Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 UM síðustu ára- mót var Gáma- þjónustan með söluátak í söfnun jólatrjáa sem var kallað „Tré fyrir tré“ þar sem því var lofað að gróðursetja eitt jólatré fyrir hvert sem var safnað. Í dag, laugardag, er komið að því að efna loforðið og verða 500 tré gróðursett í Hjalladal í Heiðmörk- inni kl. 16-18. Fjölskyldum við- skiptavina Gámaþjónustunnar er boðið að taka þátt í gróðursetning- unni og eru börn sérstaklega vel- komin. Í Hjalladal er góð aðstaða til leikja fyrir börnin og verða pylsur grillaðar eftir gróðursetninguna. Gróðursetning í Heiðmörk STUTT Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 25% afsláttur af öllum bolum Mikið úrval Stærðir 36-52 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag kl. 10-15 www.rita.is Gallabuxur ljósar - dökkar str. 36-56 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL SÖLU ERU 6 GLÆSILEGIR FORNBÍLAR Willys Jeep CJ2A árg. 1946 með vönduðu eikarhúsi. Bíll- inn er allur eins og nýr, vélin ekin ca. 1500 km. Karfan smíður úr ryðfríu. Ný dekk. Willys Overland (læknabíll) árg. 1960. 4x4. Bíllinn var gerður upp nýlega. Topp- ventlavél, hvergi ryð. Lincoln Coupe 2ja dyra, árg. 1947, 12 cyl. V Vél, ekinn 38.000 mílur. Bíllinn á sér sérstaka sögu. Í honum er skjaldarmerki Danskrar Greif- aættar. Eigandi var Lance Re- ventlov og móðir hans Bar- bara Hutton. Willys Jeep CJ2A, árg. 1946, með nýrri hvítri blæju. Bíllinn er að koma úr 6 mánaða vandaðri uppgerð. Vél er ekin 500 km. Ný dekk. Ford Fordoor (suiside doors) árg. 1934. 8 cyl. 100 hö. V.Vél (Bonnie & Clyde). Búið að gera bílinn upp 90%, ryðlaus. Ný dekk. MB 230 TE sjálfskiptur, vökvastýri. Góður ferðabíll heima og erlendis. Ný dekk. Eyðsla um 10 l. á 100 km. Skráður fornbíll, engir skattar og lág tryggingagjöld. Allir þessir bílar eiga bara eftir að hækka í verði ár eftir ár eins og verið hefur. Þessir bílar skila tekjum t.d. vegna auglýsinga, leigu í kvikmyndir og leikhús, aksturs brúðhjóna, leigu til fyrirtækja af sérstökum tilefnum o.fl. Þegar hafa borist tilboð í suma þessara bíla erlendis frá en best væri að þeir yrðu áfram íslenskir. Alvarlegar fyrirspurnir vinsamlega í síma 898 8577. Sumarferðin 2010 verður farin fimmtudaginn 24. júní. Mæting á Umferðarstöðinni kl. 9.30 og lagt af stað kl. 10.00. Ferðaáætlun: Ekið til Eyrarbakka og farið í skoðunarferð; kirkjan skoðuð og farið í heimsókn á Litla Hraun. Þá verður haldið til Selfoss í heimsókn til Árnesingadeildar RKÍ. Að því loknu verður haldið í Þrastarlund. Leiðsögumaður í ferðinni er Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Þríréttaður kvöldverður á Hótel Selfoss. Verð kr. 5.700 fyrir sjálfboðaliða og kr. 7.100 fyrir gesti. Vinsamlega takið með ykkur nesti og munið að vera í góðum skóm. Fyrirtækin Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Innnes, Freyja og Góa gefa okkur góðgæti af miklum rausnarskap. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst til Auðar Þorgeirsdóttur á skrifstofu Kvennadeildarinnar í síma 545 0400 eða 545 0405. Með sumarkveðju Félagsmálanefnd. Leiðrétt Röng dagsetning Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að embætti forstjóra Varn- armálastofnunar yrði lagt niður um leið og stofnunin sjálf, þ.e. 1. janúar nk. Hið rétta er að embættið verður lagt niður 1. september í haust. Þórdís aðaleigandi Í spjalli við Hauk Hjaltason í Dreif- ingu í grillblaði Morgunblaðsins í gær láðist að geta þess að Þórdís Jónsdóttir, eiginkona Hauks, hefur verið aðaleigandi Dreifingar ehf. frá 1974. „Með markaðnum viljum við efla þetta samfélag og jafnframt gefa fólki kost á að kaupa vörur beint frá býli,“ segir Árni Jensen. Hann er einn aðstandenda Sunnlenska sveitamarkaðarins sem verður á Hvols- velli alla daga í sumar. Markaðurinn verður í bröggum í miðju kauptúninu þar sem byggingavörudeild Kaupfélags Rangæinga var lengi og síðar verslun Húsasmiðjunnar. Versl- unarhættir verða