Morgunblaðið - 04.06.2010, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
✝ Liss Mudie Ólafs-son (fædd Jelst-
rup) fæddist í Kaup-
mannahöfn 30. des.
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlévangi 27. maí sl.
Foreldrar hennar
voru Christian Mudie
Jelstrup vélstjóri og
Elna Petrea Jelstrup.
Liss var næstyngst 9
systkina, þau eru öll
látin. Auk þess ólst
bróðursonur hennar
upp á heimilinu.
Þann 17. des. 1949 giftist Liss
Einari Ólafssyni, f. 12. nóv. 1912,
d. 23. feb. 1988, í Kaupmannahöfn
(Hellerup). Hún flutti til Keflavík-
ur, þar sem þau bjuggu alla tíð
síðan, lengst af á Suðurtúni 1.
Börn þeirra eru: 1) Ólafur Jón, f.
1950, kvæntur Guðbjörgu Hall-
dórsdóttur. a) Lísa, dóttir Ólafs af
fyrra hjónabandi, f. 1973. Dætur
Ólafs og Guðbjargar
eru: b) Þórunn, f.
1988, og c) Arna, f.
1989, 2) Maríanna, f.
1952, gift Þorsteini
Marteinssyni. Synir
þeirra eru: a) Atli, f.
1975, b) Þórir, f.
1979, c) Högni, f.
1984. 3) Guðrún, f.
1958, gift Einari Páli
Svavarssyni. Dætur
þeirra eru: a) Erna,
f. 1984, b) Halla, f.
1991. Barna-
barnabörnin eru 4
talsins.
Liss starfaði í Samvinnubank-
anum, síðar Landsbanka, í 22 ár.
Liss var félagi í Dansk Kvindeklub
frá upphafi (1956). Hún starfaði í
Norræna félaginu og með Lioness-
um í Keflavík.
Útför Liss Mudie fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 4. júní
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Liss tengdamóður mína hitti ég
fyrst fyrir 37 árum. Ég kom heim
með Gunnu á heitum sólardegi
snemma sumars. Mamma hennar
var í eldhúsinu með ljósan stráhatt í
sumarlegum kjól að laga eitthvað
bragðgott til að gleðja heimilisfólkið
sem sat á veröndinni bakvið húsið.
Það var eitthvað framandi og nota-
legt við þennan hlýja dag og þessa
útlensku konu sem talaði með sterk-
um dönskum hreim. Viðmót sem ég
átti eftir að kynnast betur næstu ár-
in. Sambland af hlýju, tillitsemi og
góðmennsku.
Líklega vegna þess hversu ungur
ég var þegar Liss varð tengdamóðir
mín gat ég aldrei skilið brandara um
tengdamömmur. Tengdamóðir mín
var frá fyrstu kynnum svo yndisleg í
minn garð að ég varð algerlega
blankur þegar ég heyrði vegið að
tengdamömmum almennt. Fyrstu
nóttina sem ég gisti hjá Gunnu þeg-
ar við vorum enn unglingar beið mín
ekki augnaráð frá Liss næsta morg-
un heldur beið okkar uppdekkað
morgunverðarborð með appelsínu-
djús, rúnstykki og vínabrauði. Hún
tók mér jafnvel þegar ég var renglu-
legur síðhærður unglingur með eng-
in önnur áform önnur en að eignast
dóttur hennar og þegar ég var orð-
inn miðaldra faðir tveggja uppkom-
inna barnabarna sem hún átti. Hún
var fordómalaus og lagði mat á hlut-
ina sem manneskja.
Það sem var auðvitað framandi við
Liss var danskur uppruni hennar.
Hún kom fyrst til Keflavíkur frá
Kaupmannahöfn í árslok 1949 og
þegar ég kynntist henni hafði hún
búið í Keflavík í 25 ár. Fljótlega varð
mér ljóst að heima hjá Gunnu var
margt öðruvísi en ég þekkti frá mínu
heimili eða hafði kynnst hjá jafn-
öldrum mínum og frændfólki í
Keflavík. Þannig var til dæmis mat-
urinn hjá Liss öðruvísi og betri en ég
hafði kynnst áður. Einnig báru ýms-
ar venjur eins og páskar og jól
sterkan keim af þjóðerni Liss og
persónulegri smekkvísi. Allt hlutir
sem ég met ákaflega mikils í dag og
er þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast.
