Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 19
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Mikil óvissa ríkir um áhrif dóms
Hæstaréttar á fjármögnunarfyrir-
tæki þar sem ekki liggur fyrir hvern-
ig eigi að endurreikna lánasamninga.
Það er því óljóst hvernig fyrirtækj-
unum sem um ræðir reiðir af, og hver
áhrifin á lánardrottna og eigendur
þeirra verða. Stjórnvöld áætla að
heildarupphæð lána til bifreiðakaupa
með tengingu við erlenda mynt séu
um 100 milljarðar króna. Þá eru ótal-
in sams konar lán til kaupa á húsnæði
og atvinnutækjum, svo dæmi séu
tekin. Heildarupphæð lána sem dóm-
urinn tekur til er því að líkindum
mun hærri. Hagsmunaaðilar bíða
þess nú að skorið verði úr um hvern-
ig lánin verða endurreiknuð, en
nokkrir kostir eru hugsanlegir í þeim
efnum. Til að mynda væri hægt að
miða við vexti Seðlabankans, eða þá
að fylgja einfaldlega þeirri greiðslu-
áætlun sem gerð var í upphafi og
samningsvextir því notaðir til endur-
reiknings. Gylfi Magnússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, ýjaði að
því að líkleg lending væri að miðað
yrði við vexti Seðlabankans. Það
væri þó ekki í verkahring fram-
kvæmdavaldsins að ákveða það.
SP-Fjármögnun, sem er í meiri-
hlutaeigu Landsbankans, er með um
14 þúsund lánasamninga, en í krónu-
tölu skiptast þeir nokkurn veginn
jafnt á milli einstaklinga og fyrir-
tækja. Haraldur Ólafsson, forstöðu-
maður fyrirtækjalausna, segir töl-
urnar sem um ræðir vissulega stórar.
Fáist skynsamleg niðurstaða í málið
telur hann þó að SP muni standa það
högg af sér. Erfitt sé að fá botn í mál-
ið á meðan forsendurnar séu ennþá
jafn óljósar og þær eru. Talsmaður
Íslandsbanka tekur í sama streng
varðandi fjármögnunarstarfsemi
bankans, erfitt sé að meta stöðuna.
Fjármögnun Íslandsbanka sé rekin
sem hluti af bankanum og hann sé vel
í stakk búinn til að standa straum af
hugsanlegum endurgreiðslum. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu í gær
telur Halldór Jörgensson, forstjóri
Lýsingar, úrskurðinn koma fyrir-
tækinu illa. Það sé þó í stakk búið til
að taka á sig hugsanlegar afskriftir.
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Avant, segir að þar á bæ verði
dómurinn ígrundaður á næstunni.
Ljóst sé að höggið sem fylgi afskrift-
um verði mikið.
Lýsing, SP-Fjármögnun, Avant og
Íslandsbanki Fjármögnun hafa öll
sent frá sér tilkynningu þess efnis að
innheimtuaðgerðum og vörslusvipt-
ingum verði frestað um sinn, eða
þangað til óvissuástandinu léttir og
ljóst verður hvernig endurgreiðslu-
fyrirkomulagi lánanna verður hátt-
að.
Dómurinn setur allt úr skorðum
Þúsundir lánasamninga í lausu lofti Fjármögnunarfyrirtæki segja algjöra óvissu um framhaldið
Uppnám Úrskurður Hæstaréttar á miðvikudag hefur sett starfsemi fjár-
mögnunarfyrirtækja úr skorðum. Innheimtu hefur verið frestað í bili.
Fréttir 19VIÐSKITPI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
Laugardagur 19.6. kl 16 í Hjalladal:
Gróðursetning og grillaðar pylsur á vegum Skógræktarfélagsins og
Gámaþjónustunnar í Jólaskóginum.
Laugardagur og sunnudagur 19.6. og 20.6.
frá kl 10-17 á Elliðavatni:
Jurtir í skóginum. Kristbjörg Kristmundsdóttir og Hildur Hákonardóttir.
Skráning í síma: 861 1373.
Mánudagur 21.6. kl 20 á Elliðavatni:
Fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni frá Fuglavernd.
Þriðjudagur 22.6. kl 20 á Elliðavatni:
Söguganga á bökkum vatnsins með Helgu Sigmundsdóttur.
Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22. Skráning í síma: 863 0380.
Miðvikudagur 23.6. kl 20 í Elliðavatni:
Ókeypis veiði og fræðsla um vatnið með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi.
Fimmtudagur 24.6 kl 20 efst á Heiðarvegi:
Gönguferð með Ferðafélagi Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur.
