Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 14

Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 ræði sem hægt væri að beita til að endurheimta fé frá fjárglæframönnum, oft væri t.d. einfaldara að sanna skjalafals en önnur brot. Hann sagði að í lagakerfum Evrópusambandsríkja væri greini- leg þróun í þá átt í að taka upp heimildir til að gera illa fengnar eignir upptækar án sakfellingar þótt enn sé þessi háttur ekki hafður á nema í minnihluta ríkjanna. „Hæstiréttur Írska lýðveldisins taldi að réttur ríkisins til að berjast gegn alvarlegum glæpum vægi þyngra en eignaréttarákvæðin. En oft hefur verið sagt að lög af þessu tagi skerði mannrétt- indi og borgaraleg réttindi,“ sagði Heuckelom. „Sagt var að umrædd lög um eignaupptöku án undanfarandi sakfellingar væru ekki annað en sakamál sem hefði bara fengið nýtt nafn. Þessi rök hafa oft verið færð fram fyrir rétti og sagt að brotinn væri rétturinn til réttlátrar máls- meðferðar sem tilgreindur er í 6. grein mannrétt- indasáttmálans.“ Taka yrði í eignaupptökumálum tillit til reglunnar um að allir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, það væri ekki tryggt jafn vel ef fylgt væri reglum einkamála. En ýmsir dómstólar hefðu bent á að þegar áð- urnefndum lögum væri beitt færi ekki fram nein handtaka. Það er aðeins eignin sem er „hand- sömuð“, skilið er á milli hlutarins og eiganda hans. Því sé ekki um að ræða að einstaklingurinn sjálfur, eigandinn, geti kvartað undan broti á sín- um mannréttindum, hann fari eftir sem áður frjáls ferða sinna. En ef það borgar sig að fremja peningaglæpi?  Víða gilda lög sem heimila ríkinu að endurheimta illa fengið fé með einkamáli Morgunblaðið/Eggert Lög og regla Frá fundi Lagastofnunar í húsi Háskóla Íslands, Öskju, í gær. F.v. Carlo van Heuckelom, Roger Fuller og Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, en hann stýrði fundinum. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hægt væri að skipuleggja „flott slóðakerfi“ fyrir torfæruhjólamenn vestan við Grindvíkurveg og jafn- framt mætti skoða þann möguleika að opna ákveðnar leiðir fyrir þá inn- an Reykjanesfólkvangs, að mati Óskars Sævarssonar, forstöðu- manns Saltfisksetursins í Grindavík sem situr í stjórn fólkvangsins. Óskar bendir á að gríðarlega mörg torfæruhjól hafi verið flutt inn á undanförnum árum og eftir það sé hægt að tala um að holskefla utan- vegaaksturs hafi riðið yfir fólkvang- inn. Ekki hafi verið hugað nægilega að aðstöðu fyrir þennan hóp í grennd við höfuðborgarsvæðið. „Gamlar þjóðleiðir, kindagötur, gönguleiðir og stígar sem hafa myndast við fjár- leitir, þetta er orðið vettvangur fyrir akstur þessara ökutækja.“ Svo virð- ist sem menn ýfi kerfisbundið upp gamla slóða, í þeim tilgangi að slóð- arnir fái að hanga inni þegar loksins verði komið skipulagi á aksturinn. Alvarlegasta vandamálið í fólk- vanginum tengist utanvegaakstri á Sveifluhálsi og Núpshlíðarhálsi. Óskar telur að hægt sé að minnka vandann með því að skipu- leggja mótorhjólaslóða á vegum sem hafa verið lagðir fyrir vestan Grinda- víkurveg, einkum í tengslum við virkjanaframkvæmdir. Þrjár leiðir innan fólkvangs Óskar telur einnig að skoða mætti þann möguleika að opna ákveðnar leiðir innan fólkvangsins fyrir mótorhjólaakstri. Hann nefnir Selsvallaleiðina, leið eftir Krýsuvík- urbergi og gamlan vegslóða í gegn- um Breiðdal. „Þessar leiðir þarf að laga þannig að þær geti borið um- ferð og verið sjálfbærar og trufli ekki umferð annarra,“ segir hann. Taka þurfi á vandanum frá báðum hliðum. „Ég kalla eftir því að um- hverfisráðherra taki á sig rögg. Einnig þurfa sveitarfélögin á Suð- vesturhorninu að skipuleggja dreif- býli en ekki bara þéttbýli. Þar er margt óunnið.