Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 33

Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Ég man þegar við spiluðum ka- nöstuna endalausu úti á Kanarí. Ég man þegar við bökuðum lummur uppi í sumarbústað. Ég man hvern- ig við hlógum alltaf svo dátt. Elsku amma, ég man svo ótrúlega margt og gott þar sem þú hefur komið við sögu. Þú varst ætíð öllum góð. Ég minnist þess hve lífsglöð og bjartsýn þú varst. Ég man þegar þú hringdir um miðja nótt og sagð- ist vera stödd við höfnina, slökkvi- liðið væri á leiðinni og það væri bráðnauðsynlegt að ég léti mömmu vita af hremmingum þínum. Þegar ég sagði þér frá þessu daginn eftir að þú hefðir hringt í mig í óráði um miðja nótt, hefði flestum ekki litist á blikuna og haldið að nú væri þeim öllum lokið. Þú, kæra amma, skelli- hlóst og gantaðist með hve ruglaður maður gæti verið á næturnar. Þú veitir mér eilífan innblástur, bjart- sýni mína og lífsgleði á ég þér að þakka. Elsku amma, þú ert á góðum stað núna, einn daginn hittumst við aftur, spilum kanöstu, hlæjum og bökum lummur saman. Ég mun ávallt sakna þín. Þitt barnabarn, Jóhann Páll Jónsson. Ég var fyrst kynnt fyrir Ingunni í sumarbústaðnum hennar skammt frá Flúðum. Hún tók mér opnum örmum, bakaði pönnukökur og sýndi mér gamlar ljósmyndir af fjölskyldunni. Alveg frá þessum fyrstu kynnum hefur Ingunn átt sérstakan stað í hjarta mínu. Oft hittumst við og spjölluðum saman um heima og geima, hvort sem það var í hádeginu heima hjá henni eða annars staðar. Þetta voru mér dýr- mætar stundir. Frá fyrsta degi tók hún mér sem einni af fjölskyldunni, sem skipti mig miklu. Þegar börnin mín fæddust fylgd- ist Ingunn vel með og það var ánægjulegt að sjá hversu mikið hún naut samvistanna við barnabarna- börnin. Ég vil þakka Ingunni fyrir yndislegan tíma og þá óeigingirni sem hún sýndi mér í öllum sam- skiptum frá fyrsta degi. Börnin okkar spyrja mikið um langömmu sína og reyna að skilja örlög okkar allra. Guðrún Klara hefur strax sagst sakna langömmu sinnar og Kristján Dagur teiknaði fyrir þig mynd af englunum sem eiga að passa þig og fór með í kistuna þína. Guð geymi þig, Ingunn mín. Þórhildur Garðarsdóttir. Leiðir okkar Ingunnar lágu fyrst saman þegar ég kynntist Valdimar mínum fyrir um tíu árum. Það er margs að minnast og margt að þakka. Ingunn var einstaklega góð kona, vel greind og afar glögg á menn og málefni. Samverustundir með Ingunni voru því afar ánægju- legar og munum ég og fjölskylda mín varðveita þær í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Ást Ingunnar og umhyggja í garð Valdimars var mikil og yfirfærði Ingunn þá um- hyggju yfir á fjölskyldu hans og fyrir það er ég henni óendanlega þakklát. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn bet- ur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Árni Grétar Finnsson) Megi björt minning lýsa vegferð þeirra sem mest hafa misst við frá- fall Ingunnar og góður Guð vaka yfir afkomendum hennar. Blessuð sé minning Ingunnar Ás- geirsdóttur. Með kveðju og þakklæti. Anna Guðrún Árnadóttir. Tíminn er fugl sem flýgur hratt og fyrr en varir stöndum við á bakka móðunnar miklu, sem skilur milli lífs og dauða. En ferðina þá verður hver og einn að fara einsam- all, og eftir standa ástvinir með þungan trega, en þakklæti í hjarta fyrir líf og ævidaga þess vinar sem kvaddur er. Í dag sjáum við á bak Ingunni Ásgeirsdóttur, minni elskulegu vin- konu, og hefur okkar vinátta staðið í rúma hálfa öld – í fimmtíu ár – sem þó hafa liðið svo undrafljótt. Fundum okkar bar fyrst saman á þeim árum, þegar ungir atgervis- menn stofnuðu hér nýjan flokk, Þjóðvarnarflokkinn, til framdráttar sínum hugsjónum og ættlandinu til heilla. Þá var orðræða ungra manna í pólitík mjög á annan veg en nú tíðkast, baráttumálin ólík og forsendur allar aðrar. Formaður flokksins og aðalhugmyndasmiður var eiginmaður Ingunnar, Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi. Margir gáfaðir ungir menn stóðu að Þjóð- varnarflokknum, en aðalsamkomu- staður þeirra var heimili þeirra hjóna sem þá var á Skeggjagötunni. Var þar margt spjallað og ákafar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Ingunn stóð fyrir hús- haldinu með glæsibrag og skör- ungsskap og hafa það oft verið annasamir dagar. Og þær urðu margar gleðistund- irnar í húsi þeirra Ingunnar og Valdimars á árunum sem á eftir komu. Alltaf ríkti þar sama ljúfa gestrisnin og alltaf var jafngaman að spjalla við húsráðendur um hvaðeina enda linnti þar ekki gesta- komum þótt árin liðu. Þegar Þjóðvarnarflokkurinn bar ekki lengur sitt barr, urðu