Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 13

Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Fjölbreyttar sparnaðarleiðir Landsbankinn býður úrval ríkisskuldabréfa-, skuldabréfa- og hlutabréfasjóða, þar sem stórir og litlir fjárfestar geta ávaxtað fé sitt. Síðastliðið ár skiluðu sjóðirnir betri ávöxtun en innlánsreikningar. Fé í sjóðum má alltaf innleysa. Sjóðir í áskrift Sjóðir henta vel fyrir reglubundinn sparnað. Viðskiptavinir njóta þess að enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Í hverjum mánuði hljóta tveir heppnir viðskiptavinir 20.000 kr. viðbót við eign sína. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem hafa verið í áskrift að sjóðum í að minnsta kosti eitt ár. Á vö xt u n * Áhætta Reiðubréf ríkistryggð 1 Sparibréf stutt 1 Sparibréf meðallöng 1 Sparibréf löng 1 Markaðsbréf Landsbankans - stutt 1 Markaðsbréf Landsbankans - meðallöng 1 Markaðsbréf Landsbankans - löng 1 Úrvalsbréf Landsbankans 2 Landsbanki Global Equity Fund 1 Landsbanki Nordic 40 1, 3 17,16%* 30,01%*7,09%* 9,56%* 13,24%* 15,05%* 15,07%* 15,35%* 16,88%* 33,29%* Ríkisskuldabréfasjóðir Hlutabréfasjóðir Blandaðir skuldabréfasjóðir N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Sjóðir sem bera ávöxt FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4040 Enginn munur á kaup- og sölugengifram til 1. júlí E N N E M M / S ÍA / N M 4 12 4 8 Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. og vörslufélag þeirra er NBI hf. (Landsbankinn). Sjóðirnir eru starfræktir í samræmi við l. nr. 30/2003 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingum sjóða og útdráttum úr þeim á landsbankinn.is og á landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim. * Nafnávöxtun sl. 12 mánuði m.v. 28. maí 2010 1. Sjóðurinn er verðbréfasjóður. 2. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður. 3. Sjóðurinn er í evrum. Vegna gjaldeyrishafta er ekki mögulegt að fjárfesta í sjóðum sem skráðir eru í erlendri mynt nema um endurfjárfestingu sé að ræða. HVERFISRÁÐ Kjalarness sam- þykkti bókun á föstudag sl. þar sem er krafist tafarlausra úrbóta á um- ferðaröryggi á Brautarholtsvegi. Hverfisráðið bendir á að mörg börn leggi leið sína um Brautar- holtsveg auk þess sem svæðið er nýtt til útivistar af íbúum. Hverf- isráð Kjalarness hefur ítrekað ósk- að eftir því að sett verði upp hraða- hindrun og hámarkshraði á veginum minnkaður en hefur talað fyrir daufum eyrum. Hverfisráð Kjalarness leggur til að mjög fljót- lega verði haldinn íbúafundur í samstarfi við íbúasamtök Kjal- arness þar sem fjallað verður um málið og farið verður í fyrirhug- aðar aðgerðir ef þurfa þykir. Morgunblaðið/Júlíus Vilja hraðahindrun Hæstiréttur hefur dæmt atvinnubíl- stjóra á þrítugsaldri í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta ítrekað ákvæði laga um akst- urs- og hvíldartíma ökumanna. Maðurinn var í héraðsdómi dæmd- ur í 2,1 milljónar króna sekt fyrir brotið. Brotin voru framin frá tíma- bilinu frá ágúst 2007 til janúar 2008. Bílstjórinn bar því m.a. við, að hann hefði ekki kunnað að stilla ökurita bílsins á hvíld þar sem hon- um hefðu ekki fylgt íslenskar leið- beiningar þegar hann fékk hann af- hentan með bílnum vorið 2007. Héraðsdómur sagði hins vegar að manninum ætti að vera fullkunn- ugt um að honum bæri að kynna sér umferðarlög og aðrar reglur sam- kvæmt þeim. Hann hefði því borið ábyrgð á því að nota ökuritann rétt. Dæmdur fyrir brot á hvíldartímalögum Dagana 3.-6. júní fagnar Blómaval 40 ára starfsafmæli sínu með af- mælishátíð um allt land. Afmælis- hátíðin nær hápunkti á morgun, laugardag, og verður þá mikið um dýrðir, tilboð á völdum vörum og ýmislegt til skemmtunar. Í tilefni afmælisins hefur Blóma- val ráðist í gerð handbókar um garðverkin, „Vinnan í garðinum“. Það rit er kærkomið garðeigendum og áhugafólki um allskonar rækt- un. Efnistök eru fjölbreytt og er tekið á flestu sem þarf að gera í heimilisgarðinum og í sumarbú- staðalandinu. Bókin er seld á kostn- aðarverði í verslunum Blómavals og Húsasmiðjunnar um allt land. Blómaval 40 ára STEFÁN Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Barna- hjálpar Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) á Ís- landi, veitti á miðvikudag sl. viðtöku rúm- lega 1,4 milljónum króna frá Sig- mundi Dýrfjörð, framkvæmda- stjóra Te & Kaffi. Þessi upphæð bætist við rúmlega fjórar milljónir sem nú þegar hefur verið safnað í sameiginlegu fjáröflunarverkefni UNICEF og Te & Kaffi þar sem fjölda fyrirtækja var boðið að kaupa gæðakaffi og rann hluti af andvirði sölunnar til verkefna Barnahjálparinnar. Te & Kaffi gefur UNICEF 1,4 milljónir STUTT Gestastofa Sútarans verður opnuð á Sauðárkróki í dag, föstudag, en hún er til húsa í einu sútunarverk- smiðju landsins, sem jafnframt er eini aðilinn í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði. Með tilkomu gestastofunnar er almenningi veitt- ur aðgangur að lifandi atvinnu- grein. Boðið er upp á skoð- unarferðir um verksmiðjuna þegar hún er í fullri virkni og í gestastof- unni er leðurverslun, þar sem hægt er að nálgast leður og leðurvörur sem framleiddar eru í verksmiðj- unni. Sjávarleður og dótturfyrirtæki þess, Loðskinn, starfa hvort á sínu sviði innan verksmiðjunnar. Sjáv- arleður hefur verið frumkvöðull í þróun fiskleðurs í heiminum, og notið verðskuldaðrar athygli í heimi tísku og hönnunar úr leðri, sem sést best á því að heimsþekkt vörumerki og hönnunarhús hafa notað fiskleður í framleiðslu sína. Í hönnunarhorninu eru sýnishorn af vörum úr fiskleðri, m.a. frá Prada, Dior og Nike. Íslenskir hönnuðir hafa einnig sýnt fiskileðri áhuga, en á liðnum misserum hefur bein- línis orðið sprenging á þessu sviði. Gestastofan er opin eftir hádegi alla virka daga yfir sumarið og boð- ið er upp á fastar ferðir kl. 14 eða eftir samkomulagi. Leiðsögnin fer fram á íslensku og ensku. Gestastofa Sútarans opnuð á Sauðárkróki Hugmyndasmiður Gestastofa sútarans er hugarfóstur Sigríðar Káradóttur sem rekur Sjávarleður og Loðskinn ásamt eiginmanni sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.