Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu
umhverfi. Mikil erlend samskipti. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík
bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum.
Íslenskt atvinnulíf árið 2015
óskar eftir...
Félags- og mannvísindadeild Há-
skóla Íslands stendur fyrir alþjóð-
legri ráðstefnu í dag og á morgun í
Odda. Þar verður fjallað um ýmsar
hliðar efnahagskreppunnar frá
sjónarhorni félagsvísindanna. Aðal-
fyrirlesarar verða Karin Ho, lektor
í mannfræði við Háskólann í Minne-
sota, Stefán Ólafsson, prófessor í
félagsfræði við Háskóla Íslands, og
Fantu Cheru, prófessor við Upp-
sala-háskóla. Boðið er upp á fjöl-
breytta dagskrá þar sem fjallað er
m.a. um siðferði, fjölmiðla, ímyndir,
heilsu og afbrot í tengslum við efna-
hagskreppuna.
Rætt um kreppuna
Á morgun, föstudag, ætlar Þor-
steinn Jakobsson göngugarpur að
ganga á 10 tinda á 13 klukkutímum
til styrktar Ljósinu, endurhæf-
ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda. Tindarnir
sem hann gengur á eru Stapatindar
- Festarfjall - Þorbjörn - Keilir -
Sandfell - Helgafell - Valahnjúkar -
Húsfell - Búrfell - Esjan. Ljósið
verður með opið hús að Langholts-
vegi 43 meðan á göngunni stendur.
Bylgjan verður með beina útsend-
ingu þar sem fylgst verður með
göngunni og söfnuninni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Keilir Þorsteinn göngugarpur
hyggst ganga á tíu tinda á morgun.
Gengur á 10 tinda
Umhverfis- og samgönguráð
Reykjavíkur samþykkti í fyrradag
drög að áætlun til næstu 3 ára um
hjólaleiðir í borginni. Tíu kílómetr-
um verður árlega bætt við núver-
andi hjólaleiðir í Reykjavík, hrað-
braut fyrir hjól verður lögð milli
Laugardals og miðborgar og brú
verður gerð fyrir hjólandi og gang-
andi yfir Elliðarárósa, yfir Grafar-
vog. Á þessu ári er á dagskrá að
klára tvöföldun Fossvogsstígs og að
gera hjólaleið á Hofsvallagötu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjólað Hagur hjólafólks vænkast.
Hraðbraut fyrir
hjól úr Laugardal
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Nokkrar hnísur sáust á Pollinum að morgni
dags í vikunni. Ekki sá ég þær en maður sem
ég treysti lýsti því hvernig þær stukku listi-
lega á milli þess sem þær skutust þvert yfir
fjörðinn. Ég veit hvað þær voru að hnýsast;
kannski að njósna fyrir andarnefjurnar sem
voru hér fyrir nokkrum misserum.
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á
Akureyri fóru í skrúðgöngu í gær í nepjunni,
frá Hvannavöllum, þar sem skólinn er nú til
húsa, að menningarhúsinu Hofi. Öllum hlýnaði
um hjartarætur þegar inn var komið enda hús-
ið glæsilegt. Þangað flyst starfsemin í sumar.
Ég nefndi endurbætur á andapollinum um
daginn. „Svanavatnið (sem Akureyringar kalla
af einstöku lítillæti sínu andapoll) hefur hlotið
gríðarlega andlitslyftingu, er orðið snyrtilegt
og hreint og nýjar þökur hamast við að skjóta
rótum,“ segir Sverrir Páll á fésbókinni. Góð
hugmynd. Tchaikovsky hlýtur að vera sama …
Jóhann Ingimarsson, Nói, og Kristján Eld-
járn, tengdasonur hans, opnuðu um síðustu
helgi málverkasýningu í Ketilhúsinu. Sýning
þeirra tengdafeðga ber yfirskriftina Svarthvít
sveifla – með litaívafi. Hún stendur til 6. júní.
Elstu nemendur allra leikskóla bæjarins
heimsóttu Slökkvistöð Akureyrar á dögunum.
Þá lauk árlegu verkefni, Loga og Glóð, krakk-
arnir fengu að prófa alvöru brunaslöngu og
skoða allar græjur liðsins. Hugsanlegt er að
kveikt hafi verið í krökkunum þennan dag; að
áhugi á því að starfa í slökkviliðinu hafi kvikn-
að það er að segja …
Hvanndalsbræður verða með útgáfu-
tónleika á Græna hattinum í kvöld og annað
kvöld. Ekkert er til sparað og meira segja hef-
ur verið fjárfest í nýjum sokkapörum á strák-
ana, segir einn þeirra.
Ákveðið hefur verið að koma upp leik-
fangasafni í Friðbjarnarhúsi, sem Góðtempl-
arar á Akureyri gáfu bænum fyrir skömmu.
Guðbjörg Ringsted ætlar að reka safnið í sam-
vinnu við Minjasafnið á Akureyri og Akureyr-
arstofu. Það verður án efa skemmtileg viðbót
við mjög áhugaverða safnaflóru bæjarins.
Hnísur að hnýsast
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nú er lag Nemendur og kennarar Tónlist-
arskólans tóku lagið í Hofi síðdegis í gær.