Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 44
44 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010  Hljómsveitirnar Dikta, Agent Fresco og Endless Dark troða upp á skemmtistaðnum Sódómu Reykja- vík í kvöld og verður húsið opnað kl 23. Dikta og Endless Dark haf- averið duglegar að troða upp að undaförnu en Agent Fresco kemur fram aftur eftir góða pásu. Dikta, Agent Fresco og Endless Dark í kvöld Fólk Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaun- unum, Sudden Weather Change, gefur í dag út sjö tommu smáskífuna The Thin Liner og inni- heldur hún lögin „Thin Liner“ og „The Whaler“ sem meðlimir sveitarinnar kláruðu að taka upp fyrir stuttu. „Við fengum tækifæri til að vinna með honum Aroni Arnarsyni sem hefur m.a. verið að taka upp mikið með Kimono. Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum komist í svona alvöru stúdíó, en þessi tvö lög höfum við verið að taka fyrir á tón- leikum og fengið góðar undirtektir,“ segir bassaleikarinn Bergur Thomas Anderson. Bergur segir meðlimir sveitarinnar hafa verið mjög ánægðir með lögin sem tekin voru upp með Aroni og því tilvalið að gefa út smáskífu. „Við vorum í rosalegum ham þegar við vorum að semja lögin og afraksturinn af þessari vinnu skilaði sér algjörlega. Þetta er sánd sem við höf- um ekki fengið hjá okkur áður og svo skemmir ekki útgáfuformattið á smáskífunni,“ segir Bergur. Sveitin hyggur svo að frekari útgáfum síðar á þessu ári, þar á meðal er fyrirhuguð svokölluð deili-skífu þar sem þeir deila fjögurra laga plötu með hljómsveitinni Reykjavík! Þeir félagar eru nýkomnir heim af stuttu tónleikarferðalagi þar sem spilað var fyrir Belga, Þjóðverja og Breta. Til að fagna heimkomunni og útgáfunni mun hljómsveitin spila á tónleikum í dag kl. 16 í Hav- arí í Austurstræti. gea@mbl.is og matthiasarni@mbl.is Gefa út sjötommu og fagna með tónleikum Morgunblaðið/Heiddi Bjartasta vonin Sudden Weather Change. Úti-tónleikarnir MúsMos verða haldnir í þriðja sinn á Álafossi í Mosfellsbæ. Tónleikarnir eru haldnir til þess að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni tækifæri til að stíga á svið. Átta hljómsveitir spila á MúsMos í dag. Í ár verða það sveitirnar Mystur, Snjólugt, Cancer City, St. Peter the leader, Hydrophobic starfish, For a minor reflection, mosfellsku söng- konurnar María Ólafsdóttir og Hreindís Ylfa, ásamt gestasveitinni Endless Dark. Frítt er á tónleikana sem hefjast kl. 15 og standa til yfir til kl. 20. Úti-tónleikarnir Mús- Mos í Kvosinni í dag  Pabbahelgi númer þrjú verður haldin á Kaffibarnum í kvöld. For- sprakkar pabbahelganna eru þeir Benni B-Ruff og Gísli Galdur sem báðir hafa getið sér gott orð sem plötusnúðar undanfarin ár. Þeir fé- lagar auglýsa eftir hressu og skemmtilegu fólki til að halda uppi fjörinu með sér, sem hefst kl. 23. Pabbahelgi númer þrjú á kaffibarnum „Ég myndi segja að þetta væri svona týpísk Laddaplata en lögin eru sum- arleg svo þetta er sumarplata líka,“ segir grínistinn Þórhallur Sigurðs- son um nýjan geisladisk sem kom út hinn 17. júní. Hann ber nafnið „Bland í poka“ en í pokanum má finna ýmislegt að þessu sinni, m.a. DVD-disk með „Hún er allt of feit“- slagaranum sem var fyrst gerður frægur fyrir átján árum og fleira glænýtt efni. Tónlistin er ýmist út- lend eða eftir Ladda en Laddi semur allflesta texta. „Ég er ánægður með öll lögin og náttúrlega hef ég veikan blett fyrir mínum lögum sem ég samdi, þetta voru annars lög sem Björgvin var búinn að safna saman, enda mikill safnari hvert sem hann fer, hann heyrir einhver lög og setur þau í poka og segir þetta alveg full- komið fyrir Ladda.