Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 18
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Áður en dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána féll á fimmtudag síðastliðinn hafði Fjár- málaeftirlitið kannað ítarlega hver áhrifin yrðu fyrir hvern og einn banka í versta og besta falli. Þetta staðfestir Gunnar Andersen, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins. Áfram- haldandi vinna stendur yfir í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar, en þegar eftir því var falast var Fjármálaeftir- litið ekki reiðubúið að láta af hendi tölulegar upplýsingar um hugsan- legan skaða á efnahagsreikningum íslenskra banka. Allt að 60% eigin fjár undir Bankarnir sjálfir liggja að sama skapi yfir eigin lánabókum þessa dagana til að fá mynd á áhrif á efna- hagsreikninga, en ekki hefur tekist að fá upplýsingar þaðan um hversu mikill skaðinn kann að vera. Þó kem- ur fram í ársreikningi NBI fyrir árið 2009 að ef öllum erlendum lánum bankans yrði breytt yfir í krónulán, gætu áhrif þess á efnahagsreikning bankans numið á milli 30 og 100 milljörðum króna. Reyndar hefur ís- lenska krónan styrkst frá áramótum, sem lækkar hæstu upphæð sem kemur til greina. Samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri NBI stóðu erlend lán í 379 milljörðum í lok mars 2010. Enn mikil óvissa Ekki liggur enn fyrir hvernig tek- ið verður á gengistryggðum lánum á bókum bankanna – það er að segja hvort þau verða færð niður í samn- ingsverð eða hvort þau verða end- urreiknuð frá degi lánveitingar, eins og þau hefðu verið verðtryggð í ís- lenskum krónum. Í öllu falli verður að teljast líklegt að NBI muni þurfa á einhverju fjárframlagi frá íslenska ríkinu að halda, en í uppgjöri bank- ans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er bókfært eigið fé rúmlega 160 milljarðar króna. Fari allt á versta veg samkvæmt væntingum stjórn- enda Landsbankans, munu tæplega tveir þriðju eigin fjár bankans þurrkast út. Gylfi Magnússon, viðskiptaráð- herra, sagði við fréttamenn eftir rík- isstjórnarfund í gær að ekki væri víst að ríkið þyrfti að grípa inn í vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Hann sagði einnig að hugsanlega yrði horft til vaxta Seðlabankans við endurreikning á lánum. Gylfi sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að ríkið myndi grípa inn í mál NBI ef svo færi að dómur Hæsta- réttar félli lánveitendum í óhag. Íslandsbanki og Arion banki hafa ekki birt uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, en síðarnefndi bank- inn hefur raunar gefið út að það verði ekki gert. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2009 kemur fram að gengistryggð lán fyrir alls 234 millj- arða eru á bókum bankans, þó sú tala hafi líklega lækkað nú vegna gengis- styrkingar krónunnar það sem af er ári. Í reikningnum segir einnig að gjaldeyrismisvægi vegna erlendra lána til viðskiptavina með tekjur í krónum nemi 188 milljörðum króna. Raunvirði þess misvægis liggi hins vegar nærri 66 milljörðum. Af þess- um tölum má ráða að bankinn gerir ráð fyrir mun minni heimtum af er- lendum lánum en sem nemi nafnvirði þeirra. Íslandsbanki var um síðustu ára- mót með tæplega 250 milljarða af er- lendum lánum á sínum bókum. Í árs- reikningi fyrir árið 2009 segir hins vegar að stærstur hluti erlendu lán- anna sé til viðskiptavina með tekjur í íslenskum krónum og því talið að heimtur af þeim verði takmarkaðar. Alls er leiðrétt í erlendu lánunum fyrir 157 milljarða króna, sem þýðir að bankinn áætlar ríflega 90 millj- arða heimtur af erlendu lánunum, eða tæp 37%. Lánin hafa lækkað vegna gengisstyrkingar, en bankinn hefur fært allan nettógengishagnað vegna yfirfærðra, erlendra lána á af- skriftareikning, eða 37,4 milljarða. Raunvirði lána metið mun lægra  Bankarnir þegar afskrifað af lánum í erlendri mynt til viðskiptavina með tekjur í íslenskum krónum Morgunblaðið/RAX Húsnæði Eftir því sem innlendir vextir hækkuðu jókst ásókn í erlend lán. Bankarnir áttu jafnframt nóg af gjaldeyri sem þurfti að koma í vinnu. 