Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 ✝ Guðrún Jak-obsdóttir fæddist í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi, N-Ís., 2. janúar 1924. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga 8. júní sl. Foreldrar hennar voru hjónin Matthildur Herborg Benediktsdóttir, f. 11. sept. 1896 í Reykj- arfirði, d. 7. jan. 1989, og Finnbogi Jakob Kristjánsson, f. 7. sept. 1890 í Reykj- arfirði, d. 4. okt. 1974. Þau bjuggu í Reykjarfirði til ársins 1958, fluttu þá til Ísafjarðar. Börn þeirra auk Guðrúnar voru Jóhanna, f. 16. okt. 1913, d. 9. des. 1999. Guðfinnur, f. 13. jún. 1915, d. 6. nóv. 2005. Jóhannes, f. 29. ág. 1917, d. 24. júní 1991. Kristín Sig- ríður, f. 3. ág. 1919, d. 15. júní 1998. Ketilríður, f. 22. des. 1921, d. 24. nóv. 1982. Benedikt Valgeir, f. 23. sept. 1925, d. 21. jan. 1990. Kjartan, f. 14. ág. 1929, d. 16. sept. 1960. Ragnar Ingi, f. 27. júlí 1931. Jens hildur Herborg, f. 15. okt. 1956. 3) Jóna Valgerður, f. 20. ág. 1959. Maki Guðmundur St. Sigurðsson, f. 26. des. 1953. Þeirra börn a) Fann- ey Dögg, f. 16. des. 1989. Maki Vikt- or Freyr Róbertsson, f. 8. ág. 1988. b) Andri Páll, f. 8. okt. 1991. Börn Guðmundar Anna Lára og María Ögn. 4) Guðrún María, f. 10. apr. 1964. Guðrún ólst upp í Reykjarfirði við hefðbundin sveitastörf. Vet- urinn 1947-1948 var hún í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi og hefur alla tíð verið kært með þeim skólasystrum síðan. Eftir það fór hún til Reykjavíkur í atvinnuleit og vann m.a. í Klæðagerðinni Últímu. Guðrún kom fyrst í Reykjahlíð sem kaupakona 1951 og fluttist alkomin 1954. Auk hefðbundinna sveita- starfa vann hún til margra ára við ræstingar við Barnaskólann í Reykjahlíð og Kísiliðjunni. Guðrún hafði fjölmörg áhugamál. Starfaði m.a. með Kvenfélagi Mývatns- sveitar og var ein af stofnendum ITC Flugu. Hún hafði gaman af allri handavinnu og saumaði m.a. skautbúninga, upphluti og peysu- föt. Útför Guðrúnar verður gerð frá Reykjahlíðarkirkju í dag, 19. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Magnús, f. 1. nóv. 1932. Jóna Val- gerður, f. 1. sept. 1934, d. 7. ág. 1935. Valgerður, f. 27. júní 1936. Hermann, f. 27. sept. 1938, d. 21. sept. 1977. Guðmundur Jakob, f. 2. feb. 1941. Guðrún giftist 19. mars 1955 Jóni Val- geiri Illugasyni, f. 11. mars 1916, d. 1. okt. 1998. Foreldrar hans voru Kristjana Frið- rika Hallgrímsdóttir, f. 2. maí 1876 á Grænavatni, og Ill- ugi Arinbjörn Einarsson, f. 7. ág. 1873. Dætur Guðrúnar og Valgeirs eru 1) Kristjana Ólöf, f. 5. júlí 1955, maki 1 (skilin) Skúli Sigurvaldason, f. 18. okt. 1952. Sonur þeirra er Pálmi Steinar Skúlason, f. 3. apríl 1973, kona hans er Árný Helga Þórsdóttir, f. 1. júlí 1974. Þeirra synir a) Valgeir Björn, f. 28. júní 2003, b) Steinar Helgi, f. 21. mars 2006. Maki 2 Mark Kr. Brink, f. 25. maí 1954. Börn Marks Jón Halldór, Viðar Ottó og Eva Rós. 2) Matt- Elskuleg móðursystir mín er lát- in. Hún hefur lifað tímana tvenna. Fædd í Reykjarfirði við Geirólfs- gnúp, á þeim tíma þegar búið var nánast í hverri vík á Hornströndum. Gunna frænka, eins og við systkinin kölluðum hana, var hlý og viðkvæm kona. Oft dvaldi hún hjá