Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 37

Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Ísland er ekki eina landið þar semtrúverðugleikavandi steðjar að stjórnmálum. Í Rússlandi logar allt þessa dagana vegna frekar óvenju- legra mynda úr þinginu. Þar sjást þingmenn hlaupa á milli sæta og styðja á atkvæðahnappa fjarverandi félaga sinna. x x x Myndirnar eru frá 19. maí. Til af-greiðslu var frumvarp um ölv- unarakstur. Það var samþykkt eftir fyrstu umræðu og tóku 440 þing- menn þátt í atkvæðagreiðslunni. Gallinn var sá að aðeins 88 þing- menn voru mættir. Þeir voru hins vegar mjög atkvæðamiklir. Í rúss- neska þinginu hafa þingmenn tutt- ugu sekúndur til að styðja á hnapp- inn. Sjónvarpsstöðin Ren TV greindi fyrst frá málinu. „Vaskur þingmaður hefur tíma til að ýta á níu hnappa á meðan atkvæði eru greidd,“ sagði fréttamaður stöðvarinnar. x x x Rússneska þingið hefur legiðundir ámæli fyrir að gera lítið annað en að afgreiða gagnrýnislaust allt, sem kemur frá stjórnvöldum. Skrópasýki þingmanna hefur ekki orðið til þess að efla orðstír þingsins. Dimitrí Medvedev, forseti Rúss- lands, hefur gagnrýnt þingmenn fyr- ir lélega mætingu og sagði í apríl að hann væri gáttaður þegar hann sæi að stundum mættu aðeins 10 til 15% þingmanna. Hann hefur lagt til að lögunum verði breytt þannig að þingmenn, sem ekki mæta á þing- fundi, missi sæti sitt. x x x Rúmlega 180 þúsund manns hafaskoðað myndskeiðið á Youtube (slóðin er http://www.youtube.com/ watch?v=3-gVSKARKPM&) og þar má sjá ummæli á borð við: „Hahaha, lýðræði á rússneska vísu,“ og „Af hverju í ósköpunum umber rúss- neska þjóðin stjórnvöld.“ Í blaðinu Komsomolskaya Pravda í gær leyndi óánægjan sér ekki: „Auðvitað grunaði okkur að fulltrúar okkar sætu ekki í Dúmunni allan liðlangan daginn, en látum það vera, 88 af 450 er of mikið.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 klúrs, 4 nabb- ar, 7 kvæði, 8 lofum, 9 erfiði, 11 dægur, 13 grenja, 14 skriðdýrið, 15 drukkin, 17 þefa, 20 heiður, 22 fim, 23 faðms, 24 drykkjurútar, 25 magrar. Lóðrétt | 1 óþétt, 2 logið, 3 geð, 4 húsgagn, 5 fugl, 6 langloka, 10 snagar, 12 álít, 13 elska, 15 hófdýr, 16 fiskilínan, 18 fífl, 19 áhöld, 20 guð, 21 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lundarfar, 8 súgur, 9 gutla, 10 gin, 11 rorra, 13 skapa, 15 pakki, 18 spöng, 21 lok, 22 spons, 23 önd- uð, 24 langskera. Lóðrétt: 2 urgur, 3 durga, 4 ragns, 5 aftra, 6 ásar, 7 gata, 12 rok, 14 kóp, 15 písl, 16 krota, 17 ilsig, 18 skökk, 19 öldur, 20 gæði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ákjósanlegar dyggðir eru kyrr- látur hugur, þögn og einfaldleiki. Reyndu að láta gott af þér leiða og leggja þannig lífinu lið, sem ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. (20. apríl - 20. maí)  Naut Mundu að fara vel með það sem aðr- ir segja þér í trúnaði. Gefðu þér tíma til að festa hugmyndir á blað til að aðrir geti notið þeirra með þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Láttu ekki óþolinmæði annarra hafa áhrif á þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert alvarleg/ur, áreiðanleg/ur, samviskusöm/samur og heiðvirð/ur í aug- um annarra í dag. Mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft ekkert að blása í lúðra til þess að koma málstað þínum á framfæri. Taktu tillit til þess sem aðrir leggja til málanna, það gæti hjálpað, en haltu svo þínu striki til loka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Allt er á fleygiferð í dag og upplýs- ingar berast úr mörgum áttum í einu. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert orðin/n þreytt/ur á sam- skiptum við neikvæða. Nú er tíminn til að kynna sér dulúðleg svið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að ein- beita þér. Njóttu lífsins en vertu meðvit- aður/vituð um að lánið getur verið fall- valt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur allt það sem til þarf að framkvæma stóra hluti og margir sækjast eftir að fá að taka þátt í þeim með þér. Sýndu þolinmæði. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert í keppnisskapi, það kem- ur sér vel að velja verðugan andstæðing. Sjáðu til þess að allir hafi atkvæðisrétt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Reyndu að vera þolinmóð/ur. Sýndu vinum þínum samstöðu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það skiptir öllu máli að vera sann- ur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Nú er ekki rétti tíminn til þess að þröngva markmiðum sínum áleiðis. Stjörnuspá 27. maí 1942 Mikhailovich Molotov, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, kom til Reykjavíkur. Hann var á leið frá Bretlandi til Banda- ríkjanna og gisti eina nótt. Molotov var einn nánasti sam- starfsmaður Stalíns og valda- mikill í áratugi. 27. maí 1983 Hús verslunarinnar í Reykja- vík var tekið í notkun. Það var reist í þeim tilgangi að efla ís- lenska verslun og einingu þeirra samtaka sem að henni vinna. 27. maí 2005 Höskuldur Pétur Halldórsson brautskráðist með hæstu ein- kunn sem gefin hafði verið á stúdentsprófi í Mennta- skólanum í Reykjavík, 9,90. 27. maí 2009 Eiður Smári Guðjohnsen sigr- aði fyrstur Íslendinga í meist- aradeild Evrópu þegar lið hans Barcelona vann Man- chester United í úrslitaleik. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Finnur Bergsveinsson frá Gufudal, rafvirkja- meistari, Laugarnes- vegi 90, Reykjavík, verður níræð- ur á morgun, föstudaginn 28. maí. Afmælisfagn- aður verður haldinn á afmælisdag- inn, föstudaginn 28. maí, milli kl. 16 og 18 á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni. Afmælisbarnið afþakkar blóm og gjafir en vonast til að ætt- ingjar og vinir fagni með sér. 90 ára Mikil tímamót eru hjá Þorsteini Péturssyni, lög- reglumanni á Akureyri, þessa dagana. Hann er 65 ára í dag og á mánudaginn verður síðasti vinnu- dagurinn. Hann hóf störf í lögreglunni 1967 og hefur unnið þar lengst af fyrir utan nokkur ár í tollinum. „Ég ætla að gefa vinnufélögum kaffi,“ segir afmælisbarn dagsins og bætir við að fyrir fimm árum hafi hann hlaupið 10 km með góðum hópi félaga áður en haldið hafi verið upp á daginn. „Konan sér líka alltaf um að baka góðar kökur,“ segir hann og leggur áherslu á að á því verði ekki