Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 ✝ Margét HansínaSigurðardóttir fæddist í Reykjavík þann 2. júlí 1928. Hún lést að Drop- laugarstöðum 26. maí 2010. Margrét var einka- dóttir hjónanna Sig- urðar Gíslasonar, lögregluþjóns, f. 3. maí 1889 í Litla- Saurbæ í Ölf- ushreppi, Árnessýslu, d. 13. ágúst 1947, og Bjargar Sigríðar Sig- urðardóttur, f.10. júní 1900 að Syðri-Brekkum í Akrahreppi, Skagafirði, d. 5. maí 1988. Hinn 5. desember 1953 gengu þau í hjónaband Margrét og Sveinn Hallgrímsson, kerfisfræð- ingur, f. 25. desember 1928 í Reykjavík, d. 13. september 1988. Foreldrar Sveins, Hallgrímur Sveinsson, skrifstofustjóri, f. 4. september 1905 í Reykjavík, d. 9. október 1948, og Guðríður Otta- dóttir, f. 1. nóvember 1904 í Reykjavík, d. 11. mars 1964. Börn vegamálastjóra og síðar hjá Mjólk- ursamsölunni. Setti á stofn 1955 barnafataverslunina Vögguna ásamt Áslaugu Hafberg sem hún kynntist þegar hún starfaði fyrir Meyjaskemmuna sem starfrækt var í sama húsi að Laugavegi 12. Margrét réðst sem bókari í fullt starf hjá Mjólkursamsölunni í júní 1962 og vann þar sleitulaust til ársins 1975 er hún tók upp þráðinn og lét langþráðan draum rætast um að setjast á skólabekk í Há- skóla Íslands. Hún hóf nám í við- skiptafræði árið 1961 en þurfti frá að hverfa. Lauk prófi í við- skiptafræði 1980. Að fengnu prófi 1980 réðst hún sem viðskiptafræð- ingur hjá Tryggingastofnun rík- isins, var deildarstjóri frá 1. jan. 1982, fyrst í Upplýsingadeild og síðar í Endurskoðunardeild þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Af félagsstörfum ber helst að geta starfa fyrir Félag eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni. Var varaformaður um nokkurra ára skeið. Fyrst í formannstíð Páls Gíslasonar og síðar Ólafs Ólafs- sonar. Var einnig í stjórn Lands- sambands eldri borgara. Heilsu- brests tók að gæta er leið að sjötugu og hefur hún glímt við margvíslega sjúkdóma síðan. Útför Margrétar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 4. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Margrétar og Sveins eru Hallgrímur Sig- urður Sveinsson, f. 19. mars 1954, og Björg Sveinsdóttir, f. 20. júlí 1956. Margét fæddist að Laugavegi 91 í Reykjavík en fljót- lega var flutt á Sól- eyjargötu 15. Haustið 1932 var síðan flutt í nýbýlið Varmahlíð, sem var staðsett í út- jaðri Reykjavíkur. Ef það stæði enn í dag væri það nr.1 við Háuhlíð. Þar bjó Margrét allt til 1964 að frádregn- um árum seinni heimstyrjald- arinnar, þegar húsið var hernum- ið, bjó fjölskyldan á Grettisgötu 68. Frá árinu 1964 hefur hún átt heima í Hörgshlíð 8. Margrét, gekk í Austurbæjarskólanum og að loknu skyldunámi fór hún í Versl- unarskóla Íslands, lauk versl- unarprófi og síðan stúdentsprófi 1949. Þegar út á vinnumarkaðinn kom vann hún við ýmis skrif- stofustörf. Fyrst hjá skrifstofu Látin er góð vinkona, Magga eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum mikið saman á yngri árum. Ég kynntist Möggu á skrifstofu Mjólku- samsölunnar og varð okkur strax vel til vina. Eitt sumar fórum við saman til Skotlands í vikudvöl og var það góður tími. Við stofnuðum spila- klúbb fjórar vinkonur sem unnum saman, Magga Sig., Magga Á., Gústa og ég og héldum við lengi áfram að hittast og spila eftir að við hættum að vinna. Magga var mikil mannkostakona og afskaplega dugleg og vildi öllum vel. Hún var alltaf jafn yfirveguð og róleg. Hún varð stúdent frá Verzl- unarskóla Íslands 1949, eina konan með fimmtán eða sextán drengjum. Seinna fór hún í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, var hún þá nálægt fimmtugu. Eftir það vann hún hjá Tryggingastofnun ríkisins og eftir starfstíma sinn þar vann hún mikið að málefnum aldraðra. Magga er búin að vera afskaplega heilsulítil undanfarin ár. Það var gott fyrir hana að komast á Drop- laugarstaði og það fór vel um hana þar, starfsfólkið gott og tók vel á móti manni þegar maður kom í heim- sókn. Hún var alltaf jafnglöð að sjá mig og þá töluðum við mikið um gamla daga, þegar við unnum saman og þegar við ferðuðumst um Skot- land og fannst mér hún lifna við að rifja upp allt þetta gamla. Nú er