Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 41
Menning 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Víkingaheimar
422 2000 | info@gudridur.com
Ferðasaga Guðríðar - aukasýningar í júní
Fös 4/6 aukas. kl. 20:00 Ö
Lau 5/6 aukas. kl. 20:00 Ö
Fös 11/6 aukas. kl. 20:00 Ö
Lau 12/6 aukas. kl. 20:00 Ö
Víkingaheimar, Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
IÞ, Mbl
IÞ, Mbl
EB, FblEB, Fbl
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Dúfurnar HHHH IÞ, MBL
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið )
Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas
Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Þri 15/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný
aukas
Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/6 kl. 20:00 aukas
Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports.
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Fíasól (Kúlan)
Lau 12/6 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00
Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00
Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00
Sun 13/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00
Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00
Haustsýningar komnar í sölu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00
Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00
Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00
Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00
Haustsýningar komnar í sölu!
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fös 4/6 kl. 19:00 Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas.
Lau 5/6 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas.
Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00
Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn)
Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Aðeins þrjár sýningar eftir!
Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan)
Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 13:00
Lau 5/6 kl. 15:00 Sun 6/6 kl. 15:00
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík
Rokk (Kassinn)
Fim 10/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Athyglisverðasta áhugasýning ársins!
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Lau. 05.06. kl. 17.00 Óperuveisla á Listahátíð
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson
Kór: Óperukórinn í Reykjavík
Aríur, kórar og forleikir eftir Rossini, Beethoven,
Tsjajkovskíj, Verdi og Wagner.
Uppselt
Fim. 10. 06. kl. 19.30 Rumon kveður
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir
Edward Elgar: Inngangur og Allegro
Áskell Másson: Söngvar um vorið
Dímítríj Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 10
Örfá sæti laus
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Í gær sendi Leiklistarsamband Ís-
lands frá sér orðsendingu til sviðs-
listafólk þess efnis að í ár muni
Grímuverðlaunin eingöngu verða af-
hent af fólki innan stéttarinnar, en
ekki af ráðamönnum eða öðrum að-
ilum utan listgreinarinnar. Orðsend-
ingin er send út í kjölfar þess að Jón
Atli Jónasson leikskáld lýsti því yfir
í vikunni að hann neitaði að taka við
tilnefningum til Grímunnar vegna
þess að hann viðurkenni ekki Ólaf
Ragnar Grímsson, sem er verndari
verðlaunahátíðarinnar. Ása Rich-
ardsdóttir, forseti Leiklist-
arsambands Íslands, segir ákvörðun
sambandsins þó tekna löngu áður en
Jón Atli gaf út sína yfirlýsingu.
Rætt á fundi í mars
„Já, hún var tekin löngu áður. En
við töldum enga ástæðu til að senda
hana út, ekki frekar en margar aðr-
ar ákvarðanir sem við erum að taka
um Grímuna. En í ljósi þessarar yf-
irlýsingar Jóns Atla ákváðum við að
senda þetta bréf til sviðslistageirans
eins og hann leggur sig, til þess að
okkar fólk vissi hvernig í pottinn
væri búið varðandi undirbúning
Grímunnar. Þetta eru semsagt ekki
viðbrögð okkar við yfirlýsingu hans,
en okkur fannst ástæða til þess að
upplýsa fólk nú,“ segir Ása, og bætir
því við að í raun hafi hugmyndin um
að fara þessa leið fyrst verið rædd á
fulltrúafundi 15. mars síðastliðinn.
„Þar var mikil og góð umræða um
gildi og hlutverk Grímunnar og það
ríkti mikill einhugur um að upphefja
hana sem uppskeruhátíð listgrein-
arinnar sjálfrar og þeirra sem starfa
innan hennar. Og meðal annars var
umræða um það, og þetta er eitt-
hvað sem margir voru á, að gera
minna úr hlutverki ráðamanna, en
sú þróun hefur orðið bæði á Grím-
unni, Tónlistarverðlaununum og
Edduverðlaununum, að ráðamenn
afhenda verðlaun. Og í ljósi þess-
arar umræðu í fulltrúaráðinu þá tók
stjórnin þessa ákvörðun.“
Ása segir þó ekki standa til að
falla frá því að forseti Íslands sé
verndari verðlaunanna. „Það er
ákvörðun sem var tekin þegar stofn-
að var til Grímunnar, að fara þess á
leit við forsetaembættið að þjóð-
höfðinginn á hverjum tíma sé vernd-
ari verðlaunanna. Og þeirri ákvörð-
un hefur ekki verið breytt.“
– En hefur það verið rætt?
„Nei. Forsetinn hefur stutt vel við
Grímuna og verið góður bakhjarl
hennar. Við viljum aðskilja á milli
forsetaembættisins og mannsins,
sem virðist vera svolítið að vefjast
fyrir fólki. Þannig að, nei, það hefur
ekki verið rætt.
Vilja ákveðna fjarlægð
– Er það þín tilfinning að listafólk
vilji setja ákveðna fjarlægð milli
listanna og atvinnulífsins og stjórn-
málanna?
„Já, það myndi ég segja. Svona al-
mennt held ég að það sé eitthvað
sem fólk horfir til. Og við erum öll
bæði að líta í eigin barm og taka líf
okkar til endurskoðunar með marg-
víslegum hætti. Tilfinning mín er sú
að fólk vill spyrja spurninga, og fólk
vill velta fyrir sér gildum, sem það
gerði kannski minna þegar við vor-
um í einhverjum „algleymingi.“
Leikhúsið er mikilvægur vettvangur
fyrir endurskoðun samtímans og
mörg þeirra verka sem hafa verið á
fjölum leikhúsanna, bæði í vetur og í
fyrravetur og jafnvel í aðdraganda
hrunsins, spyrja áleitinna spurn-
inga. Það er eitt mikilvægasta hlut-
verk leikhússins.“
Ása segir Leiklistasambandið
hafa sett sig í samband við Jón Atla
og upplýst hann um ákvörðunina
sem var tekin í apríl, en segist ekki
vita hvort það hafi breytt afstöðu
hans. Ekki náðist í Jón Atla í gær.
Engir ráðamenn
afhenda verðlaun
Morgunblaðið/Eggert
Gríman Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Helga Tóm-
assyni listdansara heiðursverðlaun á Grímunni í fyrra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikhúsið Ása Richardsdóttir er
forseti Leiklistarsambands Íslands.
Stendur ekki til að falla frá því að forseti Íslands sé vernd-
ari Grímuverðlaunanna segir forseti Leiklistarsambandsins
Ein kvikmynd verður frumsýnd í ís-
lenskum kvikmyndahúsum í dag,
Get him to the Greek. Gamanleik-
ararnir Jonah Hill og Russell Brand
fara með aðalhlutverk í myndinni
en í henni segir af ungum manni og
duglegum sem kemst í starfsþjálfun
hjá útgáfufyrirtæki með því að
beita brögðum. Hann er sendur til
London og verkefnið að fylgja
rokkstjörnunni Aldous Snow til Los
Angeles en rokkarinn á að halda
tónleika þar í borg, í The Greek
Theatre. Í fyrstu virðist þetta auð-
velt verkefni en annað kemur á
daginn. Leikstjóri myndarinnar er
Nicholas Stoller.
Erlendir dómar:
Metacritic: 67/100
Variety: 70/100
The Hollywood Reporter: 50/100
Entertainment Weekly: 75/100
Rokkari til
vandræða
Frumsýnd Get Him to the Greek er gamanmynd.
FRUMSÝNING»