Magnússonar, útgefanda, Guð- bjargar Matthíasdóttur, Gunnars Dungal, Péturs H. Pálssonar, Þorsteins Más Baldvins- sonar og Bolla Kristinssonar. Eins er félagið Áramót hluthafi í Árvakri en það félag er í eigu Óskars Magnússonar. Félög í eigu Guðbjargar eiga 27% hlut í Ár- vakri, félög í eigu Óskars 20% og félög í eigu Þorsteins Más eiga 20% hlut. Aðrir eiga undir 10% hlut hver. Samtals eiga þrír stærstu eig- endur Árvakurs því 67% hlut í útgáfufélag- inu. Nýlega var greint frá því að framlegð (EBITDA) af rekstri Árvakurs á árinu 2010 var neikvæð um 97 milljónir en árið 2009 var hún neikvæð um 486 milljónir. Það er, rekstrartapið hefur minnkað úr 486 millj- ónum króna í 97 milljónir króna. Á þessu ári hafa orðið jákvæð umskipti og framlegð á fyrri hluta ársins er jákvæð um 30 milljónir, sem þýðir að rekstrarhagnaður, það er hagn- aður fyrir skatta og fjármagnsliði, nam 30 milljónum króna. Í lok árs 2006 störfuðu um 270 hjá Árvakri en í apríl 2011 störfuðu 194 hjá félaginu. Í dag á Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, um 90% af hlutafé 365 miðla. Ari Edwald á 6% og 365 miðlar og 15 aðrir hluthafar fara með 4% hlutafjár. Aðaleigandi Birtíngs, sem er helsti útgef- andi tímarita á Íslandi, er Hjálmur, sem á 64% hlut í félaginu. Austursel, félag Hreins Loftssonar, á 53% hlut í Hjálmi og 365 miðlar eiga 47% hlut í Hjálmi. Afgangurinn af hlutafé í Birtíngi er í eigu Austursels og Birt- íngs sjálfs. Ari segir 365 ekki með nein tengsl við Birt- íng önnur en fjárhagsleg. „Það stóð til að selja Birtíng í fyrra og þá var skuld félagsins við 365 breytt í hlutafé. „Var það gert þar sem við töldum að við fengjum meira út úr því þar sem verðmæti hlutafjárins virtist ætla að verða meira en nafnvirði kröfunnar miðað við það mögulega söluverð sem nefnt var. Síðan varð ekkert af sölunni en við eigum þennan hlut áfram án nokkurra afskipta.“ Hagnaður 365 miðla árið 2010 var 360 milljónir króna eftir skatta og var EBITDA- hagnaður 1.004 milljónir króna á síðasta ári. Er það um 25 prósentum meiri hagnaður en árið 2009. Þá nam EBITDA-hagnaðurinn 808 milljónum króna og tapið eftir skatta var 344 milljónir. Ari segir að afkoma 365 sé viðunandi í dag þótt langtímaviðmið séu að hún þyrfti að vera ívið betri. Markmiðið sé að framlegð af rekstri (EBITDA) nemi um 15% en í fyrra hafi hún verið 13%. Þetta hafi hins vegar tekið á og ýmislegt gert til þess að draga úr kostnaði. Til að mynda hafi tekist að lækka innkaupsverð á efni og stöðugildum hafi fækkað úr 460 í ársbyrjun 2006 er Ari hóf störf hjá samstæðunni í 280 stöðugildi nú. Í mars 2010 var DV selt í dreift eign- arhald undir forystu Reynis Traustasonar ritstjóra, Lilju Skaftadóttur og fleiri en Reynir og Lilja fara samanlagt með um 65% hlutafjár. Rekstrartap, EBITDA, DV á tímabilinu 1. apríl til 31. desember 2010 nam 36 milljónum króna. Heildartap fé- lagsins var 53 milljónir króna á tímabilinu en uppgjörið er miðað við eigendaskiptin í fyrra. Skipti eru enn eigu Exista (sem heitir Klakkur í dag) og Skjárinn er að fullu í eigu Skipta. Í ársuppgjöri Skipta er ekki tilgreint hver afkoma Skjásins var á síðasta ári, en Skipti töpuðu 2,5 milljarði króna á síðasta ári. Stærsta eign Skipta er Síminn hf. Hins vegar nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 5,1 milljarði króna samanborið við 8,7 milljarða árið áð- ur. Framtíðarsýn fór í þrot kringum áramót- in 2008/2009 og er Viðskiptablaðið nú í eigu Mylluseturs ehf. Eigendur Mylluseturs eru tveir; Pétur Árni Jónsson, fram- kvæmdastjóri og útgefandi á 67% hlut í fé- laginu, og Sveinn B. Jónsson á 33% hlut. Auk Viðskiptablaðsins gefur Myllusetur út Fiskifréttir og Hestablaðið. Hagnaður Mylluseturs nam 20,9 milljónum króna á árinu 2010. