Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 48

Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 48
Bankinn tók við ávísuninni, enda þá þeg- ar orðið alsiða að fólk væri hætt að skrifa nafnið sitt svo hægt væri að lesa það – eftir því sem maður skrifar nafnið sitt oftar þeim mun ólæsilegra verður það (svonefnt ofnotk- unarlögmál). Það hélst svo í hendur að sam- hliða því sem undirskrift varð óæsilegri lásu æ færri á kreditkortakvittanir, ekki síst eftir að rafrænir posar komu til sögunnar og hrað- inn jókst í viðskiptunum. Þetta gaf nátt- úrlega ýmsa möguleika eins og til að mynda það á fyrstu posaárum á börum að skrifa hvað sem er á nóturnar, jafnvel orð eða orð- hluta. (Einu sinni fékk ég þá snjöllu hug- mynd að skrifa ljóð á nóturnar, nýja línu eða línuhluta í hvert sinn sem ég fengi mér bjór á barnum, en þegar ég var búinn með ljóðið var ég búinn að drekka svo mikinn bjór að ég týndi posanótunum.) Þessi þróun hefur orðið örari með hverju árinu og líkt og það að skrifa lykkjuskrift hina gömlu er merki um það að maður sé nokkuð við aldur (fæddur lykkjuskrift og náði yfirhöndinni á átjándu öld og réð ríkjum hér enn á sjöunda áratugn- um; sá mæti maður Guðmundur I. Guð- jónsson skrifaði lykkjuskrift. Á hinum Norð- urlandanna sótti kansellískriftin aftur í sig veðrið og uppúr 1970 tók hún að ryðja sér til rúms hér á landi, en þá var sérstök skrift- arkennsla reyndar aflögð að mestu, orðin hluti af íslenskukennslu og er enn að ég held. Um líkt leyti var ég orðinn dauðleiður á lykkjuskriftinni, settist niður eitt kvöld og bjó mér til nýja rithönd: Á níunda áratugnum verða hægfara siða- skipti á Íslandi; menn hætta að nota reiðufé og nýr siður tekur við: allir fá sér kreditkort. Því fylgja aukakvillar eins og gönukaup (þegar fólk kaupir hluti sem það langar í raun ekki í, hefur ekki efni á og skammast sín fyrir að eiga – t.a.m. fótanuddtæki og Bang & Olufsen græjur) og svo annað sem var lengur að koma í ljós en birtist nú af full- um þunga: fólk hætti að nenna að skrifa nafnið sitt. Þetta rann upp fyrir mér eitt sinn þegar ég seldi yfirmanni mínum bjórkassa og hann greiddi fyrir með ávísun (papp- írsferningur með fjárgildi). Hann hafði fyllt upphæðina rétt út en þegar ég sá undir- skriftina lagði ég ekki í að fara með hana í banka til að skipta: áttu að skrifa eins og ekki bara það heldur áttu allir að skrifa eins og Guðmundur I. Guðjónsson. Eftir þrotlausa þjálfun og yf- irlegu á Skrifbók 1, Skrifbók 2, Skrifbók 3, Skrifbók 4, Skrifbók 5 og Skrifbók, Verk- efni, allt eftir Guðmund I. Guðjónsson (með ótal hetjusögum af Guðmundi og hans fal- legu rithönd) náði ég svo langt að geta ritað nafnið skammlaust, en óneitanlega var það svipminna en það sem ég áður hafði gert: Á öldum áður notuðu menn skriftletur sem kallaðist grunn- eða kansellískrift og féll vel að því er prentverk hófst með lausu letri. Þegar menn síðan taka að rista stafina í koparplötur varð til það sem kallaðist AF LYKKJUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þegar ég var lítill drengur var allt meðöðru sniði en nú er (og reyndar alltverra, þvert á það sem margir halda). Eitt af því sem ég þurfti að ganga í gegnum í mínum gamla Melaskóla (og Hlíðaskóla reyndar líka) var skriftarkennsla. Ég var svo lánsamur að heita stuttu og mjög snyrtilegu nafni (þó ég segi sjálfur frá) ólíkt honum Steingrími bróður mínum og var því til- tölulega fljótur að læra að skrifa það (Jón bróðir hafði það reyndar enn betra, nú eða Ari, en það er önnur saga). Þessi fyrstu tök sem ég hafði á skrift voru hagnýt fyrst og fremst og dugðu ágætlega, og höfðu þann kost að vera persónuleg: Svo kom að ég fór í skóla eins og til siðs var þá og er víst enn. Þar var hagnýti lagt á hilluna og við tók eitthvað annað sem ég átti erfitt með að skilja þá og skil ekki enn; allir Lykkjuskrift, kansellískrift og lykkju » Þumalputtareglangæti verið þessi, kæri lesandi: Ef þú get- ur lesið eigin undir- skrift ertu líklega búinn að lifa þitt fegursta. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 SÝND Í ÁLFABA Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leik- num hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI HHH - Entertainment Weekly HHHH - New York Daily News JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINLUNNI, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK HEIMSFRUMSÝNING VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" LEIKFANGASAGA 3 kl. 13D -3:203D -5:403D m. ísl. tali L 3D THE LOSERS kl. 5:50 - 8 - 10.10 12 LEIKFANGASAGA 3 kl. 1 - 3:20 - 5:40 m. ísl. tali L PRINCE OF PERSIA kl. 3:20-5:40-8-10:20 10 TOY STORY 3 kl. 83D -10:203D m. ensku tali L 3D THE LAST SONG kl. 1 -3:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2:30-5:30-8-8:30- 10:45 12 DIGITAL AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2 -5-8-10:45 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA LEIKFANGASAGA 3 3D kl. 13D -3:203D -5:403D m. ísl. tali L TOY STORY 3 3D kl. 83D -113D m. ensku tali L SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 8D - 10:20D 12 PRINCE OF PERSIA kl. 3 - 5:30 - 8 10 IRON MAN 2 kl. 10:30 L OFURSTRÁKURINN kl. 3 L AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 13D L / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.