Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 ✝ Ragnar BenediktMagnússon fædd- ist 27. maí 1921 á Höfðaseli á Völlum og fluttist ungur á Seyðisfjörð. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 15. maí 2010. Foreldrar hans voru Magnús Þorsteinsson og Una Stefánsdóttir. Ragnar átti þrjú systkini, þau Guðrúnu, Nikulás (látinn) og Auði. Ragnar kvæntist Vilborgu M. Jóhannsdóttur 27. nóvember 1956 og fluttust þau til Reykjavíkur árið 1955. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Stefanía Emma Ragnarsdóttir, f. 9. apríl 1956, á hún fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Una Eyrún Ragnarsdóttir, f. 2. maí 1958, maður hennar er Rafn Ein- arsson og eiga þau þrjú börn. 3) Vignir Ragnarsson, f. 1. maí 1960, kona hans er Hildur Daníelsdóttir og eiga þau þrjú börn. Útför Ragnars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 27. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku afi minn, það voru mikil for- réttindi að eiga þig sem afa. Fyrir mig sem litla stúlku var vart hægt að hugsa sér betri afa. Þú hafðir gaman af því að eyða tíma með mér og það var alltaf stutt í barnið í þér. Ég var fyrsta barnabarn ykkar ömmu og naut ég sannarlega góðs af því. Ég hafði ykkur alveg út af fyrir mig og gisti ég hjá ykkur nánast hverja ein- ustu helgi í mörg ár. Það var svo notalegt að vera hjá ykkur. Já líf mitt væri öðruvísi ef ég hefði ekki haft ömmur mínar og afa í lífi mínu. Ég var gjörsamlega dekruð all- an tímann sem ég var hjá ykkur og sennilega ofdrekruð. Þú kenndir mér svo margt. Þú tókst upp spilastokk- inn þinn og kenndir mér öll þau spil sem ég kann. Við gátum setið og spil- að tímunum saman og ég man svo vel hlátur þinn þegar ég, tapsár krakk- inn, grenjaði yfir að hafa tapað spilinu. Ekki nóg með það, þegar ég svo loksins vann spilið ásakaði ég þig auðvitað um að þú værir að leyfa mér að vinna og þá hlóstu bara ennþá meira. Þú kenndir mér líka að hjóla og sýndir mér mikla þolinmæði, því auð- vitað kenndi ég þér einnig um þegar ég datt. Já, þegar ég datt var það nefnilega af því að þú truflaðir mig. Ég var nú meiri frekjan. En í staðinn fyrir að gefast upp á frekjunni í mér þá bara hlóstu þínum skemmtilega hlátri (sem gerði mig stundum jafn- vel ennþá brjálaðri). Þú kenndir mér líka á skauta og man ég hvað mér fannst það flott að afi minn kynni að skauta svona vel. Ég man eftir þér á fleygiferð á skautunum og þú skaut- aðir meira að segja afturábak sem mér fannst ótrúlegur hæfileiki. Lengi vel ætlaði ég að verða skautadrottn- ing þegar ég yrði stór. Þú varst mikill listmálari og ég man hvað ég gat dundað mér við að skoða alla stein- ana sem þú slípaðir og málaðir á. Já, afi minn ég á svo margar góðar minn- ingar um okkur saman sem ég mun geyma og varðveita allt mitt líf. Ég er þakklát fyrir að synir mínir mínir fengu að kynnast þér. Þrátt fyrir ald- ur þinn gastu nú samt fíflast í þeim þegar þeir komu í heimsókn. Ég man, fyrir ekki svo löngu, þá varstu í hálfgerðum eltingaleik við yngri son minn og þú hljópst með göngugrindina á eftir honum. Þannig varstu afi minn, alltaf svo stríðinn og svo stutt í barnið í þér. Maður getur ekki annað en dáðst að þeim hæfi- leika. Elsku hjartans afi minn. Þú lést á brúðkaupsdaginn minn. Ég get ekki