“ Mói gamli og Skúli Persónur koma fyrir sem aðdá- endur Ladda munu vafalítið þekkja. Móa gamla bregður fyrir, Saxa lækni og Skúla ásamt fleirum góð- kunnum úr grínheimum. „Ég vildi nýta gömlu karlana, Móa gamla og Skúla. Mói fær að koma með annan smell úr Austurstrætinu.“ Björgvin Halldórsson kom að gerð plötunnar en þeir Laddi unnu síðast saman fyr- ir átján árum með miklum árangri. „Björgvin Halldórsson pródúseraði plötuna og var einn af útsetjurunum líka, við gerðum síðast saman „Of feit fyrir mig“ fyrir átján árum. Menn hafa aðeins rætt að gera kannski tónlistarmyndband af þess- ari plötu en ekkert fast svona.“ Hann er ánægður með afrakstur samstarfsins en platan hefur verið tilbúin í nokkurn tíma. „Þarna eru mörg skemmtileg lög eins og bombadilla og svo er ég þarna með nokkur lög sem ég er bara mjög ánægður með.“ Þá er boðið upp á ör- leikþátt eftir Friberg og mætir Laddi þar í jólasögu Skröggs. Draugar úr fortíðinni „Platan átti að koma út fyrir jólin í fyrra og þetta þótti henta svona þá en Bjöggi fann þetta einhvers staðar og þýddi þetta.“ Fleiri koma þó og heimsækja okkur úr fortíðinni en draugar Skröggs en „Jón spæjó snýr aftur“ er eitt af lögum geisla- disksins og fáum við þá að heyra meira af honum. „Það er skemmti- legt að fá hann, þetta er söngur um hann en það heyrist ekki í honum, bara lag um að spæjarinn sé mættur aftur á kreik.Við erum mjög ánægð- ir með þetta, ég og Björgvin,“ segir Þórhallur að lokum. gea@mbl.is Jón spæjó snýr aftur  Í fyrsta sinn sem Laddi og Bó vinna saman síðan „Of feit fyrir mig“  Rykið dustað af mörgum gömlum persónum á nýjum geisladisk Ladda Laddi Á nýrri plötu má finna gamlar persónur og nýtt efni. Kakkalakkinn – Eiríkur Fjalar Krúttlegt par – Laddi Bombadilla – Laddi Portofino – Saxi læknir Saga úr sveit – Laddi Ég syng í míkrófón – Laddi Á Hawaí – Laddi Bingó, bingó, bingó – Mófreður gamli Jón spæjó snýr aftur – Laddi Nokkur lög af disknum LADDI GEFUR ÚT NÝTT EFNI Hljómsveitin Silfurberg samanstendur af sex einstaklingum, söngkonu og fimm hljófæraleikurum, en leiðir þeirra lágu saman í Tónlistarskóla FÍH. Í sumar ætla sexmenningarnir að flytja norræn þjóðlög í eigin útsetningum. Notalegar og djass- aðar útsetningar ætlaðar öllum aldurshópum. Listahópur Hins húsins Silfurberg Í sumar ætlar Homo Superior að fara í loftið með útvarpsþátt- inn Skúrinn og verður hann í loftinu á fimmtudagskvöldum á Rás 2. Í þættinum ætla þær Selma, Sunna og Katrín að fjalla um tónlistarhátíðir; uppruna þeirra, sögu, hápunkt, áhuga- verðar hljómsveitir og í raun flest sem þeim viðkemur. Útvarp Homo Superior Fyrirbærið Ljóðverk er tilraun þeirra Snorra Rafns Halls- sonar og Más Mássonar Maack til að endurvekja áhuga fólks á íslenskum skáldskap, opna augu vegfarenda fyrir borgar- landi Reykjavíkur og um leið ögra eftirtektarleysi einstak- linga í erilsömu nútímasamfélagi. Ljóðverk Ljósmynd/Jorri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.