Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 48

Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 48
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Andlát: Þórhallur Halldórsson 2. Hættulegur drykkjuleikur 3. Staurinn klauf vélarhúsið í tvennt 4. „Þakklátur fyrir stuðninginn“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Þetta er dálítil kennslubók. Kennslubók í hvernig maður á að vera poppstjarna á Íslandi, hvað maður á að gera og hvað maður á að forðast,“ segir Biggi um bókina sem hann skrifar um Pál Óskar. »40 Morgunblaðið/Jakob Fannar Biggi í Maus skrifar bók um Pál Óskar  Í gær afhenti Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, myndlistarkon- unni Söru Riel verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guð- mundu S. Krist- insdóttur fyrir framlag sitt á sviði myndlistar. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um frænku sína Guð- mundu og er þetta í ellefta sinn sem veitt er úr honum. Sara Riel hlýtur Guð- munduverðlaunin  Einn besti kassagítarpikkari heims, Eddie Walker frá Bret- landi, er á leiðinni til landsins og mun hann spila á tón- leikum í Vest- mannaeyjum, Reykja- vík og á Þjóðlagahátíð á Siglufirði síðar í sumar. Walker spilaði á sínum fyrstu opinberu tónleikum 1967 aðeins 18 ára gam- all. Eddie Walker á leiðinni til landsins Á föstudag Norðaustan 3-8 m/s og bjartviðri á vestanverðu landinu, skýjað og smáskúr- ir austan til, líkur á síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti 5 til 15 stig. Á laugardag og sunnudag Hæglætisveður, skýjað með köflum og skúrir suðvestan- og vestanlands. Hiti 7 til 14 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og skýjað austan til, annars léttskýjað. Hiti 2 til 15 stig. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik missti naum- lega af því í gærkvöld að tryggja sér sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins. Stig hefði dugað gegn silfurliði HM, Frakklandi, en í stað þess að Ísland jafnaði mín- útu fyrir leikslok náðu Frakkar að skora tvisvar í lokin og sigra, 27:24. Ísland sækir Austurríki heim á laugardag í hreinum úrslita- leik um EM-sætið. »2-3 Mæta Austurríki í úrslitaleik Alfreð Finnbogason átti stórleik með Breiðabliki þegar liðið lagði Íslands- meistara FH að velli fyrr í vikunni. Hann segist í viðtali við Morgun- blaðið í dag stefna að því að sýna að hann sé ekki lengur bara efnilegur leikmaður. Alfreð er í nýju hlut- verki í liði Breiðabliks og er mjög ánægður með breyt- inguna. »4 Alfreð er í nýju hlutverki í frísku liði Breiðabliks Sautján ára fótboltamaður úr KR, Ingólfur Sigurðsson, er í þann veginn að gerast atvinnumaður hjá Heer- enveen í Hollandi. Viðræður félag- anna eru langt komnar og Ingólfur stefnir að því að fara til Hollands í júlí. Hann er óánægður með að hafa ekki fengið tækifæri með liði KR á Ís- landsmótinu eftir að hafa byrjað vel með því í fyrrasumar. »1 Ingólfur er á förum frá KR til Heerenveen ÍÞRÓTTIR „Það er ekki ver- ið að skammta vatn eða skrúfa fyrir. Við erum ekki að biðja fólk um að hætta að fara í sturtu, það er nóg vatn til allra nota. Þetta eru fyrirbyggj- andi tilmæli,“ segir Guð- mundur Elíasson, framkvæmda- stjóri veitusviðs Árborgar, en bæj- aryfirvöld báðu íbúa í gær um að fara sparlega með kalda vatnið. „Fólk hefur almennt tekið þessu mjög vel, enda ekkert óvenjulegt eftir svona langan þurrkatíma, en fyrstu þrír mánuðir þessa árs voru óvenjuþurrir. Ef fólk fer þokka- lega sparlega með, eigum við að geta farið í gegnum þetta án vandamála. Við erum að vinna við að styrkja vatnsöflun okkar og aðeins nokkrir dagar í að úr því verði bætt. Við munum dæla upp úr holum sem við eigum í Ingólfsfjalli.