“ Möguleikar á flottu slóðakerfi Ýfa Torfæruhjólum er m.a. ekið eft- ir göngustígum í fólkvanginum.  Mikið af vegum vestan við Grindavíkurveg sem gætu hentað torfæruhjólum  Ýfa kerfisbundið upp gamla slóða til að búa sig undir að skipulagi verði komið á Flugvél Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, heldur af stað til Grikk- lands nk. mánu- dag til að sinna landamæraeftir- liti á ytri landa- mærum Evrópu- sambandsins. Ísland er aðili að eftirlitinu Frontex í gegnum Schen- gen-samstarfið. Mun átta manna áhöfn sinna eftirlitinu, en SIF er svo væntanleg til Íslands aftur í júlí. Varðskipið Ægir fer einnig utan í sumar í samskonar eftirlit við Spán og Grikkland. Gæsluvélin í landa- mæraeftirlit fyrir Evrópusambandið TF-SIF Til Grikklands Brot 16 ökumanna voru mynduð á Gullteigi í Reykjavík á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullteig í suðurátt, við Silfur- teig. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 57 ökutæki þessa akst- ursleið og því ók hátt í þriðjungur ökumanna, eða 28%, of hratt eða yf- ir afskiptahraða, segir í tilkynn- ingu lögreglu. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 54. Mælingarnar eru hluti af sér- stöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu. Á Gullteig var staðsett ómerkt lög- reglubifreið sem er búin mynda- vélabúnaði. Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað á Gullteig en þá óku hlutfalls- lega færri, eða 22%, of hratt eða yf- ir afskiptahraða. Brot 16 ökumanna mynduð á Gullteigi Framkvæmdir við uppsetningu ör- yggismyndavéla við bæjarmörk Seltjarnarness eru hafnar, að því er fram kemur í Nesfréttum, frétta- blaði Seltirninga. Þar segir að vél- unum sé ætlað að fylgjast með um- ferð inn og út úr bænum en með því verði unnt að leita í upptökur þegar afbrot eigi sér stað í bæjarfélaginu. Fram kemur að vinna við upp- setninguna sé nokkuð umfangs- mikil því bærinn leggi mikla áherslu á að vel sé að verki staðið hvað varði áreiðanleika gagna. Eftirlitsmyndavélar settar upp á Nesinu VSÓ ráðgjöf og Rauði kross Íslands hafa gert samkomulag um stuðning fyrirtækisins við hjálparstarf fé- lagsins í Georgíu og Armeníu á næstu 18 mánuðum. Markmið sam- starfsins er að byggja upp kerfi neyðarvarna í Kákasusfjöllum, þar sem jarðskjálftar, skriðuföll og flóð eru algeng vá. Ráðgjafi á vegum VSÓ ráðgjafar mun samkvæmt samkomulaginu vinna í stýrihópi Rauða krossins vegna verkefnisins. VSÓ styður hjálpar- starf í Kákasus Annar fyrirlesarinn á fundinum, Belginn Carlo van Heuckolom, er yfirmaður deildar hjá Europol er fæst við málefni eignaupp- töku. Arnar Jensson er tengifulltrúi Íslands hjá Europol en stofnunin sinnir ekki síður fjármálaglæpum en öðrum afbrotum. „Síðastliðinn vetur óskuðu Íslendingar eftir því hjá Europol að stofnunin kæmi að ráðgjöf við að finna sérfræðinga og tengja saman fjölþjóðlegar rannsóknir, annast greiningu á upplýsingum og rekja eignir, bakgrunn félaga og þess háttar,“ segir Arn- ar. Starf hans felst í að tengja saman þau úrræði sem Europol hefur og íslenska rannsóknaraðila. 