Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 12
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Laxveiðitímabilið hefst á morgun
en þá kastar formaður Stangaveiði-
félags Reykjavíkur fyrstu flugunni
í Norðurá. Á sama tíma hefst veið-
in í Blöndu. Blanda er vatnsmikil
þessa dagana og enn hefur ekki
sést til laxa þar, en hinsvegar sást
til fyrstu laxanna í Norðurá fyrir
tíu dögum. Víða hefur laxinn sést
síðustu daga, meðal annars í Ell-
iðaánum og þá sagði Bubbi
Morthens blaðamanni að hann
hefði skyggnt Laxá í Kjós reglu-
lega í vor og fyrstu laxana hafði
hann séð í Kvíslarfossi fyrir tveim-
ur vikum. Þá hefur frést af rígvæn-
um löxum í Vesturá í Miðfirðinum.
„Horfurnar eru góðar,“ segir
Guðmundur Stefán Maríasson for-
maður SVFR, sem ríður á vaðið í
Norðurá á morgun. „Laxinn er
kominn víða og ekkert sem bendir
til annars en að þetta geti orðið
ljómandi gott veiðisumar.“
Hann vonar að Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur, sem
vitnað er í hér til hliðar, hafi rétt
fyrir sér um vætutíð sunnan- og
vestanlands – „þó að konan mín sé
ekki alveg sammála,“ segir hann
og hlær. „En án gríns þá eru einu
áhyggjurnar af vatnsbúskapnum.
Það er lítið vatn í ánum núna.“
Guðmundur Stefán spáir ágætri
veiði í opnunarhollinu. „Ég gæti
trúað að það kæmu upp tíu til tólf
fiskar. En hvort formaðurinn nái
að setja í þann fyrsta, á það er
ekki að treysta!“ „Ég held þetta
geti orðið sæmilega gott veiði-
sumar,“ sagði Orri Vigfússon, for-
maður Verndarsjóðs villtra laxa-
stofna en hann kemur einnig að
málum við Fljótaá, Laxá í Aðaldal
og Selá. „Ég er nú svolítið hrædd-
ur um úrkomuna hér á suðvest-
urlandi. Mínir spámenn segja að
það verði lítið um úrkomu og dálít-
ið um hita. Það verður fróðlegt að
sjá hvernig það kemur út.“
Varðandi veiðina fyrir norðan
sagði Orri að rennt yrði blint í
veiðina í Fljótaá, hann vonar að
kraftur komi í veiðina í Laxá og
„spurningin er hvort við förum yfir
2000 laxa í Selá sjötta árið í röð.
Umhverfisaðstæður fyrir Norð-
urlandi eru mjög góðar til að þetta
haldi áfram, þannig að ég er sæmi-
lega bjartsýnn,“ segir hann
Ætlar að vera svartsýnn
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir
er með kunnustu og veiðnustu
stangveiðimönnum landsins. Hann
verður í hópi þeirra sem hefja
veiðar í Blöndu. „Maður veit
aldrei hvað sumarið ber í
skauti sér, það fer eftir
ástandinu í sjónum hvernig
seiðunum reiðir af og
hvernig laxinn skilar
sér. Ég hef rekið mig
á að ef ég er svart-
sýnn veiðist yf-
irleitt betur, ég
ætla því að vera
svartsýnn á sum-
arið,“ segir hann og
hlær.
Veiðimenn sæmilega bjartsýnir
Laxveiðin hefst á morgun í Norðurá og Blöndu Laxinn er mættur í árnar
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórlaxadraumur Laxveiðin er að hefjast og stórlaxar, þar sem þá er enn
að finna, taka að ganga í árnar. Marga dreymir um að setja í slíka fiska.
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Eftir að viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu var skipt
í tvennt árið 2007 jukust útgjöld ráðuneytanna um
rúmlega 30% eða um 120 milljónir. Eftir að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytin voru sameinuð
lækkuðu útgjöld ráðuneytisins um rúmlega 14%
eða um 50 milljónir á ári. Þetta má lesa út úr svari
fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauks-
dóttur, alþingismanni Framsóknarflokks.
Svörin ná til áranna 2006-2009, en þau sýna að
útgjöld aðalskrifstofu ráðuneytanna drógust örlít-
ið saman á árinu 2007 miðað við árið á undan. Árið
2008 aukast útgjöldin örlítið. Ef hins vegar er tekið
tillit til þess að þýðingamiðstöð var á því ári að-
skilin frá skrifstofu utanríkisráðuneytisins sést að
raunútgjaldaaukningin er næstum 2%. Á árinu
2007 tók ný ríkistjórn við völdum sem gerði nokkr-
ar breytingar á skipan stjórnarráðsins. Iðnaðar-
ráðuneytið var skilið frá viðskiptaráðuneytinu, en
það leiddi til þess að útgjöld ráðuneytanna jukust
um 30% á árinu 2008. Sameining landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytisins leiddi hins vegar til
þess að útgjöld hins sameinaða ráðuneytis lækk-
uðu um rúmlega 14%.
Útgjöld skrifstofu ráðuneytanna drógust saman
í fyrra og urðu 5.886 milljónir. Á þessu ári er stefnt
að því að lækka útgjöld skrifstofanna um 10%.
