Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Maddý í Húsinu fær ekki póst
2. Skagamenn og Fjölnir áfram
3. Sumar og sól í kortunum
4. Trúnaðarsamtöl á leynifundum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarkonan Björk Guðmunds-
dóttir er án efa ein besta landkynn-
ing Íslands. Í gær setti hún inn á
Facebook-síðu sína tengil inn á nýja
landkynningarmyndbandið Inspired
by Iceland. Viðbrögð vina hennar og
aðdáenda hafa ekki látið á sér
standa, seinnipartinn í gær voru rúm-
lega 2500 manns búnir að setja
„like“ (líkar þetta) á það og hátt í
330 að skrifa athugasemdir.
Björk kynnir landið
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, auglýsir eftir íslenskum
kvikmyndum til að sýna á hátíðinni
sem verður haldin dagana 23. sept-
ember til 3. október 2010. Auglýst er
eftir leiknum kvikmyndum, heimild-
armyndum og stutt-
myndum. Skila-
frestur fyrir myndir
rennur út hinn 15.
júlí næstkomandi.
Allar nánari upp-
lýsingar má
finna á
www.riff.is.
Auglýst eftir íslensk-
um myndum á RIFF
Í dag sendir
tónlistarmað-
urinn Markús
Bjarnason frá sér
sólóplötuna Now
I know, platan
kemur út hjá
Brak-hljóm-
plötum og inni-
heldur sjö smelli.
Markús er
mörgum kunnugur einna helst sem
söngvari þeirra frábæru hljómsveita
Skáta og Sofandi.
Markús sendir frá sér
sína fyrstu sólóplötu
Á laugardag Austan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en hvassari og dálítil væta öðru hverju
við suðurströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands.
Á sunnudag (sjómannadaginn) Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir sunnan-
og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti yfirleitt á bilinu 9 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s við suðurströndina, annars hægari vindur. Víða
bjartviðri N- og NV-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum en svalara á Austfjörðum.
VEÐUR
Gunnleifur Gunnleifsson,
landsliðsmarkvörður í
knattspyrnu, var hetja FH-
inga í gærkvöld þegar þeir
slógu bikarmeistarana frá
því í fyrra, Breiðablik, út úr
VISA-bikarnum. Gunnleifur
varði þrjár vítaspyrnur í
röð í vítaspyrnukeppni eft-
ir að liðin skildu jöfn, 1:1, í
framlengdri við-
ureign liðanna
á Kópavogsvell-
inum. »3
Gunnleifur felldi
Blika úr bikarnum
Oddur Gretarsson handboltamaður
frá Akureyri var valinn í íslenska
landsliðið í gær. Hann verður vænt-
anlega með því í Brasilíu á þjóðhátíð-
ardaginn, sama dag og hann á að út-
skrifast frá Menntaskólanum á
Akureyri. Oddur hyggst aflýsa veisl-
unni en afþakkar ekki
gjafirnar. Guð-
mundur Þ.
Guðmunds-
son valdi 21
leikmann
fyrir leiki
gegn Dan-
mörku og
Brasilíu. »1
Aflýsir útskriftarveisl-
unni fyrir Brasilíuför
Þrjú lið úr 1. deild komust í gærkvöld í
16-liða úrslit bikarkeppni karla í
knattspyrnu. Tvö þeirra slógu út úr-
valsdeildarlið, Skagamenn sigruðu
Selfyssinga, 2:1, og unnu þar með
sinn fyrsta leik á tímabilinu, og Fjöln-
ismenn sigruðu Hauka í Hafnarfirði,
2:0. Þróttarar eru líka komnir áfram,
sem og Fylkir, Valur, Keflavík, Stjarn-
an og Grindavík. »2-3
Fyrsti sigurinn hjá
Skagamönnum í sumar
ÍÞRÓTTIR
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Litla kaffistofan hefur verið einn
vinsælasti áningarstaður ferðalanga
í áraraðir. Hún er einn elsti og lík-
lega þekktasti greiðasölustaður við
þjóðveg 1. Litla kaffistofan tilheyrir
Olís og var stofnuð 4. júní árið 1960.
Hún fagnar því 50 ára afmæli í dag.