annað en verið þakklát fyrir að þú hafir notið lífsins síðasta daginn þinn í veislunni minni. Þú náðir að sjá mig, dótturdóttur þína, ganga í hjónaband og sé ég á ljósmyndunum hvað þú fylgdist vel með okkur Binna þennan dag. Þú varst flottur í nýju jakkafötunum þínum, í góðri veislu með öllum þeim sem þér þykir vænt um í kringum þig. Það er vart hægt að hugsa sér virðulegri dánarbeð elsku afi minn. Ég elska þig og mun sakna þín mikið. Þangað til næst. Þín Ragna. Elsku afi minn. Hér sit ég og horfi á fallega veðrið úti og tárin renna niður eins og foss, ég ræð ekkert við tárin, þau vilja alls ekki hætta. Það er svo margt sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Mig langar svo að skrifa eitthvað fallegt en hræðist að það verði klisju- kennt. En hugurinn leiðir mig að öll- um góðu stundunum okkar yfir kaffi- bollanum með Bogga ömmu í Blesugrófinni og í Ljósheimum. Öll þau samtöl sem við áttum um lífið og tilveruna, hvað ég væri að bralla, hvað þú værir að bralla og hvað amma væri að bralla, ótrúlegt en satt þá finnst mér eins og ég finni fyrir þér núna. En afi, þetta gerðist allt saman svo hratt að ég er ennþá að átta mig á því að þú sért farinn og því vil ég alls ekki trúa. Eina sem ég sé og vil sjá er fallegi afi minn með glott á vörum. Rosalega er þetta mér erfitt því þú ert sá fyrsti sem ég missi og þessi fal- legi dagur sem þú fórst, það getur enginn valið sér betri dag. Á brúðkaupsdegi Rögnu og Binna, fallegasta og skipulagðasta brúð- kaup sem ég hef upplifað er stór minning í mínu hjarta og mun aldrei gleymast. Ég barnabarn þitt gat ekki hætt að tjá mig og láta alla vita hversu glæsileg afi og amma eru. Þegar ég sá ykkur langaði mig að standa upp og faðma ykkur fast, öskra hátt og snjallt yfir alla og monta mig hversu heppin ég er að eiga svona góða, fal- lega og bestu afa og ömmu í heimi. Á vörum mínum er stærsta sól- heimabros sem fólk hefur séð, þetta bros mun ávallt vera til staðar og afi, núna brosi ég til þín og get ekki hætt að brosa. Ég hugsa til þín hverja einustu mínútu og mig dreymir um þig, það þýðir að þú ert ekki farinn, þú verður ávallt hérna hjá okkur. Ég gæti skrifað heila bók, mig langar ekki að stoppa að skrifa, ég á eftir allar minningarnar og sögurnar, en ég, Berglind, barnabarn þitt, er stolt og þakklát í mínu hjarta fyrir að hafa kynnst þér og átt góðar stundir með þér og hér er ljóð til þín, elsku Ragn- ar afi. Ég yrki ljóð um afa minn Ragnar Benedikt hét sá gamli. Hann var alltaf mér vænn og góður. Ég er svo heppin að geta sagt að þú sért afi minn þú ert maður visku og undur … Bestur af þeim öllum. Það gefur mér mikla gleði að vera barnabarnið þitt ég elska þig svo mikið, þú ert mér svo mikið og átt mikið í mér, meira en ég mun nokkurn tíma geta sýnt. Það er mikið sem ég myndi innilega vilja segja þér Hlutir sem ég vil að þú vitir… Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. Á afmælisdegi þínum, 27. maí, kveikjum við á kertum til þín og bros- um. Síðasta orðið: ég mun alltaf monta mig að þú sért afi minn. Þín Berglind Rafnsdóttir barnabarn. Ragnar Benedikt Magnússon Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Sigríður Davíðs-dóttir fæddist í Skálateigi í Norðfirði 5.3. 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Petra Jóns- dóttir, f. 8.8. 