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 18,8 milljónum króna. Eignarhald Árvakurs í upphafi árs 2008 Björn Hallgrímsson 13% Garðar Gíslason ehf. 13% Forsíða ehf. 26% Ólafsfell 8% MGM 17% Valtýr ehf. 20% Árvakur Samson Björgólfur Guðmundsson Björgólfur Thor Björgólfsson Samson var stærsti hlut- hafinn í LandsbankanumSamtals 51% (Morgunblaðið, mbl.is og 24stundir) Hverjir eiga fjölmiðlana eitt meginhlutverk sitt, að skrifa fyrir almenning í landinu og þá um leið að sinna aðhaldshlutverki því sem felst í því að vera fjórða valdið í þjóðfélaginu. Gunnar Nygren segir að slíkt sé of- arlega í huga sænskra blaðamanna, líkt og rannsóknir þar í landi bendi til. Hlut- verk varðhundsins gagnvart ráðandi öfl- um skipti þá mestu í starfinu sem og að koma flóknum hlutum í orð á einfaldan hátt fyrir lesendur sína. En blaðamenn telja að starf sitt hafi tekið miklum breytingum á undanförnum árum, með- al annars með tilkomu netsins og frétta á netinu. Í fyrsta lagi sé netið orðin helsta uppspretta frétta og þeir yfirgefi því æ sjaldnar skrifborð sitt. Tíminn skipti öllu máli, að vera fyrstir með fréttirnar. Þess vegna verði fréttir sem eru „auðveldar í vinnslu“ oft fyrir val- inu, svo sem fréttir af slysum, íþróttum og glæpum sem og viðskiptafréttum sem hægt er að taka upp af vefjum kauphalla. Helstu heimildir í slíkri fréttavinnslu eru upplýsingafulltrúar og lögregla. Heim- ildir sem auðvelt er að nálgast og vinna úr með hraði. Þrátt fyrir að rýmið sé nægt á netinu þá er mun algengara en hitt að fréttirnar séu stuttar og afar sjaldgæft er að djúpar fréttaskýringar séu unnar einvörðungu fyrir netið. Þetta rímar vel við orð Þóru Kristínar sem segir að hjá íslenskum fjölmiðlum vanti blaðamenn með sérþekkingu og síðast en ekki síst vanti tíma, því aldrei gefist tími til að skoða hlutina ofan í kjölinn. „Það er alltof mikið af upplýs- ingum sem streyma inn í fréttirnar, upplýsingar sem koma frá markaðsfólki eða beint frá stjórnvöldum og eru birtar athugasemdalaust.“ Nygren segir að svipað sé uppi á ten- ingnum hjá sænskum miðlum og þar verði sífellt algengara að sömu fréttir séu birtar í fleiri en einum miðli. Hann segir að þessar breyttu áherslur í blaða- mennsku kalli á aukið eftirlit með fjöl- miðlum og um leið að krafan verði há- værari um aukna fagmennsku í starfi. Slík fagmennska náist meðal annars með betri menntun blaðamanna og aukinni stéttarvitund þeirra. Nygren vísar í orð félagsfræðingsins Eliot Freidson um að það sem skipti mestu varðandi fagmennsku í starfi blaðamanns sé að hann láti hagsmuni almennings ganga fyrir hagsmunum hins opinbera og hluthafa viðkomandi fjölmiðils. Blaðamenn séu varðhundar samfélagsins sem sjái um að safna upp- lýsingum og velja hvaða upplýsingar eigi að birta á hlutlausan hátt. Aðhaldshlutverkið er enn mikilvægt í huga blaðamanna á Íslandi. Til þess að svo verði áfram verða þeir að búa við þannig starfsumhverfi að það skipti eig- endur miðlanna máli að vera varð- hundar samfélagsins, að þeir láti ekki hagnaðarvon eða þörf fyrir að koma eig- in skoðunum á framfæri hafa yfirhönd- ina. Rit eftir Louis A. Day, Gunnar Nygren og Robert W. McChesney

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.