Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 4

Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Þrátt fyrir mat margra fræði- manna um að fordæmisgildi dóma Hæstaréttar um ólögmæti geng- istryggðra lána sé óyggjandi, ríkir enn töluverð óvissa um réttarstöðu skuldara og leiðréttingu lána í framhaldinu. Efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd Alþingis héldu sameiginlegan fund í gærmorgun þar sem ýmir gestir mættu til að gefa álit sitt á réttarstöðunni. Mik- il leynd hvílir yfir efni fundarins. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær og kynnti niðurstöður sínar á blaðamannafundi í kjölfarið. Rík- isstjórnin hyggst bíða nánari að- gerða fjármálafyrirtækja og ekki hafa nein inngrip í þetta mál að svo stöddu sem skerðir rétt fólks- ins, að því er fram kom í máli Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Þá hyggst ríkisstjórnin ræða við þá sem hlut eiga að máli en ekki tilkynna um sérstakar að- gerðir að svo stöddu. Engin lagasetning Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, segir ágætis sam- hljóm í ríkisstjórninni um hvernig nálgast eigi málið. „Það er nokkuð ljóst að í fyrsta lagi munu stjórn- völd ekki grípa neitt inn í þetta í þeim skilningi að niðurstaða dóms- ins stendur. Hugmyndir um laga- setningu sem færir það eitthvað til eru bara óraunhæfar og hafa aldr- ei staðið til. Það verður ekkert reynt að sveigja einhvern hæsta- réttardóm með lögum, hann bara stendur. Í öðru lagi væri það orðin spurning um einhverskonar aftur- virkni sem er aldrei góð latína,“ segir Steingrímur. Ekki sé víst að dómurinn hafi algert fordæmis- gildi um húsnæðislán og önnur gengistryggð lán. Kortleggur málið Gylfi Magnússon segir það ill- mögulegt að meta hvernig greiðsluseðlarnir eigi eftir að líta út um næstu mánaðamót en bolt- inn liggi að hluta til hjá lánafyr- irtækjunum. „Ég er að kortleggja núna hvort þessi staða sem er komin upp kalli á aðgerðir fram- kvæmdavaldsins eða löggjafar- valdsins. Það liggur ekki fyrir nið- urstaða um það. Það skýrist vonandi upp úr helgi,“ segir Gylfi sem kveður það sjálfstætt álitamál hvort reikna eigi leiðréttingu lána aftur í tímann ef gripið væri til leiðréttingar gengistryggðra lána í samræmi við vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands. Engin eiginleg ákvörðun tekin  Ríkisstjórnin bíður ákvarðana fjármögnunarfyrirtækja Morgunblaðið/Kristinn Á rökstólum Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, situr fyrir svörum á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar þar sem rætt var um áhrif dóma Hæstaréttar um gengistryggð lán. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Mikil óvissa ríkir um hvernig leið- rétting gengistryggðra lána skuli fara fram eftir dóma Hæstaréttar í málum Lýsingar og SP fjármögn- unar. Einar S. Hálfdánarson, hæsta- réttarlögmaður og löggiltur endur- skoðandi, telur 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu taka af allan vafa um leiðréttingu lánanna. Samkvæmt ákvæðinu ber kröfu- hafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega haft af honum og skv. 4. gr. sömu laga miða vextina við tiltekna vaxta- töflu Seðlabankans um lægstu óverðtryggðu vexti sem í dag eru 8.25% vextir. „Þetta er bara eftir orðanna hljóð- an. Ef við gefum okkur að geng- istrygging teljist endurgjald fyrir lánveitingu þá á efni 18. gr. alveg við. Það segir einnig að miða skuli við 4. gr. eftir því sem við getur átt þegar á að endurgreiða. Það segir svo beinlínis í 4. gr. hvaða vexti skuli miða við. Það er klárt mál, eftir 18. gr., að þegar samningur er ógildur út af einhverjum svona ástæðum þá er það 4. gr. sem gildir,“ segir Einar sem telur það engum vafa undir- orpið að 18. gr. laganna eigi við leið- réttingu á myntkörfulánum. „Mér er að vísu sagt að einhverjir séu á móti þessari túlkun því þeir hafi kannað forsögðu ákvæðisins en þetta er bara alveg eftir orðanna hljóðan í 18. gr. Gengistrygging hlýtur að teljast annað endurgjald.“ Einar telur þessa leiðréttingu ekki krefjast þess að stjórnvöld taki í taumana og beini tilmælum sínum til fjármálafyrirtækja heldur eigi þau sjálf að hafa frumkvæðið að því að endurreikna lánin og endurgreiða þeim sem greitt hafa of mikið. „Að svo miklu leyti sem það verð- ur mismunur á þessum útreikningi og greiðslunum. Það er hugsanlegt að þessi útreikningur sýni það að á einhverju tímabili aftur í tímann hafi þetta verið óhagstæðara en gengis- tryggingin. Það er samt örugglega á einhverju tímabili og í heild hag- stæðara. Hins vegar eiga fjármála- fyrirtækin ekki kröfu á endur- greiðslu úr hendi þeirra sem greiddu upp lánin áður en krónan féll ef kjör- in voru hagstæðari en þau sem til- greind eru í 4. gr. Þetta snýr bara að fé sem einhver hefur ranglega haft af öðrum. Það stendur að kröfuhafa beri að endurgreiða.