1889, d. 28.12. 1929, og Davíð Hermannsson, f. 30.8. 1885, d. 6.10. 1963. Systkini Sigríðar eru: Hermann, f. 1912, d. 1991. Jón, f. 1915, d. 2007. Jóhann Valgeir, f. 1917, d. 1971. Gunnar Magnús, f. 1923, d. urson frá eins árs aldri, systurson Sigríðar, Runólf Runólfsson, f. 28.6. 1950, kvæntur Gerði H. Haf- steinsdóttur, f. 3.11. 1957, og eiga þau þrjú börn: 1) Sigríður Hafdís, f. 6.10. 1976, gift Ólafi Tryggva Sigurðssyni, f. 28.10. 1972, þau eiga tvö börn 2) Davíð Arnar, f. 8.5. 1980, kvæntur Jamillu Jo- hnston, f. 25.6. 1975, þau eiga einn son. 3) Atli Freyr, f. 29.5. 1985. Sigríður stundaði nám í Héraðs- skólanum að Laugarvatni. Hún vann við saumaskap á Akureyri í fimm ár. Þau hjónin keyptu bóka- útgáfuna Fróða 1964 og stuttu síð- ar bókaútgáfuna Norðra. Þau stofnuðu Bókabúð Safamýrar og ráku þessi fyrirtæki í 24 ár. Útför Sigríðar fer fram frá Seljakirkju í dag, 27. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 2002. Sveinn Krist- inn, f. 1925, d. 1974. Soffía Jóna, f. 1926, d. 1986. Lúðvík, f. 1929. Sigríður giftist 22.4. 1948 Gissuri Þór Eggertssyni frá Skúfum í Norður- árdal, f. 25.9. 1921, d. 26.4. 2002. Foreldrar hans voru Eggert Ragnar Sölvason, f. 18.9. 1876, d. 3.3. 1963, og Ingibjörg Jóninna Jónsdóttir, f. 22.7. 1891, d. 6.3. 1981. Sigríður og Gissur ólu upp fóst- Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja’, að þinn blundur sé sætur. (Þorsteinn Erlingsson.) Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð hana ömmu mína. Ég veit þó að hún var hvíld- inni fegin enda aldurinn orðinn hár og heilsan hafði smám saman verið að gefa sig. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa. Heimilið var nota- legt og alltaf fékk maður þar hlýleg- ar móttökur. Amma fór strax að stjana við gestina sína og setja kaffi og meðlæti á borð. Það var víst ekki sjaldan sem ég bað um að fá að vera eftir hjá ömmu og afa og gista. Amma var dugleg að fara með mér í gönguferðir, hvort sem það var í grennd við heimili hennar eða í Borgarfirðinum þar sem við vorum með sumarbústað til margra ára. Þá sagði hún mér oft sögur af sér þegar hún var lítil stúlka á Norðfirði. Kenndi mér að þekkja jurtir og fugla og að bera virðingu fyrir öllum lifandi verum. Hún sagði mér oft sögur af álfum og huldufólki sem ætti bústað í klettum og hólum. Þegar við vorum í bústaðnum, átt- um við amma okkur sérstaka gönguleið, sem við kölluðum „göngutúrinn okkar“. Þetta var kannski ekki merkileg gönguleið, aðeins lítill malarstígur, en með- fram honum voru margar jurtateg- undir og þar mátti ævinlega finna þrastarhreiður sem var gaman að fylgjast með. Hjá ömmu og afa var að finna mikið bókasafn sem var eins og fjár- sjóður fyrir unga stúlku. Ég man eftir að hafa eytt löngum stundum við að skoða hinar ýmsu bækur, meira að segja ættfræði- og ljóða- bækur. Amma var líka óþreytandi við að segja mér frá bókunum og lesa í þeim með mér og fræða mig um fyrri tíma. Amma var mjög trúuð og kenndi mér bæði bænir og vers. Þegar ég fékk að gista hjá ömmu og afa fórum við amma alltaf saman með Faðir vorið og Nú legg ég augun aftur. Amma sagðist hafa farið með það vers síðan hún var ung stúlka. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur kennt mér og allar yndislegu stund- irnar sem að við höfum átt saman. Minning þín er ljós sem lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Sigríður Hafdís Runólfsdóttir. Sumt fólk er stærri hluti af lífi hvers og eins en fólk gerir sér al- mennt grein fyrir. Afasystir mín, Sigríður Davíðs- dóttir, var stór hluti af lífi margra og skipaði stóran sess í mínu hjarta. Sigga Davíðs, eins og hún var ætíð kölluð, hafði allt það sem mátti prýða eina manneskju. Sigga var fríð sýnum, sviphrein, greind, skemmtileg, vel lesin og fróð en um- fram allt hrein og bein, heil og heið- arleg. Siggu þótti vænt um sitt fólk og ófáir af Skuggahlíðarættinni nutu þess, hvort sem um var að ræða gistingu eða annan viðgjörning. Sá sem þessar línur ritar gat á mennta- skólaárunum í tíma og ótíma bankað upp á á Rauðalæknum, og fram voru bornar þvílíkar kræsingar að kon- ungbornir hefðu þótt fullsæmdir. Það var mjög oft bankað upp á eða oftar en tölu verður á komið. Fæ það fullseint þakkað. Þessum heimsóknum fylgdi gjarnan spjall, en frænka mín og hennar maður, Gissur Eggertsson, voru hafsjór af fróðleik. Ræddi einkum landsmálin við Gissur, en ættfræði og lífið á Norðfirði í byrjun síðustu aldar við frænku mína. Í þann viskubrunn sótti ég þar til yfir lauk. Sigga sagði skemmtilega frá, kankvís, hnyttin og kjarnyrt. Man ekki eftir að hún hafi talað illa um nokkurn, menn eða málleysingja, enda ekki henni eðlislægt. Sigga og Gissur ráku bókaútgáfu og bókabúðir. Sá rekstur, eins og allt það sem Sigga og Gissur komu nálægt, einkenndist af samvisku- semi, æðruleysi og heilindum. Það er komið að leiðarlokum, í bili, en hafðu þökk fyrir allt það sem þú gafst af þér. Runni, Gerða og börn, sem og aðrir aðstandendur. Minningarnar eru góðar og þær lifa. Davíð Heiðar Hansson. Á bernskuheimilum okkar á Mos- felli og í Kópavogi skipaði nafnið Sigga Davíðs sérstakan sess. Hún og Aðalbjörg móðir okkar voru æskuvinkonur og fóstursystur frá Kirkjubóli í Norðfirði. Vinátta þeirra varaði ævilangt og bar aldrei skugga á hana. Á efri árum töluðu þær mikið saman í síma og Sigga missti mikið þegar Aðalbjörg lést fyrir fimm árum. Sigga, Gissur og Runólfur upp- eldissonur þeirra voru tíðir gestir á Mosfelli og oft glatt á hjalla þegar þau komu í heimsókn. Þá kveikti Gissur sér í vindli, íbygginn á svip, og Sigga og Aðalbjörg ræddu sam- an um heima og geima, ekki síst um bernskuár sín fyrir austan sem þær sveipuðu nokkrum dýrðarljóma. Sigga var vel að sér í ættum Aust- firðinga og fylgdist náið með lífi fólks þaðan. Þegar kom að veislu- höldum á Mosfelli, afmælum og fermingum, var Sigga sjálfkjörin verkstjóri við allan undirbúning. Þá var hún stundum kölluð tertumál- aráðherra og stjórnaði öllu af ein- stakri röggsemi og lítillæti. Sjálf héldu Gissur og Sigga mikið boð á nýársdag um langt skeið og það var fastur liður hjá okkur að fagna nýju ári á heimili þeirra á Rauðalæk 39. Sigga Davíðs var afar glæsileg kona, hæglát í fasi og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Hún æðrað- ist aldrei, ekki heldur þegar hún fann að kallið var komið. Það var ekki hennar háttur að kveðja með neinum fyrirgangi. Hvíl í friði, elsku Sigga. Bjarki Bjarnason, Sif Bjarnadóttir og Ýr Þórðardóttir. Sigríður Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.