Morgunblaðið - 04.06.2010, Side 10
Frelsið er yndislegt, ég geriþað sem ég vil. Skyldimaður verða leiður á þvítil lengdar að vera til?
Þannig söng Nýdönsk á sínum tíma
en á mjög vel við nýjan borgarstjóra.
Nákvæmlega það sem Jón Gnarr
er að gera núna. Njóta þess að vera
til og gera nákvæmlega það sem
hann langar til. Af hverju ekki
að láta drauma sína rætast?
Hann langar að verða borgar-
stjóri og samkvæmt öllu er
honum að takast það.
Það sem meira er, hann
hefur náð að hrista svo
rækilega upp í þessu póli-
tíska landslagi að það er
aðdáunarvert. Hversu
oft var skipt um
borgarstjóra á
síðasta kjör-
tímabili? Er
engin virðing lengur borin fyrir
embættinu? Þetta lið sem hefur
stjórnað á síðustu árum á svo skilið
þessa blautu tusku sem það fær nú
beint í andlitið.
Ég treysti Jóni Gnarr full-
komnlega til að sitja í stólnum og
stjórna borginni með hjálp góðra
manna. A uðvitað fór hann í sam-
starf við Samfylkinguna enda
færi hún ekki fram á mikið.
Hanna Birna hefði hins
vegar getað orðið erfiðari
til viðræðna enda eflaust
einn hæfasti og vinsælasti
borgarstjóri sem Reyk-
víkingar hafa átt í
fleiri ár.
Ísbjörn í Hús-
dýragarðinn og
allskonar fyrir
aumingja. Það
verður fróð-
legt að sjá hvort úr þessu verður. Nú
er bara að Gnarra borgarstjórastól-
inn, ekki Haardera. Einu sinni nörd,
verðandi borgarstjóri. Þetta er fljótt
að gerast.
Ég er hins vegar ekki á kjörskrá í
höfuðborginni og kemur þetta því
lítið við þegar upp er staðið. En ég
neita því ekki að ferðirnar til Bab-
ylon verði áhugaverðari með eitt
stykki ísbjörn í Húsdýragarðinum
og ættleidda róna á Austurvelli.
Sem betur fer er fleira á fjögurra
ára fresti en blessaðar kosning-
arnar. Heimsmeistarakeppnin í fót-
bolta hefst í næstu viku. Góða
skemmtun.
Hilmar Gunnarsson
hilmar@mbl.is
»Nú er bara að Gnarraborgarstjórastólinn,
ekki Haardera. Einu sinni
nörd, verðandi borgarstjóri.
Heimur Hilmars
Morgunblaðið/Golli
Gaman Það er stundum fanta fjör í vinnunni. Hér sprella þeir Sindri og
Fjölnir sem einnig vinnur á Íslenzku húðflúrstofunni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Sindri er mjög flinkur teikn-ari og hann hefur þægileganærveru, en hvort tveggjaskiptir máli í þessu starfi.
Hann er áreiðanlegur gæi. Alger-
lega ruglfrír,“ segir flúrarinn Jón
Páll Halldórsson um ástæður þess
að hann valdi Björn Sindra Hann-
eck úr flokki þeirra fjölmörgu sem
tóku þátt í samkeppni um að verða
lærlingur hjá honum á Íslenzku
húðflúrstofunni.
Sindri segir að sig hafi langað
til að verða flúrari frá því hann var
krakki, svo draumurinn er loks að
rætast. Hann sagði óhikað upp
góðri vinnu á hinum títt nefndu
krepputímum, til að snúa sér alfarið
að húðflúri. „Ég útskrifaðist frá
Garðyrkjuskóla ríkisins árið 2004
sem skrúðgarðyrkjufræðingur og
kunni vel við mig í því starfi, en
mér fannst ekki hægt að sleppa
þessu tækifæri. Ég tel mig vera að
læra þessa listgrein á bestu stof-
unni á landinu og leyfi mér líka að
segja hjá besta flúrara á Íslandi og
þó víðar væri leitað. Mér finnst líka
frábært að þeir sem hér vinna sér-
hæfa sig í hönnun og teikningu á
húðflúrum sem eru sérsniðin fyrir
hvern og einn,“ segir Sindri sem er
sjálfmenntaður teiknari en þegar
myndir hans eru skoðaðar er vart
hægt að trúa öðru en að þar sé fag-
maður á ferð.