Það sem lengst hefur lifað af
hennar framlagi og orðið þungamiðj-
an í lífi okkar er sameiginleg máltíð
fjölskyldunnar á jóladag, julefro-
kostinn. Árlegur viðburður sem enn
í dag er einn heilagasti viðburður í
lífi okkar allra, og í huga ömmu-
barnanna ómissandi og táknrænn
fyrir Liss. Þessi skemmtilegi danski
siður sem endist allan jóladaginn
með kryddsíld og ostum, buffi og le-
verpostej er hefð sem átt hefur
skemmtilegan þátt í að mynda þá
góðu samheldni sem við njótum og
metum svo mikils.
Fyrir nokkrum dögum sátum við
Gunna saman með Liss í garðstof-
unni á Hlévangi. Aftur var kominn
heitur sólardagur snemma sumars.
Ég minntist dagsins þegar ég hitti
hana fyrst, þessa góðu konu sem
hefur gefið mér svo margt í þessu
lífi. Við vissum öll að hinsta kveðju-
stundin var runnin upp. Á þeirri
stundu varð mér ljóst hversu þýð-
ingarmiklum jarðvegi Liss hefur
komið fyrir í hjörtum okkar allra.
Jarðvegi sem mun næra og hlúa að
öllum þeim góðu minningum um
ömmu Liss sem eiga eftir að vaxa og
dafna, og við og börnin okkar eigum
eftir að ylja okkur við um ókomna
framtíð. Minningum sem hjálpa okk-
ur alltaf að muna hvað það er að
vera góð manneskja.
Einar Páll Svavarsson.
Elsku amma mín.
Kletturinn í tilverunni. Alltaf til
staðar, skilyrðislaust. Faðmur þinn
svo mjúkur, umhyggja þín svo tak-
markalaus, mildi þín svo hlý.
Með þér hef ég grátið í sorg en
svo miklu oftar grátið af hlátri. Hjá
þér voru notalegustu stundirnar,
hjá þér gat ég alltaf fundið ró.
Þú sýndir mér fjársjóðinn sem
falinn er í hefðunum, þú kenndir
mér hversu mikið má gefa öðrum
með umhyggju og hlýju, þú kenndir
mér umburðarlyndi, þú kenndir
mér að njóta og hlæja.
Vegna þín er ég betri.
Lísa.
Einar Ólafsson var nágranni
minn frá því að ég fór að muna eftir
mér sem barn. Hann bjó á móti okk-
ur fjölskyldunni við Hafnargötuna í
Keflavík. Þegar ég var 15 ára árið
1949 var hann 36 ára og í mínum
huga frekar gamall karl sem ein-
hverra hluta vegna hafði ekki fest
sitt ráð. Seint á því ári flaug hins
vegar sú saga um litla bæinn okkar
Keflavík að Einari hefði gengið í
hjónaband í Kaupmannahöfn. Hann
væri á leiðinni með brúðina til
Keflavíkur þar sem þau hygðust
setjast að.
Eins og gengur í litlu þorpi urð-
um við systurnar eins og margir
aðrir forvitnar og spenntar að sjá
nýju konuna hans Einars Ólafsson-
ar. Sem unglingar áttum við ekki
von á öðru en að bráðlega myndi
dönsk kerling á svipuðu reki og
hann sjálfur kjaga um þorpið.
Undrun okkar var því ekki lítil þeg-
ar við sáum Liss í fyrsta skipti.
Gullfalleg ung kona lítið eitt eldri en
Rósa elsta systir mín. Fáguð heims-
kona sem klæddi sig fallega, bauð af
sér yndislegan þokka og fór um litla
þorpið okkar eins og ferskur and-
blær.
Mörgum árum seinna kynntist ég
Liss betur þegar Einar Páll sonur
minn og Guðrún dóttir hennar fóru
að vera saman. Og enn betur eftir
að þau gengu í hjónaband og ekki
síst eftir að við Liss eignuðumst
saman tvær yndislegar ömmustelp-
ur, Ernu og Höllu.