Starfsmönnum hefur fjölgað um 12%
Aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins er með
mestu útgjöldin eða 1.144 milljónir í fyrra. Sam-
kvæmt svarinu hafa útgjöld utanríkisráðuneytisins
lækkað frá árinu 2006 um 13,5%. Sé hins vegar
tekið tillit til þess að þýðingamiðstöðin hefur verið
færð frá aðalskrifstofu ráðuneytisins er útgjalda-
samdrátturinn sáralítill.
Þýðingamiðstöðin hefur vaxið ár frá ári. Árið
2006 voru útgjöld hennar rúmlega 70 milljónir
króna á föstu verðlagi, en voru 175 milljónir í fyrra
og í fjárlögum í ár er gert ráð fyrir að þau verði 356
milljónir. 24 nýir starfsmenn voru ráðnir til þýð-
ingamiðstöðvarinnar í ár, fyrst og fremst til að
þýða EES-gerðir. Þess má geta að stærstur hluti
kostnaðar við þýðingar færist yfir til ESB ef við
gerumst aðilar að sambandinu.
Starfsmenn aðalskrifstofu ráðuneytanna voru
um 456 árið 2006 ef starfsmenn Hagstofunnar og
þýðingamiðstöðvarinnar eru undanskildir, en þeir
eru ekki lengur flokkaðir með starfsmönnum ráðu-
neytanna. Um síðustu áramót voru starfsmenn
ráðuneytanna 511, en það er 12% fjölgun á fjórum
árum. Fjölgunin er enn meiri ef tekið er tillit til
fjölgunar starfsmanna í þýðingamiðstöðinni. Í
fyrra fjölgaði starfsmönnum ráðuneytanna sam-
tals um átta. T.d. fjölgaði starfsmönnum fjár-
málaráðuneytisins um fimm.
Morgunblaðið/Ernir
Milljarðar í yfirstjórn
Skipting viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins í tvennt kostaði um 120 milljónir
50 milljónir sparast með sameiningu ráðuneytis landbúnaðar- og sjávarútvegs
Margir veiðimenn hafa áhyggjur
af því að ár kunni að verða
vatnslitlar í sumar, ekki síst á
Vesturlandi, rétt eins og síðustu
sumur sem voru björt og þurr.
Einar Sveinsbjörnsson veður-
fræðingur hefur spáð um veðrið
í sumar á bloggi sínu og byggir
á þriggja mánaða árstíðaspám.
Sumarið telur hann að verði í
hlýrra lagi og hitinn víðast
markvert ofan meðallags. Meiri
líkur en minni eru á því að sum-
arið sunnan- og vestantil á
landinu verði að þessu sinni
fremur vætusamt. Þá er að
sjá sem vindur af suðri og
suðvestri verði algengari á
kostnað norðaustanáttar.
Einar segir aukna úr-
komu þó ekki ávísun á
gott vatn í dragám, þær
geti liðið fyrir snjóleysi
á hálendi.
Spáir vætu
vestanlands
VEIÐIVEÐRIÐ Í SUMAR
Marinó Marinósson
með fyrsta Norður-
árlaxinn í fyrra.
Nýi Landsbank-
inn og Arion
banki segjast
báðir uppfylla
kröfur Fjármála-
eftirlitsins um
stórar áhættu-
skuldbindingar.
Í nýútkominni
skýrslu Seðla-
bankans um fjár-
málastöðugleika
kemur fram að fjórar áhættuskuld-
bindingar viðskiptabankanna hafi
numið meira en þeim 25% sem regl-
ur kveði á um. Seðlabankinn segir
æskilegt hlutfall vera 20%. Í til-
kynningu frá Nýja Landsbankanum
segir að engin áhættuskuldbinding
sé hærri en 25% af eiginfjárgrunni.
Arion banki segist hafa uppfyllt all-
ar kröfur FME um stórar áhættu-
skuldbindingar, að undanskilinni
kröfu á gamla Kaupþing. Sú krafa
er komin til vegna flutnings eigna á
milli gamla og nýja bankans, „en sá
flutningur var í samræmi við fyrir-
mæli FME,“ segir í tilkynningu frá
Arion.
einarorn@mbl.is
Segjast upp-
fylla kröfur
FME
Arion banki Upp-
fyllir kröfur FME.
Rekstur Hellis-
heiðarvirkjunar
verður stöðvaður
á sunnudag og
stendur rekstr-
arstöðvunin yfir í
tvær vikur.
Ástæða hennar
er breytingar á
gufuveitu virkj-
unarinnar, m.a. vegna tenginga við
nýja varmastöð sem tekin verður í
notkun undir lok ársins. Gufa frá
virkjunarsvæðinu verður meiri
meðan á rekstrarstöðvuninni stend-
ur og ferðafólk er beðið að sýna
sérstaka aðgát. Sýnileiki gufunnar
veltur þó á lofthita og öðrum veð-
urskilyrðum, en reikna má með því
að gufustrókarnir verði mun sýni-
legri frá höfuðborgarsvæðinu en
fram til þessa.
Varað við
gufunni
48
fleiri starfsmenn störfuðu í
ráðuneytunum í fyrra en árið 2006
90
starfsmenn eru hjá utanríkisráðuneyt-
inu og 70 hjá menntamálaráðuneytinu
511
starfsmenn voru á aðalskrifstofum
ráðuneytanna um síðustu áramót
5886 milljónir
kostaði að reka aðalskrifstofur
ráðuneytanna á síðasta ári
‹ FLEIRI STARFSMENN ›
»