Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 11

Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Daglegt líf 11 Satay eða Sate grillpinnar eru gífur- lega vinsælir í Suðaustur-Asíu, ekki síst í Indónesíu, Singapore og Mal- asíu. Ég kynntist Satay fyrst í heim- sókn til Singapore fyrir einum og hálf- um áratug. Þar er hvað besta matinn að fá á svokölluðum „hawkers mar- kets“ sem eru eins konar útimarkaðir þar sem hægt er að labba á milli bása og kaupa sér mismunandi rétti. Einn sá þekktasti gekk undir heit- inu Satay Club og var í Esplanade Park. Honum mun nú hafa verið lokað vegna nýbyggingar sem reist var á svæðinu en götumatsalarnir þar fluttu flestir yfir á Clarke Quay niðri við ána er rennur í gegnum borgina. Þær eru fjölmargar útgáfurnar af Satay sem eru til en algengast er að nota kjúkling eða nautakjöt sem er látið liggja í kryddlegi um stund og síðan grillað á litlum spjótum og borið fram með hnetusósu. Í þessari uppskrift er gert ráð fyrir kjúklingi en það má allt eins nota nautakjöt. Verði kjúklingur fyrir val- inu eru beinlaus og skinnlaus læri besti kosturinn. Gerið ráð fyrir um 100-150 grömmum af kjöti á mann. Í kryddlöginn þarf eftirfarandi: 1 dl matarolíu, helst jarðhnetuolíu 1 límónu (lime) 5 hvítlauksgeira 1/2 búnt vorlauk 4-5 sm engiferbút 1 tsk Túrmerík 2 msk sojasósu 1 msk taílenska chilisósu Pressið safann úr límónunni, rífið hvítlauk og engifer á rifjárni, saxið vorlaukana smátt og blandið saman við olíuna, sojasósuna og chilisósuna. Bætið við Túrmerik, sem gefur hin einkennandi gula lit. Skerið kjúklinginn niður í 2-3 sm bita og látið liggja í kryddleginum í 1-2 klukkustundir. Þá er komið að því að gera hnetu- sósuna. Í hana þurfum við: 2 msk jarðhnetu eða sesamolíu 1/2 búnt vorlauk 2 dl hnetusmjör (creamy frekar en crunchy) 1 dl jarðhnetur, muldar 2 dl kjúklingasoð 1 tsk sykur 1 msk sojasósu 1/2 sítrónu, pressaða Hitið olíuna á pönnu, varist að hafa hana of heita. Steikið saxaða vorlauk- inn í um 2 mínútur og bætið þá við hnetusmjörinu, kjúklingasoðinu, sykr- inum, sojasósunni og safanum úr sí- trónunni og jarðhnetunum. Best er að hafa jarðhneturnar ósaltaðar en ef þið finnið einungis hefðbundnar salthnetur er ágætt að skola mesta saltið af þeim örsnöggt í vatni. Myljið þær síðan í mat- vinnsluvél eða með kökukeflinu. Látið sósuna malla á mjög vægum hita í nokkrar mínútur eða þar til hún þykknar. Hrærið reglulega í henni. At- hugið að þessi sósa verður nokkuð þykkari heldur en tilbúin Satay-sósa sem keypt er í dós. Þræðið loks kjúklingabitana upp á grillteina og grillið. Berið fram jasm- ínhrísgrjónum og agúrkúbitum. Þessi réttur hentar best með ungu og fersku hvítvíni, t.d. Montes Sauvig- non Blanc eða Benchmark Char- donnay. Eða þá með asískum bjór líkt og Tiger-bjórnum sem veitingamenn- irnir í Satay Club buðu iðulega upp á. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Satay-kjúklingur með hnetusósu sem geta stundum haft áhrif á fram- tíðarmöguleika barnanna og hamlað líkamsþroska þeirra. Einn stór þáttur í aukningu á meiðslum er að börnin æfa aðeins eina íþrótt allt árið, það er engin fjöl- breytni. Daglegar æfingar eru líka of mikið fyrir börn, þau þurfa a.m.k einn til tvo daga í frí frá æfingum í hverri viku. Einnig er mælt með því að börn leiki aðeins með einu liði á hverju tímabili og taki sér frí í tvo til þrjá mánuði frá þessari ákveðnu íþrótt á hverju ári. Það er líka augljóst merki að barn- ið hefur misst áhugann á því að halda áfram að æfa þegar það kvartar yfir óskilgreindum eða bara einhverjum verkjum í líkamanum, undan þreytu eða lélegri frammistöðu. Reuters Stöðugleiki Eyjólfur við húsið sem hann ólst upp í og er nú bæði heimili hans og gullsmíðaverkstæði. um tíma, við vorum tveir gullsmiðir á Laugavegi 25 og svo var ég á Laugvegi 11, á Vesturgötunni og Skólavörðustíg. En það hefur alltaf gengið best hjá mér hér á Hjallaveg- inum.“ Karlarnir komu fullir og fínir beint af sjónum í fatapressun Á gullsmíðaverkstæðinu kennir ýmissa grasa, þar leynast listaverk, meðal annars fornir íkonar frá fjalla- þorpi í Júgóslavíu, málaðir á gamla fjósfjöl. En ekki segist hann vera guðstrúar þó hann skreyti verk- stæðið með slíkum trúarlegum myndum. „Ég er trúleysingi, þó ég sé reyndar fermdur,“ segir Eyjólfur sem er góður sagnamaður og rifjar upp skemmtilega hluti frá fyrri tíð. „Pabbi minn, Arinbjörn Kúld, var fatapressari bæjarins og var með efnalaug á Vesturgötunni. Hann var eini fatahreinsarinn sem var með klefa, þannig að karlarnir gátu kom- ið til hans beint af sjónum, þeir sem höfðu verið á Nýfundnalandi. Þeir klæddu sig bara úr í klefunum, fullir og fínir og biðu á meðan pabbi hreinsaði og pressaði fötin þeirra. Togararnir voru bundnir við bryggju rétt fyrir neðan. Vilhjálmur frá Skáholti var fastagestur hjá pabba en hann var gefinn fyrir sop- ann. Villi setti stundum miða á hurð- ina hjá sér og þar stóð: Skrapp frá í 15 mínútur. Þá var hann yfirleitt frá í þrjár eða fjórar vikur á fylleríi.“ Átti skútur og keppti í siglingum Þegar Eyjólfur er á annað borð byrjaður að rifja upp gamla tíma kemur ýmislegt í ljós. Hann keppti á skútum hér áður og sigraði meðal annars á áttunda áratugnum í al- þjóðlegri keppni í Noregi, ásamt siglingafélaga sínum sem nú er lát- inn. „Kannski ég endi í Kaliforníu með skútu, það er aldrei að vita. Ég er með númer í bæjarfélagi þar fyrir Norðurlandabúa. Michael Jackson er grafinn í kirkjugarðinum þar, en ég og konan mín fórum oft þangað með nesti þegar hún bjó þar. Þetta er fallegur og friðsæll garður.“ Að lokum má geta þess að Eyjólf- ur hefur sterka skoðun á því hvað eigi að gera við þá menn sem hafa komið Íslandi á hausinn. „Ég held það ætti að taka þessa karla og setja þá fjórar hæðir niður í jörð og henda í þá gömlum bún- ingum. Þeir hafa gert svo mikinn skaða, bæði fyrir landið og almenn- ing.“ Listasmíð Hér má sjá eitt af fjöl- mörgu skarti sem Eyjólfur smíðar. Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.