Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 42
Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Diskurinn Grannmetislög kom út á dögunum en hann hefur að geyma lög sem Haukur Tómasson tónskáld samdi við ljóð Þórarins Eldjárns sem birtust í bókinni Grannmeti og átvextir. Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir syngur inn á plötuna en Ca- put-hópurinn sér um undirleik. Haukur, sem er þekktastur fyrir þunga nútímaklassík, segist hafa samið lögin á árunum 2004-2009 fyr- ir dætur sínar. „Þær eignuðust þessa bók hans Þórarins og eigin- lega heimtuðu að ég syngi ljóðin fyr- ir þær, það var sko ekki nóg að lesa þau. Ég fór svo að spila þetta fyrir þær á píanóið og þær sungu undir. Ég man nú ekki hvernig það kom til að ég fór að útsetja þetta fyrir Caput en þetta er flottur hópur og svo var bara frábært að fá Guðrúnu Jó- hönnu Ólafsdóttur til að syngja inn á þetta með okkur. Hún er með frá- bæra rödd sem hentar þessum lög- um mjög vel,“ segir Haukur en upp- tökur fóru fram í Salnum í Kópavogi vorið 2009. Skondnar og skemmtilegar persónur Í ljóðunum birtast ýmsar skondn- ar og skemmtilegar persónur eins og Veran Vera, Spagettíkarlinn, Þvermóður, feita geitin og margir fleiri. Haukur þekkir persónurnar orðið ansi vel enda svo að segja búið með þeim í nokkur ár. „Ætli uppá- haldskarakterinn sé ekki Þver- móður, hann er svolítið skemmtilega þver á allan hátt, en ég er þegar far- inn að semja tónlist við fleiri ljóð úr þessari bók þannig að kannski ég gefi diskinn út aftur seinna endur- bættan.“ Ljóðabókin, sem er eftir eitt ást- sælasta skáld landsins, Þórarin Eld- járn, kom út árið 2001 og inniheldur 99 ljóð og einn losarabrag en hún var myndskreytt á litríkan hátt af systur Þórarins, Sigrúnu Eldjárn. Þórarinn segist vera nokkuð ánægður með út- gáfuna. „Ég heyrði lögin fyrst flutt á tónleikum í fyrra og leist bara nokk- uð vel á en það var alveg sjálfsagt að leyfa Hauki að nota þessi ljóð eftir mig þegar hann leitaði eftir því á sín- um tíma.“ Þórarinn segir að hann hafi gert mikið út á orðaleik í þessari ljóðabók en titillinn er bara eitt af fjölmörg- um dæmum um það. „Ef maður seg- ir titilinn hratt þá heyrist manni að sagt sé grænmeti og ávextir þó sú sé ekki raunin en þetta er heilmikil þula þar sem talið er upp allt sem fæst í grannmetisdeildinni og át- vaxtadeildinni. Það koma auðvitað margar persónur fyrir í öllum þess- um ljóðum eins og til dæmis Veran Vera sem reynist vera geimvera og svo auðvitað Þvermóður en það er allt saman þvert hjá honum, hann er með þverslaufu og spilar á þver- flautu og býr í Þverholti en það mætti segja að ég sé í flestum ljóðanna að leika ýmiss konar orða- leiki.“ Caput-hópurinn sá um undirleik á plötunni en hann var stofnaður árið 1988 af ungum tónlistarmönnum. Ýmsir tónlistarmenn hafa komið fram með þessum hóp en í þessu verkefni samanstendur hann af þeim Kolbeini Bjarnasyni á flautu, Eiríki Erni Pálssyni á trompet, Zbigniew Dubik á fiðlu, Sigurði Halldórssyni á selló og Snorra Sigfúsi Birgissyni á píanó. Stjórnandi upptökunnar er Guðni Franzson. Furðuvera Veran Vera kemur fyrir á Grannmetislögum.  Diskur með sönglögum Hauks Tómassonar upp úr bók Þórarins Eldjárns Grannmeti og átvextir kominn út Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flott Caput-flokkurinn er fjölmennur og síbreytilegur en ekki koma allir að disknum með Grannmetislögunum. Orðaleikir og ein- kennilegar persónur Mynd/Sigrún Eldjárn 42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Hljómsveitin Sudden Weather Change gef- ur út sjö tommu og fagnar því með tónleikum 44 » Rithöfundurinn José Saramago lést í gær á spænsku eyjunni Lanzarote, 87 ára að aldri. Saramago fékk nób- elsverðlaunin í bókmenntum 1998 og skrifaði meðal annars bókina Blindu, sem segir frá því þegar heil þjóð missir sjónina. Saramago fæddist í þorpinu Az- inhaga í Portúgal. Hann hætti í skóla 12 ára og lærði lásasmíði. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1947, en 19 ár voru í næstu bók. Sara- mago tók þátt í byltingunni, sem steypti einræðisstjórn Portúgals 1974. Árið 1990 flutti hann frá Portúgal þar sem stjórnvöld leyfðu ekki að bók eftir hann, Guðspjallið samkvæmt Jesú Kristi, keppti um evrópsk bókmenntaverðlaun. Saramago var með hvítblæði. Í yfirlýsingu sagði að hann hefði lát- ist hjá fjölskyldu sinni. Bækur hans seldust í milljónum eintaka og voru þýddar á yfir 30 tungumál, þar á meðal íslensku. Síðasta bók hans kom út 2005 og fjallaði um glund- roða í ónefndu landi þegar fólk hætti að deyja. kbl@mbl.is José Saramago látinn Fékk Nóbelsverð- launin árið 1998 Rithöfundurinn José Saramago. Út er komin ljósmyndaljóða- bókin Skuggi af skáldi eftir Ólaf Skorrdal. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar, en áður hefur hann gefið út bækurnar Ferðalag (1997) og Sögur sálar (2005). Einnig hefur Ólafur gefið út bækurnar Engillinn minn (2005) og Lýðræði fjöldans – ritsafn (2008) og tónlistardisk- inn First Contact (2005) ásamt myndbandinu Darker Times (2005). Skugga af skáldi, sem er 28 síður, þar af 24 ljós- myndir teknar af höfundi, er hægt að nálgast á slóðinni http://skorrdal.is/skuggi-af-skaldi/. Á http://skorrdal.is/ má finna öll verk höfundar. Ljóðmyndir Skuggi af skáldi eftir Ólaf Skorrdal Skugga af skáldi Tónlistarmaðurinn Agnar Már Magnússon var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2010 við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Gunnar Einarsson, bæj- arstjóri Garðabæjar, afhenti Agnari starfsstyrk listamanns, en bæjarstjórn Garðabæjar hefur valið bæjarlistamann sl. átján ár í samráði við menningar- og safnanefnd bæjarins. Agnar starfar nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt píanóleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Tónlist Agnar Már bæj- arlistamaður Agnar Már Magnússon Á morgun kl. 14:00 veitir Einar Falur Ingólfsson leiðsögn um sýninguna Sögustaðir – í fót- spor W.G. Collingwoods í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni má sjá ljós- myndaverk eftir Einar Fal sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og forn- fræðingurinn William Gers- hom Collingwood málaði og tók á tíu vikna ferða- lagi sínu um Ísland sumarið 1897. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2010. Á sýningunni er að auki hluti þeirra rúmlega 300 verka sem Collingwood málaði hér á landi. Myndlist Leiðsögn um Sögu- staði í Bogasal Einar Falur Ingólfsson Ég hitti í morgun voða skrítna veru með víraflækjuhár og græna peru bláa tungu og tíu litlar hökur og tær sem minntu á rjómapönnu- kökur. Hvaðan skyldi hún vera þessi vera? Vandi sýndist mér úr því að skera: Ef til vill frá Höfn í Hornafirði? Hreinlegast var bara að ég spyrði. En sem ég var að spá og spekúlera hvort spurt ég gæti: Hvaðan ertu, vera? Þá sagði veran: – Daginn, góðan daginn, daginn kæri vinur, glaðan haginn. Og undireins þá heyrði ég á hreimn- um að hún var utan úr geimnum. Veran Vera LJÓÐ: ÞÓRARINN ELDJÁRN Listaháskóli Íslandsauglýsir eftir umsóknum um starf fagstjóra í vöruhönnun Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf fagstjóra í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Umsækjandi skal vera starfandi vöruhönnuður, hafa sterka faglega sýn og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á faggreininni. Hlutverk fagstjóra í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúr- deild er auk almennrar kennslu að hafa umsjón með námi nemenda í vöruhönnun, veita ráðgjöf og gagnrýni á verk nemenda, og í samráði við deildarforseta og prófessors í vöruhönnun stýra þeim verkefnum sem lúta að skólastarfinu. Gerð er krafa um háskólagráðu í vöruhönnun, auk starfsreynslu. Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjandi hafi verið virkur þátttakandi í því samfélagi listanna sem skólinn byggir upp. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 28. júní næstkomandi til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.