Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
✝ Eysteinn GísliÞórðarson fædd-
ist á Þóroddsstöðum
í Ólafsfirði 3. mars
1934. Hann lést á
heimili sínu í Angels
Camp í Kaliforníu í
Bandaríkjunum 24.
desember síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. í Flatey á
Breiðafirði 17. sept-
ember 1895, d. 28.
mars 1985 og Þórður
Jónsson, fæddur í Hlíð í Skíðadal
12. desember 1897. Hann fluttist
með foreldrum sínum að Þórodds-
stöðum 1903, var bóndi á Þórodds-
stöðum, d. 27. apríl 1988. Systkini
Eysteins eru Jón Þórðarson, f.
1921, Sigurður Hólm, f. 1923, Ár-
mann, f. 1929, María Sigríður, f.
1931 og Svanberg Jóhann, f. 1938.
Fyrri kona Eysteins var Dóra
Hjartar, f. 30. maí 1937 og synir
þeirra eru Gunnar Þór, forstjóri, f.
3. júní 1958, börn hans og fyrrver-
andi maka eru Stefán Thor, f. 12.
júlí 1989 og Elise Mackenzie Dora,
forstjóri Ofnasmiðjunnar. Eftir
það fór hann aftur til Kaliforníu,
hóf störf hjá Ampex Corporation,
stýrði framleiðslu tölvu- og há-
tæknibúnaðar og tók að sér fram-
kvæmdastjórn og enduruppbygg-
ingu Evrópudeildar fyrirtækisins í
Belgíu frá 1980-1982. Eftir það tók
hann við framkvæmdastjórn fram-
leiðslu fyrir Ampex í Aust-
urlöndum, Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Árið 1986 réð japanski tölvuris-
inn Fujitsu Eystein sem fram-
kvæmdastjóra við uppbyggingu
fyrirtækisins í Oregon í Banda-
ríkjunum og varð hann aðstoð-
arforstjóri Fujitsu America tveim-
ur árum síðar. Hann lét af störfum
þar 1990 og gerðist forstjóri
tveggja annarra hátæknifyr-
irtækja, In-Focus Systems og
Imagraph, áður en hann fór á eft-
irlaun árið 1996. Eysteinn rak
einnig fasteignafyrirtæki ásamt
eiginkonu sinni frá árinu 1980,
sem er enn í rekstri.
Eysteinn var mikill íþrótta-
áhugamaður, stundaði tennis, golf
og siglingar og hélt áfram að
stunda skíðaíþróttina til 74 ára
aldurs, hætti aðeins að ráði lækna
vegna þess sjúkdóms sem tók líf
hans.
Minningarathöfn verður í Ólafs-
fjarðarkirkju í dag, 4. júní 2010,
og hefst athöfnin kl. 14 og duftker
jarðsett.
f. 11. mars 1992, nú-
verandi maki Gunn-
ars er Yvonne Arata,
f. 15. október 1959,
og Leifur Egill,
framkvæmdastjóri, f.
11. ágúst 1965, öll
búsett í Kaliforníu.
Eftirlifandi eig-
inkona Eysteins er
Pamela Parry, f. 25.
apríl 1949, einnig bú-
sett í Kaliforníu. Ey-
steinn var mikill
skíðaáhugamaður. Á
sjötta áratugnum var
hann einn af bestu skíðamönnum
landsins. Hann keppti mikið heima
og erlendis, þ.á m. á vetrarólymp-
íuleikum 1956 og 1960 í Squaw
Valley í Bandaríkjunum. Sautján
ára flutti Eysteinn alfarið til
Reykjavíkur og hóf nám í vél-
smiðjunni Héðni. Árið 1955 fór
hann til Svíþjóðar til náms í tækni-
fræði og flutti árið 1960 með fjöl-
skyldu sína til Kaliforníu. Þar
vann hann í hátækniiðnaði og
stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1968.
Hann kom til Íslands á árunum
1974-1975 þar sem hann gerðist
Nú þegar jarðneskar leifar bróð-
ur okkar Eysteins hafa verið fluttar
heim til fæðingar- og uppeldissveit-
ar hans til jarðsetningar langar okk-
ur systkinin að minnast hans með
nokkrum orðum. Við erum öll fædd
og uppalin á Þóroddsstöðum í Ólafs-
firði hjá foreldrum okkar Guðrúnu
Sigurðardóttur og Þórði Jónssyni.
