Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 38

Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ERT EKKI AÐ MISSA AF MIKLU... FJÖRIÐ BYRJAR HVORT EÐ ER EKKI FYRR EN SÓLIN SEST KOMSTU EKKI MEÐ GLAS HANDA MÉR? GRETTIR!! ÞEGAR FÓLK TEKUR TEPPIÐ AF BARNI ÞÁ VEIT ÞAÐ EKKI HVAÐ ÞAÐ GERIR! SJÁ!ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ ANDA...ÉG FÆ TÁR Í AUGUN... OG Á ERFITT MEÐ AÐ... LÍFIÐ ER AÐ SLÁST, RÆNA, DREKKA BJÓR, SKEMMTA SÉR OG SPILA! PABBI, HVAÐ ER LÍFIÐ? EN EKKI SEGJA MÖMMU ÞINNI HVAÐ ÉG SAGÐI JÁ, ÞETTA EINA ÚTVARP KOSTAÐI JAFN MIKIÐ OG ÖLL HIN TIL SAMANS ÞAÐ ER ALLTAF GOTT AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT UM SJÁLFAN SIG HM... ÞETTA ERU ANSI FLOTTAR BJÓRKRÚSIR SELDIR ÞÚ ALLT ÚTVARPSSAFNIÐ ÞITT? ÉG ÆTLA AÐ GEYMA ÞAÐ TIL AÐ MINNA MIG Á AÐ ÉG MÁ EKKI MISSA MIG Í EINHVERRI SÖFNUNARÁRÁTTU ÉG KOMST EKKI ÞAR SEM ÉG ER Í DAG MEÐ ÞVÍ AÐ VERA HRÆDDUR! FARÐU NÚ OG NÁÐU ÞESSUM MYNDUM! SKAL GERT ROBBIE!ÞÚ ERT ANSI HUGRAKKUR AÐ HUNSA HÓTANIR BIG-TIME ÉG ÞARF AÐ RÁÐA LÍFVÖRÐ, EINS OG SKOT! Meira um Leiðarljós Mig langar að taka undir með þeim mörgu sem láta í ljós óánægju með framkomu RÚV gagnvart áhorfendum Leiðarljóss. Sí og æ er þátturinn tekinn af dagskrá. Ómerkileg íþróttamót eru látin ganga fyrir þáttunum. Hve margir ætli horfi á útsendingar frá lang- dregnum og leið- inlegum íþróttamót- um? Hins vegar er mikill fjöldi fólks sem horfir á Leiðarljós daglega og hefur ánægju af. Þessa ánægju þykir við hæfi að taka af okkur hvenær sem er. Til þessa hef ég hringt í Rík- isútvarpið og látið í ljós hve rangt mér þykir þetta. Og nú er komið að þér, kæri Velvakandi, að taka við sorgarsöngnum. Vonandi láta fleiri í sér heyra þannig að Páll útvarps- stjóri taki nú við sér og sjái (Leiðar) ljósið. Og bæti um betur og kæti okkur aðdáendur með því að sýna þessa þætti reglulega og án þess að láta þá mæta afgangi eins og hingað til hefur tíðkast. Með bestu kveðju. Auður. Útsendingar í læstri dagskrá Á dögunum gerði Knattpyrnusamband Íslands samstarfs- samning við Stöð 2 Sport (365 miðla) um útsendingar frá fót- bolta. Er um að ræða stórátak til að auka sýnileika íslenskrar knattspyrnu og til að auka almennan áhuga á íþróttinni. Fjöldi beinna útsendinga er fyrirhugaður frá Visa- bikarkeppni karla, út- sendingar frá úti- leikjum A-landsliðsins o.fl. o.fl. Eða eins og þar segir: „… stórauka stuðning og umfjölllun um fótbolta- iðkun æskunnar“. Sá sem þetta ritar er ekki á móti aukinni umfjöllun um fótbolta, en hins vegar er spurningin hvernig KSÍ, sem er ein stærstu fjölda- samtök Íslands, getur gert samning við sjónvarpsstöð um útsendingar í læstri dagskrá, sem einungis lítið brot af iðkendum hefur aðgang að. Áhugamaður um knattspyrnu. Ást er… … brothætt. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíðastofa opnuð kl. 9. Bólstaðarhlíð 43 | Ferðlag fimmtud. 10. júní kl. 13, förum í Selvoginn, skoð- um Strandarkirkju, kaffi og meðlæti í Galleríi Þorkelsgerði, skrán. og greiðsla eigi síðar en 8. júní. Uppl. í s. 535- 2760. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.15, boccia kl. 10.45. Félag eldri borgara Kópavogi | Síð- ustu forvöð að skrá sig og ganga frá greiðslu í Austurlandsferðina nk. föstu- dag 4. júni. Uppl. hjá Kristmundi Hall- dórssyni s. 895-0200. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði Stangarhyl 4 sunnudagskvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður og jóga kl. 9.30, ganga kl. 10. Hið árlega júní-hádegisgrill verður í Gull- smára föstudaginn 11. júní kl. 12. Nokk- ur ungmenni frá Skapandi sum- arstörfum skemmta með tónlist. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur kl. 9.30-16, fé- lagsvist FEBG kl. 13, opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9 - 16.30. Prjónakaffi fellur niður vegna heimsóknar til Grindavíkur, lagt af stað þangað kl. 13. Þriðjud. 8. júní kl. 13.30 ,,Mannrækt trjárækt“, gróðursetning í Gæðareit með leikskólabörnum frá Hraunborg, miðvikud. 16. júní Kvenna- hlaup ÍSÍ, skráning á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Handverks- sýning í dag kl. 14-17. Leikfimihópur sýnir kl. 15. Kaffi og vöfflur. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30. www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Sumaropnun fé- lagsmiðstöðvarinnar kl. 8 - 16. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Gönuhlaup, listasmiðja o.fl. kl. 9 og 13. Gáfumannakaffi kl. 15. Bíódagar alla föstudaga kl. 15.30. Listasmiðjan opin allan júnímánuð. Skráning í ferð til Stokkseyrar þann 9. júní lýkur í dag, s. 411-2790. Örsýning Listasmiðju t.d. útskurður, postulínsmálun og bútasaumssýning auk samsýningar Listasmiðju, Frí- stundaheimilisins Sólbúa og Skapandi skrifa. Listasmiðjan er opin í júnímán- uði. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð, glerbræðsla kl. 9, enska kl. 11.30, tölvukennsla kl. 13.30. Sungið við flygil kl. 14.30, kaffiveitingar kl. 14.30, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 14. Áður hafa verið birtar hér stök-ur úr Vísunni, en í það kver valdi Kári Tryggvason skáld frá Víðikeri. Er forvitnilegt að sjá, hvaða stökur hann tekur eftir sýsl- unga sína Þingeyinga. Hjálmar Stefánsson fiðluleikari og bóndi á Vagnbrekku orti: Heitir Gola hryssa stinn, hún er í fola bráðskotin, brýtur í mola meydóm sinn, mörg eru svola tilfellin. Og svo kemur Þura í Garði: Varast skaltu viljann þinn, veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Síðastur Mývetninganna kemur síðan Arnþór Árnason, bróðir Þuru: Lítið mína léttúð græt, lífinu er þannig varið. Ennþá finnst mér syndin sæt, sækir í gamla farið. Sigurbjörn Jóhannsson frá Fóta- skinni fór til Vesturheims. Hann var faðir Jakobínu Johnson skáld- konu. Eftir hann tekur Kári þessa stöku: Vondra róg ei varast má varúð þó menn beiti; mörg er Gróa málug á mannorðsþjófa Leiti. Indriði Þórkelsson á Fjalli var merkilegt skáld og kvað fast að, en gat slegið á mýkri strengi: Finnst mér oft er þrautir þjá þulið mjúkt í eyra: – Þetta er eins og ekkert hjá öðru stærra og meira. Konráð Vilhjálmsson á Hafralæk var forn í skapi og forn í máli ekki síður en Indriði og fer mörgum sög- um af því. Hér leikur Konráð sér að hringhendunni: Björt á fjalla bláum múr breiðir allan ljóma. Lind af hjalla hoppar úr hjarns og mjallar dróma. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Golu og fola

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.