Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 36

Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Önnur konan fannst látin 2. Bíllinn fundinn mannlaus 3. Snarpur jarðskjálfti 4. Önnur konan fundin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ein stærsta og virtasta dans- keppnin fyrir börn og unglinga, Juni- or Dance Festival, er nú haldin í Win- ter Gardens í Blackpool á Englandi. Í gær lenti íslenskt par, Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Jónsson, í öðru sæti í flokki 11 ára og yngri í sí- gildum samkvæmisdönsum. Alls eru um 90 pör skráð til keppni í flokkn- um, þar af 10 pör frá Íslandi, en kepp- endur koma frá öllum heimshornum og er árangur íslenska parsins mjög glæsilegur. Keppnin er haldin í 53. skiptið í ár, en hún var fyrst haldin 1947. Keppt er í tveimur flokkum, börn 6-11 ára og unglingar 12-16 ára. Alls taka 30 pör frá Íslandi þátt í Junior Dance Festival að þessu sinni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Íslenskt par í öðru sæti í danskeppni  Magnús Sigurð- arson nam mynd- list í Myndlista- og handíðaskól- anum, í Flórens og New Jersey. Hann opnar næstkomandi föstudag sýningu í Dorsch- galleríinu í Miami sem hann kallar The Fall of The Pedestial Sentience – Last stand of the Fabulous, Terri- fic and Super. Magnús hefur verið búsettur í Miami undanfarin fimm ár en hann hefur búið vestanhafs að miklu leyti undanfarin ár, með hléum þó. „Það má segja að nú standi yfir önnur tilraun mín til að verða Am- eríkani.“ »27 Heldur einkasýningu í galleríi í Miami Á fimmtudag Sunnan 3-8 m/s. Lítilsháttar súld á Suður- og Vesturlandi, en annars létt- skýjað. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á föstudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en heldur hægari og þurrt að mestu norð- austantil. Hiti víða 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg vestlæg átt og lítilsháttar slydda norðanlands, annars bjart með köflum. Hiti um og undir frostmarki, en víða frostlaust. VEÐUR Lionel Messi sýndi og sann- aði að hann er fremsti fót- boltamaður heims um þess- ar mundir. Argentínumaðurinn fór gjörsamlega hamförum og skoraði öll fjögur mörk Evr- ópumeistara Barcelona þegar þeir lögðu Arsenal, 4:1, á heimavelli sínum, Camp Nou, og tryggðu sér þar með sæti í undan- úrslitum Meistaradeild- arinnar. »4 Messi með fernu gegn Arsenal Einar Hólmgeirsson er á förum frá þýska handboltaliðinu Grosswall- stadt í sumar. Forráðamenn liðsins gengu á bak orða sinna og vinstri- handarskyttan leitar á önnur mið. Meiðsli hafa sett svip sinn á fimm ára atvinnuferil landsliðs- manns- ins. »1 Einar er á förum frá Grosswallstadt Það verður Íslendingaslagur í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Í gær var dregið til þeirra í höfuðstöðvum EHF og mæt- ast Rhein-Neckar Löwen, sem Ólafur Stefánsson, Snorri Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með, og Kiel, liðið sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. » 4 Íslendingaslagur í Meistaradeildinni ÍÞRÓTTIR Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG hef beðið eftir þessum titli frá því ég var 13 ára. Mér líður yndislega, þetta er frábært lið. Ég hef aldrei upplifað þessa tilfinningu áður,“ sagði Signý Hermannsdóttir, leikmaður KR, í gær eftir að liðið landaði Ís- landsmeistaratitlinum í körfuknatt- leik kvenna í 14. sinn í sögu KR. Signý, sem er 31 árs og elsti leik- maður KR, gekk í raðir liðsins síðasta sumar. „Samheldnin í þessu liði er einstök og það er heiður fyrir mig að fá að vera hluti af því,“ sagði Signý eftir 84:79-sigur liðsins í gær gegn Hamri úr Hveragerði. Fimm leiki þurfti til þess að ná fram úrslitum í þessu einvígi og oddaleikurinn í gær var gríðarlega spennandi. Átta ára bið KR eftir Íslandsmeist- aratitlinum í kvennaflokki lauk því í gær og fögnuðu stuðningsmenn liðs- ins vel og innilega í leikslok í troðfullu íþróttahúsi þeirra KR-inga. Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, var nánast orðlaus í leikslok en hún var einn besti leikmaður liðsins í gær. Hún skoraði 27 stig og skotnýt- ing hennar var frábær. „Ég held að ég hafi aldrei barist eins mikið og í þessum leik, og ég hef aldrei verið jafnþreytt,“ sagði Unnur sem hefur tvívegis áður fagnað Íslandsmeist- aratitlinum en þá sem leikmaður Hauka. Andlegur undirbúningur KR- liðsins var stór þáttur í velgengni þess í oddaleiknum að mati Unnar Töru og þar lék Benedikt Guðmunds- son þjálfari stórt hlutverk. „Við vor- um frekar rólegar á leikdeginum og Benni lagði áherslu á að við hugs- uðum um þá hluti sem við gætum haft stjórn á. Það tókst og við getum verið mjög stoltar af þessum titli. Þetta var erfitt tímabil og Hamarsliðið var okk- ar helsti andstæðingur. Þær eru góð- ar en við erum betri,“ bætti Unnur Tara við. | Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Íslandsmeistarar Leikmenn KR fögnuðu innilega þegar Hildur Sigurðardóttir fyrirliði hóf bikar meistaranna á loft við verðlaunaafhendingu í gærkvöldi. „Þær eru góðar en við erum betri“  KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna í 14. sinn Fagnað Áhorfendur troðfylltu KR-húsið og fögnuðu meistaratitlinum vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.