Þegar Eysteinn var á fyrsta ári
veiktist hann alvarlega af kíghósta
og var ekki hugað líf en með mikilli
umhyggju móður okkar og læknis
tókst að sigrast á sjúkdómnum. Ey-
steinn náði góðri heilsu og þroska.
Honum gekk mjög vel í skóla, var
fljótur að skilja og tileinka sér við-
fangsefnin. Hann náði snemma góð-
um tökum á að teikna og hanna
ýmsa hluti, m.a. á barnaskólaárun-
um teiknaði hann merki fyrir
íþróttafélagið Leifur sem enn er
notað í dag.
Við systkinin á Þóroddsstöðum
höfðum gaman af að leika okkur á
skíðum. Eysteinn var fljótt góður í
þeirri íþrótt og var um tíma einn af
bestu skíðamönnum þessa lands. Á
uppvaxtarárunum beindist hugur
hans mikið að vélum og tækninýj-
ungum. Þegar landbúnaðarjeppi
kom í Þóroddsstaði 1946 og síðar
Ferguson-dráttarvél 1949 hafði Ey-
steinn mikið yndi af að fást við þau
tæki. Hann var aðalökumaður
Fergusonsins fyrsta árið og hélt
dagbók um notkun hans og hirðingu
þar sem nákvæmlega var farið eftir
reglum þar um.
Þegar Eysteinn var 17 ára flutti
hann til Reykjavíkur og hóf nám hjá
vélsmiðjunni Héðni. Sumarið 1955
fór hann til Svíþjóðar til náms í
tæknifræði. Á þessum árum stund-
aði Eysteinn skíðaíþróttina af miklu
kappi og keppti mikið á skíðum
heima og erlendis. Hann náði oft
mjög góðum árangri. Skíðakeppnum
hans lauk með keppni á vetraról-
ympíuleikunum í Squaw Valley í
Bandaríkjunum 1960. Þar náði hann
ágætum árangri, líklega þeim besta
sem Íslendingur hefur náð á vetrar-
ólympíuleikum. Hann heillaðist af
Bandaríkjunum og ákvað að flytja
þangað með fjölskyldu sína sumarið
1960. Eftir það dvaldi hann lengst af
í Bandaríkjunum. Þar vegnaði hon-
um vel og voru honum falin þar ýmis
ábyrgðar- og trúnaðarstörf við
stjórnun fyrirtækja á sviði tölvu- og
hátækni.
Eftir að hann flutti frá landinu
hélt hann áfram ágætu sambandi við
okkur og fjölskyldur okkar. Við
heimsóttum hann og nutum þá mik-
illar gestrisni og umhyggju hjá hon-
um og fjölskyldum hans, sem við
höfðum mikla ánægju af og þökkum
innilega fyrir. Þótt Eysteinn hafi bú-
ið langdvölum erlendis unni hann
alltaf Íslandi og æskustöðvunum í
Ólafsfirði. Það var hans ósk að jarð-
neskar leifar hans yrðu fluttar heim
og settar hjá foreldrunum sem hvíla
í Ólafsfjarðarkirkjugarði.
Eftir að Eysteinn greindist með
krabbamein fyrir nokkrum árum
sýndi hann mikinn dugnað og kjark,
ákvað að lifa áfram sem eðlilegustu
lífi og sinna sínum áhugamálum,
t.a.m. siglingum, tennis og skíðum.
En að lokum sigraði krabbinn. Ey-
steinn lést á heimili sínu í Angels
Camp í Kaliforníu á jólanótt síðast-
liðna. Við kveðjum kæran bróður
með söknuði og þakklæti. Við send-
um Pamelu, Leifi, Gunnari og fjöl-
skyldum okkar innilegustu samúð-
arkveðju.
Jón, Sigurður, Ármann,
Sigríður og Svanberg.
Í minningu Eysteins.
Einstakur frændi, vinur og vel-
gjörðarmaður er kvaddur í dag.