Grettir sterki fer á bakið
Sindri er sveitastrákur, fæddur
og uppalinn í Miðfirði í Húnaþingi
vestra og hann segist hafa séð húð-
flúr fyrst í kvikmyndum þegar hann
var krakki. „Mér fannst það svaka-
lega flott og gat ekki beðið lengi
með að fá mér flúr. Ég var fyrstur
til að fá mér húðflúr í mínum bekk,
aðeins fimmtán ára. Það var daginn
sem vinur minn varð sautján ára og
fékk bílpróf. Við brunuðum saman
fjórir vinir í bæinn og fengum okk-
ur allir flúr hjá Fjölni, nema einn,
hann guggnaði. Ég fékk mér svaka
gellu á hægri upphandlegg,“ segir
Sindri og hlær. „Mömmu fannst
þetta allt í lagi en pabba leist ekk-
ert á þetta, hann sagði mig rugl-
aðan að gera þetta. En þau hafa
ekkert rætt þetta síðan og mörg
Ruglfrír sveita-
strákur í flúrinu
Hann féll fyrir flúrinu
ungur að árum og fagnar
heilshugar húðflúrshátíð-
inni The Icelandic Tattoo
Festival sem hefst í dag.
Framtíðin er björt enda
er hann í læri hjá þeim
besta í faginu.
10 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Er hann skotinn í þér, hvernig á að
daðra, hvernig á að bjóða á stefnu-
mót og hvernig á að kyssa? Eru þetta
spurningar sem brenna á þér en þú
færð engin svör við? Þá er um að
gera að heimsækja vefsíðuna
Links2love.com og leita ráðlegginga.
Síðan gæti virst óaðlaðandi í
fyrstu; bleik og fjólublá og svolítið of-
hlaðin og væmin, en hún er samt
drekkhlaðin af góðum upplýsingum
um samskipti kynjanna.
Mikið er af góðum ráðum, í máli og
myndum, um hvernig á að kyssa, ein-
staklega gagnlegar upplýsingar fyrir
þá sem eru óvissir í því málefni.
Sjálfspróf eru stór liður á síðunni, þú
getur m.a. komist að því hvort hann
vill þig, hvort þú ert heit/ur og hvort
þetta er sönn ást.
Heilmikið af textum við ástarlög
má þarna finna og hægt er að lesa
ástarbréf þekktra einstaklinga. Einn-
ig eru ráðleggingar um hvað þið getið
gert saman í fríinu, á Valentínusar-
daginn eða yfir jólahátíðina. Hægt er
að læra hvernig á að segja „ég elska
þig“ á hundrað tungumálum og fá
hugmyndir að gjöfum fyrir ástina
sína. Að lesa í líkamstjáningu og
daðra er líka kennt á síðunni. Það er
augljóslega margt að læra um ástina.
Vefsíðan www.links2love.com
Hamingja Er ástin ykkar á milli kannski eins og í The Notebook?
Allt um ástina
Svartur er öruggur litur, grennandi, passar vel
við aðra liti, sýnir ekki svitabletti o.s.frv. En
svartur getur líka verið leiðinlegur og það er
leiðinlegt að klæðast alltaf svörtu. Fallega lit-
aðar flíkur geta gert svo mikið fyrir manneskj-
una sem þeim klæðist, bæði andlega og útlits-
lega. Litir lífga upp á húð og hárlit, augun
verða sterkari á litinn og sálin léttari. Litir
draga líka að sér athygli, það fer ekkert á milli
mála að þú ert á ferðinni á meðan þeir svart-
klæddu hverfa í fjöldann sem er ekkert
skemmtilegt. Takið ykkur helstu
tískufyrirmynd síðari tíma til
fyrirmyndar, Söru Jessicu
Parker, og klæðist lit-
um.
Endilega...
...láttu á þér bera
Bókaútgáfan Opna · Skipholti 50b · 105 Reykjavík · sími 578 9080 · www.opna.is
Þarfaþing Kortaboxin eru nýjung á Íslandi. Hvert boxgeymir 20 mismunandi tvöföld kort og jafnmörgumslög. Textinn á baki kortanna er á fjórum
tungumálum: íslensku, ensku, þýsku og frönsku.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Upplögð gjöf
handa vinum
heima og
erlendis
ICEBOX - 20 gullfallegar jöklamyndir
eftir Helga Björnsson, jöklafræðing.
ERRÓBOX - 20 bráðskemmtileg
portrettmálverk eftir meistara Erró.
HORSEBOX - 20 stórkostlegar myndir
af íslenskum hrossum sem Ragnar Th.
Sigurðsson ljósmyndari tók.
Það er einkar þægilegt að hafa þessar
gersemar við höndina til að grípa í
þegar tilefni gefst.