Þegar ég kynntist Liss varð mér
ljóst að ekki aðeins var konan hans
Einars Ólafssonar falleg heldur var
hún líka bæði skemmtileg og ynd-
isleg í alla staði. Ég hafði gaman af
að heyra frásagnir hennar frá þeim
tíma þegar hún kom frá kóngsins
Kaupmannahöfn í litla þorpið Kefla-
vík lengst norður í hafi, og öllu því
sem eðlilega kom henni einkennilega
fyrir sjónir. Hvernig var að setjast
þar að án þess að kunna tungumálið,
án þess að þekkja nokkurn nema
Einar og hans nánustu fjölskyldu og
vera útlendingur sem allir virtust
þurfa að stara á.
En henni tókst að yfirstíga þetta
allt og aðlagast lífi okkar og tilveru.
Et til vill vegna þess að allt sem hún
gerði og tók sér fyrir hendur var
gert af natni, alúð og vandvirkni.
Stundum kom ég til hennar í morg-
unkaffi og þá var það ekki molakaffi,
heldur uppdekkað borð með kræs-
ingum sem dugðu langt frameftir
degi. Hún hlúði gjarnan að smáat-
riðum sem gerðu allt svo persónu-
legt og fallegt.
Eftir að ég sjálf flutti til útlanda
fyrir aldarfjórðungi kynntist ég hlið
á Liss sem allir hennar vinir og ætt-
ingjar þekkja og kannast við, trygg-
lyndi. Aldrei nokkurn tíma gleymdi
hún að senda mér afmæliskveðju eða
hafa samband ef ég kom heim. Ef
hún fór sjálf í ferðalög gleymdi hún
aldrei að senda mér kort með mynd
af staðnum sem hún dvaldi á, sem
auðvitað var oftast Kaupmannahöfn.
Og þess vegna veit ég eftir öll
þessi ár að Liss var ein af þessum
góðu einstaklingum sem maður hitt-
ir á lífsleiðinni og þykir vænt um að
hafa fengið að kynnast.
Við Pétur sendum Gunnu og Ein-
ari og öllum ættingjum og vinum
innilegar samúðarkveðjur. Sérstak-
ar samúðarkveðjur sendum við
Ernu og Höllu sem hafa misst ömmu
sína sem var þeim svo kær.
Erna Sigurbergsdóttir.
Liss Mudie Ólafsson
✝ Fjóla Sím-onardóttir fæddist
í Reykjavík 9. sept-
ember 1918. Hún lést
á Landspítalanum,
Fossvogi 29. maí síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Pálína J. Páls-
dóttir húsmóðir, f. 29.
september 1890, d. 23.
nóvember 1980, og
Símon Guðmundsson
útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, f. 21.
maí 1881, d. 2. apríl
1955. Bjuggu þau að Eyri í Vest-
mannaeyjum fram til 1942 og eftir
það í Reykjavík. Alls eignuðust þau
14 börn en 10 komust til fullorðins-
ára. Elst var Sigríður, f. 10.2. 1914,
d. 27.4. 1994, þá Einar, f. 8.9. 1920, d.
6.11. 1998, Margrét, f. 11.5. 1923, d.
23.9. 2008, Helga, f. 4.7. 1925, Karl,
f. 16.11. 1926, d. 12.4. 1976, Sigríður
Svanborg, f. 6.12. 1927, Magnús, f.
11.9. 1929, d. 16.8.
2006, Sverrir, f. 19.12.
1930, og Sveinbjörg, f.
18.1. 1934.
Fjóla giftist Jóhanni
Líndal Gíslasyni
skipasmíðameistara
20. desember 1940.
Hann var fæddur
20.12. 1911 og lést
31.1. 1991. Þeim varð
ekki barna auðið. Þau
bjuggu á Bíldudal
fyrstu hjúskaparár sín
og fluttust síðan í
Hafnarfjörð 1945 þar
sem þau bjuggu síðan. Sveinbjörg,
yngsta systir Fjólu, dvaldi hjá þeim
hjónum á Bíldudal frá 7 ára aldri og
þar til hún var 11 ára.
