Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 26

Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Um þessar mundir vinnur sérstakur sak- sóknari af krafti við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Þar fóru menn mikinn og höfðu áhrif á verð hluta- bréfa til að svíkja út fé af almennum borg- urum og fyrirtækjum. Í dag er enn verið að stunda markaðsmisnotkun sem al- menningur virðist ekki átta sig á. Hrunið og ill meðferð á almenningi er því alls ekki yfirstaðin þrátt fyr- ir markverða skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis. Kerfisbundin áætlun stjórnvalda dælir fjármunum frá almenningi inn í bankakerfið. Verðbólgu er haldið uppi í fyrsta lagi með því að draga fjármuni úr ríkissjóði til banka vegna of hárra stýrivaxta Seðlabanka Íslands, í öðru lagi vegna óeðlilegs verðlags á olíu, matvöru og öðru slíku sem haldið er uppi vegna of mikillar veðsetn- ingar þar sem bankar stýra þessum fyrirtækjum og færa úr þeim of mikið fé inn á efnahagsreikninga sína og í þriðja lagi vegna ofmet- innar verðlagsvísitölu sem pumpar eigin fé úr fasteignum landsmanna inn í illa rekin fjármálafyrirtæki og bágstadda lífeyrissjóði. Einnig er verið að slá ryki í augu almennings í allri umræðu um Ice- save og hvaða ábyrgð Íslendingar eiga að standa undir. Þeir Lárus L. Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa undanfarin misseri verið að gæta hagsmuna Íslendinga í Ice- save-málinu. Ber að fagna þeirra framtaki og jafnframt skorað á aðra að taka virkan þátt í að verja þjóð sína og fjárhagsleg landamæri Íslands. Í grein þeirra sem birtist í Morgunblaðinu hinn 4. júní síðast- liðinn færðu þeir gild rök fyrir því að áminning ESA varðandi Ice- save-málið væri bæði illa ígrunduð og miðaðist ekki að því að túlka til- skipun 94/19/EB um innlánstrygg- ingakerfi rétt. Túlkun ESA, sem greinilega gengur erinda allra ann- arra en Íslendinga, er sú að allt fjármálakerfi Evrópu sé baktryggt með ríkisábyrgð allra ríkja innan EES-samningsins að samanlögðum innistæðum hvers innistæðueiganda upp að fjárhæð 20.000 ECU. Hér skal bent á þá staðreynd að ef svo væri, sem hér er að framan reifað og eftirlitsstofnun ESA held- ur fram, eru öll fjármálafyrirtæki undir þessa tilskipun seld fyrir hvaða innlánsreikning sem er hjá hverjum innlánseiganda að sam- anlögðu í hvaða ríki sem er innan EES. Því og þess vegna skiptir engu hvað þessi fjármálafyrirtæki segja enda skulu þau öll seld undir þessa væntu ríkisábyrgð hvað sem tautar og raular og hvað þeim um slíkt sjálfum finnst. Ef þetta er raunin er ljóst að hagkvæmast væri að staðsetja alla banka innan Evr- ópska efnahagskerfisins innan efna- hagslega sterkasta ríkisins innan EES. Má ætla að þá yrði Þýska- land fyrir valinu. Efast má um að þýskir skatt- greiðendur, sem nú þurfa að halda uppi Evrópu eftir að hafa greitt niður kommúnismann í A- Þýskalandi og þá vitleysu alla auk tveggja styrjalda þar á undan, vilji fúsir taka við öllum spænsku, grísku, íslensku, ítölsku og írsku bönk- unum sem verst eru reknir um þessar mundir. Þessir bankar gætu því opnað höf- uðstöðvar sínar þar á morgun, opnað inn- lánsreikninga þar og látið, með einföldum fléttum, þýska skatt- greiðendur taka alla áhættu af innlánsreikningum sín- um. Þegar kanslari Þýskalands, Ang- ela Merkel, bauð bönkum ríkisað- stoð í nóvember 2008, í miðju hruninu, að fjárhæð um 500 millj- arðar evra afþakkaði Josef Acer- mann, forstjóri Deutsche Bank, þetta boð og sagði bankann nægj- anlega sterkan og þyrfti því ekkert á þessari aðstoð að halda eða rík- isábyrgð. Þetta sýnir í raun að rök ESA falla um sjálf sig. Þrátt