35 að- ildarríki Europol eru með tengslaskrifstofur í sama húsinu hjá stofnuninni og því ljóst að boðleiðir eru stuttar sem getur skipt miklu. Upplýsingar greindar og eignir raktar EUROPOL AÐSTOÐAR ÍSLENDINGA Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ýmsir þátttakendur í útrásinni og afleiðum henn- ar eru grunaðir um að hafa brotið lög og sæta rannsókn. En geta yfirvöld náð eignum þeirra með einfaldri lagabreytingu þótt ekki sé búið að dæma þá? Deilt er um það hvort aðgerðir sem leyfðar eru í allmörgum ríkjum, eignaupptaka án sakfellingar ef nægilegar líkur þykja á að eignin sé illa fengin, rekist á ákvæði mannréttinda- sáttmála og eignaréttarákvæði í stjórnarskrá. Um þessi mál var fjallað á opnum fundi Laga- stofnunar Háskóla Íslands í gær. Frummælendur voru Belginn Carlo van Heuckelom, sem er lög- fræðingur og hefur í átta ár verið yfirmaður fjár- munadeildar Europol, Assets Recovery Bureau og Bretinn Roger Fuller, sem er sjálfstætt starf- andi ráðgjafi en var áður við störf hjá rannsókn- arlögreglunni í heimalandi sínu. Lög sem heimila að verðmæti séu gerð upptæk án þess að áður hafi komið til sakfellingar eru ekki í gildi á Íslandi en að sögn van Heuckeloms hafa þau verið sett í allmörgum ríkjum, þ.á m. í Bretlandi, Bandaríkjunum, á Írlandi og í Sviss. Sönnunarbyrðin er léttari í einkamálum en í sakamálum. Í sakamálum krefjast dómarar ótví- ræðra sannana og sönnunarbyrðin hvílir öll á ákæruvaldinu en í hinum fyrrnefndu er nóg að líkur á sekt séu meiri en minni. Fuller sagði það hafa verið reynsluna í Bretlandi, áður en lög- unum var breytt 2002, að dómarar vísuðu oft frá málum vegna eignaupptöku, töldu sönnunargögn vera ófullnægjandi. Breskir dómarar væru einnig tregir til að dæma vegna skattalagabrota vegna þess hve skattalög væru gríðarlega flókin. „Með því að beita þessum nýju lagaákvæðum er athyglinni beint að verðmætunum sjálfum en ekki eigandanum,“ sagði Fuller. Mál þar sem reynt hefur á ákvæði af umræddum toga hafa farið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og er niðurstaðan að þau brjóti ekki gegn mannrétt- indum. Frumvarp til umfjöllunar á Alþingi Helgi Hjörvar alþingismaður hefur lagt fram frumvarp um heimild til eignaupptöku án sakfell- ingar. Er þar einnig ákvæði um að ríkisvaldið geti höfðað sjálfstætt skaðabótamál til að klófesta illa fengið fé. Hugsanlegt er að lögin taki gildi í september ef þau verða samþykkt. En fram kom í umræðunum hjá fundarstjóranum, Ró- bert Spanó, að ekki væri víst að Hæstirétt- ur myndi komast að þeirri niðurstöðu að lög af þessu tagi stæðust stjórnarskrá landsins; eignarrétturinn nyti meiri lagaverndar hér en í flestum öðrum löndum. Fari svo verður að breyta stjórnarskránni til að lög Helga taki gildi. Van Heuckelom fjallaði um ýmis úr- Tryggvi M. Þórðarson, keppn- isstjóri í Rallý Reykjavík, er veru- lega ósáttur við orð formanns stjórnar Reykjanesfólkvangs um að ekki verði veitt leyfi fyrir ral- lakstur um fólkvanginn. Tryggvi segist ánægður með að skera eigi upp herör gegn utanvega- akstri í fólkvanginum en með þessu sé að ósekju vegið að ral- lökumönnum. Rall hafi verið eftir Djúpavatnsleið um 3-5 sinnum á ári frá árinu 1978. Það sé raunar ekki fólkvangsins að veita leyfi þótt það sé sjálfsögð kurteisi að leita þar heimildar. Ekið frá ’78 RALLAKSTUR Í HÆTTU Arnar Jensson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.