okkur, sér- staklega þegar von var á fjölgun í fjölskyldunni. Þá var gott að eiga hana að til að létta undir með móður okkar. Eins tók hún að sér Fjólu systur okkar sem send var í sveit í Reykjafjörð yfir sumarið aðeins 3ja ára, og var Gunna henni sem besta móðir. Þetta var áður en hún flutti að heiman til að gerast húsmóðir í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Þar gift- ist hún Valgeiri Illugasyni og eign- aðist með honum fjórar dætur. Val- geir lést árið 1998. Guðrún var mikil hannyrðakona og svo vandvirk að af bar. Hún vann t.d. úr íslensku ullinni, frá grunni, þvoði, tók ofan af, kembdi, spann og prjónaði. Hún saumaði út, bæði í flíkur og fallegar myndir og saumaði sér afburða glæsilegan skautbún- ing. Hún hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og fylgdist vel með þegar nýir meðlimir fæddust í stórfjölskyld- unni og skráði hjá sér. Eina slíka ættarbók gaf hún svo móður sinni Matthildi Benediktsdóttur. Hún var félagslynd kona og afar gestrisin. Allir úr ættinni voru velkomnir í Reykjahlíð. Helst mátti enginn fara framhjá án þess að koma við og segja henni fréttir af fólkinu hennar. Hún tók ástfóstri við Mývatnssveit- ina, sem var svo gjörólík hennar æskustöðvum. Þar sést ekki brimið sem brotnar við fjörusandinn í Reykjafirði, þar er ekki gengið á fjörur og tínt sprek í eldinn. En feg- urð Mývatnssveitar og gróðurinn þar átti vel við hana. Þar naut hún sín við búskapinn meðan maður hennar lifði. Gunna frænka bjó heima allt til dauðadags. Hún bjó þar í skjóli dóttur sinnar Guðrúnar Maríu sem bjó þar með henni og annaðist hana þegar aldurinn færð- ist yfir. Það er ómetanlegt sem hún hefur fyrir hana gert og vissulega kunni frænka mín að meta það. Oft talaði hún um það hvað sér liði vel og hve þakklát hún væri fyrir það. Gunna frænka hélt sér vel fram und- ir það síðasta, hafði enn gaman af því að fá ættingja í heimsókn og spjalla um liðna daga. Við systkinin þökkum henni fyrir alla hennar góðvild í okkar garð, fyrir alla gestrisnina í gegnum árin og fyrir heimsóknir til okkar. Síðast kom hún til mín á 70 ára afmæli mínu og gladdist yfir að hitta allt frændfólkið. Við vottum dætrum hennar, tengdasonum og barnabörnum, svo og systkinum hennar einlæga sam- úð. Við minnumst hennar með þökk og virðingu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og systkini. Guðrún föðursystir mín var ein af þessum dásamlegu yndislegu og hlýju frænkum sem láta sér annt um frænkur og frændur. Það sýndi sig meðal annars mjög vel þegar ég fluttist til Þórshafnar, þá hringdi hún og sagði að það væri nú gott að vera búin að fá eina frænku í nálægð við sig, en ekki bjuggu þá margir af Reykjarfjarðarættinni á Norður- landi. Hún var afar dugleg að hringja og lesa upp fyrir mig ljóð og erindi sem hún var að semja sem og að fá fréttir af fjölskyldunni. Þegar ég var að skrifa um Reykjarfjörð, þá var mjög fróðlegt og ekki síður skemmtilegt að spjalla við hana um lífið og tilveruna þegar systkina- hópurinn var að alast þar upp og sú gleði sem ég upplifði þegar hún var að segja frá er mér ómetanleg. Fyrir tveimur árum kom hún í Reykjarfjörð og það var gaman að sjá þær systur labba