fyrir að kanslari Þýskalands hafi hvatt banka til að taka þessu boði rík- isins var því hafnað af fjármálafyr- irtæki sem var ekki ríkisbanki en nægjanlega sterkur og vel varinn. Á meðan Hypo Real Estate, banki í Þýskalandi sem lánaði umtalsvert fjármagn í fasteignaverkefni víða sem hrundu, þurfti á um 50 millj- arða evra tryggingu að halda þurfti annar banki ekkert á þessu að halda. Þannig eiga fyrirtæki að fá að halda frelsi sínu án ríkisafskipta og hafa frelsi til að hafna slíku boði. Hver væri þá tilgangurinn með öllu þessu kerfi? Í dag liggur fyrir áætlun um allt að 80 milljarða evru niðurskurð í velferð þýska ríkjasambandsins vegna þessa óskapnaðar. Bankar verða að geta sýnt fram á góðan rekstur og styrk. Bankar þurfa að verða betri. Ávallt verður þörf fyrir tryggingasjóði innistæðu- eigenda. Stórir bankar, sem lána og lánuðu t.a.m. íslensku bönk- unum, verða að gera áreið- anleikakönnun á getu þess kerfis sem þeir sækja inn á áður en fyr- irgreiðsla er veitt. Sama á við um eftirlitsstofnanir ríkja eins og Hol- lands og Bretlands. Var engin áreiðanleikakönnun gerð? Hvers vegna eru matsfyrirtækin til komin og skuldatryggingafyr- irtæki á alþjóðafjármálamörkuðum? Með frjálsum fjármagnsmarkaði er átt við að efnahagur fyrirtækja sem og ríkja verði betri og stuðli að sterkara hagkerfi. Eða er svo ekki með Evrópusambandið sem svo sannarlega er að mörgu leyti virðingarvert ríkjasamband? Í dag er kerfisleg markaðsmis- notkun viðhöfð gagnvart Íslend- ingum af hálfu annarrar tegundar íslenskra óreiðumanna en við þekktum hér áður. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Markaðsmis- notkun, óreiðu- menn og Icesave Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson »Kerfisbundin áætlun stjórnvalda dælir fjármunum frá almenn- ingi inn í bankakerfið. Höfundur er BA í hagfræði og heimspeki, viðskiptafræðingur MBA og meistaranemi í fjármálum við Háskóla Íslands. Það er ljóst að Evr- ópa, sem álfa frjálsrar hugsunar og höfuðból vestrænnar menningar, stendur á krossgötum í dag. Það er líka ljóst að þó hún standi á kross- götum stendur hún ekki þar sem hún er í anda krossins. Evrópa er smátt og smátt að ganga íslam á hönd. Tyrkir þurfa ekki að sitja um Vínarborg fram- ar því þeir eru löngu komnir framhjá Vínarborg og inn í Þýskaland. Norð- urlöndin sem byggst hafa upp í frjálsum anda norrænnar samstöðu og notið blessunar sem slík, eru að glata sínum norrænu þjóðargildum og ánetjast nýrri hugmyndafræði sem gengur út á allt aðra hluti. Frakkland er komið á kaf í mús- limska eftirgjafarstefnu og innflytj- endur frá Norður-Afríku hafa lagt þar undir sig heilu og hálfu héruðin og borgarhverfi. Bretland er orðið hrærigrautur fjöl- menningar þar sem ekkert breskt virð- ist lengur að finna í sæmilega hreinni mynd. Hollendingar hafa gefið svo eftir þjóðleg réttindamál sín að þeir eru að verða útlendingar í eigin landi. Og svo er um fleiri. Evrópa hefur undanfarna áratugi staðið eins og portkona við opnar dyr sínar og boðið hverjum umrenningi blíðu sína og borgað með sér í þokka- bót! Múslimar hlæja að því innan eigin raða hvílíkir einfeldningar við Evr- ópubúar séum. Það sé hægt að vaða yfir okkur hvar og hvenær sem er, með því einu að hafa á takteinum flott orð eins og mannréttindi og fjöl- menningu. Innflytjendur frá arabaheiminum flæða inn í félagsleg samhjálp- arkerfi Norðurlanda og sjúga þar alla spena. Leggja lítið sem ekkert til viðkomandi landa en krefjast allskyns þjón- ustu – og fá hana! Yfirvöld hafa verið slegin slíkri blindu gagn- vart þessari sívaxandi ógn, að það vekur furðu manns. Straumar innflytjenda eru að