Fjóla vann við verslunarstörf
lengst af. Síðustu tvö árin dvaldi hún
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Fjólu fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 4. júní 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
Fjóla systir mín er látin 91 árs
að aldri. Ég þekkti systur mína
ekki mikið þegar ég var send vest-
ur á Bíldudal til hennar og Jó-
hanns, mannsins hennar, vorið
1941, þá 7 ára gömul. Hún hafði
flutt vestur 1939 til að vinna í
rækjuverksmiðjunni á Bíldudal og
var svo lánsöm að kynnast Jóhanni
Líndal Gíslasyni þar. Þau giftu sig
1940 og þegar foreldrar mínir
fluttust búferlum frá Vestmanna-
eyjum til Reykjavíkur var ákveðið
að ég skyldi dveljast sumarlangt á
Bíldudal hjá systur minni. Þetta
var í miðju stríði og ferðin vestur
að mörgu leyti erfið og ógnvekj-
andi fyrir 7 ára barnið. En vel var
tekið á móti mér og dvölin varð
nokkuð lengri en til stóð, enda
geisuðu jarðarstríð. Sumardvölin
varð að 4 árum, suður fór ég ekki
fyrr en þau fluttust búferlum í
Hafnarfjörð 1945. Árin á Bíldudal
voru góð og kenndi Fjóla mér
margt sem ég hef búið að æ síðan.
Jóhann L Gíslason, maður
Fjólu, var skipasmíðameistari og
eftir að þau fluttu suður var hann
einn af eigendum skipasmíðastöðv-
arinnar Bátalóns, m.a. ásamt mági
sínum Sigmundi Bjarnasyni, sem
var kvæntur Sigríði, elstu systur
okkar. Þau bjuggu sér heimili við
Strandgötu 83 í Hafnarfirði, með
útsýni yfir höfnina og skipasmíða-
stöðina og undu sér vel. Ekki varð
þeim barna auðið en Fjóla vann
við verslunarstörf, sinnti fjöl-
skyldu og vinum og skapaði þeim
hjónum fallegt og notalegt heimili.
Móðir okkar dvaldi hjá þeim nokk-
ur ár og einnig Sigríði systur okk-
ar í Hafnarfirði áður en hún fór á
Hrafnistu í Reykjavík og naut
kærleiks og hlýju þeirra hjóna. Jó-
hann féll frá 1991 og eftir það fór
heilsu Fjólu að hraka. Starfsfólk
félagsþjónustunnar í Hafnarfirði
sinnti henni af stakri umhyggju
þar til hún fór á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, þar sem hún dvaldi síðustu
tvö árin, andlega hress til hins
síðasta. Naut hún þar góðrar
umönnunar starfsfólksins og hafi
þau kæra þökk fyrir. Ég þakka
Fjólu systur minni fóstrið í æsku
og allt það góða sem hún lagði til
mín og fjölskyldu minnar. Blessuð
sé minning hennar.
Kveðja frá litlu systur,
Sveinbjörg Símonardóttir.
Elsku Fjóla mín.
Ég veit að þú getur ekki sjálf
lesið þessa minningargrein, því
miður. En ég trúi að þú getir
heyrt bænakveðju mína sem ég vil
senda til þín á englavængjum –
svo ég vil byrja hjartans bæn
mína með þökkum:
„Ég þakka þér, himneski faðir,
að þú lést mig kynnast Fjólu fyrir
6 árum og ég gat aðstoðað hana
við heimilishjálp. Ég þakka þér
fyrir hlýjar samverustundir okkar
og fyrir vaxandi kærleiksanda
sem tengdi hjörtu vor nær og
nær; ég þakka þér fyrir alla „með-
hjálpara“ Fjólu sem ég hitti í fal-
legri íbúð hennar á Strandgötunni
– fyrst og fremst yngstu systur
Bíu og heimaþjónustu, engilinn
Elsu góðu og líka kæru Annalísu
frá Ítalíu sem bjó uppi og marga
aðra.
En ég bið fyrirgefningar, faðir,
að samt vorum við ekki alltaf við-
stödd þegar þörf var og bið um
fyrirgefningu elsku Fjólu líka,
sérstaklega fyrir þessi síðustu ár,
þegar ég fór í burtu og við hitt-
umst sjaldan og heyrðumst ekki
nógu oft í síma.
