Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  141. tölublað  98. árgangur  LÍKAMINN SJÁLFUR ER STÝRIPINNINN EINS OG Á TUNGLINU TVÆR LÖGGUR JÓN SPÆJÓ SNÝR AFTUR SUNNUDAGSMOGGINN GEFUR ÚT BLAND Í POKA 44PRUFUTÍMI Á SEGWAY 10 Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli og fleiri á nýrri plötu  Þyrlupallurinn frægi í Kolbeins- ey heyrir nú sögunni til og er lítið orðið eftir af sjálfri eyjunni. Eyjan var notuð til að ákvarða miðlínuna á milli Íslands og Grænlands. Pallurinn var steyptur þegar Ís- lendingar áttu í landhelgisdeilum við Grænlendinga og Dani. Einn helsti hvatamaðurinn að byggingu pallsins var Steingrímur J. Sigfús- son sem þá var samgönguráðherra. Þótt Kolbeinsey hverfi brátt í sæ þá kemur það ekki að sök því samið var um miðlínuna árið 1997. »15 Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til Minnkar Árið 1616 mun eyjan hafa mælst 700 metrar frá norðri til suðurs og 100 metrar frá austri til vesturs. 1903 voru málin 300x60. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Fundir í þingnefndum og í ríkisstjórn virðast hafa skilað fáu öðru en því að stjórnvöld hyggjast bíða eftir frekari viðbrögðum fjármálafyrirtækja við dómum Hæstaréttar um að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt. „Það hefur verið kallað eftir einhverskonar leiðsögn um hvernig eigi að vinna úr þessum málum. Það er verið að skoða hvort það sé æskilegt. Ætlunin með slíkri leið- sögn verður ekki að taka rétt af neinum og þá allra síst af lántakendum. Það er til skoðunar núna,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, eftir ríkis- stjórnarfund í gær. Þá hafa Spron og Frjálsi fjárfestingarbankinn sent viðskiptavinum sínum bréf þess efnis að réttarstaða þeirra sé óbreytt. Samningar þeirra hafi ekki verið sam- bærilegir þeim sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Bíða enn í óvissu um réttaráhrif dómanna Morgunblaðið/Kristinn Mikið í húfi Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur Samtaka fjármálafyrir- tækja, og Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, bíða eftir fundi þingnefndanna.  Þrátt fyrir margar yfirlýsingar er staða lántakenda enn umdeild hvað varðar leiðréttingu lána og fordæmisgildi dóma MEngin eiginleg ákvörðun tekin »4 Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við laga- deild Háskóla Ís- lands, segir ný- fallinn dóm Hæstaréttar um gengistryggingu lána algerlega fordæmisgef- andi. Hann segir óþarfa að höfða nýtt mál um hús- næðislánin. Niðurstaða Hæstaréttar sé skýr og eigi við um öll gengistryggð lán, hvort sem þau séu bílalán, húsnæðislán eða eitthvað annað. Það sé búið að dæma um „prin- sippið“. »4 Dómurinn á við um öll gengistryggð lán Eyvindur G. Gunnarsson „Ég get ekki betur séð en að Fjármálaeftir- litið hafi átt að hafa eftirlit með þessu,“ segir Valgerður Sverrisdóttir en hún var við- skiptaráðherra þegar lögin um vexti og verð- tryggingu tóku gildi árið 2001. Hún segir það vera með ólík- indum að gengistryggingin hafi viðgengist athugasemdalaust öll þessi ár. Þinginu hafi heldur aldrei borist fyrirspurn um mál- ið. »6 Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með gengislánunum Valgerður Sverrisdóttir Bótaskylda gæti skapast á ríkið ákveði Alþingi að breyta með laga- setningu gengistryggðum lánum, sem dæmd hafa verið ólögleg, í verð- tryggð. Lögfræðingar, sem Morgun- blaðið talaði við, segja að nú þegar búið er að dæma lánin ólögleg sé lík- legast að líta eigi á þau sem venjuleg óverðtryggð lán. Verði þeim breytt með afturvirkum hætti í verðtryggð lán megi líta svo á að um eignaupp- töku sé að ræða. Forystumenn ríkis- stjórnarinnar hafa lýst því yfir að slík lagasetning standi ekki til. Í ársreikningi NBI fyrir árið 2009 kemur fram að ef öllum erlendum lánum bankans yrði breytt í krónu- lán, gætu áhrif þess á efnahagsreikn- ing bankans numið á milli 30 og 100 milljörðum króna. Til samanburðar er bókfært eigið fé bankans rúmlega 160 milljarðar, skv. uppgjöri bankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Mikil óvissa ríkir um áhrif dómsins fyrir fjármögnunarfyrirtæki. Þús- undir lánasamninga eru í lausu lofti og mörg fjármögnunarfyrirtæki hafa frestað öllum innheimtuaðgerðum þar til skorið verður úr um með hvaða hætti endurreikna eigi lána- samningana. »18 og 19 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikil áhrif Dómur Hæstaréttar hefur sett margt úr skorðum. Ríkið gæti orðið bótaskylt Óvissa um áhrif á fjármálafyrirtæki „Þetta lítur miklu betur út en maður þorði að vona,“ segir Guðbjörg Mel- sted, skálavörður í Langadal í Þórs- mörk, um ástandið á svæðinu. Farið sé að grænka í fjallshlíðum og gróð- ur hafi tekið vel við sér. Hreinsunarstarf eftir eldgosið í Eyjafjallajökli tókst mjög vel, segir Guðbjörg. „Flatirnar eru allar orðn- ar grænar og fínar. Gróðurinn hér er greinilega harðger og virðist ætla að koma vel út úr þessu.“ Rúnar J. Hjartar, skálavörður í Básum á Þórsmerkursvæðinu, tekur í sama streng. „Ég myndi segja að það hafi sjaldan verið eins gott ástand á flötum á þessu svæði og einmitt núna.“ Talsvert blés í gær á Hvolsvell- inga en ekkert var þó um öskufjúk, sagði lögreglumaður sem Morg- unblaðið ræddi við. Mikil breyting til batnaðar hefði orðið í þeim efnum á undanförnum vikum. Talsvert rok en ekkert öskufok Ljósmynd/Rúnar J. Hjartar Iðjagrænt Skálavörður segir ástand- ið í Básum sjaldan hafa verið betra.  Heiður himinn þótt blási á Hvolsvelli  Grænkar í Þórsmörk og Básum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.