leggja undir sig heilu þjóðlöndin í Evrópu, yf- irtaka menningu þeirra, siði og sögu, og það er eins og þetta sé talin óhjá- kvæmileg framrás sem engin leið sé að stöðva. Hálfmáninn er að ýta krossinum hægt og örugglega inn í skuggann á hinu evrópska sviði og söguleg endur- skoðun er víða komin í gang til að friða hin nýju öfl. Það eitt er ógnvænlegt með tilliti til framtíðar barna okkar og afkomenda. Þar er vitandi vits verið að breyta sögulegum staðreyndum vegna að- komu nýrra áhrifavalda sem vilja hafa aðrar áherslur – íslamskar áherslur í stað kristinna sjónarmiða. Allt er þetta að gerast í nafni jákvæðra gilda sem eru blygðunarlaust notuð sem yfirvarp til að dylja hina hörðu yfirtöku sem í gangi er. Það er talað um mannréttindi, fjöl- menningu, samstöðu og að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. En sú um- ræða er öll saman falsið eitt því það sem í rauninni er að gerast er af- kristnun Evrópu og aðför að vestræn- um gildum. Olíupeningar Araba hafa rutt þeim veg til margháttaðra áhrifa í Evrópu, sérstaklega eftir 1970, og þeir hafa víða komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir hafa sterka stöðu á fjármálamörk- uðum álfunnar og hafa víða keypt upp fjölmiðla sem tala þeirra máli með klókum hætti. Verslunarkeðjur og stórfyrirtæki eru í þeirra eigu jafnt í opnu ljósi sem og leynilega. Það eru hundruð al Thani-sjeika að fjárfesta í stórum stíl dag hvern í Evrópu og spá í brunaútsölu-tilboð í álfunni, hvar og hvenær sem þau bjóðast. Og þessum fjárfestingum fylgja áhrif og völd. Og það virðist nóg af sléttgreiddum sleikjupinnum út um alla Evrópu, sem tilbúnir eru að þjóna undir nýjum herrum og allt öðrum áherslum í öllum málum – ef þeir fá einhverja græðg- islaunafyllingu út á það. Evrópskri menningu og sögu er sannarlega ógnað og löngu tímabært að snúast til varnar gegn aðsteðjandi háska ef við viljum ekki verða með tíð og tíma annars flokks borgarar í eigin löndum. Það sem við á Vesturlöndum höfum átt og búið við hefur nefnilega aldrei verið sjálfgefið. Það hefur alltaf þurft sína vernd og okkar er að standa þá vakt, svo við verðum ekki á komandi árum endanlega ristir af eigin rótum. Islamsvæðing Evrópu Eftir Rúnar Kristjánsson »Evrópa hefur und- anfarna áratugi staðið eins og portkona við opnar dyr sínar og boðið hverjum umrenn- ingi blíðu sína og borgað með sér í þokkabót! Rúnar Kristjánsson Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd. Senn eru liðnir tveir mánuðir frá olíuslysinu mikla á Mexíkóflóa þar sem gassprenging varð í BP-olíuborpallinum Deepwater Horizon með þeim afleiðingum að 11 menn fórust og pallurinn sökk í hafið tæpum tveim dögum síðar. Bún- aður til að loka borhol- unni brást, leiðslur frá henni rofnuðu og með framhaldinu hef- ur heimsbyggðin fylgst í fréttum dag- lega. Hér er á ferðinni eitt af stærstu mengunarslysum sögunnar og kallar olíuiðnaðurinn þó ekki allt ömmu sína. Talið er að allt að 6 milljónir lítra af hráolíu hafi streymt upp úr borholunni dag hvern. Bannsvæði gegn fisk- veiðum vegna mengunarinnar á Mexíkóflóa er nú um 230 þúsund fer- kílómetrar eða meira en tvöfalt flat- armál Íslands. Viðbrögð Obama forseta hafa m.a. verið þau að stöðva tímabundið frekari vinnslu á nýjum hafsvæðum og það sama hafa Norðmenn ákveðið í ljósi þessa atburðar. Hafdýpið á Mexíkóflóa er um 1500 metrar en borholan nær síðan marga kílómetra niður í botninn. Athygli vekur að þetta er nánast sama hafdýpi og talað hefur verið um vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tvískinnungur stjórnmálamanna Atburðurinn á Mexíkóflóa hefur vakið meiri athygli en ella hefði