Minningar allt frá æsku- og ung-
lingsárum okkar, til síðustu tíma,
eru mér einkar dýrmætar. Ég átti
því láni að fagna að vera ávallt vel-
kominn til frændfólks míns á Þór-
oddsstöðum í Ólafsfirði, þar sem Ey-
steinn var fæddur og uppalinn. Þann
stað reistu afi okkar og amma úr
koti í fyrirmyndar bú á þeirra tíma
mælikvarða. Þar var mér tekið sem
einu barnanna. Segja má að frá Þór-
oddsstöðum hafi í fyrri tíð borist
vissir menningarstraumar um sveit-
ina. Má þar nefna að reist var lítil
rafstöð til heimilisnota. Mér er
minnisstætt að fyrir fáum árum var
ég staddur á bæjarhlaði litlu innar í
sveitinni og bóndinn þar rifjaði upp
minninguna um Þóroddsstaðaljósið,
eins og hann orðaði það. En útiljósið
á Þóroddsstöðum var látið loga og í
hríðarfjúki vetra hafði bóndi það til
marks um hvort óhætt væri að fara í
kaupstað, eða niður í Horn, eins og
það var kallað. Bóndi gerði smáhlé á
sögu sinni en bætti því svo við að í
raun hefðu þau verið mörg Þórodds-
staðaljósin, svona í óeiginlegri
merkingu.
Við Eysteinn vorum næstir hvor
öðrum að aldri af systkinunum hans
og vorum sem bræður í leik og öllum
þeim störfum sem við fundum uppá.
Þessi vinarþráður slitnaði aldrei þó
langt yrði á milli okkar þegar full-
orðins- og starfsárin tóku við. Þvert
á móti. Bréfin ótalmörgu sem hann
skrifaði vitna um það. Einnig þær
heimsóknir sem hann tók sér á
hendur til mín þegar ég var við nám
í Noregi og honum fannst upplagt að
koma við, eins og eftir frækilega
keppnisferð á Vetrarólympíuleikana
í Cortina á Ítalíu. Hann sá til þess að
ég fengi tækifæri til að vera við-
staddur Holmenkollen-skíðamót þar
sem hann var þátttakandi í alpa-
greinum og varð meðal þeirra allra
fremstu. Slíkur var hugur hans. Af-
rek Eysteins í skíðaíþróttinni á Ís-
landi munu seint verða jöfnuð enda
þótt öll aðstaða til iðkunar íþrótt-
arinnar sé nú gjörbreytt.
Starfsævi Eysteins varð að
mestu í Bandaríkjunum. Hann var
hógvær maður, traustur og skarp-
greindur enda var hann eftirsóttur
stjórnandi stórra fyrirtækja í há-
tækniiðnaði og einnig sem fyrirles-
ari. Einnig voru honum falin trún-
aðarstörf á opinberum vettvangi.
Þegar mér bauðst leyfi frá störfum
til starfsmenntunar kom hann því
til leiðar að ég fengi tækifæri til
þess í Oregon í Bandaríkjunum.
Naut ég þar velvildar, vináttu og
einstakrar gestrisni hans og konu
hans, Pamelu Parry Thordarson.
Þá eru ógleymanlegar þær heim-
sóknir aðrar til þeirra þar sem við
hjónin nutum gestrisni þeirra. Var
þá oftar en ekki farið í góðar
skemmtiferðir á bátnum þeirra, þar
sem Eysteinn naut sín einkar vel.
Síðustu æviár barðist Eysteinn við
illvígan sjúkdóm og kom þá enn í
ljós einstakt baráttuþrek hans og
kjarkur. Þar hefur trú hans, sem
hann hlaut í bernsku, aukið honum
styrk.
Pamelu, Gunnari og fjölskyldu,
Leifi og systkinum Eysteins og fjöl-
skyldum vottum við dýpstu samúð.
Það er undursamlegt að vita að vin-
átta og ljúfar minningar lifa líkams-
dauðann.
Jón Geir Ágústsson,
Heiða Þórðardóttir.
