Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Margs er hægt að minnast í sambandi við Jón. Hann kom inn í líf okkar full- orðinn maður. Alltaf kallaður maðurinn hennar mömmu. Í því fólst ákveðin virðing. Hann var „týpa“ eins og við köllum það. Flottur í tauinu og bar sig einstaklega vel. Fyrir hon- um gat það verið athöfn út af fyrir sig að fara í bankann. Sérstök bankaföt voru notuð og kunni hann að klæða sig. Hann var virðulegur og flottur, maðurinn í frakkanum. Hann var höfðingi heim að sækja og var allt tekið fram sem hægt var að bjóða upp á. Hann hafði yndi af að borða góðan mat og var orðinn mjög liðtækur í eldamennskunni á seinni árum enda hafði hann góðan kennara þar sem mamma var. En fótbolti og stjórnmál voru hans ær og kýr. Þar kom maður ekki að tómum kofunum og voru Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. júní 2010. Útför Jóns fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. júní 2010. stundum ansi heitar umræður því ekki fóru skoðanir alltaf saman. Og fótboltann lifði hann sig svo inn í að það voru spörk út í loftið, hendur á lofti og mörg vel valin orð notuð sem hefðu kannski komið liðinu að gagni ef það hefði heyrt. Hann var mjög stoltur af börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Þær voru ófáar sögurnar sem við fengum að heyra og stolt- ur sagði hann okkur frá velgengni þeirra, svo ég tali nú ekki um þeg- ar fjölgaði í fjölskyldunni. Þá rigs- aði hann um eins og stoltur hani. Það væri hægt að skrifa margt um Jón sem við höfðum gaman af, enda var oft hlegið og gantast á heimili þeirra hjóna, þó heilsan væri farin að bila og læknaferðum farið að fjölga. Hann var umhyggjusamur og góður við móður okkar og fyrir það á hann skilið þakkir. Börnum mömmu og fjölskyldum þeirra reyndist hann mjög góður og eiga þau litlu eflaust eftir að sakna hans því alltaf töluðu þau um Dag- mar ömmu og Jón afa saman þeg- ar þau voru að fara í heimsókn og alltaf var lumað á sleikjó. Guð, ef ég ætti örlítið brot af lífi. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundag- urinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann þeg- ar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss Og þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaðu þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja „mér þykir það leitt“, ,,fyrirgefðu mér“, „viltu vinsamlegast“, „þakka þér fyrir“ og öll þau orð kærleikans sem þú þekkir. Enginn mun minnast þín sökum leynilegra hugleiðinga þinna. Biddu Drottin um styrk og getu til að tjá þær. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér. (Gabriel García Márques) Að lokum viljum við þakka honum fyrir samveruna þessi ár og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi sett mark sitt á okkur því hon- um munum við ekki gleyma. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við öllum ástvinum hans. Hvíl í friði og þökk fyrir allt og allt. Ásdís, Hrönn og Freyja (börn Dagmarar). ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORGEIRSDÓTTUR, sem andaðist föstudaginn 4 Júní, á Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki hjúkrunardeildar A-3 á Hrafnistu í Reykjavík og séra Svanhildi Blöndal. Valdimar Kristjánsson, Óðinn Valdimarsson, Bunrom Kaewmee, Sóley Valdimarsdóttir, Ragnar Jón Grétarsson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR vefnaðarkennari, Orrahólum 7, sem lést föstudaginn 11. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júní kl. 11.00. Þórður Sigurjónsson, Þórhildur Hinriksdóttir, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Kristinn H. Gíslason, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirarhúsa við hjúkrunarheimilið Eir, fyrir umönnun síðustu mánuðina. Erla Durr, Helgi Þórhallsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Rósa Þórhallsdóttir, Ólafur Torfason, Halldór Þórhallsson, Stefanía Þóra Flosadóttir, Guðmundur Þ. Þórhallsson, Guðrún Hannesdóttir, Magnús H. Guðjónsson, Ása V. Einarsdóttir, Páll R. Guðjónsson, Sigurlaug Á. Sigvaldadóttir, Kristinn Guðjónsson, Marianne E. Klinke, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREINS KETILSSONAR, Sunnuhlíð, Svalbarðsströnd. Hólmfríður Hreinsdóttir, Stefán Stefánsson, Ingibjörg Hreinsdóttir, Haukur Már Ingólfsson, Hólmkell Hreinsson, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, afa og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur stuðning og hlýhug í veikindum og við andlát ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS GESTSSONAR, Heiðarbæ 13, Reykjavík. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Lýður Skúli Erlendsson, Torfi Gunnarsson, Grímur Gunnarsson og barnabörn. Mig langar til að kveðja æskuvinkonu mína og frænku með fáeinum fátæklegum orðum. Við vorum systkinabörn, fæddar á sama ári, faðir minn Hörður og móðir hennar Halla voru systkini. Lengi vorum við einu stelpurnar í fjölskyldunni og áttum margar góð- ar stundir saman á æskuheimilum Þuríður Þorbjörg Káradóttir ✝ Þuríður ÞorbjörgKáradóttir fædd- ist í Reykjavík 18. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu 29. maí 2010. Útför Þuríðar fór fram frá Neskirkju 4. júní 2010. okkar, hún bjó á Langholtsvegi og í Álfheimum en ég á Fjölnisvegi. Við bröll- uðum margt eins og börn og unglingar gera og það eru eink- um uppátæki frá þeim árum sem leita á hug- ann á kveðjustund. Bobba frænka, en svo var hún kölluð í fjöl- skyldunni, fékk tvo kassa af kókosbollum hjá frænku sinni sem átti Kókosbollugerð- ina Völu fyrir 10 ára afmæli sitt. Þær voru gefnar í boðinu en við ákváðum að halda öðrum kassanum eftir til að njóta saman um kvöldið þegar gestirnir væru farnir. Skemmst er frá því að segja að okk- ur varð ekki svefnsamt um nóttina eftir að hafa úðað í okkur kókosboll- um og það liðu mörg ár áður en við lögðum okkur kókosbollu aftur til munns. Á unglingsárum unnum við saman í Tónabíói og stálumst í Þórskaffi þótt við hefðum ekki aldur til. Það var alltaf gaman hjá okkur og hélst gott samband fram á full- orðinsaldur. Við eignuðumst báðar börn ungar og þá var mikill sam- gangur milli okkar. Bobba barðist hetjulega síðustu árin við krabba- mein og sýndi einstaka þrautseigju og æðruleysi – en sjúkdómurinn hafði betur að lokum. Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar og ástvin- um. Guð blessi minningu vinkonu minnar og frænku. Kristín Bertha. Kæra Dóra. Með mikla sorg í hjörtum okkar mun- um við sakna þín, með mikilli gleði og ham- Dóra Skúladóttir ✝ Dóra Skúladóttirvar fædd í Sjáv- arborg á Hvamms- tanga, V-Hún. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 15. maí 2010. Útför Dóru fór fram frá Seljakirkju 31. maí 2010. ingju munum við alltaf eftir þér. Þú gafst af þér ást, umhyggju og mikinn húmor í okkar lífi, og hláturinn þinn mun alltaf hljóma í huga okkar. Macarena memo- ries forever … Love you!! Unnur Skúladóttir, Olgeir, Agnar, Ein- ar, Guðbjörg, Am- anda, Elin, Liam og Olgeir Kim. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður val- inn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.