umsvif þeirra Ingunnar og Valdimars meiri á öðrum vettvangi en þjóð- málanna, einkum við bókaútgáfu og ýmis mál þar að lútandi, en í þeim efnum voru þau hjón í fararbroddi og gerðu garðinn frægan. Seinna fluttust þau í önnur hús og stærri en verið hafði og umsvifin jukust á forlaginu og lagði Ingunn þar sköruglega hönd á plóginn eins og hennar var háttur. Og heimili þeirra hjóna hélt áfram að vera eitt skemmtilegasta hús í bænum, en þar var líka griða- staður og þar var gott að koma á erfiðum stundum, því þar var vin- um að mæta. Ég get ekki stillt mig um að nefna hér sumarbústaðinn sem þau Ingunn komu sér upp fyrir austan í grennd við Hruna. Þar ræktuðu þau upp landið og töfruðu fram yndislegan trjágróður og blómskrúð og eins og sagt var í gamla daga „Þar gala gaukar og þar spretta laukar“ í sveitasælunni. Eftir lát Valdimars breyttist líf minnar góðu vinkonu, en Ingunn hélt sinni fyrri reisn og sínum myndarbrag og fallega heimilið hennar stóð enn sem fyrr opið vin- um og vandamönnum. Stundum fannst mér hún Ingunn eins og hallarfrú sem sagt er frá í riddarasögum – enda var hún glæsileg kona svo af bar – og í fari hennar einhver látlaus háttprýði, sem er sjaldséð. Vinátta hennar og þeirra hjóna hefur verið mér ómet- anleg; þau hafa stutt mig og glatt mig í öll þessi ár og vil ég nú að lokum þakka þessa löngu góðu samfylgd, og um leið óska ég elsku- legum börnum og afkomendum þeirra Ingunnar og Valdimars allr- ar blessunar um ókomna tíð og þakka einnig þeim góða vináttu. Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR B. SVANBERGSSONAR fyrrverandi vatnsveitustjóra, Eyrarlandsvegi 33, Akureyri. Ásta S. Jónsdóttir, Guðrún E. Sigurðardóttir, Smári S. Sigurðsson, Nanna K. Sigurðardóttir, Hrafn Ó. Sigurðsson, David N. Ekström, Sigurður A. Sigurðsson, Harpa Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ANNA GUNNARSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. maí. Bjarni Gunnar Sveinsson, Júlía Leví, Magnús Þorsteinsson, Kristín Sigurðardóttir, Sigurður Þorsteinsson, Aldís Gunnarsdóttir, Herdís Þorsteinsdóttir, Finnur Kristinsson, Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Gunnar Svavarsson, Ásmundur Sigvaldason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR B. FINNBOGASON, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 21. maí. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 28. maí kl. 13.00. Kristjana Jónsdóttir, Guðrún Hildur Ingimundardóttir, Finnbogi B. Ólafsson, Þórleif Drífa Jónsdóttir, Ólafur Haukur Ólafsson, Valdimar Ólafsson, Margrét Steinunn Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, HELGA VILMUNDARDÓTTIR, Álfhólsvegi 25, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 19. maí. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 28. maí kl. 15.00. Gunnhildur J. Gunnarsdóttir, Hlífar V. Helgason, Lísa María Hjartardóttir, Sindri Snær Snorrason, Gunnhildur V. Friðriksdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Þorsteinn J. Vilmundarson, Oddur F. Vilmundarson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JENNÝ JÓNSDÓTTIR, Hæðargarði 29, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir á hvítasunnudag 23. maí. Að ósk hinnar látnu fer útförin fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands og Minningarsjóð Bústaðakirkju. Valdís Antonsdóttir, Úlfar Antonsson, Siv Oscarsson, Jón Axel Antonsson, Magnfríður Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. ✝ Bróðir minn, vinur og frændi, SIGURÐUR GÍSLASON, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Bakkagerði 14, lést laugardaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. maí kl. 15.00. Guðmundur B. Gíslason, Eygló Ragnarsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, stuðning og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, SIGFRÍÐAR THEÓDÓRSDÓTTUR BJARNAR kennara, áður til heimilis Fannborg 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks Sunnuhlíðar og heima- hjúkrunar í Kópavogi fyrir góða umönnun og styrk. Theódór Skúli Halldórsson, Ólöf Helga Pálmadóttir, Gunnlaugur Halldórsson, Cécile Gaillot, Sigfríður Guðný Theódórsdóttir, Pálmi Ólafur Theódórsson, Birgitta Strange. ✝ Ástkær eiginkona min, móðir og tengdamóðir, GUÐRÚN SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, Bíbí, áður til heimilis að Gnoðavogi 32, lést á Sunnuhlíð föstudaginn 7. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigdór Helgason, Björk Sigdórsdóttir, Birgir Sigdórsson, Sigrún Ólafsdóttir, Helga Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.