Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 25
Á síðustu 20 árum hefur verið
mikil uppbygging á mannvirkjum
undir menningarstarfsemi í Kópa-
vogi og í þeim hefur farið fram
mjög öflug og virk starfsemi.
Fyrst skal telja Gerðarsafn, sem
var tekið í notkun á vordögum
1994. En byggingin hafði staðið
sem tóft í mörg ár fyrir 1990 þeg-
ar núverandi meirihluti tók við í
bæjarstjórn. Í Gerðarsafni hefur
hver menningarviðburðurinn rek-
ið annan óslitið frá opnun þess. Í janúar
1999 var tekið í notkun menningarhúsið Sal-
urinn sem er 300 manna sérhannað tónlist-
arhús með afburða hljómburði, hið fyrsta
sinnar tegundar frá því að Hljómskálinn í
Reykjavík var byggður fyrir stríð. Jónas
Ingimundarson hefur lagt fram mikið starf
til að lyfta menningarlífinu í Salnum og í
verkefninu „Tónlist fyrir alla“ í grunnskól-
unum og hefur fjöldi listamanna sóst eftir
því að koma þar fram. Skömmu síðar var
Tónlistarskólinn tekinn í notkun á þessum
stað og síðar Bókasafn og Náttúrufræðistofa
Kópavogs í framhaldsbyggingum. Tónlist-
arsafn Íslands og Molinn, menningarhús fyr-
ir ungt fólk, voru tekin í notkun fyrir um
tveimur árum og eru sambyggð
myndarlegu bílastæðahúsi sem
þjónar allri menningartorfunni og
Kópavogskirkju.
Það má nefna að nýja knatt-
húsið í Kópavogi, Kórinn, var
hannað og byggt með hljómburð í
huga og þar er hægt að halda
innitónleika fyrir um 15.000
áheyrendur. Með tilkomu þessara
mannvirkja hefur þróast mjög öfl-
ugt menningarlíf í Kópavogi svo
sem Kópavogsdagar, sem eru
haldnir á hverju vori um afmæli
bæjarins, og tónleikaröðin Tíbrá, þar sem
boðið hefur verið upp á heims- og lands-
þekkta listamenn í sígildri tónlist, og hefur
staðið yfir ár hvert frá hausti til vors. Á
seinni árum hefur flutningur á vandaðri
dægurtónlist aukist verulega og sækja lista-
menn til Kópavogs til þess að halda tónleika.
Undanfarin ár hefur verið haldin menn-
ingarhátíð á hverju hausti þar sem eitt land
er tekið fyrir og menning þess lands er
kynnt. Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki bara
malbiks- og steypuflokkur heldur líka menn-
ingarflokkur.
Kópavogur er
menningarbær
Eftir Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæj-
arstjóri í Kópavogi.
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Foreldrar lítilla barna vita að
örugg vistun fyrir börn þeirra er
forsenda fyrir því að fjölskyldulífið
gangi eðlilega fyrir sig. Þá stað-
reynd höfum við sjálfstæðismenn í
borgarstjórn haft að leiðarljósi
enda hafa valkostir fyrir foreldra
barna á leikskólaaldri í dagvist-
armálum í Reykjavík aldrei verið
fleiri. Um 6800 börn eru í leik-
skólum auk þess sem um 800 börn
eru hjá dagforeldum og 700 fá þjón-
ustutryggingu.
Reykjavíkurborg hefur ávallt haft mikinn
metnað í leikskólamálum en útgjöld til leik-
skólamála 2010 eru um 7% hærri að raungildi
en 2006. Allir sem starfa með ungum börnum í
Reykjavík leggja metnað sinn í að hlúa að
börnum og sjá til þess að þau búi við öruggt og
örvandi umhverfi. Við vitum líka að ánægð
börn eiga ánægða foreldra. Ánægja foreldra
með leikskóla Reykjavíkur hefur aukist en
95% foreldra eru ánægð með leikskóla borg-
arinnar. Á síðustu árum hefur fagmenntuðu
starfsfólki fjölgað, þrír nýir leikskólar verið
opnaðir, ný sérkennslustefna búin til og samn-
ingar við nítján sjálfstætt starfandi
leikskóla undirritaðir. Nú eru leik-
skólagjöld almennt niðurgreidd um
90% af sjóðum borgarinnar en leik-
skólagjöld lækkuðu um 25% á kjör-
tímabilinu og námsgjald fellt niður
fyrir systkini. Í maí var svo tekin
ákvörðun um fjölgun leikskólarýma
til að tryggja að öllum börnum, sem
verða tveggja ára á þessu ári,
standi leikskólavistun til boða í
haust. Þá hefja 1400 börn leik-
skólagöngu sína en aldrei hafa fleiri
leikskólabörn fengið þjónustu í
borginni en nú.
