Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Namm Þessi piltur gleymdi sér alveg í nammisælunni sem fylgdi sleikjónum. Lokaði bara augunum og missti væntanlega af boltanum sem kom fljúgandi yfir netið. En félaginn var viðbúinn vel.
Kristinn
Taívan var eitt
fyrsta ríkið í Asíu sem
kom á opinberri heil-
brigðisþjónustu fyrir
alla og var í farar-
broddi landa sem náðu
að búa til nýtt bóluefni
gegn svínaflensunni.
Heilbrigðiskerfi okkar
er háþróað og langlífi
íbúanna mikið, rétt
eins og á Íslandi. Engu
að síður á Taívan ekki
greiða leið að upplýsingum um heil-
brigðismál á alþjóðavísu.
Eftir að forseti Taívans, Ma Ying-
jeou, kynnti nýja stefnu sína um
sveigjanleg samskipti við meg-
inlandið fékk Taívan loks leyfi til
taka þátt í störfum Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar (WHO) sem
áheyrnarfulltrúi. Boð til okkar um
slíkt hefur nú verið endurnýjað.
Vissulega var það skref fram á við
en aðeins hænuskref þar sem okkur
er enn meinuð full aðild að fundum
og ákvarðanatöku á vegum WHO.
Stefna Taívans varðandi aðild að
WHO á þessu ári er að:
Dregið verði úr hindrunum í vegi
þess að Taívan taki fullan þátt í
störfum stofnunarinnar. Taívan eigi
þannig rétt á að sækja alla fundi á
vegum WHO.
Taívan fái aðild að svæðis-
skrifstofu WHO í Suðaustur-Asíu
(WPRO). Öll nágrannalönd okkar
eiga aðild að henni: Japan, Suður-
Kórea og meginland Kína.
Matvælastofnun Taívans fái þátt-
tökurétt í Alþjóðanetinu um fæðu-
öryggi. Þær 23 millj-
ónir sem byggja
Taívan hljóta að eiga
sama rétt og aðrir
jarðarbúar á að búa við
öruggt matvælaeftirlit.
Það er ekki einungis
hagur Taívans að fá að
taka fullan þátt í öllum
störfum WHO heldur
einnig annarra ríkja að
fá aðgang að sér-
fræðiþekkingu Taív-
anbúa. Sem dæmi má
nefna að Taívan gaf bóluefni vegna
svínaflensu að jafnvirði fimm millj-
ónir Bandaríkjadala og tók virkan
þátt í hjálparstarfinu eftir jarð-
skjálftann mikla á Haiti.
Sem fyrr segir var mikilvægt
skref stigið með áheyrnaraðild Taív-
ans að WHO. En nú er kominn tími
til að stíga skrefinu lengra. Við von-
um að íslenska þjóðin og stjórnvöld
á Íslandi styðji ósk okkar um slíkt.
Eftir Johnny Chang
» Það er ekki einungis
hagur Taívans að fá
að taka fullan þátt í öll-
um störfum WHO held-
ur einnig annarra ríkja
að fá aðgang að sér-
fræðiþekkingu Taívan-
búa.
Jonny Chang
Höfundur er ráðherra
upplýsingamála á Taívan.
Taívan og WHO?
Múrinn féll og um
leið lauk að miklu leyti
þeim pólitísku átökum
vinstri og hægristefnu
sem höfðu einkennt
stjórnmál á Vestur-
löndum. Í stað þess að
menn sættust á að
hinn gullni meðalvegur
væri farsælastur í póli-
tík eins og öðru varð
ný heimsmynd allsráð-
andi. Alræði fjár-
magnsins. Sú hugmyndafræði hafði
verið prófuð áður og leitt til heims-
kreppu og uppgangs öfgamanna. En
þegar kommúnisminn féll var það
gleymt (eða menn töldu samfélagið
þróaðra en svo að óttast þyrfti end-
urtekningu á áföllum fortíðar). Því
urðu gömlu öfgarnar sem höfðu leitt
af sér aðrar öfgar, aftur allsráðandi.
Enn sem fyrr leiddu svo öfgarnar af
sér hrun, ekki hvað síst á Íslandi.
Nú sjást veruleg merki þess að ís-
lenskt samfélag sé að sveiflast úr
einum öfgum í aðrar.
1984
Á meðan stöðnun ríkir í efnahags-
málum virðast stjórnvöld líta á
ástandið fyrst og fremst sem tæki-
færi til að endurvekja gamla hug-
myndafræði og innleiða sósíalisma
og aðrar pólitískar öfgar á ýmsum
sviðum mannlífsins. Í stað þess að
takast á við vandann af fagmennsku
og á rökréttan hátt er vandinn nýtt-
ur sem tækifæri til að raða inn
vinstrisinnuðum emb-
ættismönnum í stað
þeirra hægrisinnuðu
(án auglýsingar). Tím-
inn er notaður til að
gera pólitískar breyt-
ingar í nafni „bylting-
arinnar“ og óþægilega
margt er farið að
minna á skáldskap
George Orwells. Boð
og bönn eru allsráð-
andi og eftirlit er aukið
í stað þess að höfða til
heiðarleika. Í stað þess
að taka á vandamálum
samtímans og skapa framtíðarsýn
er athyglinni dreift með því að
leggja alla áherslu á umræðu um
fortíðina. Með því reyna menn að
fela dugleysið til lausnar á vanda-
málum samtímans.
Skilaboðin
Það er gríðarlega mikilvægt að
við notum það tækifæri sem gefst í
sveitarstjórnarkosningunum til að
ná jafnvægi og senda um leið skýr
skilaboð um að óbreytt ástand í
stjórnmálum sé ekki viðunandi. –
Ástand þar sem mikið er lagt í
spuna en ekkert í aðgerðir. – Ástand
þar sem sama fólk og hefur við-
haldið algjörri stöðnun í atvinnu-
málum leyfir sér að auglýsa „rjúfum
kyrrstöðuna og sköpum vinnu“.
Fagfólk
Strax eftir efnahagshrunið réðst
Framsókn í meiri endurnýjun og
endurskoðun en dæmi eru um í ís-
lenskri stjórnmálasögu. Sú breyting
sem grasrótin stóð fyrir og hefur
svo fylgt eftir um allt land sýnir að
raunverulegar breytingar eru
mögulegar og það er hægt að gera
þær á grundvelli rökhyggju og fag-
legra vinnubragða fremur en póli-
tískra öfga. Framsóknarmenn um
allt land leggja gríðarlega áherslu á
að leysa skuli vandamál með aðstoð
þeirra sem best þekkja til á hverju
sviði en ekki á grundvelli flokka-
pólitíkur. Það höfum við haft að leið-
arljósi og þegið ráðgjöf frá inn-
lendum og erlendum sérfræðingum
um öll þau mál sem þarf að leysa og
markað stefnu á grundvelli þeirrar
ráðgjafar. Það átti jafnt við um af-
stöðuna til skuldavanda heimilanna
og Icesave-deilunnar og allt þar á
milli. Leyfum þeirri endurnýjun
sem hófst hjá elsta, og um leið
yngsta, stjórnmálaflokki landsins að
ná inn í sveitarstjórnir landsins. –
Hvaða flokkur er betur til þess fall-
inn að breyta stjórnmálunum en
flokkur sem þorði að breyta sjálfum
sér?
Eftir Sigmund Dav-
íð Gunnlaugsson » Tíminn er notaður til
að gera pólitískar
breytingar í nafni „bylt-
ingarinnar“ og óþægi-
lega margt er farið að
minna á skáldskap
George Orwells.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins
Náum jafnvægi