“ Vill leiðrétta lánin eftir lögunum Morgunblaðið/Kristinn Mikil óvissa Ekki ríkir einhugur um hvernig leiðréttingu gengistryggðra lána skuli hagað í kjölfar dóma Hæstaréttar um ólögmæti þeirra.  Einar S. Hálfdánarson segir að ákveða skuli lánin eftir vöxtum Seðlabankans  Segir lög um vexti og verðtryggingu skera úr um allan vafa um leiðréttingu Gunnar Tóm- asson hag- fræðingur tel- ur það óréttlætanlegt að geng- istryggð lán verði leiðrétt eftir vaxta- ákvörðun Seðlabankans í stað umsam- innar vaxtaprósentu í upphaf- legum samningum en þar var vaxtaprósenta öllu minni. „Ef menn geta fundið siðferðislega réttlætingu á því þá koma þeir með hana. Það er engin réttlæt- ing á því. Bankarnir hafa hingað til sagt við fólk að samningar skulu standa og taka hús af fólki á þeim grundvelli. Nú snýst við blaðið og þessir samningar eru óbreyttir nema nú er tekið út ólöglegt ákvæði. Þá segja þeir að samningar standi ekki lengur,“ segir Gunnar. Samningar skulu standa LEIÐRÉTTING LÁNA Gunnar Tómasson Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Eyvindur G. Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir það koma sér á óvart að fólk telji ný- fallna dóma í Hæstarétti um gengistryggingu bílalána ekki einnig hafa for- dæmisgildi um ólögmæti gengis- tryggðra hús- næðislána. Ey- vindur hefur lengi bent á ólög- mæti gengis- tryggingar lána bæði í ræðu og riti en hann var starfsmaður nefndar á vegum Alþingis sem undirbjó það frumvarp sem síðar varð að lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg- ingu. „Dómurinn er algerlega fordæm- isgefandi. Hann er þannig skrifaður af Hæstarétti að það er enginn í vafa um það. Það skiptir engu máli hvort það er bíll, hús eða eitthvað annað.“ -Þarf þá ekki að höfða nýtt mál um húsnæðislán? „Nei, það er búið að dæma um prinsippið. Þ.e. sá einstaklingur sem fékk krónur afhentar og endur- greiðslur bundnar við gengi erlendra gjaldmiðla; það er óheimilt. Það þarf engin ný mál út af gengistrygging- unni. Mín skoðun er sú að fullyrð- ingar um það að samningar séu ólíkir og það takmarki fordæmisgildi dómsins fá ekki staðist. Hæstiréttur tekur fram í þessum dómum að lán í erlendri mynt falla ekki undir reglur um heimildir verðtryggingar láns- fjár í íslenskum krónum.“ -Hvað gerist í framhaldinu með tilliti til húsnæðislána? „Með tilliti til húsnæðislánanna lít ég svo á að staða þeirra sem tóku gengistryggð húsnæðislán sé sú að höfuðstóll lánanna sé óbreyttur frá því að lánið var tekið. Hann er óverð- tryggður og staða þeirra sem tóku gengistryggð lán er betri en þeirra sem tóku verðtryggð lán. Þeir sem hafa með þessu móti ofgreitt inn á þessi lán standa nú frammi fyrir tveim úrræðum sem gætu komið til. Annars vegar gætu þeir fengið end- urgreitt það sem þeir greiddu inn á, eða þá að það gangi hreinlega inn á höfuðstólinn.“ -Þurfa þeir sem greiddu lánin upp að fullu fyrir hrun krónunnar að greiða til baka ólögmætan hagnað sinn af láninu? „Það held ég ekki enda báru lána- fyrirtækin ábyrgð á samningnum með þessum hætti. Ég tel hæpið að það komi til.“ -Hvernig á leiðrétting að fara fram? „Hugsanlega væri hægt að gera þetta með lögum. Það væri líka hægt að gera þetta með yfirlýsingu fjár- málafyrirtækjanna. Maður veit samt ekkert hvað stjórnvöld eru að hugsa en réttarstaðan er klár.“ -Hver á að hafa forgöngu um leið- réttingu? „Það væri eðlilegt a stjórnvöld í samráði við bankana myndu höggva á þennan hnút. Það hlýtur bara að vera þannig að það hafi verið unnin einhver vinna því þetta hefur legið í loftinu. Þetta mátti vera ljóst hverj- um þeim manni sem hefur kynnt sér málið. Þetta gat ekki staðist.“ „Það er búið að dæma um prinsippið“  Dómarnir hafa algert fordæmisgildi Eyvindur G. Gunnarsson 18. gr. „Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lán- veitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endur- greiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.“ 4. gr. „Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almenn- um óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum.“ Um vexti og verðtryggingu LÖG NR. 38/2001 Eyvindur G. Gunnarsson dró lögmæti gengistrygg- ingar lána í efa í grein sem hann skrifaði fyrr á þessu ári. Greinin birt- ist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Skrif hans höfðu töluverð áhrif á fræðilega umræðu sem sneri að lögmæti gengistrygg- ingar lána. Gagnrýndi trygginguna ÚLFLJÓTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.