Ekkert af ofangreindu er sjálfgefið og hefur
krafist óeigingjarnar vinnu embættismanna,
starfsmanna leikskóla og borgarfulltrúa. Staða
leikskólamála í Reykjavík er frábær og eru nú
starfræktir um hundrað afar metnaðarfullir
skólar. Staðan er síður en svo sjálfsögð og
framundan eru tímar þar sem nauðsynlegt
verður að halda vel á spöðunum til að þjónusta
við yngstu börnin skerðist ekki. Það er mik-
ilvægt að leggjast á árarnar fyrir börnin og
foreldra þeirra og tryggja uppbyggingu með
fagmennsku og öryggi að leiðarljósi.
Ánægð börn –
ánægðir foreldrar
Eftir Þorbjörgu Helgu
Vigfúsdóttur
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Á kjördag, hinn 29. maí, gefst
kjósendum á Seltjarnarnesi tæki-
færi til að hverfa frá venjum og velja
nýjan listabókstaf í kjörklefanum.
B-listi Framsóknar og óháðra hefur
undanfarnar vikur barist af krafti og
unnið ötullega við að upplýsa Sel-
tirninga um fjármálastöðu bæj-
arfélagsins. Þessari viðleitni B-lista
hefur verið afar vel tekið og margir
hafa skoðað stöðuna með þeim gögn-
um sem liggja fyrir í ársreikningum
og á vefsíðu bæjarins. Ég hvet alla
Seltirninga til að kynna sér menn og málefni og
ennfremur að setja X við B á kjördag.
Skipulagsmál í sátt
við bæjarbúa
Virkt íbúalýðræði sem byggist á aukinni
þátttöku bæjarbúa í skipulagsmálum er afar
mikilvægt svo komist verði hjá deilum bæjaryf-
irvalda við íbúa á þeim vettvangi. Bærinn þarf
að móta skýra heildarstefnu í skipulagsmálum
til framtíðar. Huga þarf sérstaklega að umferð-
armálum bæjarins, þá einkum umferðarhraða á
stofnbrautum svo og fjölgun vistgatna til að
tryggja öryggi vegfarenda.
Þjónustugjöld leikskóla á Seltjarnarnesi eru
umtalsvert hærri en tíðkast í sveitarfélögunum
í kring. Ljóst er að koma þarf betur
til móts við barnafjölskyldur með
sanngjarnari þjónustugjöldum.
Einnig þarf að standa vörð um að
barnmargar fjölskyldur njóti áfram
sanngjarns systkinaafsláttar. Flest-
um ætti að vera í fersku minni
hækkun á síðasta ári sem síðar var
dregin til baka.
Farsæll rekstur
Góð fjárhagsáætlun er grundvöll-
ur fyrir farsælan rekstur og afar
brýnt er að fara rækilega ofan í kjöl-
inn á gerð fjárhagsáætlunar.
Tryggja þarf aðkomu starfsnefnda bæjarins að
þessari vinnu, í auknum mæli, ásamt því að gefa
bæjarbúum kost á þátttöku.
Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla
Til að ná markmiðum um gegnsæja og lýð-
ræðislega stjórnsýslu er brýnt að bæjarráði
verði komið á fót til að fara með framkvæmda-
og fjármálastjórn ásamt embættismönnum
bæjarins. Setja þarf skýra upplýsingastefna
fyrir Seltjarnarnes sem miðar að óheftu að-
gengi bæjarbúa að upplýsingum um stöðu
mála.
Kristján Þorvaldsson
Kristján
Þorvaldsson
Höfundur skipar 2. sæti á B-lista Framsóknar
og óháðra.