18 FréttirVIÐSKITPI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 A R PI PA R PI P PI P BW A BW AAA BW A BW A \T BW A \T BW A BWB •S ÍSÍSÍ•S ÍSÍ••• A •1 A • AA 01 64 9 01 64 9 01 64 9 01 64 99 01 6461 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is Miklar sviptingar urðu á skuldabréfa- markaðnum í gær en feikileg ásókn var í verðtryggð íbúðabréf og ávöxt- unarkrafa íbúðabréfa fór vel niður fyrir 350 punkta Vísitala Gamma fyrir verðtryggð bréf hækkaði um 1,5% í viðskiptunum en veltan nam ríflega 9 milljörðum króna. Vísitalan fyrir óverðtryggð ríkisbréf hækkaði um 0,5% og nam veltan með þau tæplega 7,5 milljörðum króna. Þeir sérfræðingar sem blaðið ræddi við voru sammála um að þessar breytingar á skuldabréfamarkaðnum væru að einhverju leyti viðbrögð við dómi Hæstaréttar um lögmæti geng- islána. Óvissa um áhrif úrskurðarins á stöðu bankanna þýði að eigendur inn- lána færi fé sitt í í skuldabréfamark- aðinn og þá einna helst verðtryggð íbúðabréf. Úrskurður Hæstaréttar hafi reyndar magnað upp þróun sem var hafin fyrir nokkru. Einnig vakti athygli í gær að ávöxt- unarkrafan á verðtryggðu íbúðabréf- in fór langt undir 3,5% í gær. Þetta þýðir að krafan er orðin mun lægri en sú arðsemiskrafa sem er gerð til fjár- festingar lífeyrissjóðanna. Umtals- verð eftirvænting er á skuldabréfa- markaðnum um hvernig krafan muni þróast á næstu vikum. Lækkun kröf- unnar er meðal annars rakin til vax- andi væntinga um að ofangreind arð- semiskrafa verði lækkuð með einhverri útfærslu á næstu misserum. ornarnar@mbl.is Mikil ásókn í verðtryggt Morgunblaðið/G.Rúnar Kauphöll Íslands Augljós viðbrögð við úrskurði Hæstaréttar um gengislán má sjá á skuldabréfamarkaðnum.  Miklar hækk- anir á skuldabréfa- markaðnum í gær Þórður Gunnarsson thg@mbl.is NBI lýsir 1,4 milljarða kröfu í þrotabú Arena Holding, en félagið var stofnað utan um eignarhald á 51,2% hlut í Hands Holding. Sam- kvæmt upplýsingum frá fulltrúa skiptastjóra Arena Holding er fé- lagið eignalaust. Ekki hefur tekist að grafa upp hvað varð um eign- arhlutinn í Hands Holding. Einnig hafi reynst erfitt að fá forsvars- menn Arena Holding í skýrslutöku. Í eigu Baugs og Fons Eini stjórnarmaður fyrirtækisins í dag er Þorsteinn M. Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Glitnis og stjórnarmaður í FL Group. Arena Holding var stofnað í maí 2007, en Baugur Group átti 40% í félaginu, Fons 30% og Icon 30%. Síðastnefnda fé- lagið hefur verið brottfellt úr fyr- irtækjaskrá. Sem kunnugt er eru skipti þrotabúa Baugs og Fons nú yfirstandandi, en lýstar kröfur í þrotabú þeirra félaga eru samtals vel á fjórða hundrað milljarða króna. Óvissa um verðmat Eini opinberi ársreikningur Arena Holding er frá árinu 2007, en þar eru skuldir félagsins skráðar ríflega 1,2 milljarðar króna. 51,2% eignarhlutur í Hands Holding er jafnframt metinn á ríflega 1,6 millj- arða króna. Á þeim tíma sem Arena Holding var stofnað átti Teymi 48,7% hlut í Hands Holding. Teymi seldi hins vegar bróðurpart þess eignarhluta haustið 2007, eftir að hafa keypt Landsteina Streng og Hug-Ax út úr félaginu. Á þeim tíma var eignarhlutur Teymis í Hands Holding bókfærður á ríflega 100 milljónir króna, sem er í ósamræmi við verðmatið í bókum Arena. Málefni Hands Holding reyndust kröfuhöfum Teymis óþægur ljár í þúfu við endurskipulagningu þess, en ábyrgðir félagsins vegna Hands Holding eru á fimmta milljarð. Eignalaust Arena Holding  Skuldar 1,4 milljarða vegna kaupa á hlut í Hands Holding Þorsteinn M. Jónsson Mikið mæddi á starfsmönnum símavers Íslandsbanka í gær, fyrsta viðskiptadaginn eftir úr- skurð Hæstaréttar um ólög- mæti gjaldeyristengdra lána. Álagið var slíkt hjá Íslands- banka Fjármögnun að á tímabili var ekki einu sinni hægt að bjóða þeim sem hringdu að bíða á línunni. Starfsmaður í þjón- ustuveri sagði nokkurrar eft- irvæntingar hafa gætt hjá við- skiptavinum, fólk væri spennt að komast að því hvaða áhrif úr- skurðurinn hefði á fjárhag þess. Viðskiptavinir spenntir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.