Olís ætlar að bjóða viðskiptavinum
afslátt á bensínlítrann í tilefni dags-
ins. Öll þessi ár hefur fólk staldrað
við, tekið eldsneyti og gætt sér á ný-
bökuðum pönnukökum, kaffisopa og
fleira góðgæti. Litla kaffistofan er
þekkt fyrir góðan anda og gott
starfsfólk sem veitir frábæra þjón-
ustu og fyrir vikið er ekki annað
hægt en að sækja staðinn aftur og
aftur.
Frægasta bensínstöðin
„Öll flóran í þjóðfélaginu kemur
hingað og heilsar. Allir þekkjast og
hingað koma menn af götunni til
þess að spjalla saman um daginn og
veginn og um pólitíkina og íþróttir,“
segir Stefán Þormar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Litlu kaffistof-
unnar, en hann hefur rekið staðinn
síðan 1993. Stefán er mikill íþrótta-
áhugamaður og hefur komið upp
stóru safni með myndum af leik-
mönnum og viðburðum úr íþróttalíf-
inu. „Þetta er talið stærsta safn í
einkaeigu,“ segir Stefán stoltur,
enda góð ástæða til. Hann bætir við
að fótboltaliðið Bayern München
hafi sagt frá safninu í blaði sínu
ásamt mynd af Litlu kaffistofunni.
Einnig sögðu þeir að þetta væri
frægasta bensínstöð á Íslandi.
Íslensk kjötsúpa er á matseðl-
inum á hverjum degi á Litlu kaffi-
stofunni. Súpan hefur notið mikilla
vinsælda og er fræg fyrir að vera
hreint lostæti. „Hún getur verið jafn
góð og annars staðar en hvergi
betri,“ segir Stefán og hlær. „Þegar
fólk segir að súpan sé eins og hjá
ömmu eða mömmu, þá vitum við að
vel hefur tekist,“ heldur hann áfram.
Vitað er til þess að margir komi
keyrandi úr Reykjavík til þess eins
að gæða sér á súpunni. Stefán var
gestrisinn og bauð blaðamanni að
smakka súpuna og tók hann undir
góða dóma. Stefán segir að það séu
margir sem sakni þess að geta ekki
fengið sér hamborgara og franskar,
en vill meina að miklu fleiri þakki
fyrir að hafa þetta þjóðlegt, enda
vilja margir fá „heimilismatinn
góða.“
Í gegnum tíðina, þegar mikið hef-
ur snjóað og vetur harður, hefur
Litla kaffistofan oft verið björg-
unarskýli fyrir ferðalanga. Fólk
kemur þar inn til að hlýja sér og fá
upplýsingar um veður og færðina við
vinalegar móttökur.
Litla kaffistofan fimmtug í dag
Ávallt heitt á
könnunni fyrir
viðskiptavini
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Gestrisinn Olís býður viðskiptavinum sínum upp á kaffi og með því og afslátt á hvern bensínlítra á afmælisdaginn.
Litla kaffistofan var stofnuð 4. júní
1960 og fagnar því 50 ára afmæli
sínu í dag. Hún hefur verið þekkt
fyrir hlýlegar móttökur og góðan
anda. Stefán Þormar Guðmunds-
son er framkvæmdastjóri hennar
og hefur verið það í um 17 ár.
Vegurinn er fjölfarnasti vegur
landsins og fyrr á öldum var mikið
um að fólk yrði úti. Aðspurður seg-
ist Stefán ekki finna fyrir yfirnátt-
úrulegum anda en bætir við að
menn hafi nefnt það við sig. „Menn
segja að hér sé mikið í kringum
okkur, en það er alltaf gott og við
höfum hér góða verndara,“ segir
Stefán brosandi.
Litla kaffistofan er einn elsti án-
ingarstaðurinn við þjóðveg 1. Hún
er enn í upprunalegri mynd. Ef til
þess hefur komið að stækka hefur
aðeins verið bætt við húsið. Litla
kaffistofan hefur sankað að sér
verðlaunum fyrir frábæra þjónustu
og góðar móttökur og það segir
allt sem segja þarf.
Einn elsti áningarstaðurinn
FJÖLFARNASTI FJALLVEGURINN