Raunhæfur valkostur á Nesinu
Kosningarnar 29. maí eru ekki síð-
ur mikilvægt uppgjör við hrunið en
alþingiskosningarnar fyrir ári. Nokk-
ur sveitarfélög og samtök þeirra hafa
nú stigið markviss skref í þá átt með
því að ákveða að gera sambærilega
skoðun á sjálfum sér og gerð var fyr-
ir Alþingi. Það sýnir kjark og vilja til
að breyta um vinnubrögð.
Rannsóknarskýrsla í Kópavogi
Kópavogur þarf líka á slíku upp-
gjöri að halda. Hér þarf líka kjark til
að líta í spegil, kjark til að endurmeta ákvarð-
anir og þá hugmyndafræði sem bjó að baki.
Gamaldags vinnubrögð við stjórn og ákvarð-
anatöku eiga ekki lengur við. Nútíminn kallar á
gegnsæi og opna stjórnsýslu. Vinstri græn í
Kópavogi hafa lagt til að gerð verði sambærileg
úttekt á aðdraganda hrunsins og ákvarð-
anatöku og verklagi við stjórn bæjarins. Við-
tökur meirihlutaflokkanna, sem hafa stjórnað
frá seinni hluta síðustu aldar, vekja furðu, ef
ekki grunsemdir.
Hvað óttast hrunflokkarnir?
Hvað veldur því að menn vilja ekki láta skoða
byggingu Kórsins, kaupin á Glaðheimalandinu,
uppfyllingar á Kársnesi og skipu-
lagsmál, framkvæmdir í Heið-
mörk, lóðaúthlutanir, stjórn lífeyr-
issjóðs starfsmanna
Kópavogsbæjar, kaup á Vatns-
endalandi, mannaráðningar og
margar fleiri ákvarðanir? Til að
hægt sé að horfa til framtíðar og
byggja upp kröftugt og heilbrigt
samfélag verðum við að þora að
líta til baka og endurmeta vinnu-
brögð. Hrunflokkarnir hafa dregið
lappirnar og ekki þorað að taka
ákvörðun um rannsóknarskýrslu í
Kópavogi. Hvað hafa þeir að fela,
hvað óttast þeir? Verði sami meirihluti áfram
við völd í Kópavogi er líklegt að þeirra fyrsta
verk eftir kosningar verði að hafna öllum hug-
myndum um rannsókn.
VG vill ný vinnubrögð
Laugardaginn 29. maí verður ekki bara kos-
ið um stefnu eða hugmyndafræði. Kosning-
arnar snúast ekki síður um uppgjör við stjórn
síðustu 20 ára. Sterk staða VG eftir kosningar
tryggir að gamli meirihlutinn falli og ný vinnu-
brögð við stjórn bæjarins taki við.
Kópavogur á betra
skilið en hrunflokkana
Eftir Ólaf Þór Gunnarsson
Ólafur Þór
Gunnarsson
Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Kópavogi og
oddviti V-listans.
Mannúðarsamtökin AGS vilja
losa okkur við áþján eignarhalds
og ábyrgð þess að stjórna okkur
sem sjálfstætt land. Eignaupp-
taka í formi skuldsetningar er á
dagskrá. Auðlindirnar finna sér
nýja málsvara og náttúran týnir
sínum. Ef við veitum ekki mót-
spyrnu og setjum mikla fjarlægð
á milli okkar og AGS fljótlega
verður þetta of seint.
Erlendir fjárfestar
Kjarninn í deyfandi röksemdum AGS er
að Ísland þurfi erlenda fjárfesta. Það er
augljóst að fyrir fjárfestingar sínar vilja
fjárfestarnir fá eignir. Þessar eignir verða
líka í formi auðlinda og einkaréttar á nýt-
ingu þeirra. HS-Orka verður aldrei aftur í
íslenskri eigu. Orkuveita Reykjavíkur var
5 mínútur frá því að fara sömu leið. Inn-
streymi fjármagns merkir líka útstreymi
eigna.