En nú, faðir, með trausti á mis-
kunn þína og náð til okkar allra
lyfti ég til þín ljúfri sál okkar
heittelskuðu – Fjólu og ömmu
minnar í Kristi – að þú vildir
planta henni í Paradísargarðinum
þínum og hún vildi blómsta þar og
gleðja þig, skapara sinn, allra
engla og dýrlinga með ljúfu fjólu-
bláu brosi sínu. Í Jesú blessaða
nafni. Amen.“
Systir Victoria.
Fjóla Símonardóttir
Mig langar til að
minnast elskulegs
vinar míns, Steina,
með nokkrum orðum. Þorsteinn
Örn eða Steini var gull af manni,
hann gerði mann að betri mann-
eskju með sína skemmtilegu og
hógværu nærveru. Ég var stöðugt
að uppgötva nýjar hliðar á honum,
hann einhvern veginn kunni allt,
sannur íslenskur karlmaður, veiddi
í búið, gerði að matnum, var smið-
ur, rafvirki, talaði fjölda tungu-
mála, lagfærði það sem þurfti og
allt á sinn glaðlega hátt. Söng eins
og engill og trallaði með okkur í
ferðalögum og naut skemmtilegu
stundanna til hins ýtrasta. Heiðr-
aði föður sinn og móður og var
góður bróðir systkina sinna. Föð-
urhlutverkið var alltaf í fyrsta sæti
og Hlynur og Sólveig eru gim-
steinar pabba síns og sendi ég
þeim mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur svo og allri fjölskyldunni. Ég
mun alltaf sakna Steina því betri
og traustari vin er ekki hægt að
óska sér. Takk fyrir allt og allt.
Sigríður (Sigga vinkona).
Látinn er góður vinur. Við höfð-
um þó ekki þekkst nema í 8 ár og
þegar mamma þín sagði mér að þú
værir dáinn þá kom það símtal
mér ekki á óvart. Ég fann það eft-
ir samtal okkar síðast að hlutirnir
Þorsteinn Örn
Sigurfinnsson
✝ Þorsteinn ÖrnSigurfinnsson
fæddist á Fæðing-
arheimili Reykjavík-
ur 5. júlí 1964. Hann
lést á Landspít-
alanum föstudaginn
14. maí síðastliðinn.
Útför Þorsteins fór
fram frá Guðríð-
arkirkju í Grafarholti
26. maí 2010.
væru ekki eins og
þeir ættu að vera.
Þú gast ekki talað
um það því krakk-
arnir voru hjá þér
og við ætluðum að
heyrast fljótt aftur
en af því varð ekki.
Ekki átti ég nú
samt von á því að
þetta tæki svona
stuttan tíma, byrj-
aði allt með fæðing-
arbletti á bakinu og
svo rúllaði boltinn.
Ég gat alltaf leitað
til þín eftir ráðum, bæði góðum
og slæmum. Þú sagðir bara þína
meiningu og skófst ekki utan af
því enda var það þess vegna sem
ég leitaði til þín. Við töluðum um
allt milli himins og jarðar og
samtölin sem koma upp í hugann
hjá mér núna snerust um Sól-
veigu og Hlyn enda hringdir þú
oftast á leiðinni í bæinn þegar þú
varst búinn að skila þeim upp á
Bifröst. Þú hringdir líka þegar þú
varst að dúlla við hárið á Sólveigu
og ekki gekk það nú alltaf vel eða
þegar þið Hlynur fóruð í veiði-
ferðirnar sem voru svona karla-
ferðir. Þú sagðir mér frá frænku-
boðunum þar sem alltaf var stuð
og frá Sigmundarstöðum þar sem
þú undir þér vel og dúllaðir við
staðinn, eldaðir góðan mat og
drakkst rauðvín með. Fékk ég
nokkur símtöl þaðan og átti að öf-
unda þig en ekki tókst þér að fá
mig til þess því mér fannst bara
æðislegt að þú værir þarna og
hefðir það gott. Hugur minn er
núna hjá börnunum þínum, for-
eldrum og systkinum því stórt
skarð hefur verið höggvið í hóp-
inn. Er ég þakklát fyrir að hafa
kynnst þér.
Elsku vinur, hvíl í friði.
Beta.