Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Jón Pétur Jónsson og Baldur Arnarson Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í gær áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstrygg- ingu í samræmi við tilskipun um inn- stæðutryggingar til breskra og hol- lenskra sparifjáreigenda. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mán- aða frestur til að svara áminning- arbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. ESA segir að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðu- tryggingar með því að gera grein- armun á innistæðueigendum í ís- lenskum útibúum bankanna og útibúum þeirra erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Fram kemur á vef ESA, að þessi tilskipun sé hluti af EES-samningn- um. Samkvæmt henni hafi Íslandi borið að greiða breskum og hol- lenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Telur ESA, að samkvæmt tilskipun- inni beri Ísland ábyrgð á því að inn- stæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú stað- reynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigend- um þær lágmarksbætur breyti engu um skuldbindingar Íslands. Ósammála skilningi Fram kemur í tilkynningu ESA að íslenska ríkisstjórnin hafi sagt í bréfi til stofnunarinnar, að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskip- unarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjár- eigendur. Ríkisstjórnin hafi einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA sé ósam- mála þessum skilningi á tilskipunin- inni. Haft er eftir Per Sanderud, for- seta ESA, á vef stofnunarinnar, að ESA sé fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafi reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag náist ekki sé þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunar- innar. Gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum „Þetta skiptir talsverðu máli. Þarna er verið að hefja ferli sem gæti endað með dómi fyrir EFTA- dómstólnum,“ segir Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra. Fari allt á versta veg geti staða Íslands orðið mjög óþægileg. Enn sé þó hægt að leysa málið við samningaborðið eins og vilji Ís- lendinga hafi staðið til. „Ef það fer þannig að við náum ekki samn- ingum og málið endar með dómi fyrir EFTA-dómstólnum myndi það óhjákvæmilega setja okkur í óþægi- lega stöðu,“ sagði Gylfi. Hann segir það vonbrigði að ESA hafi ekki tekið undir þau sjónarmið sem íslensk stjórnvöld hafi haldið fram. Ísland fær gult spjald frá ESA  Meint brot gegn Evróputilskipun um innistæðutryggingar  Áminningarbréf fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum Morgunblaðið/Ómar Gylfi Magnússon „ESA kemst að þeirri niðurstöðu að ríkið sé ábyrgt án þess að það standi í lögum eða tilskipuninni sjálfri […] Þess vegna eru þetta sérstaklega veik rök sem þeir eru að nota,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðu ESA í Icesave- deilunni. „Það ber að hafa í huga að þetta er ekki dómur. Þetta er álit ESA í málinu. Það fjallar um álitaefni sem við höfum tekið til skoðunar áður, síðast í rannsókn- arskýrslu Alþingis. Við höfum komist að þveröfugri niðurstöðu um þessi atriði. Það er engin ástæða til þess að hrökkva í kút við þetta álit. Nú þarf að gaumgæfa þau rök sem þarna eru tínd til og gefa sér tíma til að svara þeim.