Fjölskyldan tálgar í tré með Ólafi Oddssyni frá kl 18-22.
Föstudagur 25.6. frá 14-17 á Elliðavatni:
Afmælisráðstefna.
Tónleikar með Kríu Brekkan, Sólveigu Öldu og Boybandinu í Dropanum
við Furulund frá kl 21-01. Rúta frá Lækjartorgi.
Laugardagur 26.6. frá kl 13-16 á Vígsluflöt:
Fjölskylduhátíð.
Sunnudagur 27.6. Elliðavatn:
Veiðidagur fjölskyldunnar. Ókeypis i vatnið allan daginn.
Nánari upplýsingar á www.heidmork.is
Heiðmörk 60 ára
Skógræktarfélag Reykjavíkur
býður til afmælishátíðar
19.-27. júní
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Ákveði Alþingi að breyta með laga-
setningu gengistryggðum lánum,
sem nú hafa verið dæmd ólögleg, í
verðtryggð lán gæti skapast bóta-
skylda á ríkið.
Lögfræðingar, sem Morgunblaðið
talaði við, segja að nú þegar búið er
að dæma lánin ólögleg sé líklegast
að líta eigi á þau sem venjuleg
óverðtryggð lán. Verði þeim breytt
með afturvirkum hætti í verðtryggð
lán megi líta svo á að um eignaupp-
töku sé að ræða í skilningi eign-
arréttarákvæðis stjórnarskrárinnar
og þar með skapist ríkinu bóta-
skylda.
Staða lántakenda gengistryggðra
lána gagnvart bönkum og öðrum
lánafyrirtækjum verður líklega flók-
in í nánustu framtíð. Í mörgum til-
vikum hafa lántakendur líklega of-
greitt af lánum sínum og eiga því
kröfu á fyrirtækin. Hugsanlega
verður hægt að skuldajafna í ein-
hverjum tilvikum ofgreiddum af-
borgunum og eftirstöðvum af lán-
unum. Þeir sem greitt hafa upp sín
lán nú þegar eiga hins vegar kröfur
á fyrirtækin, sem þeir gætu þurft að
sækja fyrir dómi.
Almennar kröfur
Fari allt á versta veg og fjár-
mögnunarfyrirtækin verði gjald-
þrota vegna dómsins færast þessar
kröfur lántakenda á þrotabúið.
Slíkar kröfur myndu teljast al-
mennar kröfur í þrotabúin og fást
greiddar á eftir launakröfum og öðr-
um forgangskröfum. Í tilvikum fjár-
mögnunarfyrirtækja, sem ekki voru
með innlán, má ætla að forgangs-
kröfur verði ekki háar, en staðan er
hins vegar allt önnur í bönkum sem
tekið hafa við innlánum.
Vegna þess hve staða einstakra
fyrirtækja og lántakenda er mis-
munandi eftir aðstæðum er útilokað
annað en að fleiri dómsmál muni
fylgja í kjölfarið og að langur tími
muni líða þar til afleiðingar geng-
istryggðu lánanna hafa verið gerðar
upp. Það ferli er vissulega hægt að
stytta með lagasetningu, en stíga
verður varlega til jarðar í þeim efn-
um ef forða á ríkissjóði frá því að
þurfa að greiða bætur.
Lög gætu skapað
bótaskyldu
Ofgreiddar afborganir af lánum
teljast almennar kröfur við gjaldþrot
Morgunblaðið/RAX
Kröfur Margir þeirra sem tóku gengistryggð bílalán eiga líklega kröfu á
hendur fjármögnunarfyrirtækjum og bönkum eftir dóm Hæstaréttar.
Fjöldi fjár-
mögn-
unarfyr-
irtækja
hefur ákveð-
ið að fresta
öllum inn-
heimtuað-
gerðum og
aðfarar-
kröfum þar til skorið verður úr
um það með hvaða hætti end-
urreikna á lánasamninga. Tals-
maður Samtaka fjármálafyrir-
tækja segist vona að botn fáist í
málið sem fyrst, helst strax eft-
ir helgi. Tímasetning úrskurð-
arins – daginn fyrir frídag og
svo skömmu fyrir helgi – bendi
til þess að stjórnvöld vilji gefa
sér andrúm til þess að bregðast
við úrskurðinum og áforma
næstu skref. Þangað til það ger-
ist er líklegt að fjármögn-
unarfyrirtækin haldi að sér
höndum og bíði þess sem verða
vill.
Beðið eftir
svörum
HVAÐ GERIST NÚ?