Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 11
www.seg- waytours.is Morgunblaðið/Ernir Full ferð Blaðamaður á þeysispretti á hjóli í gærmorgun með hnúana vel kreppta um stýrið og hræðsluóp á vör. að hlaða það. Ef tankurinn er alveg tómur þarf hjólið átta tíma hleðslu. Það er hægt að komast um 40 km á fullhlöðnum tanki og það hleður sig líka sjálft niður brekkur,“ segir Bjarni. Inni í hjólinu er tölva sem mæl- ir jafnvægið og leitast við að halda pallinum sem manneskjan stendur á beinum. „Að stýra því er bara spurning um örlitla tilfærslu á þyngdarpunktinum. Það má ekki hreyfa sig hratt því tækið er mjög kvikt. Hjólið er með tvær stillingar, annars vegar skjaldböku, þá fer það hægar og nota ég þá stillingu með börn, unglinga, óvana og þegar ég er með lítinn flöt. Svo er önnur hraðari stilling fyrir vanari. Flestir eru mjög fljótir að ná tökum á þessu. Það þarf aðallega að muna að stíga aldrei fram fyrir tækið, ef þú gerir það keyrir þú á sjálfan þig, það verður líka að fara gætilega þegar farið er af til að bakka ekki á sig. Annar er þetta eiginlega bara hæll og tá. Sumir ná þessu strax, aðrir þurfa kannski tvær mínútur og svo kemur allt í einu þetta Segway-bros sem er mjög sér- stakt,“ segir Bjarni og er beðinn um nánari útskýringu á brosinu. „Þeg- ar fólk er komið með svona 70% færni á hjólinu fer það að hafa svo gaman af þessu og þá kemur brosið sem er kallað „Segway-smile“.“ Hjólatúrar um Vestmanna- eyjar í sumar Segway-hjól voru upphaflega aðallega notuð af lögreglunni í Am- eríku og öryggisþjónustuaðilum sem þurfa að ferðast um stórar byggingar. Hjólin eru enn mest not- uð af þessum aðilum þótt farið sé að nota þau mikið í túristaferðum. Eitthvað er um að einstaklingar eigi svona hjól til einkanota. „Hjólin eru orðin nokkuð al- geng og mikið um það erlendis að svona hjól séu leigð í túra fyrir ferðamenn enda er þetta umhverf- isvænt farartæki. Ég veit líka um einstaklinga sem eiga erfitt með hreyfingu og ferðast víða á svona hjóli. Þetta er gott fyrir þá sem geta ekki labbað mjög langt,“ segir Bjarni. Hann er sjálfur með tíu hjól hjá SegVeyjum sem hann mun að- allega nota í útsýnisferðir í Vest- mannaeyjum. „Ég er með leigu- og útsýn- isferðir í Eyjum og er búinn að fara út um allt þar á hjólunum. Ég hef t.d. farið upp á Stórhöfða og upp á eldfjallið. Það er miklu skemmti- legra fyrir fólk að upplifa náttúruna á þessu heldur en að sitja inni í rútu. Ég er líka með golfhjól úti í Eyjum, það er með breiðari dekk og með grind sem golfsettið leggst á. Þannig að það er bara að hjóla, stoppa, slá kúluna og fara aftur á. Það eru líka til sérstök Segway- torfæruhjól sem eru mjög vinsæl erlendis. Í sumar mun ég líka elta sólina og fólkið og verð á alls konar uppákomum kring- um landið. Þar getur fólk prófað hjólin, leigt þau í smátíma. Ég verð einmitt á Bíladögum á Akureyri nú um helgina,“ segir Bjarni, kveður blaðamann og er rokinn til Akureyrar með hjólin. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir síðustu umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2010 vegna ársins 2011. Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. Tilgangur sjóðsins er: • að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 65 styrki samtals að fjárhæð 33,9 m.kr. Þetta er síðasta almenna úthlutun sjóðsins sem verður að fjárhæð samtals um 34 m.kr. Að henni lokinni lýkur úthlutunum sjóðsins, sbr. skipulagsskrá. Umsóknir Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2010 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2010 með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 569 9628 og 569 9781 eða á netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabank.is Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs Kaffitár hefur kynnt til sögunnar Pelé, fyrsta íslenska kaffibjórinn. Bjórinn er bruggaður í Ölvisholti og seldur á þeim tveimur kaffihúsum Kaffitárs sem hafa áfengisleyfi, í Leifsstöð og á Höfðatorgi. Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, segir bjór og kaffi ekki svo algenga blöndu en góða. „Kaffibjór hefur verið að ryðja sér til rúms og hafa kaffiframleiðendur og lítil brugg- hús verið að taka sig saman. Í rauninni er þetta mjög gott saman, bjórinn er frekar dökkur, svipar til annarra malt- bjóra en er samt ekkert eins og Guin- nes eða annar slíkur dökkur bjór. Pelé kemur frá Ölvisholti og er í grunninn Móri frá þeim. Kaffið gefur þessu smá krydd án þess að það sé yfirgnæfandi kaffibragð, sumir bjórar hafa smá malt- eða reykjartóna en þessi er með kaffitón,“ segir Aðalheiður. - Af hverju ákváðu þið að brugga kaffibjór? „Ölvisholt er lítið brugghús og er oft að gera svona tilraunir. Í fyrra var hér á landi kaffibarþjónakeppni og þá var m.a. keppt í að þekkja kaffibjór, þá gerði Ölvisholt fyrir okkur prufur og þannig kviknaði hugmyndin. Þar sem Kaffitár á 20 ára afmæli núna fannst okkur skemmtilegt að gera líka viðhafnarútgáfu af kaffibjór í tilefni þess,“ segir Aðalheiður. Pelé þýðir gyðja eldfjallanna Kaffið sem notað er til að gefa Pelé sitt bragð kemur frá brasilíska fram- leiðandanum Daterra, en fyrirtækið er bæði margverðlaunað fyrir gæði fram- leiðslu sinnar sem og vottað fyrir sjálfbærni og umhverfisvæna starf- semi. Fulltrúi frá Daterra er staddur hér á landi og hélt erindi þegar bjórinn var kynntur til leiks. - Hvaðan kemur nafnið á bjórnum? „Bjórinn heitir Pelé eftir fótbolta- hetjunni sem er fæddur í sama héraði og kaffið sem notað er í bjórinn kemur frá. Auk þess þýðir Pelé gyðja eld- fjallanna og fannst mér það passa svo vel við okkur,“ segir Aðalheiður. Eins og áður segir verður bjórinn aðeins til sölu á tveimur kaffihúsum Kaffitárs en að sögn Aðalheiðar voru aðeins gerðar um 1400 flöskur af hon- um. Hún útilokar þó ekki að hann fari í framleiðslu og almenna sölu ef vel verður tekið í hann. „Þetta er skemmtileg viðbót og hann er alveg ótrúlega góður á bragðið,“ segir Aðal- heiður að lokum. ingveldur@mbl.is Bjór Kaffibjór úr brasilískum baunum Stjórinn Aðalheiður Héðinsdóttir. Bjórinn Merki Pelé-bjórsins. Fyrsta Segway-hjólið var kynnt á markað 3. desember 2001 í New York í beinni útsendingu í morgunsjónvarpsþættinum Good Morning America. Skapari þessi er Dean Kamen og er það þekkt undir heitinu Segway Human Transporter, eða Segway – mannlegur ferða- máti. Ekkert líkt Segway-hjólinu hafði áður verið á markaði að sögn Kamens. Í upphafi voru þrjár gerðir af hjólinu en árið 2006 voru þær allar teknar af markaði og önn- ur kynslóð hjólanna kynnt til sögunnar, Segway i2 og x2. Voru þau fullkomnari og með þá nýj- ung að notendur gátu nú beygt með því að halla stýrinu til hægri eða vinstri, sem var í takt við það að beygja sig fram til að fara áfram og aftur til að fara afturábak. Notendur Segway-hjóla mega ekki vera léttari en 45 kg og þyngri en 120 kg, og allir þurfa þeir að hafa hjálm til öryggis eins og á venjulegu reiðhjóli. SegVeyjar er fyrsta Segway-hjólaleigan á Ís- landi, stofnuð í Vest- mannaeyjum í maí 2010 og er fyrirtækið í eigu Guðrúnar Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafs Guð- mundssonar. Kynnt til sög- unnar 2001 UPPHAFIÐ Dean Kamen „Planið er að stilla ekki neina vekj- araklukku og sofa út. Síðan fæ ég mér góðan morgunmat og ætli það verði ekki hafragrautur og kaffi. Svo þarf ég að skoða tölvupóstinn minn vegna Reykja- vík Dance festival sem fer fram 1.-5. september næstkomandi. Það er allt í gangi við skipulagningu á því og þarf ég að svara tölvupósti og kíkja á eitthvert dót. Eftir það býst ég við að fara og fá mér kaffi á Kaffismiðjunni með vinkonu minni sem er í heimsókn frá Ástralíu. Stóra systir mín á afmæli í dag og ég fer örugglega í heimsókn til hennar, ekki er þó um stórafmæli að ræða. Ef veðrið er gott fer ég örugglega í sund, sit aðeins í heitu pottunum og fer í gufu í Laugardalslauginni. Seinnipartinn er ég að hugsa um að bjóða vinum mínum í grill, borða góðan mat með góðum vinum. Á grillinu lendir líklega kjúklingur og gott salat verður gert með, mér finnst mjög gaman að elda og bjóða fólki í mat, gefa gott að borða. Svo langar mig að fara að sjá Rómeó og Júlíu hjá Vesturporti en þá sýningu hef ég aldrei séð en er búin að vera á leiðinni lengi. Ég læt örugglega verða af því þessa helgi. Líklega endar dagurinn á því að ég kíki út á lífið með góðum vinum og dansa kannski fram á nótt. Dagarnir mínir eru misjafnir, aldrei eins, og ég veit ekki hvort ég get sagt þennan dag eitthvað hefðbundinn. En ef ég hef tækifæri til finnst mér mjög gam- an að heimsækja fjölskyldu og vini, eyða tíma með góðu fólki og svo finnst mér alltaf æðislegt að fara í sund.“ Steinunn Ketilsdóttir dansari og tvöfaldur Grímuverðlaunahafi Hvað ætlar þú að gera í dag? Finnst gaman að gefa gott að borða Steinunn Ketilsdóttir Daglegt líf 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.