um og skoða átthagana, hlusta á sögur og mikið var hlegið. Það voru alltaf höfðing- legar móttökur þegar farið var í Mývatnssveitina, hvort sem það var stutt stopp eða gist. Minningin um kæra föðursystur lifir. Erla. Í dag skín sólin fegurst í Mý- vatnssveit er við kveðjum vinkonu okkar Guðrúnu Jakobsdóttur frá Reykjarfirði. Hlýja, kærleikur, raunsæi, látleysi og tryggð ein- kenndi Gunnu eins og hún var köll- uð hér í Mývatnssveit. Öll mótumst við af uppeldinu og eins var með Gunnu, sem ólst upp í Reykjarfirði á Hornströndum í faðmi foreldra og 13 systkina. Þar ríkti jafnræði og sagði Gunna okkur frá því að bæði hefði hún gengið til úti- og inni- starfa. Gunna kom fyrst hingað í Mývatnssveit 1951 er hún réð sig í kaupavinnu í Reykjahlíð. Fjórum árum seinna giftist hún svo ungum bónda úr Reykjahlíð, Valgeiri Ill- ugasyni. Mörgum stundum höfum við eytt með Gunnu yfir skemmtilegu spjalli. Oft var þá slegið á létta strengi og ýmsar sögur sagðar úr Reykjarfirði sem og þjóðfélagsmál- in rædd. Vinnusemi var henni í blóð borin, sauðburður, heyskapur, haustverk, alltaf var Gunna að. Hraust var hún alla ævi og kenndi sér vart meins fram til dauðadags. Um miðjan ágúst voru oft komin falleg og stór bláber á borðið í Reykjahlíð 1. Hafði þá Gunna brugðið sér upp í Háu- hlíðina og sótt sér ber í skyrið. Und- anfarin 3-4 ár leitaði hugur hennar æ oftar heim í Reykjarfjörð, heim á æskuslóðirnar, stað sem mótaði hana og þroskaði. Hannyrðakona sem allt lék í höndunum á, saumaði, prjónaði, smíðaði, tálgaði og spann, það var Gunna. Eða eins og segir í þessum fallegu vísum sem hún sjálf samdi: Að taka af ánum, tæta og spinna togið reyta, þelið vinna Hespa bandið, hreint að þvo hnykla að vinda, prjóna svo Ef liti sauða legg ég í lipur ullarböndin Eru þau mjúk og undurhlý eins og vinarhöndin. Með þessum hlýju orðum kveðj- um við Gunnu Jakobs og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Endurfundirnir við Valgeir bónda hennar, foreldra, systkini, ættingja og vini verða ljúfir og hlýir eins og heiðurskonu ber. Elsku Guðrún María, Matta, Kristjana, Valla og fjölskyldur. Okkar hlýjustu samúðarkveðjur sendum við ykkur og megi minn- ingin um góða móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu lifa í hjört- um ykkar. Gunnu okkar Jakobs hittum við aftur þótt síðar verði. Dagný Hallgrímsdóttir og Herdís Steingrímsdóttir. Kær vinkona og skólasystir, Guð- rún Jakobsdóttir, frá Reykjarfirði á Ströndum, hefur kvatt þetta jarðlíf. Kynni okkar hófust þegar við dvöldum á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1947-1948. Það var glaður og góður hópur ungra kvenna sem hóf þar nám í heimilisfræðum, sem var und- irbúningur fyrir lífið og framtíðina. Guðrún var Vestfirðingur og tengdi það okkur saman, báðar fæddar og uppaldar við nyrstu höf. Æskuheimili hennar var mann- margt menningarheimili. Lífsbar- áttan og náttúröflin hörð. Umhverfi og lífskjör mótar menn bæði á sál og líkama, hæfileg vinna þroskar og styrkir, en vinna baki brotnu daga langa setur sitt mark á mann. Guð- rún átti gott með að kasta fram vísu. Nú gullkornum greypt er hið gamla strit, á gæfunnar arni það skipti um