Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 14
Vandinn er því ekki bundinn við mölina. Óánægjan leynist víðar. Tekið skal fram að hugtakið frjálslyndur er óljóst í samhengi Framsóknar en það þykir þó sam- eina þann arm að þar er áhugi á Evrópumálum meiri en hjá lands- byggðararminum sem er kaldur gagnvart Evrópusambandsaðild. Sáttin í ályktun síðasta landsfund- ar um aðild er fokin út í veður og vind. „Sundurlaus her“ í borginni Skæðadrífan á milli andstæðra fylkinga í Reykjavík hefur ekki far- ið leynt eftir afhroðið um síðustu helgi og orðaði einn heimildarmað- ur blaðsins það svo að í höfuðstaðn- um væri flokkurinn „sundurlaus her“. Annar framsóknarmaðurinn sagði gjána ekki koma á óvart enda hefði flokkurinn skipst í klíkur í borginni í rúma hálfa öld. Reykjavík er sem kunnugt er langstærsta sveitarfélagið og því eðli málsins samkvæmt meiri líkur á flokkadráttum þar en í miklu minni bæjarfélögum, á borð við Höfn í Hornafirði, þar sem varafor- maðurinn, Birkir Jón Jónsson, tel- ur flokkinn hafa unnið góðan sigur. Framsóknarmenn rekja góða út- komu á landsbyggðinni í sveitar- stjórnarkosningunum ekki síst til þess að þar séu frambjóðendurnir í persónulegu sambandi við kjósend- ur og áhrifamáttur fjölmiðla þar því minni en á höfuðborgarsvæðinu. Styrkur og veikleiki í senn Segja má að í þessu liggi í senn veikleiki og styrkur Framsóknar. Flokkurinn er elsta stjórnmálaafl landsins sem státar af djúpum rót- um á landsbyggðinni. Hann skortir hins vegar vinsælan og óumdeildan leiðtoga á landsvísu sem höfðar til breiðari hóps. Á sama tíma og einurð Sigmund- ar Davíðs í málum á borð við Ice- save-deiluna hefur víða mælst vel fyrir eru aðrir flokksmenn á því að formaðurinn hafi fengið á sig ímynd átakasækins leiðtoga og þar með fælt frá kjósendur í borginni. Þetta er sett í samhengi við þá útbreiddu skoðun að Sigmundi Davíð hafi ekki tekist að koma þeim skilaboðum til skila að flokkurinn hafi gengið í gegnum meiri endur- nýjun en aðrir flokkar og tekið upp ný vinnubrögð. Því hafi flokkurinn ekki endurheimt traust. Böndin berast einnig að Einari Skúlasyni, oddvita flokksins í borg- inni, en andstæðingar hans jafnt sem samherjar eru sammála um að þar fari ekki afgerandi leiðtogi. Þá þykir brýnt að taka flokks- starfið til gagngerrar endurskoð- unar, ekki síst á höfuðborgarsvæð- inu, og færa almenna flokksmenn nær ákvarðanatöku. Morgunblaðið/Kristinn Forystan Sigmundur Davíð var nýkjörinn formaður er Framsókn skýrði frá því að hún myndi verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Almannagjá Framsóknar  Frjálslyndir miðjumenn í flokknum ósáttir við forystuna  Telja formanninn hafa fengið ímynd átakasækins leiðtoga  Almenna flokksmenn skortir áhrif FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hljóðið í framsóknarmönnum á landsbyggðinni og í Reykjavík er gerólíkt. Framsóknarmenn úti á landi eru almennt ánægðir með út- komu sveitarstjórnarkosninganna og telja forystuna á réttri leið. Ann- að hljóð er í strokknum í Reykjavík þar sem frjálslyndir framsóknar- menn telja sig hafa fjarlægst flokk- inn í formannstíð Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar. Á milli þessara fylkinga er breið gjá og þótti Sigmundur Davíð leggja hlutverk brúarsmiðs til hlið- ar er hann gaf Guðmundi Stein- grímssyni þá einkunn að þar færi ósvífinn gjörningamaður, eftir að hann leiddi opinberlega líkur að því að forystan hefði átt þátt í afhroði flokksins í höfuðborginni. Hefur Guðmundur ekki greint afdráttarlaust frá því hvernig hann sjái framtíð sína í flokknum. Höfuðvígið laskað Skiptingin á milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins er þó ekki svo svarthvít. Akureyri hef- ur löngum verið álitið höfuðvígi Framsóknar og er skammt síðan hún átti 5 menn í bæjarstjórn. Sú vígstaða hefur gerbreyst og verður flokkurinn nú að gera sér að góðu að hafa einn mann í bæjarstjórn. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Engin staðfest tilvik eru um að hestapestin hafi greinst í fólki. Einkenni hesta- pestar í mönnum minna á háls- bólgu með hósta, hita og særindum í hálsi að sögn sóttvarnalæknis. Venjuleg sýklalyf duga á pestina berist hún í menn. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að þótt fáir vilji vera „við hestaheilsu“ þessa dagana þá sé ekki ástæða til að óttast að streptó- kokkasýkingin sem veldur hesta- pestinni smitist á milli manna. „Þetta er ekki baktería sem er lík- leg til að valda faraldri í fólki. Smit virðist alltaf tengt því að menn hafi verið að sinna sýktum hestum,“ seg- ir Haraldur. Hann segir þó vitað um örfá tilfelli í heiminum þar sem menn hafa orðið alvarlega veikir af völdum sömu pestar. Landlæknisembættið hefur hvatt hestafólk og þá sem sinna veikum hrossum til að gæta að handþvotti og nota andlitsgrímur. Að sögn Har- aldar á almennt hreinlæti og smit- varnir að duga til í flestum tilvikum. Hann tekur fram að kvefpest sem hefur gengið undanfarið sé ótengd hestapestinni. Um veirusýkingu sé að ræða en ekki bakteríu. Enginn við hestaheilsu Hestapestin hefur ekki lagst á menn Hestaheilsa Hest- ar tæpir til heilsu. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austur- borginni í hádeg- inu á miðvikudag. Við húsleit fundust rúmlega 50 kannabis- plöntur. Húsráð- andi, karl á þrí- tugsaldri, játaði aðild sína að málinu. Aðgerðin er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, segir í tilkynningu lögreglu. 50 plöntur teknar í aust- urborginni Enn tekur lög- reglan kannabis. „Slepptu ímyndunaraflinu lausu gegn fátækt“ er þema umfangsmikillar auglýsingasamkeppni sem Upplýs- ingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel (UNRIC) hefur hleypt af stokkunum. Keppnin sem nær til allra Evrópulanda hefur að markmiði að kynna Þúsald- armarkmiðin um þróun (MDGs). Fyrstu verðlaun eru 5.000 evrur eða jafnvirði um 800 þúsund íslenskra króna. Morgunblaðið og Eyjan.is eru samstarfsaðilar Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi en fjölmörg stórblöð í Evr- ópu leggja keppninni lið og nægir að nefna breska blað- ið Guardian, El País á Spáni, La Stampa á Ítalíu og Libération í Frakklandi. Hjarta keppninnar er vefsíðan www.wecanendpoverty.eu. Keppnin er opin öllum íbú- um Evrópuríkja, jafnt fagmönnum sem áhugamönnum sem hafa áhuga á að leggja lóð sína á vogarskálarnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. „Við höfum nú þegar fengið 300 tillögur frá 25 lönd- um og keppnin er varla byrjuð,“ segir Árni Snævarr, skipuleggjandi keppninnar á upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna, UNRIC. „Heimsóknir á síðuna nema tugum þúsunda, þannig að það eru ekki aðeins góð verðlaun í boði, heldur gott tækifæri fyrir hönnuði að koma sér á framfæri. Sigurauglýsingin verður birt í samstarfsfjölmiðlum okkar og þrjátíu bestu verða sett- ar á sýningu, þannig að það er til mikils að vinna.“ Samkeppni SÞ um auglýsingu gegn fátækt  Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á þúsaldarmarkmiðum Reuters Fátækt Drengur leitar einhvers nýtilegs í rusli á strönd í Baseco í Manilaflóa. 93 milljónir manna búa á Filipps- eyjum og er talið að þriðjungur þeirra búi við fátækt. Reglur um aðstoð Bjargráðasjóðs vegna eldgossins í Eyjafjallajökli kveða á um að sjóðurinn bæti fjár- hagslegt tjón sem bændur verða fyr- ir vegna uppskerurýrnunar. Undir það fellur kaup á heyi og áburði. Bændur á svæðum utan mesta öskufallssvæðisins hafa sumir hverj- ir ekki fengið nógu góðar upplýs- ingar til að geta tekið ákvarðanir um búskapinn í sumar, ekki síst hey- skap, að því er fram kom í viðtölum við bændur í Morgunblaðinu í gær. Hildur Traustadóttir, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs, segir að að- stæður bænda séu svo mismunandi að erfitt sé að búa til almenna lausn fyrir alla. Þeir verði sjálfir að ákveða hvað best sé að gera, í sam- ráði við héraðsráðunautana sem eru trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs. Sjóð- urinn muni greiða fyrir það hey sem þeir þurfa. Í reglum um aðstoð Bjargráða- sjóðs vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli kemur fram að meðal þess tjóns sem sjóðurinn bætir er uppskeru- rýrnun á rækt- arlandi vegna öskufalls. Bæt- urnar verða greiddar sam- kvæmt úttekt á uppskeru á við- komandi jörð við heyskaparlok árið 2010 og samanburði við uppskeru áranna 2008 og 2009. Hildur segir ekkert því til fyrir- stöðu að sjóðurinn greiði tjón út fyrr eða um leið og það liggi fyrir. Enn hefur sjóðurinn enga reikninga fengið. Í lok apríl áætlaði Bjargráða- sjóður að tjón sem hann bætir verði um 190 milljónir kr. og hefur rík- isstjórnin heitið að beita sér fyrir nauðsynlegum fjárveitingum. Bætir tjón vegna uppskerurýrnunar Hildur Traustadóttir Ljóst þykir að með brotthvarfi Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Sigurðs- sonar hafi Framsókn fært sig að landsbyggðarhliðinni, eða tekið sér stöðu við „Skagafjarðarlínuna“ eins og það er orðað. Sú staða hafi styrkst í sessi með tilkomu Guðna Ágústs- sonar í embætti formanns enda hafi hann síður höfðað til fólks á höfuðborgarsvæðinu en til sveita. Valgerður Sverrisdóttir tók sem kunnugt er við af Guðna í formannsembættinu en Sigmundur Davíð telur einsýnt að Framsókn eigi ekki að reyna að „vera öðruvísi í Reykjavík en á landsbyggðinni“. Kveðst formaðurinn líta svo á að slík miðjustefna eigi sér hljómgrunn en ummælin verður að túlka sem sneið til Einars Skúlasonar og fylgismanna hans. Verði einn en ekki tveir flokkar SKAGAFJARÐARLÍNAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.