Þegar ég var unglingur dvaldi ég
sumarlangt hjá frændfólki mínu í
Kaliforníu og þar á meðal hjá Ey-
steini, sem var þá nýfluttur frá
Belgíu. Þar var vel tekið á móti mér
í alla staði. Mér er mjög minnisstæð
risastór krukkan full af Jelly beans
sem hann hafði á eldhúsbekknum,
og síðan þá minna Jelly beans mig
allaf á Eystein, Eysteinn hló mikið
þegar ég sagði honum það fyrir ekki
svo löngu. Ég upplifði heilmargt
nýtt þetta sumar, t.a.m. fór ég á
rúlluskauta niður á Santa Monica-
ströndina með Pamelu þegar Ey-
steinn þurfti að sinna vinnunni.
Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég
bjó í húsi með sundlaug og heitum
potti í garðinum og baðherbergjum
fyrir sérhvert svefnherbergi, fyrir
mig þá fjórtán ára var þetta allt
mikil upplifun.
Eysteinn kom nokkuð oft til
landsins þegar ég var yngri, en eftir
að afi og amma féllu frá kom Ey-
steinn sjaldnar. Hann var hins veg-
ar alltaf í góðu sambandi við systk-
ini sín, heimsóknir nokkuð tíðar og
undanfarin ár höfðu hann og bræð-
ur hans einnig mikið samband um
tölvuna, bæði í hljóði og mynd, sem
ekki allir menn á þeirra aldri
treysta sér til. Einnig komu hann
og fjölskyldumeðlimir á ættarmót
og var alltaf jafn gaman að hitta
þau.
Eysteinn var alltaf mjög almenni-
legur við mig, hafði gaman af að
heyra hvað maður var að sýsla, og
eftir að ég varð fullorðin hafði hann
gaman af að ræða við mig um ýmis
málefni. Ég heimsótti hann og Pa-
melu er þau bjuggu á Florida stuttu
eftir að þau lentu illilega í fellibyln-
um Charley sem nærri eyðilagði
bæinn Punta Gorda þar sem þau
bjuggu. Eysteinn var mikill íþrótta-
maður og sérlega unglegur og í
góðu formi að sjá, en þá þegar var
Eysteinn orðinn veikur og ekki auð-
velt að lenda í fellibyl ofan á allt
saman, enda fluttu þau fljótlega
þaðan og aftur á vesturströndina.
Á síðasta ári ákvað fjölskylda mín
og mamma og pabbi að skella okkur
til Kaliforníu í miðri kreppu til að
heimsækja Eystein. Fyrir lá að
krabbamein Eysteins gæti aðeins
farið á einn veg. Þrátt fyrir að veik-
indi hans hefðu tekið sinn toll þá
bar hann sig vel, lét hann ekkert
stoppa sig og fór meira að segja
með okkur í siglingu á snekkjunni
sinni sem var hans líf og yndi. Við
áttum mjög góða og skemmtilega
daga með honum, Pamelu og strák-
unum. Það var mjög vel tekið á
móti okkur af öllum og minningin
lifir ljúft. Ég votta Pamelu, Dóru,
Leifi, Gunnari og fjölskyldum mína
dýpstu samúð.
Sigrún Eva Ármannsdóttir.
Haustið 1954 fór ég í nám til
Reykjavíkur. Fyrir nokkru höfðu
Guðrún og Þórður Jónsson frá Þór-
oddsstöðum í Ólafsfirði flutt til
Reykjavíkur. Eftir nokkra eftir-
grennslan var mér sagt að þau ættu
heima á Háteigsvegi 14, beint á
móti Ofnasmiðjunni. Ég fór því til
þeirra og var mér tekið afar vel og
boðið strax upp á góðgerðir. Synir
þeirra Eysteinn og Svanberg
bjuggu hjá þeim og voru einmitt að
fara í bíó og buðu mér að koma með
ef ég hefði áhuga. Það má segja að
ég hafi orðið heimagangur hjá þeim
eftir þetta, því að varla leið sá dag-
ur að við hittumst ekki og gerðum
okkur eitthvað til gamans.
Skemmtilegast þótti okkur þegar
Eysteinn fékk gamla Dodge-inn
lánaðan hjá Jóni bróður sínum á
Reykjalundi og gátum við þá spók-
að okkur á honum í bænum.