lit. við móðu minninganna. Því bjart er um þann besta arð, börnin virða sinn föðurarf, þó fari til framandi manna. Hún fór til framandi manna, norður í Mývatnssveit í sumar- vinnu, hreppti stærsta vinninginn í happdrættinu, eins og hún sagði sjálf, hann Valgeir í Reykjahlíð, mannkostamann sem hún mat mik- ils. Þau hjónin eignuðust fjórar ynd- islegar dætur. Guðrún rak myndarheimili með reisn og hlýjum brag og gott var þau hjón heim að sækja. Miklar og góðar umræður spunnust um lífið í sveitinni fögru, þar sem hún undi sínum hag svo vel. Guðrún var mikil handverkskona, allt sem hún vann var til fyrirmynd- ar, úr þeli þráð að spinna var henn- ar yndi. Þakka ég fínustu vettlinga sem hún sendi mér. Eitt sinn sátum við saman. Hún sagðist vera löt og slöpp. Þá fleygði hún fram þessari vísu: Margt er hægt að mala og masa meðan sólin skín. Lítil er nú og létt í vasa leppagerðin mín. Nú hefur hún lagt frá sér prjón- ana og verður lögð til hinstu hvíldar við hlið mannsins síns í fallegu sveitinni þeirra. Vestfirskir vindar ná ekki til hennar, en hún mun svífa á léttu skýi heim í Reykjarfjörð, setjast við lind hjá barði og burk- nakló, þar sem hún batt sína berns- kuskó. Skólasystur sunnan heiða senda afkomendum samúðarkveðjur. Ég þakka góða og trygga vináttu. Halldóra Jónsdóttir. Fyrir um það bil 40 árum fluttum við fjölskyldan í Mývatnssveit frá Siglufirði. Ekki voru liðnir margir dagar þegar bankað var á dyr. Þar var komin Guðrún Jakobsdóttir í Reykjahlíð I, til að bjóða okkur öll hjartanlega velkomin í nágrennið. Þar með hófst vinátta sem aldrei hefur fallið skuggi á. Guðrún var góð kona. Ég held að öllum sem kynntust henni hafi þótt vænt um hana, hún var hógvær og hlý, vildi öllum vel. Hún sá og talaði um það jákvæða í lífinu og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Gestrisni var Guðrúnu í blóð bor- in. Allir voru velkomnir hvenær sem var. Hún hafði unun af að fá gesti enda átti hún marga vini og ætt- ingja sem sóttu til hennar. Guðrún var vel hagmælt, fór létt með að kasta fram vísu við ýmis tækifæri, en ég er hrædd um að margar góðar hafi ekki farið á prent. Eftirfarandi setti hún á blað og skildi eftir á eldhúsborðinu hjá sér þegar hún var orðin leið á að bíða eftir hjúkrunarkonunni: Óvissan er orðin mér að einhverskonar straffi. Ef þú kemur er þetta hér, ég fer til Þóru í kaffi. Kaffibollarnir sem við Guðrún drukkum saman í gegnum árin eru orðnir æði margir, bæði í eldhúsinu hjá mér og hjá henni, þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar. Oft kom hún inn á gamla tíma og fræddi mig þá t.d. um bú- skaparhætti á Ströndum í gamla daga. Hún Guðrún var mikið nátt- úrubarn. Æskustöðvar hennar fyrir vestan voru henni mjög kærar. Þó ég hafi aldrei komið í Reykjarfjörð- inn hennar Guðrúnar, finnst mér ég þekkja ýmislegt þar af frásögum hennar, sem voru bæði skemmtileg- ar og fróðleiksríkar. Allt handverk lék í höndunum á Guðrúnu. Eru þeir ófáir þjóðbún- ingarnir sem hún hefur saumað í gegnum árin, peysuföt, upphluti, skautbúninga og fleira. Vettlingarn- ir hennar með vestfirsku munstr- unum eru hrein listaverk og hafa ýmis söfn falast eftir þeim. Vett- lingana