“ khk@mbl.is Fólk þarf ekki að hætta að fara í sturtu Ekkert sturtubann er á Selfossi. „Sunnlendingar fá ekki almenni- lega rigningu fyrr en eftir helgi, en um helgina verður skúrakennt veð- ur. Það eru líkur á síðdegis- skúrum á morg- un, föstudag, en það verður ekki mikil úrkoma,“ segir Hrafn Guð- mundsson veðurfræðingur. Hrafn segir að á mánudag sé von á lægð og þá verði suðlægar áttir ríkjandi og vætusamt. „Þá fá Sunn- lendingar loksins samfellda úr- komu sem mun vonandi hjálpa til við að losa þá sem búa á öskusvæð- inu við öskuna. Ekki veitir af rign- ingunni en tæplega má gera ráð fyrir að askan hverfi á einni nóttu.“ khk@mbl.is Væta að líkind- um á öskusvæð- unum eftir helgi Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Við erum ansi pirraðir! Eldfjallið eyðilagði Grænlandsferðina. Svo komum við aftur og vonuðumst til að sjá bannsett eldgosið, en þá var það hætt og við fengum ekki einu sinni að sjá það. Það var mjög kaldhæðn- islegt!“ segir Svíinn Johan Malm og glottir við tönn. Hann gekk á Hvannadalshnúk með landa sínum og vini, Rikard Johansson, á dögunum, en gangan var hluti af ævintýraferð þeirra um Norðurlönd. Þeir ætla sér að ganga á hæstu fjöll þeirra allra. Hnúkurinn var annað fjallið í röðinni, á eftir hæsta punkti Álandseyja, hinum 132 metra háa hól Orrdalsklint. Reyndar var Íslandsferðin hálf- gerð sneypuför, því félagarnir urðu strandaglópar á Akureyri í heila viku á meðan Eyjafjallajökull spjó ösku upp í háloftin. Þeir höfðu ætlað sér til Grænlands, að ganga á hið 3.700 metra háa Gunnbjarnarfjall. Þegar loks gafst færi fyrir öskunni var ekki hægt að lenda á Grænlandi vegna lélegs skyggnis. „Þar sem við erum venjulegir launamenn þurfum við að bíða með þetta fjall í eitt eða tvö ár og safna peningum,“ segir Malm. Sá hluti ferðarinnar kostar um 7.000 evrur á haus og hefðu þeir aldrei haft efni á því nú, nema af því að þeir unnu ferðina í hugmynda- keppni. Malm vinnur við vegagerð í Sví- þjóð og Johansson er kvikmynda- gerðarmaður. Þeir eru að gera kvikmynd um reisuna, sem þeir segja smækkaða mynd af því að ganga á hæstu fjöll allra heimsálfna. Þeir stefna svo á að sýna myndina á BANFF-kvik- myndahátíðinni 2011. Í júní hyggjast þeir ganga á Möllehöj, hæsta punkt Danmerkur, 170 metra háan og svo á hæsta fjall Færeyja. Í júlí stefna þeir á Galdhöpiggen í Noregi og í ágúst hyggjast þeir leggja Kebnekaise í Svíþjóð og Halti í Finnlandi að velli. Toppa Norðurlöndin  Eyjafjallajökull hæddist að þeim og batt enda á ævintýrið Ævintýri ársins » Ferðin er vinningur sem Malm og Johansson hlutu í sænskri samkeppni um áhuga- verðustu ferðahugmyndirnar. Keppnin kallast Årets äventyr á frummálinu. » Þeirra hugmynd, að ganga á hæstu tinda allra Norður- landanna í einni bunu, þótti sú áhugaverðasta. Ljósmynd/Johan Malm Á Hnúknum Þeir félagar sögðu Hvannadalshnúk hafa verið talsvert meiri áskorun en hólinn góða á Álandseyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.