“ Sérstaklega veik rök GÆTI STYRKT SAMNINGSSTÖÐUNA Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, segir áhugavert að ýjað sé að því að málið geti farið fyrir dómstóla, EFTA-dómstólinn til dæmis. Hann segir að samninganefndarmönnum Íslands hafi þetta vera mjög góð tíðindi. „Þeir töldu þetta styrkja samningsstöðu okkar því Bretar og Hollendingar myndu alls ekki vilja að það skapaðist þessi réttar- óvissa sem gæti þýtt að málið færi fyrir dómstóla, allra síst núna þegar allt er í uppnámi í bankakerfi Evr- ópu. Lee Buccheit og samningamennirnir töldu þetta mjög góð tíðindi,“ segir Sigmundur og vísar til fundar um niðurstöðu ESA fyrir helgi þar sem farið var yfir hana með fulltrúum íslensku stjórnmálaflokkanna. Vilja ekki réttaróvissu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Það held ég að sé alveg rétt mat. Ef þetta endar með samningsbrotamáli er alveg hægt að koma því fyrir EFTA-dómstólinn. Það opnar þann möguleika,“ segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor um það mat for- manns Framsóknar að niðurstaða ESA í Icesave- málinu auki líkur á að málið fari fyrir dómstóla. Stefán Már segir niðurstöðuna engu breyta um eig- in afstöðu í málinu. Hann hafi skrifað um það og kom- ist að ákveðinni niðurstöðu, þetta sé í ósamræmi við hana. „Þessi niðurstaða okkar hefur auk þess verið staðfest í ítarlegu máli í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég tel þetta alls ekki veikja samningsstöðu Íslands.“ Veikir ekki samningsstöðuna Stefán Már Stefánsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Engin óyggjandi merki eru um að eldgosinu í Eyjafjallajökli sé lokið. Enn gætir lítils háttar óróa og yf- irborðsbreytinga samkvæmt GPS- mælingum. Einnig mælast einstaka jarðskjálftar undir jöklinum. Þetta kom m.a. fram á samráðsfundi al- mannavarna og vísindamanna um stöðu gossins í gær. „Menn vilja horfa á þetta aðeins lengur áður en þeir segja að þessari lotu sé lokið,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Staðan verður líklega athuguð eftir næstu helgi gerist ekkert þangað til. Vísindamenn fóru í fyrradag að kanna upptakasvæði aurflóðsins sem varð í Svaðbælisá. Þeir grófu 20 gryfjur í jökulinn. Lag af mjög fínni og blautri ösku reyndist vera á 40-50 sentimetra dýpi. Það veldur því að yfirborðið er mjög óstöðug og getur skriðið fram hvenær sem er. Ekki þurfti nema að hoppa við brotstálið til að koma af stað litlum skriðum. „Mat þeirra sem voru þarna er að jökullinn sé stórhættulegur vegna þessa,“ sagði Víðir. Hann sagði að veika öskulagið væri ekki ólíkt því sem menn þekktu úr veikum snjóa- lögum sem yllu snjóflóðum. „Þetta er ein ástæða þess að við erum mjög smeykir við að opna fyrir umferð upp á jökulinn,“ sagði Víðir. Aurflóð- ahættan getur varað allt fram á næsta vor. Veðurstofan mun fylgjast með úrkomu á svæðinu og vara við ef mikil úrkoma verður á jöklinum. Rætt um opnun í Þórsmörk „Við stefnum að því að opna inn í Þórsmörk eins fljótt og hægt er og náttúran þolir,“ sagði Víðir. Lagfær- ingum á veginum inn í Þórsmörk lýkur brátt. Almannavarnir ráðgera fund á föstudag með þeim sem ann- ast ferðaþjónustu í Þórsmörk. Hreinsa þarf til og undirbúa komu ferðamanna í Mörkinni áður en hægt verður að opna fyrir umferð. Víðir taldi að Fimmvörðuháls yrði utan við lokunarsvæðið, nema hætta á aurflóðum breytti því. Þykkt ösku- lag væri á hálsinum og því ekki spennandi að vera þar ef vind hreyfði. Útivist og Ferðafélagið ætla að merkja leið yfir nýja hraunið. Víðir sagði að vísindamenn teldu að vænta mætti gasstreymis frá eld- stöðinni um tíma þótt gosið hætti. Þeir vara við því að fólki verði hleypt í gamla lónstæðið framan við Gígjö- kul. „Gasið er þungt og sígur niður farveg vatnsins. Það getur safnast fyrir í lónstæðinu þegar stillur eru,“ sagði Víðir. Gosið í Eyjafjallajökli sett á bið  Óyggjandi merki vantar um að gosinu sé lokið  Hvikult öskulag veldur aurflóðahættu víða af jöklinum Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson Vorverkin Þórarinn Ólafsson plægir tún við Ásólfsskála undir Eyjafjöllum og eins og sjá má þyrlast askan upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.