gaf hún yfirleitt vinum og vandamönnum. Lét hún þessar vís- ur gjarnan fylgja með, sem lýsir vinnuferli ullar: Ullarvinnan mín Að taka af ánum, tæta og spinna togið reyta, þelið vinna. Hespað bandið hreint að þvo hnykla að vinda, prjóna svo. Ef liti sauða legg ég í lipur ullarböndin. Eru þau mjúk og undurhlý eins og vinarhöndin. (Guðrún Jakobsdóttir) Þær voru skemmtilegar berja- ferðirnar okkar Guðrúnar fyrir ofan túnið hennar í Reykjahlíð I. Sú síð- asta var farin í september í fyrra. Þær leggjast nú af og kem ég til með að sakna þeirra. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni, og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Ég kveð Guðrúnu Jakobsdóttur með virðingu og þakka henni fyrir vinskapinn og hlýjuna sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Bless- uð sé minning hennar. Þóra Ólafsdóttir. Nú hefur elsku Gunna mín kvatt þennan heim, og stór hefur vinahóp- urinn verið sem tók á móti henni. Ekki datt mér það í hug þegar ég kvaddi hana á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þann 7. júní sl. en hún átti að fara á sjúkrahúsið á Húsavík kl. 1.30 þann dag. Hún var svo glöð og sagði: Við sjáumst nú fljótlega. Gunnu var allt til lista lagt, hvort heldur hún saumaði, spann, prjónaði eða var við eldhúsverkin, allt lék í höndum hennar.Svo var hún svo vel hagmælt og fljót að koma með vísu. Oft töluðum við saman í síma og ef önnur hringdi þá var næsta víst að hún sagði, ég ætlaði einmitt að hringja í þig þegar ég væri búin að steikja kleinurnar eða annað sem verið var að gera. Á öllu mínu flakki milli Bakka- fjarðar og Eyjafjarðar kom ég æv- inlega við í Reykjahlíð á báðum leið- um ef fjöllin voru farin og alltaf var veisla á borðum hjá þeim mæðgum og yndislegar móttökur. Þegar við skólasysturnar frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi átt- um 35 ára afmæli frá skólanum bauð hún okkur öllum til sín í mat og kaffi og margar okkar gistu líka. Farið var í rútu og Mývatnssveit skoðuð, komið í Skútustaði til prests- hjónanna, séra Arnar og Álfhildar, en hann er einn úr okkar hópi frá Laugalandsskólanum og þetta er okkur öllum ógleymanleg ferð og þar veit ég að ég tala fyrir hönd okk- ar allra skólasystranna, þótt liðin séu 62 ár frá því við kvöddumst á Laugalandi, þá er eins og við höfum sést í gær ef við hittumst og enn halda þær hópinn á suðurhorninu og hittast reglulega hver hjá annarri og kalla ég saumaklúbbinn „Allt eftir þræði“ og við landsbyggðarkonurn- ar alltaf velkomnar í hópinn. Elskulegu systur og fjölskyldur ykkar, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Laugalandsmeyjum. Rósa. Guðrún Jakobsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 60, áður til heimilis að Syðsta-Ósi, Miðfirði, lést á Landakoti laugardaginn 12. júní. Útför hennar fer fram frá Melstaðarkirkju miðviku- daginn 23. júní kl. 14.00. Rúta fer frá Umferðamiðstöðinni kl. 10.00. Þorvaldur Böðvarsson, Hólmfríður Skúladóttir, Hólmfríður Böðvarsdóttir, Sveinn Kjartansson, Jón Böðvarsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir, Pétur Böðvarsson, Hildur Árnadóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.