þessi góða kona og vinkona búin að fá hvíldina og ég vona að henni líði vel. Minning hennar mun lifa með okkur. Ég votta elsku Halla og Systu mína dýpstu samúð, minningin um góða móður mun lifa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Valborg Eiríksdóttir. Þegar gömlu skólasystkinin hverfa yfir í móðuna miklu hvert af öðru, hvarflar hugurinn til skólaár- anna, þegar við vorum öll ung og hraust. Skólaárin í Verzló eru í hug- um okkar nú beztu ár lífsins, og mörg okkar urðu nánir vinir ævi- langt. Þannig er því farið með Möggu okkar Sigurðar. Við vorum 6 stelpur saman í klíku, og við vorum alltaf saman, ekki bara í skólanum á vet- urna heldur líka á sumrin; við ferð- uðumst saman, fórum í útilegur og skemmtum okkur á ýmsa vegu. Við vorum auðvitað fátækir námsmenn á þeim árum og áttum sjaldan pening, en létum það ekki á okkur fá og gerð- um gott úr því, sem við höfðum. Stundum kom það fyrir, að við fórum á kaffihús eftir skóla á daginn, þá pöntuðum við eina litla coke og 5 glös – þetta var fyrir meira en 60 árum og plast-gos ekki komið í gagnið – veit- ingafólkið lét þetta eftir okkur, enda vorum við stilltar og prúðar ungar stúlkur. Eftir að skóla lauk, tók alvara lífs- ins við og hópurinn tvístraðist í allar áttir, en vináttan var samt alltaf til staðar og við hittumst af og til, þegar færi gafst. Nú erum við allar meira og minna farnar að bila eins og gaml- ar vélar gera með aldrinum. Nú þeg- ar við missum Möggu er það fyrsta stóra höggið í okkar hóp og eftir er skarð, sem aldrei verður fyllt. Við óskum Möggu okkar góðrar ferðar yfir landamærin og vottum börnum hennar, Halla Sigga og Systu, og öðrum ættingjum okkar dýpstu sam- úð. Ása, Edda, Hrefna, Rúna, Þuríður. Enn hefur maðurinn með ljáinn höggvið skarð í stúdentahópinn frá Verzlunarskóla Íslands vorið l949. Enda þótt hópurinn hafi ekki verið stór, aðeins 17 manns, hefur dauðinn höggvið stór skörð og óvægin í þann hóp, svo að nú eru aðeins 6 eftir. Nú síðast hefur okkar eina bekkj- arsystir fengið hvíldina, Margrét Hansína Sigurðardóttir viðskipta- fræðingur og er að henni sjónar- sviptir, enda þótt veikindi hafi hrjáð hana undanfarin ár. Við biðjum börnum hennar, Hall- grími Sigurði og Björgu, blessunar. Fyrir hönd skólabræðanna, Már Elísson. Margrét H. Sigurðardóttir Að kvöldi mánu- dagsins 3. maí storm- aði Hanna hress og kát inn úr dyrunum heima, var að koma af vinnutengd- um fyrirlestrum í Reykjavík. Hvern hefði grunað á þeirri stundu að hún væri að dauða kom- in, en svo fór að tveimur klukku- stundum síðar hné hún niður og kom ekki til meðvitundar eftir það. Með Hönnu er gengin mikil sómakona, gædd fádæma góðum eiginleikum, hún var kjarkmikil, söngelsk, mikill hönnuður, verk- lagin og gekk skipulega til allra verka, hraðvirk, skildi aldrei við hálfunnið verk, hreinskiptin, glað- vær og í alla staði dásamlegur förunautur, mamma og amma. Það er með ólíkindum hve miklu hún kom í verk varðandi heimilið, verandi í fullu starfi að auki, það bitnaði svo sannarlega ekki á okk- ur því hún ofdekraði alla tíð bæði mig og drengina. Það er sagt að sjaldan launi kálfur ofeldi. Því miður er ég hræddur um að sú líking eigi við um okkur afganginn af fjölskyld- unni, við höfum átt einstaklega góða daga í faðmi Hönnu, það eina þakklæti sem við getum nú sýnt er að vera góð við barnabörnin henn- ar, geyma minningarnar, og lifa lífinu lifandi því það vildi hún um- fram allt. Já, það er staðreynd, okkar hjartkæra Hanna er farin til æðri sviða, söngurinn sem alltaf hefur hljómað á heimilinu er hljóðnaður, þögnin er þungbær, nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þetta er lífsins gangur, það skiptast á skin og skúrir, sumarið og sólin fara í hönd, fyrir Hönnu ætlum við að horfa björtum augum til framtíðar. Elsku hjartans Hanna, það gleð- ur okkur að vita af þér í faðmi ljóssins, hlýðandi á himneskan söngvaseið svo fagran að engin Hanna Eiríksdóttir ✝ Hanna Eiríks-dóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð 22. júní 1945. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 4. maí sl. Minningarathöfn fór fram frá Egils- staðakirkju 22. maí 2010. jarðnesk tjáning fær lýst. Ég þakka þér af heilum hug fyrir allt sem þú varst og gerðir fyrir okkur og tek svo sannarlega undir orð Hákonar heitins Aðalsteins- sonar, er hann eitt sinn sagði: Hamingjuljósið í heiminum glæddist hýrnaði almúgans brá þann heiðskíra dag þegar Hanna fæddist og heppinn var Brynjólfur þá. Brynjólfur Vignisson. Það var heiður að kynnast Hönnu og við kveðjum hana með miklum trega. Hanna var svo skemmtileg, þægileg, barngóð og í alla staði dásamleg kona. Þessi netta, tignarlega og röska kona var dugleg að ganga um fallega umhverfið á Vínlandi og ekki þótti henni verra ef það rigndi. Hún var sterk og sýndi mikið æðruleysi þegar hún sigraðist á krabbamein- inu um árið. Hún var vinnusöm, listfeng og snillingur með prjón- ana og fengum við fjölskyldan ítrekað að njóta ávaxta þess. Hún tók okkur alltaf opnum örmum þegar við flúðum eril höfuðborg- arinnar austur í rólegheitin á Vín- landi. Það er fátt sem toppar jólin hennar Hönnu, allt góðgætið sem hún töfraði syngjandi fram í eld- húsinu, ummm, marmarakakan hennar var sú allra besta. Róleg- og notalegheitin sem fylgdu henni og einnig gamansemin og gleðin sem einkenndu hana. Hún sinnti barnabörnunum af mikilli athygli og alúð og þeim leið svo vel hjá henni. Hanna var draumamóðir, tengdamóðir og amma. Óðinn Þór er svo heppinn að eiga ógrynni góðra minninga um Hönnu ömmu sína, en ólíklegt er að litla Ríkey Sif muni stundirnar sem hún átti með henni svo hún fær að kynnast Hönnu ömmu í sögum sem við eigum eftir að vera dugleg að segja henni. Minning- arnar lifa og við yljum okkur við þær. Bless, fallega Hanna okkar. Gunnur Guðný Ásgeirsdóttir. Elsku amma. Fyrir nokkrum ár- um gafst þú mér myndaalbúm sem þú hafðir útbúið handa mér. Það sýndi „lífshlaup“ mitt fram að þeim tíma í myndum. Það sem ég tek sérstaklega eftir í dag þegar ég fletti í gegnum það, er hvað það eru til fáar myndir af okkur saman. Það er í raun mjög einföld og eðlileg skýring á því. Áhugi þinn á ljósmyndun var allt- af mjög mikill og varst þú því sífellt að taka myndir og þar af leiðandi ávallt „á bak við“ myndavélina. Ég á þess- um ljósmyndaáhuga þínum og ást og umhyggju í minn garð það að þakka hvað það er til mikið af myndum af mér við hin ýmsu tækifæri, svo ekki sé nú talað um hvaða áhrif þetta hafði á áhuga minn á ljósmyndun. Rauður Saab 900 stendur í inn- keyrslunnni á Grenimel. Þið afi setjist fram í, þú að sjálfsögðu undir stýri. Ég sest aftur í, við hlið mér liggur Heródes í búrinu sínu. Það er lagt af stað austur fyrir fjall, stoppað í Eden og keyptur ís og jafnvel smá klink sett í spilakassa Rauða krossins. Áfram er haldið í gegnum Selfoss og Flúðir, þegar komið er fram hjá Reykjabóli nemur bíllinn staðar á „hæðinni“, þar er útsýni yfir bústaðinn og allan gróð- Ingunn Ásgeirsdóttir ✝ Ingunn Ásgeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1922. Hún lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 16. maí síðastliðinn. Útför Ingunnar var gerð frá Neskirkju 26. maí 2010. urinn, þú gefur þér tíma til þess að dásama „sveitina þína“ áður en haldið er áfram síðasta spölinn að bústaðnum. Þar er hugað að gróðri, bakaðar pönnukökur, farið í heita pottinn, göngutúr eða farið í sund á Flúðum. Um kvöldið eldar þú góm- sætan mat og spilar við mig kanöstu fram eftir kvöldi. Þegar ég heimsótti þig á Grund tókstu á móti mér með fallegu brosi. Við fengum okkur súkkulaðimola og töluðum um líðandi stund eða rifjuð- um upp eitthvað skemmtilegt og hlóg- um innilega alveg eins og í gamla daga. Amma mín, takk fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur sýnt mér, Önnu Guðrúnu og dætrum mínum, Valdísi Ingunni og Hildi Önnu. Hvíldu í friði. Þinn Valdimar Sverrisson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Minningargreinar                          ✝ Okkar ástkæri, KJARTAN INGI KJARTANSSON, Brákarbraut 10, Borgarnesi, andaðist fimmtudaginn 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Ólafsvíkurkirkju. Inga Nelly Husa, Anders Ólafur Kjartansson, Kristín Björg Kjartansdóttir, Þorgrímur Benjamínsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.