Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 41

Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÁI! ÞESSI VAR NÚMER 102 101 SLÆMIR HLUTIR TIL AÐ GERA KLUNK! HÉRNA ER MYND AF NAUTI SEM BÓNDI SELDI FYRIR 400.000 kr.! ER ÞAÐ EKKI FRÁBÆRT?!? ÉG GÆTI ORÐIÐ RÍKUR! ÉG ÞYRFTI EKKI EINU SINNI AÐ SELJA ÞAÐ MÖRG NAUT SJÁÐU BARA HVAÐ ÉG FÆ MIKIÐ EF ÉG SEL BARA EITT NAUT Á DAG ÉG ÆTLA AÐ RÆKTA NAUTGRIPI! MÉR FINNST ALLT Í LAGI AÐ ÞÚ BORÐIR UPPI Í RÚMI... EN ÞÚ MÁTT NÚ SAMT ALVEG DRÍFA ÞIG AÐEINS AF HVERJU LIGGUR ÞÉR SVONA Á? ÉG ÞARF AÐ VAKNA EFTIR SEX KLUKKUTÍMA TIL AÐ BÚA TIL MORGUNMAT HANDA ÞÉR STEINN, MÉR SÝNIST ÞÚ VERA SÁ ÁRÁSAR- GJARNASTI Í HÓPNUM JÁ! EKKI SPURNING! HA? KLÓSETTPAPPÍR! SJÁÐU BARA HVERNIG ÞEIR LÁTA HANN LÆTUR EINS OG HANN SÉ TÖFFARI EN Í ALVÖRUNNI ER HANN EINS OG KÓKOSHNETA HARÐUR AÐ UTAN EN TÓMUR AÐ INNAN! HÆ, MAMMA! ÞAÐ VAR MJÖG GAMAN Á ÚTSÖLUNUM MEÐ ÞÉR EN TALANDI UM VERSLANIR... PABBI ÞINN FÉKK SÉR VINNU TÍMABUNDIÐ, YFIR HÁTÍÐIRNAR NÚ? AF HVERJU? ÞAÐ SAMA SEGI ÉG ÉG ER FARINN MÉR FANNST ÞAÐ LÍKA EFTIR ÞAÐ SEM Á HEFUR GENGIÐ ÞÁ VEITIR OKKUR EKKI AF MEIRI PENING ÉG Á SAMT ERFITT MEÐ AÐ SJÁ PABBA FYRIR MÉR VINNA AFTUR MUNDU, JAMESON, AÐ ÞEGAR KLUKKAN SLÆR EITT ÞÁ DEYR MARÍA... OG ÞÚ VERÐUR HLUTI AF MORÐVOPNINU HVAR ER EIGINLEGA FYRRVERANDI MAÐURINN MINN? Hrós til Húsa- smiðjunnar Ég vil hrósa Húsa- smiðjunni í Skútu- vogi, starfsfólki í fatadeild, fyrir góða þjónustu, timbur- salan í Hafnarfirði fær líka sinn skerf af hrósinu. Jóna Borgarfjörð- ur austasti Austfirðir eru fagrir, ekki síst Borgar- fjörður. Fegurð hans laðar að. Þar er rekin starfsemi, sem minnt er á í tilkynningum í útvarpinu. Þær enda á nafni fyr- irtækis. Þær enda ýmist Borg- arfirði eystra eða Borgarfirði eystri, hvernig sem á því stend- ur. Í fyrra tilfellinu segir eystra, Borgarfjörður, sem er fyrir aust- an. Í mæltu máli á Héraði gæti það verið Borgarfjörður hér eystra, og í máli manns hér syðra Borgarfjörður þar eystra. Hitt, Borgarfjörður eystri, virðist vera með því sjónarhorni, að áheyr- andi, þegar hann heyrir orðið Borgarfjörður, raði í huganum upp Borgarfjörðum landsins og honum sé leiðbeint með röðina með því að segja eystri. Þar sem þrír firðir á landinu eru með því nafni, gengur ekki að orða það svo, því einn er vestastur, í Arnarfirði, þar sem er Mjólká með þekktri rafstöð, og annar er austastur, sá, sem er í tilkynn- ingum í útvarpinu. Fyrir nokkrum áratugum kvað að tveimur rithöfundum fyrir austan, borg- firskum, Ármanni Halldórssyni og Sig- urði Ó. Pálssyni. Meðal starfa þeirra var að ritstýra Múla- þingi, menningarriti, sem hóf göngu sína 1966 og kem- ur enn út, Austfirðingum til sóma. Mál þeirra var fagurt sem fjörðurinn þeirra. Ljóst er, að þeir viðhöfðu þetta smekklega og greindarlega orðalag Borg- arfjörður eystra, sem þýðir Borg- arfjörður, sem er fyrir austan, og þá þurfa menn ekki að hafa hug- mynd um aðra Borgarfirði. Það, sem hér segir um Borgarfirði, á einnig við um Álftafjörð; þeir eru þrír, einn eystra, en tveir vestra. Björn S. Stefánsson. Ást er… … þegar þið eruð gott lið. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Þegar Þorsteinn Jóhannsson áSvínafelli var fyrst að skjóta sér í Sigrúnu Pálsdóttur, sem síðar varð eiginkona hans, í eldhúsinu í Austurbænum, Svínafelli í Öræfum, þá kom lítil stelpa til hans og bað hann um vísu. Það var Bryndís Jónsdóttir, sem var „snúningur“ í sveitinni fjögur sumur og heyrði á hinum skólakrökkunum að hann hafði ort um þau öll. Þrátt fyrir að Þorsteinn vildi fá að vera einn með Sigrúnu sinni á þessum fallega sunnudagsmorgni, þá gaf stelpan sig ekki og uppskar á endanum þessa vísu: Vertu ekki að rella, væna Dísa, vont er skapið nú í mér; þetta finnst mér fullgóð vísa farðu svo út og leiktu þér. Þorsteinn sagði Dísu að hún yrði að svara með vísu til að uppskera aðra, kannski til að fá loks frið. Eft- ir mikil þankabrot sneri Bryndís vísunni upp á Þorstein. Og seinna þegar þau voru að heyja í mýri, sem kölluð var veita, heyið var saxað og borið upp af votlendinu á garða til þerris, þá orti hann: Fyrir þessa vænu vísu vil ég reyna að launa Dísu, þó mér sé ei greitt um gjöld óska ég þess af heilum huga að henni veitist gæfan duga fram á hið efsta ævikvöld. Flugsamgöngur voru nýhafnar árið 1947 þegar Bryndís flaug fyrst í Öræfasveitina, sveitina milli sanda, þar sem ófagrar jökulár voru á báða vegu, Breiðamerkurfl- jót að austan og Skeiðará að vestan. Þá var hún á tíunda ári. Þorsteinn orti einnig um Bryn- dísi og er sú vísa í nýútkomnu ljóða- safni Þorsteins, Undir breðans fjöll- um, sem sagt var frá í Vísnahorninu á útgáfudaginn 17. júní: Dísa litla er lagleg mær, lokkaprúð og augnaskær, oft af litlu efni hlær, á sá gott er hana fær. Vísnahorn pebl@mbl.is Af vísum í Öræfasveit Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.