Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Í örvæntingu sinni eftir kosninga-ósigurinn í Reykjavík og umræð-
ur innan Samfylkingarinnar um
stöðu varaformannsins og oddvit-
ans hefur Dagur B. Eggertsson fall-
ist á að verða þátttakandi í löngum
brandara Besta flokksins.
Besti flokkurinn hefur skynjaðástandið innan Samfylking-
arinnar rétt og veit að erfiðlega
mun reynast að ganga fram af
Degi. Þess vegna hefur það til að
mynda engin áhrif á gang viðræðn-
anna þegar aðstoðarmaður oddvita
Besta flokksins gantast með Dag á
vefsíðu sinni.
Ummæli Einars Arnar Benedikts-sonar í útvarpi á miðvikudags-
morgni hafa ekki heldur nein áhrif.
Þangað hringdi hlustandi sem
spurði hvort ekki skyti skökku við
að Besti flokkurinn, sem væri sig-
urvegari kosninganna, færi beint í
viðræður við Samfylkinguna, sem
væri tapari kosninganna.
Ekki stóð á svari Einars Arnar:„Þú sérð þá ef hann er tapari
kosninganna hver hefur þá yf-
irhöndina.“
Fram að þessari yfirlýsingu vissusvo sem allir aðrir en forysta
Samfylkingarinnar hvers vegna
Besti flokkurinn hefði ekki þurft að
hugsa sig um áður en hann valdi
viðmælanda. Það var augljóst að
Dagur var svo skelfingu lostinn að
hann mundi gera hvað sem er til að
komast í skjól af embætti á borð við
forseta borgarstjórnar.
Einar Örn
Benediktsson.
Yfirhöndin og undirlægjan
Dagur B.
Eggertsson
Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 14 léttskýjað
Akureyri 12 heiðskírt
Egilsstaðir 16 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Helsinki 19 léttskýjað
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 20 skýjað
Glasgow 23 léttskýjað
London 20 heiðskírt
París 24 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 17 alskýjað
Moskva 26 léttskýjað
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 24 léttskýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 17 alskýjað
New York 29 léttskýjað
Chicago 20 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
4. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:15 23:38
ÍSAFJÖRÐUR 2:26 24:37
SIGLUFJÖRÐUR 2:06 24:23
DJÚPIVOGUR 2:34 23:18
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 7. júní,
kl. 18.15 í Galleríi Fold,
á Rauðarárstíg
Kristín
G
unnlaugsdóttir
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Helgi Bjarnason
og Önundur Páll Ragnarsson
Í gær náðist samkomulag um mynd-
un meirihluta þriggja flokka í
Norðurþingi og tveggja flokka
stjórnar í Grindavík.
Framsóknarmenn í Norðurþingi
stóðu fyrir viðræðum allra flokka um
„þjóðstjórn“ í Norðurþingi. Gunn-
laugur Stefánsson, oddviti fram-
sóknarmanna, segir að fulltrúi VG í
sveitarstjórn hafi ekki viljað vinna
að undirbúningi stóriðju við Húsavík
og orkunýtingu í héraðinu á þeim
grunni sem lagður hafi verið með að-
komu ríkisstjórnarinnar. „Fyrst
þetta náðist ekki ákváðum við að
fara í eins stórt samstarf og við töld-
um vænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Samkomulag við Sjálfstæðisflokk og
Samfylkingu verður kynnt í dag, að
fengnu samþykki flokksfunda.
Meirihlutinn hefur fimm fulltrúa á
bak við sig en fulltrúar VG og Þing-
listans verða í minnihluta.
Þarf að spara í Grindavík
Fulltrúar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks hafa náð sam-
komulagi um stjórn mála í Grindavík
og verður samstarfssamningur
kynntur fljótlega. Listi Grindvíkinga
sem náði tveimur mönnum inn í bæj-
arstjórn bauð oddvitum flokkanna
upp á samstjórn allra flokka. Bryn-
dís Gunnlaugsdóttir, oddviti fram-
sóknarmanna, segir að taka þurfi
margar erfiðar ákvarðanir á næstu
árum og þá skipti miklu máli að
meirihlutinn standi vel saman.
Draga þurfi úr útgjöldum bæjarins
og mögulega sameina rekstur
grunnskóla undir eina stjórn. Aug-
lýst verður eftir nýjum bæjarstjóra.
Viðræðum um samstarf vinstri
flokkanna og Framsóknar í Borgar-
byggð var slitið í gær. Samfylking og
Framsókn töldu sig ekki eiga sam-
leið með VG og óskuðu eftir viðræð-
um við fulltrúa Sjálfstæðisflokks,
sem ákváðu hins vegar að ræða fyrst
við fulltrúa VG. Eftir þann fund
sagði Dagbjartur Ingvar Arilíusson,
Sjálfstæðisflokki, að ágætt útlit væri
fyrir meirihlutamyndun. „Við áttum
gott spjall og það fór vel á með okk-
ur,“ sagði hann. Fulltrúar flokkanna
hittast aftur fyrir hádegi í dag.
Eftir að viðræður Framsóknar og
Samfylkingar í Sveitarfélaginu
Skagafirði fóru út um þúfur ræddu
framsóknarmenn við fulltrúa hinna
flokkanna og tóku í gær upp form-
legar viðræður við VG. Fundað var
fram á kvöld en oddviti framsókn-
armanna, Stefán Vagn Stefánsson,
sagði viðræður ganga ágætlega á ní-
unda tímanum í gærkvöldi.
Vendingar í viðræðum
Nýir herrar taka við sveitarstjórnartaumunum í Norðurþingi og Grindavík
Óvæntir snúningar í viðræðum bæjarfulltrúa í Skagafirði og Borgarbyggð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr Englendingavík í Borgarnesi.
Viðbrögð við
nýju kynning-
armyndbandi
átaksins Inspir-
ed by Iceland
hafa ekki látið á
sér standa. Um
eittleytið í gær
höfðu yfir
300.000 manns
hvaðanæva úr
heiminum skoð-
að myndbandið, sem var sett inn á
síðu átaksins í fyrrakvöld. Rúm hálf
milljón manna til viðbótar hefur
sent önnur myndbönd af síðunni,
þar af voru 300.000 heimsóknir ut-
an Íslands. Að auki notar fólk t.d.
Facebook og Twitter til að deila
myndbandinu og leggja ýmsar stór-
stjörnur sitt af mörkum. Þannig
tvítaði Yoko Ono tvisvar um átakið
í gær en nærri 900.000 manns fylgj-
ast með Twitter-síðu hennar.
Gusa af
heimsóknum
Milljón manns
hefur tekið þátt.