Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Fyrirspurn til
frambjóðenda til
sveitarstjórnarkosn-
inga um ætlaða fram-
tíðarsýn varðandi
samhæfingu núver-
andi og fyrirhugaðra
samgöngumannvirkja
með tilliti til fyrrver-
andi, núverandi og til-
vonandi samgöngu-
aðferða almennings.
Eins og allir vita hefur þjóðin
íslenska mátt þola ýmislegt mis-
jafnt í því efnahagslega hruni sem
dynur yfir um þessar mundir. Ým-
islegt hefur verið sagt og ýmsu
verið lofað af ráðamönnum en inn-
heimtumenn virðast hafa frjálsar
hendur við upptöku eigna hjá að
því er virðist fórnarlömbum brota-
bankamanna og húseignir og síð-
ast en ekki síst bílar vörslusviptir
og boðnir upp án þess að stjórn-
völd svo mikið sem blikki aug-
unum.
Nú í tilefni þess að almenningur
fær að lötra í kjörklefana til að
setja X-ið sitt við þann illskásta
valkost sem viðkomandi telur að í
boði sé er ekki úr vegi að einhver
taki af skarið og spyrji þá fram-
bjóðendur sem á listunum eru
hver þeirra framtíðarsýn sé varð-
andi hestvagnaslóða innan bæj-
armarka og ekki síður borg-
armarkanna því ekki er víst að allt
sé sem sýnist í þessum málaflokki.
Mikið hefur verið rætt um reið-
hjól og reiðhjólastíga
undanfarið og átak
eins og Hjólað í vinn-
una verið uppi á pall-
borðinu en hestvagna-
slóðar og reiðstígar
hafa ekki verið nefnd-
ir að því er undirrit-
aðan reki minni til
þrátt fyrir töluverða
hrossaeign lands-
manna. Kannski telur
enginn lengur þörf á
þessum gerðum sam-
gönguleiða þar sem hestar og
hestvagnar hafa ekki verið ýkja
sýnilegir innan bæjarmarka og
hvað þá borgarmarkanna und-
anfarin misseri nema stöku hross
innan hesthúsahverfanna.
Undirritaður telur þónokkrar
líkur á að breyting muni verða þar
á enda telur undirritaður að stefna
bæði núverandi og undanfarandi
stjórnvalda varðandi almenna bíl-
eigendur, heimilin, skuldara, at-
vinnubílstjóra og almennings-
samgöngur sé með þeim hætti að
einungis sé spurning um hvort
komi á undan eggið eða hænan,
eða sem sagt í þessu tifelli hest-
vagnarnir eða hestvagnaslóðarnir.
Undirritaður telur einnig að sú
umræða sem farin er af stað varð-
andi „grænar“ samgöngur eigi
einkar vel við hestvagna ásamt því
sem yfirdrifin ræktun á eldsneyti
á hin einungis eins hestafls fyr-
irbæri sem knýja vagnana verið
stunduð af kappi árum saman á
umferðareyjum og hvar sem auður
blettur fyrirfinnst þó allir séu auð-
vitað löngu búnir að gleyma upp-
haflegum tilgangi áðurnefndrar
ræktunar. Miðað við núverandi
samgönguaðferðir almennings ætti
að vera löngu búið að skipta yfir í
ræktun er hentaði betur núver-
andi allsráðandi mergsjúgandi
blikkbeljum, svo sem repju enda
orðið auðvelt að vinna gjaldeyr-
issparandi repjuolíu úr þeirri
plöntu. Einfaldari leiðin er þó að
stuðla að nýtingu núverandi elds-
neytisræktunar með gerð fullkom-
ins vagnslóðakerfis og samnýta
mætti þá aðgerð með gerð sam-
liggjandi reiðhjólastígakerfis.
Brýnt er að móta stefnu í þess-
um málum áður en bylgja lang-
þreyttra atvinnulausra eigna-
sviptra bíleigenda flykkist af stað
að sinna erindum sínum á heima-
smíðuðum vögnum sínum dregn-
um af dritandi fyrrum en einnig
líklegasta tilvonandi þarfasta þjón-
inum og mikilvægt að afstaða
frambjóðenda komi skýrt fram í
þessu þjóðþrifamáli svo hægt
verði að forðast skammsýnustu
valkostina þegar í kjörklefann er
komið.