Skíðaíþróttin átti allan hug Ey-
steins. Hann lærði undirstöðuatriði
skíðaíþróttarinnar af Ármanni
bróður sínum og einnig hjá fyrrver-
andi skíðameisturunum í Ólafsfirði,
þeim Þorvaldi Ingimundarsyni,
Stefáni Ólafssyni og Ólafi Stefáns-
syni. Þeir sáu hvað í honum bjó og
hvöttu hann óspart til skíðaiðkana.
Árið 1951 tók Eysteinn í fyrsta
sinn opinberlega þátt í Skíðamóti
Norðurlands og sigraði þá í C-
flokki í svigi. Næsta ár hlaut hann
2. verðlaun í svigi og 3. verðlaun í
bruni á Skíðamóti Íslands. Sigur-
gangan var þar með hafin og gat
ekki annað en legið upp á við. Hann
varð fimmfaldur Íslandsmeistari á
Skíðamóti Íslands á Ísafirði 1956 og
vann allar alpagreinarnar og auk
þess stökkið. 1955 keppti hann
fyrst erlendis á Holmenkollenmóti í
Noregi og árið eftir á Ólympíuleik-
unum í Cortina á Ítalíu og 1960 í
Squaw Valley í Bandaríkjunum og
hlaut þar bestan árangur sem Ís-
lendingur hafði náð fram að þessu.
Eysteinn reyndi ætíð að ná fram
því besta sem hægt var í skíða-
íþróttinni en það hafðist ekki nema
með þrotlausri æfingu og góðri lík-
amsþjálfun. Hann sagði í viðtali að
hann hefði lært að tapa og sigra og
fengið margar byltur á ferð niður
brekkurnar, en allt þetta þroskaði
hann og bjó hann undir átök á öðr-
um sviðum síðar meir. Þó að Ey-
steinn væri löngu fluttur frá Ólafs-
firði og hættur að keppa fyrir þá,
litu Ólafsfirðingar mjög upp til
hans og glöddust yfir velgengni
hans.
Eysteinn miklaðist ekki af ár-
angri sínum. Ætíð fór hann beint til
samkeppenda sinna og óskaði þeim
til hamingju með árangurinn og
hvatti þá til áframhaldandi æfinga
og vonaði að þeir næðu lengra
næst. Þetta lýsir Eysteini mjög vel,
hann var kurteis og glaðlegur og
gaf sér ávallt tíma til að ræða við fé-
laga sína. Þannig var það ætíð er
við hittumst síðar meir, er hann
kom til landsins í heimsóknir, eftir
að hann flutti til Bandaríkjanna.
Síðast hitti ég hann og konu hans
Pamelu þegar þau komu hingað en
hún var þá að afhenda Skíðasam-
bandi Íslands farandbikar, „Ey-
steinsbikarinn“, ásamt veglegri
peningagjöf til handa þeim skíða-
manni sem næði bestum árangri
vetrarins í alpagreinum og skyldi
afhent í lok skíðavertíðar.
Ég vil þakka Eysteini fyrir þann
tíma sem við vorum saman sem er
mér ógleymanlegur.
Sveinbjörn Sigurðsson
frá Vatnsenda.
Eysteinn Gísli
Þórðarson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GEIR ÞÓRIR BJARNASON,
Sunnuhlíð,
Suðursveit,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
25. maí.
Útförin fer fram frá Kálfafellsstaðarkirkju
laugardaginn 5. júní kl. 14.00.
Valgerður Leifsdóttir,
Bjarni Sævar Geirsson, Svala Ósk Óskarsdóttir,
Leifur Geirsson,
Valgeir Halldór Geirsson, Ragnheiður Hafsteinsdóttir,
Ragnar Sölvi Geirsson, Berglind Ágústsdóttir,
Júlía Ingibjörg Geirsdóttir,
Ingvar Þórir Geirsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför föður míns, bróður og frænda okkar,
BJARNA HELGASONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4B Hrafnistu,
Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Sigurjón Ingiberg Bjarnason,
Helgi Helgason
og frændsystkini.