breyting í ár þó ekki verði blásið til veislu. Þorsteinn sér um bátinn Húna II, 130 tonna eikarbát, sem er varð- veittur á Akureyri, og smíðar sumarbústað. „Ég hef yfrið nóg að gera,“ segir hann. Undanfarin 11 ár hefur Þorsteinn verið forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri og hann fékk Íslensku forvarnarverðlaunin, þegar þau voru fyrst veitt fyrir fjórum árum. Hann segir að aðalstarf lögreglunnar eigi að vera að koma í veg fyrir afbrot. Áður hafi starfið falist í miklum samskiptum við fólk, leiðbein- ingum, en nú hafi afskipti tekið við og kærur fylgt í kjölfarið. „Það vantar svolítið mannlega þáttinn,“ segir hann. steinthor@mbl.is Þorsteinn Pétursson lögreglumaður 65 ára Aðalatriðið að hindra afbrot Sudoku Frumstig 5 3 1 8 2 2 1 4 8 7 6 4 2 3 6 1 4 7 3 2 1 6 4 8 5 7 4 7 2 2 7 9 6 1 7 6 5 7 2 4 5 6 2 1 4 5 8 1 7 9 6 9 5 3 3 9 7 2 5 8 6 4 3 7 9 6 2 8 6 3 1 1 7 8 2 4 6 3 9 1 8 7 5 3 8 5 2 7 4 1 9 6 9 7 1 5 8 6 2 4 3 1 3 7 4 2 5 9 6 8 6 2 9 8 3 7 4 5 1 4 5 8 6 1 9 7 3 2 7 9 3 1 6 2 5 8 4 8 1 4 7 5 3 6 2 9 5 6 2 9 4 8 3 1 7 5 1 7 4 3 9 6 2 8 6 9 4 2 5 8 3 7 1 8 3 2 7 6 1 4 5 9 4 5 6 9 1 7 2 8 3 1 7 8 3 2 6 5 9 4 9 2 3 5 8 4 7 1 6 3 4 5 1 9 2 8 6 7 2 6 1 8 7 3 9 4 5 7 8 9 6 4 5 1 3 2 4 9 1 7 2 6 5 3 8 5 3 7 9 4 8 2 6 1 2 8 6 5 3 1 7 9 4 3 7 8 4 1 9 6 5 2 9 6 2 8 5 7 1 4 3 1 5 4 3 6 2 8 7 9 7 2 9 6 8 4 3 1 5 6 1 3 2 9 5 4 8 7 8 4 5 1 7 3 9 2 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 27. maí, 147. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3 Rc6 8. a3 Bxc3+ 9. Dxc3 Rxd4 10. Dxd4 d6 11. Be2 e5 12. Dd3 Be6 13. O-O Hc8 14. b3 O-O 15. Bg5 Hc6 16. f4 exf4 17. Kh1 h6 18. Bxf4 He8 19. Had1 b5 20. e5 Rd7 21. cxb5 axb5 22. Dg3 Kh8 23. Bxb5 Hb6 24. a4 d5 25. Hc1 Da8 26. Be3 Hxb5 27. axb5 Da5 28. Bd4 Dxb5 Staðan kom upp í keppni reyndra stórmeistara gegn ungum og efnileg- um hollenskum skákmönnum sem fór fram fyrir skömmu í skákmiðstöð Max Euwe í Amsterdam. Hollenska skákkonan Lisa Schut (2267) hafði hvítt gegn þýska stórmeistaranum Sebastian Siebrecht (2419). 29. Hxf7! Bxf7 30. e6 Rf6 31. Bxf6 Bg6 32. Dxg6 gxf6 33. Dxh6+ Kg8 34. Dg6+ Kh8 35. Dxf6+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tapslagur í tapslag 3 Norður ♠Á82 ♥72 ♦76 ♣G86432 Vestur Austur ♠843 ♠95 ♥D984 ♥106 ♦KDG3 ♦109542 ♣D9 ♣K1075 Suður ♠KDG107 ♥ÁKG53 ♦Á8 ♣Á Suður spilar 6♠. Útspil ♦K. Sagnhafi var fljótur að spila slemmuna þegar spilið kom upp. Hann drap útspilið og tók ás og kóng í hjarta og spilaði þriðja hjartanu. Þegar vestur fylgdi lit með níunni trompaði sagnhafi með ♠8. Hefði hjartað legið 3-3 í AV eða vestur átt ♠9 var spilið unnið en nú gat austur yfirtrompað og spilað tígli. Sagnhafi var ekki heppinn með leguna en hann gat spilað betur og trompað þriðja hjartað með ♠Á. Lægi hjartað 3-3 var hægt að taka trompin og leggja upp en eins og spilið lá væri hægt að fara heim á laufaás og spila síðasta hjartanu að heiman og henda tígli í borði. Sagn- hafi gæti síðar trompað tígul í borði og tekið trompin og fríslaginn í hjarta – svo framarlega sem trompið lægi ekki 5-0. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.