Athugasemdir og svör berist á
www.moldarkofi.blog.is.
Eftir Björgvin
Kristinsson
»Miðað við núverandi
samgönguaðferðir
almennings ætti að vera
löngu búið að skipta yfir
í ræktun er hentaði bet-
ur núverandi allsráð-
andi mergsjúgandi
blikkbeljum, svo sem
repju …
Björgvin Kristinsson
Höfundur er leigubílstjóri.
Slóðaframboð
Tillögum sjáv-
arútvegsráðherra um
að loka sjö fjörðum á
norðanverðu landinu
fyrir dragnótaveiðum
hefur formlega verið
mótmælt í bréfi sem
skipstjórar, sjómenn
og útgerðarmenn
dragnótabáta á Snæ-
fellsbæ hafa afhent
ráðherra. Það ber
enda hvorki vott um
upplýsta stjórnsýslu né fagleg
vinnubrögð að leggja fram tillögur
af þessum toga án minnsta samráðs
við þá sem málið varðar.
Á tyllidögum vísar sjávarútvegs-
ráðherra stundum til þess að horfa
þurfi til tillagna Hafrannsóknastofn-
unarinnar. Það kemur því spánskt
fyrir sjónir að skýrslu, sem umrædd
stofnun gerði á áhrifum dragnóta-
veiða á botndýralíf í Skagafirði, hef-
ur lítt verið flaggað af hálfu ráð-
herra. Niðurstöður skýrslunnar eru
mjög afgerandi: „Þær niðurstöður
sem fengust í þessari rannsókn
benda ekki til að dragnótin hafi
áhrif á botndýralíf í Skagafirði.“
Kannski var þetta ekki niðurstaðan
sem beðið var eftir?
Engin áhrif á fiskgengd
Þeir sem gera út á dragnót hafa
um langt árabil setið undir áróðri
sem einkum er rekinn af smábáta-
sjómönnum. Þar hafa röksemdir
iðulega vikið fyrir vanþekkingu og
fordómum. Þar sem við stundum
veiðar í Breiðafirði sjást þess engin
merki að dragnótin hafi dregið úr
fiskigengd, hvort heldur veitt er
með línu, handfærum, netum eða
dragnót.
Samstarf við þá sem gera út á net
og línu hefur verið mjög gott enda
nægt rými fyrir alla. Árekstrar við
þá sem nota önnur veiðarfæri eru
hverfandi því dragnótin er í raun
víkjandi veiðarfæri. Hún er svo til
eingöngu notuð í björtu
og þá eru aðrir búnir að
leggja sín veiðarfæri
þar sem þeir kjósa.
Dragnótin er vistvænt
veiðarfæri, sem ein-
vörðungu er notuð á
sand- eða malarbotni
sem sífellt er á hreyf-
ingu undan straumum
og sjávarföllum. Þau
litlu ummerki, sem
dragnótin skilur eftir
sig á botninum, hverfa
því jafnharðan.
Bryggjurómantík
og gæluverkefni
Algjört hrun hefur orðið á svo-
kölluðum vertíðarflota undanfarin
ár og áratugi. Floti sem taldi 450-
500 báta fyrir 30 árum telur nú að-
eins nokkra tugi. Stór hluti þessara
báta hefur stundað dragnótaveiðar
vegna hagkvæmni þeirra. Kvóta-
skerðing í þorski og ýsu hefur leikið
þessar útgerðir grátt og þær gjalda
nú fyrir þá bryggjurómantík og
gæluverkefni sem notuð eru til at-
kvæðaveiða.
Nái tillögur ráðherra fram að
ganga um víðtækar lokanir veiði-
svæða fyrir dragnótabátum er verið
að stuðla að endanlegri útrýmingu
þeirra. Ég skora á sjávarútvegs-
ráðherra að draga tillögur sínar til
baka.