Kjósendur hafa vald
Valdið liggur hjá kjósendum. Það er
hins vegar svo hryggilegt að fólk forðast
að horfast í augu við það augljósa. Það er
gott og blessað að snúa baki við gömlum
stjórnmálamönnum eða stjórnmálaöflum,
en að halda að það sé í boði að snúa baki
við stjórnmálum spilar beint upp
í fangið á AGS og þeim pen-
ingaöflum sem land okkar ásæl-
ast. Það er þessi doði sem hrað-
ar ferli sem með óbreyttri
stefnu vart mun taka meira en
12 mánuði til að ekki verði aftur
snúið.
Hvar liggja þá lausnirnar?
Lausnar er að leita í því að
við segjum hingað og ekki
lengra. Lausnin liggur í því að
við verjum okkar land. Lausnin
liggur í því að við eflum okkar
atvinnulíf. Lausnin liggur í því að við
minnkum kostnað í opinberum rekstri, án
þess að skerða þjónustu. Lausnin liggur
ekki í því að varpa velferðarkerfinu fyrir
róða. Lausnin liggur í því að við þvertök-
um fyrir það að greiða staka krónu í Ice-
save. Lausnin liggur í því að við aukum
fiskveiðar. Lausnin liggur í því að við leit-
um okkar vina sem hald er í. Lausnin ligg-
ur í því að við hreinsum til í stjórnsýsl-
unni. Lausnin liggur í því að við lögleiðum
íslenskt eignarhald á auðlindum okkar.
Lausnin liggur í aukinni sjálfbærni.
Lausnin liggur í sterku menntakerfi.
Lausnin liggur í okkur sjálfum.
Þeir sem landið ásælast
Eftir Harald Baldursson
Haraldur
Baldursson
Höfundur er tæknifræðingur og skipar 2. sæti á
lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík
Jón Gnarr virðist ætla að
sigra í kosningunum á laug-
ardaginn. Það er mér ekki á
móti skapi að fjórflokkurinn
hljóti afhroð, innistæða þeirra
er engin vegna slælegrar
frammistöðu fyrir og eftir hrun.
Það sem mér sárnar er að sett
sé samansemmerki milli mín og
fjórflokksins hjá kjósendum.
Frjálslyndi flokkurinn var sífellt
að vara við skuldunum og benda
á aðrar leiðir til tekjuöflunar fyrir þjóðina
en þá bankaleið sem valin var. Því miður
var ekki hlustað á okkur.
Eftir töluverða endurnýjun í röðum
okkar bjóðum við fram í Reykjavík í
fyrsta skiptið ein og án samvinnu við önn-
ur stjórnmálaöfl. Í síðustu alþingiskosn-
ingum reyndum við að vera raunsæ og
ræddum skuldastöðuna, niðurskurðinn,
Icesave og fleira slíkt. Okkur var drekkt í
kosningaloforðum fjórflokksins sem forð-
uðust alla alvarlega umræðu um það sem
biði þjóðarinnar. Þess vegna skil ég vel
hugsun Jóns Gnarr með framboði sínu, ef
fólk keypti slíkt rugl á sínum tíma má
sjálfsagt selja því hvað sem er.
Gott bros og gleði er sjálfsagt
mun betra en innantóm kosn-
ingloforð fjórflokksins.
Aftur bjóðum við Frjálslyndir
okkur fram og aftur bjóðum við
upp á umræðu um þær hættur
sem þjóðin stendur frammi fyr-
ir. Við teljum að gagnrýnislaus
eftirfylgni við stefnu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins muni valda
miklum niðurskurði á velferð,
atvinnuleysi, landflótta og sölu
auðlinda til einkaaðila. Við
teljum að þessi skilningur á orsökum fá-
tæktar í Reykjavík sé nauðsynlegur í
borgarráði. Það er til lítils að safna
brauðmolum handa hungruðum meðan
AGS fær að leika lausum hala og skapar
dýpri kreppu í landinu. Nær væri að
koma böndum á hugmyndafræði sjóðsins
og fylgisveina hans hér á landi.
Þess vegna bíð ég mig fram, kæri kjós-
andi, þitt er valið, það er ekki víst að
annað tækifæri komi fyrir okkur, þig og
mig.
Þitt er valið, kæri kjósandi
Eftir Helgu Þórðardóttur
Helga Þórðardóttir
Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í
Reykjavík.