orðið vegna þess að slysið varð svo skammt undan strönd Bandaríkjanna og vegna deilna um langt skeið þarlendis um hvort veita eigi heimildir til olíuvinnslu á bandaríska landgrunninu. Staðhæft er að meiri mengun en þegar er orðin á Mexíkóflóa verði árlega við olíuvinnslu Shell og Exxon á óshólmasvæðum Ni- ger-árinnar en þaðan fá Bandaríkin um 40% af olíuinnflutningi sínum. Þótt olíufélögin liggi undir gagnrýni vegna þess að þau sinni ekki öryggisþáttum sem skyldi eiga stjórn- málamenn sinn þátt í þróun þessara mála. Ráðamenn í Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar hafa talað fyrir því að auka hlut olíu- vinnslu heima fyrir og borið við þjóðaröryggi. Þannig hafa þeir ýtt á eftir um vinnslu á stöðugt meira dýpi og um leið tekið ábyrgð á aukinni um- hverfisáhættu. Athygli vekur að hægristjórnin sem nýsest er að völd- um í Bretlandi hefur ekki frestað leyf- isveitingum á djúpsævi nærri Shet- landseyjum, andstætt því sem norska stjórnin þó gerði sín megin í Norð- ursjó. Þverandi olíulindir – meiri áhætta Sá tími nálgast óðfluga að ekki reynist unnt að anna sívaxandi eft- irspurn eftir olíu þar eð fram- leiðslugetan hafi ekki undan. Þetta er kallað á enskunni „peak-oil“, þ.e. að náð verði hámarki vinnslugetu, og telja sérfróðir að sá tími sé skammt undan með tilheyrandi afleiðingum, m.a. fyrir olíuverð. Í stað þess að gera ráðstafanir til að draga úr olíunotkun svo um muni, sem einnig er nauðsyn- legt vegna loftslagsbreytinga, er reynt að kreista æ meira út úr þverr- andi olíulindum. Atburðurinn á Mexíkóflóa er afleiðing þessarar stefnu og þurfti því ekki að koma mjög á óvart. Við allt aðrar aðstæður er að fást á djúpsævi en nær landi og þannig er sífellt verið að taka meiri áhættu. Baráttan við að stöðva olíu- lekann þar vestra segir meira en mörg orð og reikningurinn sem fallið gæti á BP er nú talinn geta numið 33 milljörðum bandaríkjadala. Drekasvæðið og andvaraleysið Menn rekur eflaust minni til um- ræðu sem hér varð í aðdraganda al- þingiskosninga fyrir ári. Af ummæl- um ýmissa fjölmiðla með Stöð 2 í fararbroddi og orðræðu sumra fram- bjóðenda mátti halda að skammt væri í að hæfist „olíuævintýri“ á Norðaust- urlandi. Það átti að byggjast á þjón- ustu við umfangsmikla olíuleit á Drekasvæðinu innan íslenskrar lög- sögu og síðar væntanlegri vinnslu. Þeir sem minntu á umhverfisþátt málsins voru umyrðalaust stimplaðir úrtölumenn. Kolbrún Halldórsdóttir þá umhverfisráðherra fékk ofanígjöf frá eigin flokksforystu fyrir það eitt að minna á áhættuna sem við blasti og sem lesa má um í stefnuplöggum VG og opinberum skýrslum (Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Iðnaðarráðuneytið. Mars 2007). Þótt hér hafi aðeins verið til umræðu rann- sóknir í aðdraganda hugsanlegrar vinnslu ættu Íslendingar sem fisk- veiðiþjóð að hugsa sig um tvisvar áður lagt er út á slíka braut. Vitað er að dýrasvif er mjög viðkvæmt fyrir olíu- mengun og PAH-efni frá henni safn- ast fyrir í sjávardýrum. Uppsjáv- arfiskar eins og loðna og síld hafa á síðustu áratugum öðru hvoru haldið sig á Drekasvæðinu eða í grennd þess og verið þar á fæðuslóð. Eftir þá vá sem við blasir á Mexíkóflóa erum við reynslunni ríkari. Eigum við ekki að láta þann ófarnað okkur til varnaðar verða og leggjast á sveif með þeim sem vilja halda olíuvinnslu frá norð- lægum hafsvæðum? Olíumengunin á Mexíkóflóa og Ísland Eftir Hjörleif Guttormsson » Íslendingar ættu sem fiskveiðiþjóð að hugsa sig um tvisvar áð- ur lagt er út á slíka braut. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. mbl.is ókeypis smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.