Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 6
„Ég held að svarið sé einfaldlega að lengst af voru þetta hagstæð lán og því sáu lántakar sér ekki hag í að láta reyna á lögmæti þessara gerninga fyrr en eftir hrun,“ segir Finn- ur Sveinbjörns- son, fyrrverandi bankastjóri Ar- ion-banka, spurð- ur hvers vegna ekki hafi fyrr ver- ið látið reyna á lögmæti geng- istryggðra lána. Í dómum sínum á miðvikudag um ólögmæti gengistryggðra bílalána byggði Hæstiréttur á lögum um vexti og verðtryggingu frá 2001 og eru þau því orðin tæplega tíu ára gömul. Finnur átti sæti í fimm manna nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði í apríl árið 2000 til að endurskoða vaxtalög. Hlutverk nefndarinnar var samkvæmt skipunarbréfi að gera til- lögu að breytingum á vaxtalögum til samræmis við réttarþróun erlendis en einnig að tryggja réttaröryggi og einfaldleika í framkvæmd. Mjög hreinar línur Auk Finns, sem þá var fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, voru í nefndinni Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyti, formaður, Andri Árnason hrl., Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, og Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri. Starfsmaður nefndar- innar var Eyvindur G. Gunnarsson, þá lögfræðingur í viðskiptaráðuneyti. Finnur segir að skilningur nefnd- armanna hafi verið sá að ef lán ættu að vera tengd gengi þá ættu þau ein- faldlega að vera í erlendri mynt frek- Lengst af hagstæð lán  Ef lán ættu að vera tengd gengi ættu þau að vera í er- lendri mynt frekar en gengistryggð lán í íslenskum krónum ar en gengistryggð lán í íslenskum krónum. „Í þessum samningum sem tekist var á um fyrir Hæstarétti var lánsfjárhæð tilgreind í krónum, einn- ig útborgun, afborganir og vextir,“ segir Finnur. „Ég sé ekki betur en að Hæstiréttur staðfesti þann vilja og skilning nefndarinnar að í þessu yrðu mjög hreinar línur. Annars vegar lán í íslenskum krónum, sem ýmist gætu verið óverðtryggð eða verðtryggð, og hins vegar lán í erlendri mynt. Hafa ber í huga að þetta var árið 2001 og þá var búið að rýmka allar gjaldeyr- isreglur. Íslendingar máttu eiga er- lendan gjaldeyri og eiga viðskipti með erlenda mynt.“ Málaflækja fyrir dómstólum Finnur segir að útfærsla fjármála- fyrirtækja á lánasamningum hafi ver- ið mjög mismunandi. Hann segir það sína skoðun að þess vegna þurfi fleiri hæstaréttardóma til að fá það á hreint hver staða einstakra fyrirækja og lántakenda sé. „Trúlega verður þetta áfram málaflækja fyrir dóm- stólum,“ segir Finnur. Spurður hvort dómarnir frá mið- vikudeginum muni ekki hafa gífurleg áhrif segir hann að það sé alls ekki víst. Lánin hverfi ekki, en spurningin sé hvað taki við. Ef lán verði end- urreiknuð frá upphafsdegi sé spurning við hvað eigi að miða. Íslenska óverðtryggða vexti sem hafi verið háir síð- ustu ár eða verðtryggingu og vexti sem henni fylgja. Hann segist telja ólíklegt að lánin beri einungis 2-3% vexti eins og gjarnan hafi verið á geng- istengdu lánunum. aij@mbl.is Valgerður Sverrisdóttir var viðskiptaráðherra þegar frum- varpið um vexti og verðtrygg- ingu var lagt fram á þingi og samþykkt vorið 2001. Val- gerður segir að það hafi verið skilningur hennar og starfs- fólks í ráðuneytinu að sú gengistrygging sem nú hefur verið dæmd ólögleg væri ekki heimil. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í öll þessi ár,“ segir Valgerður. „Á þessum árum var settur mikill fjöldi laga um fjármálamark- aðinn og ég man ekki ná- kvæmlega hvernig umræðan var um þetta stóra mál, en í mínum huga var það á hreinu að ef lán væri í íslenskum krónum mætti það ekki vera tengt erlendum gjaldmiðli. Það er von að spurt sé hvernig þetta gat liðist án athugasemda allan þennan tíma og aldrei kom fram fyr- irspurn á þinginu um þetta svo ég muni. Ég get ekki séð betur en fjár- málaeftirlitið hafi átt að hafa eftirlit með þessu,“ segir Valgerður. Ekki heimilt að mati viðskipta- ráðuneytis VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Valgerður Sverrisdóttir verðtryggingu er í þessum kafla átt við breyt- ingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað. Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla. 14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtrygg- ingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]1) Í lánssamningi er þó heim- ilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi. Í andstöðu við fyrirmæli laga Í dómi Hæstaréttar í máli SP-fjármögnunar frá síðasta miðvikudegi segir meðal annars: Af lögskýringargögnum er ljóst að ætlun löggjafans var að fella niður heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla og heimila einungis að þær yrðu verðtryggðar á þann hátt sem í 14. gr. laganna segir. Vilji löggjafans kom skýrlega fram í því að í orðum lagaákvæðanna var eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar var ekkert rætt um þær tegundir, sem óheimilt var að beita. Lög nr. 38/2001 heimila ekki að lán í íslenskum krónum séu verð- tryggð með því að binda þau við gengi er- lendra gjaldmiðla. Reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eru ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og verður því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki er stoð fyrir í lögum. Fyrrnefnd ákvæði í samningi stefnda og áfrýjanda um gengistryggingu voru því í andstöðu við þessi fyrirmæli laganna og skuldbinda þau ekki áfrýjanda af þeim sökum. Dómur í máli Lýsingar er sambærilegur. Lán í krónum ekki tengd gengi Óvissa Fjölmargir tóku gengistryggð lán og nú er óljóst hver staða þeirra er eftir að Hæstiréttur dæmdi að óheimilt væri að verðtryggja lán í ís- lenskum krónum með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Myndin sýnir bílafjölda á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir tveimur árum. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í athugasemdum með lagafrumvarpi um vexti og verðtryggingu segir að ekki verði heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi, segir í athugasemdunum, en frumvarpið var lagt fram veturinn 2001 og varð að lögum um vor- ið. Í athugasemdunum segir: Í 13. gr. frum- varpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbind- ingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efna- hagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sér- stökum gengisvísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak- markaðrar hylli. Verðtrygging Tilgreind lagaákvæði eru sem hér segir: VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár. 13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuld- bindingar sem varða sparifé og lánsfé í ís- lenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskil- ið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með Morgunblaðið/Ómar  Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi, segir í athugasemdum með frumvarpi árið 2001  Lagabreytingin var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum  Hæstiréttur segir vilja Alþingis skýran 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Slitastjórnir Frjálsa fjárfestingar- bankans og Spron segja myntkörfu- lánadómana sem féllu nýverið í Hæstarétti hafa takmarkað fordæm- isgildi hvað varðar lánasamninga bankanna. Þetta kemur fram í sam- hljóma tilkynningum sem slita- stjórnirnar sendu viðskiptavinum sínum í gær. Í tilkynningunum segir ennfremur að því sé ósvarað hvernig fara skuli með lán þar sem gengistrygging telst ólögleg þar sem álitaefnið hafi ekki verið lagt fyrir Hæstarétt. Slita- stjórnir bankanna benda einnig á að nú þegar eru rekin nokkur dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur varð- andi lánasamninga sem sambæri- legri eru samningum bankans. Í þeim málum hefur einnig verið gerð sú krafa til vara að meðhöndla beri lánin eins og þau hefðu verið íslensk lán frá upphafi, verðtryggð eða óverð- tryggð, og njóti þá sambærilegra kjara og lántakendum slíkra lána buðust. Slitastjórnirnar hafa þá ákveðið að bjóða lántakendum með erlend lán að framlengja það úrræði að greiða kr. 5.500 fyrir hverja upphaflegu milljón lánsins og halda þannig lánum sínum í skilum miðað við upphaflega fjár- hæð lánsins. Þeim lántakendum sem ekki hafa nýtt sér þetta úrræði hing- að til býðst að sækja um það nú að því er segir í tilkynningunum frá því í gær. Starfsmönnum tilkynnt í gær Lántakandi hafði samband við Morgunblaðið og kvað tilkynningarn- ar vekja undrun sína þar sem greiðsluúrræðið sem boðið er í til- kynningunni sé mun hagstæðara en þau úrræði sem honum hafa boðist hingað til. Honum þykir því orðalagið misvísandi þar sem greiðsluúrræðið hefur í raun ekki staðið til boða, þó það sé gefið skýrt til kynna. Lántakandinn sendi þá tölvupóst á þjónustufulltrúa hjá Arion banka sem fer nú með umboð til innheimtu og þjónustu við viðskiptavini Frjálsa fjárfestingarbankans og Spron, og spurði hvers vegna honum hefði ekki verið kynnt úrræðið fyrr. Í svari þjónustufulltrúans segir að honum hafi borist tilkynning um úrræðið kl. 15.16 í gær en eyðublöð og frekari upplýsingar myndu berast eftir helgi. Í tilkynningu frá Arion banka í gær kom fram að það væri mat lög- fræðinga bankans að lánasamningar Arion banka væru löglegir. Niður- staðan myndi engin áhrif hafa á stöðu bankans.  Spron og Frjálsi fjárfestingarbank- inn kynna nýtt greiðsluúrræði Telja fordæmis- gildi takmarkað Vandi Þjónustufulltrúar vissu af nýju úrræði síðdegis í gær. Finnur Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.