með með gömlu sniði og lögð verð- ur áhersla á framleiðslu sveitafólks á Suðurlandi. Boðið verður upp á kjöt, grænmeti, ávexti, handverk og listmuni ýmiss konar og er þá fátt eitt nefnt. „Þeir sem eru á markaðnum í Kolaportinu og á sambæri- legum stöðum hafa aðeins verið í sambandi við okkur og eru að sjálfsögðu velkomnir. Áherslan er hins veg- ar á það sem sunnlenskt er, eðli málsins samkvæmt,“ segir Árni og bætir við að viðtökur hafi verið afar góðar. „Hér verður boðið upp á fjölbreyttar vörur, til dæmis handunnar sápur og nautakjöt undir merkjum Njálunauts. Þá verður Kvenfélagið Hallgerður hér með kaffisölu. Tilgangurinn með markaðnum er með- al annars að efla byggðina hér í Rangárþingi eystra sem hefur átt undir högg að sækja vegna elds- umbrotanna að undanförnu þó nú sé óðum að rofa. Hér fór gífurlega mikill fólks í gegn til dæmis þegar eldgosið á Fimmvörðuhálsi stóð yfir en það hafði kannski ekki mikið tilefni til þess að stoppa hér. Með þessu framtaki viljum við hins vegar bæta úr því og gera markaðinn að áhugaverðum áningarstað,“ segir Árni Jensen. Hann nefnir til marks um þann áhuga sem þessu framtaki er sýndur að síða sveitamark- aðarins á samskiptaforritinu facebook sé nú þegar kominn með um 1.200 tengiliði á aðeins tíu dögum. Morgunblaðið/Júlíus Eldgosið Margir hafa lagt leið sína til Hvolsvallar. Sveitamarkaður á Hvolsvelli í allt sumar Á morgun, sunnudag, kl. 11:30- 17:30 verður hin árlega Viðeyj- arhátíð haldin í Viðey. Á hátíðinni er haldið í þjóðlega siði og mun Skátafélagið Landnemar stjórna víðavangsleikjum, t.d. pokahlaupi, reiptogi, þrífótahlaupi og fleira skemmtilegu. Félagsheimili Við- eyingafélagsins í vatnstankinum í austurenda Viðeyjar verður opið en þar er að finna ýmsa muni sem tengjast sögu Viðeyjar. Viðeyj- arstofa verður opin og þar inni verður boðið upp á gómsætar kræs- ingar. Jói G. og Björgvin Franz ætla að skemmta yngstu gestunum við Viðeyjarstofu en báðir hafa þeir skemmt börnum undanfarin ár í Stundinni okkar. Viðey Margt verður til gamans gert. Viðeyjarhátíð Á sunnudag verður þess minnst að tíu ár eru liðin síðan Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, vígði Grafarvogskirkju. Biskupinn mun prédika við hátíðarguðsþjónustu kl. 14:00 á morgun en hann vísiterar nú Grafarvogssöfnuð. Grafarvogssöfnuður er fjölmenn- asti söfnuður landsins. Safn- aðarstarfið hefur vaxið mjög og eru nú fjórir prestar við kirkjuna, einn djákni og fjórir organistar og kór- stjórar. Kórar eru fimm að tölu. Guðs- þjónustur eru fjórar hvern sunnu- dag, tvær í kirkjunni sjálfri og tvær í Borgarholtsskóla. Almennar guðs- þjónustur og barnamessur. Tíu ára afmæli Grafarvogskirkju Á morgun, sunnudag, verður haldið upp á alþjóðadag flóttamanna. Af því tilefni efna Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús í samstarfi við Reykja- víkurborg og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna til viðburðar á Ingólfstorgi í Reykjavík sem stend- ur frá kl. 13:00-15:00. Málefni flóttafólks verða kynnt og fjallað um raunir þeirra ríflega 40 millj- óna karla, kvenna og barna sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna átaka, ofbeldis eða ann- ara aðstæðna. Einnig verður boðið upp á ýmsa skemmtun s.s. tónlist, dans, kaffi og léttar veitingar. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Flóttamannadagur Stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna lýsir ánægju með að leiðtogafundur Evrópusambandsins hefur sam- þykkt að taka upp formlegar við- ræður við Íslendinga. Í ályktun stjórnarinnar segir að rök um að með inngöngu í alþjóða- samtök glatist sjálfstæði eigi ekki við rök að styðjast. „Þvert á móti hefur þátttaka Íslands tryggt að rödd okkar hefur heyrst á al- þjóðavettvangi.“ Næsta skref af Íslands hálfu sé að undirbúa samningsmarkmið þar sem hagsmuna Íslands verði gætt til hins ýtrasta. Aðild að ESB auki sjálfstæði Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.