Eftir Baldur Frey
Kristinsson
Baldur Freyr
Kristinsson
»Dragnótin er vist-
vænt veiðarfæri,
sem einvörðungu er not-
uð á sand- eða mal-
arbotni sem sífellt er á
hreyfingu undan
straumum og sjáv-
arföllum.
Höfundur er útgerðarmaður drag-
nótabáts á Snæfellsnesi og stjórn-
armaður í Félagi dragnótamanna.
Tillögur um bann við
dragnótaveiðum verði
dregnar til baka
Undanfarin ár hafa
landeigendur við
Reynisvatn og Langa-
vatn í nágrenni
Hólmsheiðar orðið að
þola ótrúlega vald-
níðslu af hálfu Reykja-
víkurborgar. Land
þeirra hefur verið tek-
ið undir vegi, landnýt-
ingu hefur verið
breytt og landgæði
hafa verið skert. Um
leið hefur eigendum verið meinað að
njóta og nýta eignir sínar sem þeir
þó hafa greitt fyrir fullu verði. Engu
skiptir þó að landeigendur hafi
reynt að leita lögformlegra úrræða
og sækja rétt sinn fyrir þar til bær-
um aðilum, starfsmenn borgarinnar
hafa haldið áfram aðgerðum sínum
eins og ekkert hafi í skorist.
Upphaf þessa máls má rekja til
þess að árið 2001 óskaði borg-
arskipulag eftir því við borgarráð að
fá að útbúa nýjan og risavaxinn
jarðvegslosunarstað á Hólmsheiði
sem fram að því hafði verið talin
hluti af vatnsverndunarsvæði
Reykjavíkurborgar. Ljóst var að
þessi ákvörðun myndi hafa gríðarleg
áhrif á landnýtingu þeirra sem
höfðu keypt land þarna í nágrenninu
í gegnum tíðina út frá þeirri vissu að
þarna væri um að ræða friðland eins
og gert var ráð fyrir í aðalskipulagi.
Landeigendur mótmæltu strax
ákvörðuninni og hafa síðan barist
við stofnanir og emb-
ættismannakerfi borg-
arinnar sem hafa jafnt
og þétt valtað yfir rétt-
indi og eignir landeig-
enda.
Í dag er svo komið að
landgæði hafa rýrnað
veruleg vegna nýrra
vega, jarðvegsfoks og
aukinnar umferðar.
Landeigendur sitja
uppi með fjölda úr-
skurða frá þar til bær-
um stjórnvaldsaðilum
sem staðfesta rétt þeirra en það hef-
ur engin áhrif á yfirvöld og starfs-
menn borgarinnar. Áfram er haldið
og landið rýrnar með hverju árinu
um líður og borgin meðhöndlar það
eins og sitt eigið. Umgengni er slík
að það er til mesta vansa. Þunga-
vinnuvélar aka um landið og jarð-
vegsumrót hefur í för með sér mikla
loftmengun. Það sem átti að vera
sælustaður er nú að breytast í minn-
ingarreit um öfgar framkvæmda-
hyggju sem engu eirir.
Eftir Guðmund
Skúla Johnsen
Guðmundur
Skúli Johnsen
» Það sem átti að vera
sælustaður er nú að
breytast í minningarreit
um öfgar framkvæmda-
hyggju sem engu eirir.
Höfundur er framkvæmdastjóri og er
áhugamaður um umhverfisvermd.
Sælureit fórnað
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Þann 4. júní gefur Morgunblaðið út
stórglæsilegt Garðablað.
Garðablaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta, sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill.
Stílað verður inn á allt sem
viðkemur því að hafa garðinn og
nánasta umhverfið okkar sem
fallegast í allt sumar.
MEÐAL EFNIS:
Skipulag garða.
Garðblóm og plöntur.
Sólpallar og verandir.
Hellur og steina.
Styttur og fleira í garðinn.
Garðhúsgögn.
Heitir pottar.
Útiarnar
Hitalampar.
Útigrill.
Ræktun.
Góð ráð við garðvinnu.
Ásamt fullt af spennandi
efni.
Gar
ðab
laði
ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 31. maí.
Garðablaðið
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn