Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Miðnætur- ganga á Hengilinn Sunnudaginn 20. júní verður farin göngu- ferð upp á Hengil. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár; þaðan niður í Innstadal og niður Sleggju- beinsskarð. Gangan tekur u.þ.b. 5 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður er góðir gönguskór, góður hlífðarfatnaður og nesti. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 20:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Valgarður Lyngdal Jónsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður er tvísýnt verður gengin auðveldari leið. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 06 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Stríð er friður. Frelsi er ánauð.Fáfræði er máttur. Þessi þrjú slagorð Stóra bróður úr skáld- sögu George Orwells, 1984, eru meðal þess eftirminnilegasta úr þeirri athyglisverðu bók.     Stóri bróðir,eða ríkis- valdið fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina, stundaði mis- kunnarlausan heilaþvott landsmanna í þessu framtíðarlandi sósíalism- ans. Fjarstæðukennd öfugmæli voru talin virka best.     En það er ekki aðeins í skáld-sögum sem menn láta sig dreyma um framtíðarlandið og beita öllum ráðum til að sann- færa aðra um ágæti þess. Þeir sem tekið hafa trú á Evrópusam- bandið kveða nú öfugmælavísur sínar af miklum móð í trausti þess að geta stýrt umræðunni inn á rangar brautir.     Aðild styrkir fullveldi Íslands,er ein vinsælasta fullyrðing þeirra sem vilja flytja fullveldi Ís- lands frá Íslandi til Brussel. Í stað þess að viðurkenna fullveld- isafsal snúa þeir sem heitast trúa vörn í sókn með orwellísku mælskubragði.     ESB-ferlið er óháð lausn Ice-save-málsins, er annar vinsæll frasi þeirra sem tekið hafa trú á Brussel-valdið og telja Evrópu- sambandshugsjónina öllu öðru æðri. Þeir munu aldrei við- urkenna að þeir eru tilbúnir að selja Íslendinga í skuldafangelsi fyrir ESB-aðild.     Ekki frekar en þeir munu við-urkenna að þeir eru tilbúnir að selja fullveldi þjóðarinnar fyr- ir orwellískt framtíðarlandið. Orwellísk öfugmæli ESB-sinna Veður víða um heim 18.6., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 16 alskýjað Akureyri 17 léttskýjað Egilsstaðir 18 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 16 skýjað Nuuk 8 skúrir Þórshöfn 10 heiðskírt Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 19 skýjað Glasgow 23 heiðskírt London 17 skýjað París 19 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 14 skýjað Berlín 19 léttskýjað Vín 20 skýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 26 skýjað Winnipeg 13 skúrir Montreal 24 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 28 léttskýjað Orlando 31 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 19. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:10 23:48 Þær sækja nöfn sín til umhverfisins, deildirnar á leikskólanum Hörðuvöll- um í Hafnarfirði, en í vikunni fögn- uðu krakkarnir þar 75 ára afmæli skólans síns. Þeir eru ekki margir leikskólarnir í landinu sem státa af jafn langri og samfelldri starfssögu. Kór skólans tók lagið, Pollapönkarar spiluðu og afmæliskaka í boði. Fjöl- margir gestir heimsótu skólann í til- efni afmælisins. Hamar, Hraun, Laut og Lækur Morgunblaðið/Jakob Fannar Brennu, ármótum Þverár og Hvítár, og á þjóðhátíðardaginn voru hátt í tuttugu laxar komnir á land. Þar af voru sex lúsugir smálaxar sem veiddust þá um morguninn. Jón Gnarr leitar maríulaxins Veiði hefst í hverri laxveiðiánni á fætur annarri þessa dagana. Í fyrra- málið, sunnudag, reynir nýr borgar- stjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, að ná maríulaxi sínum er hann opnar Ell- iðaárnar. Gera má ráð fyrir að það takist, en talsvert mun vera gengið af laxi í árnar og er honum haldið á neðsta svæðinu þar sem teljarinn við rafstöðina hefur ekki verið opnaður fyrir göngur laxanna upp dalinn. Í Kjarrá Veiðimaður togast á við lax í Neðra-Rauðabergi. Sextán í opnun Þverár-Kjarrár STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tíu laxar veiddust í opnun Kjarrár á miðvikudag, 16. júní. Veiðimenn sem voru neðar í ánni, í Þverá, höfðu hendur á sex löxum. „Það var minna vatn en ég bjóst við, en töluvert af laxi og mikil hreyf- ing á honum. Það var mest að gera á miðsvæðinu, mikið af laxi til dæmis í Réttarhyl, Johnson og Langadrætti. Þá var líka fiskur víða ofar og Neðra- Rauðaberg gaf nokkra fiska og efsta svæðið alls fimm,“ sagði einn veiði- mannanna í Kjarrá, Haraldur Ei- ríksson, í vefmiðlinum votnogveidi- .is. Haraldur og félagi hans settu í tíu laxa og lönduðu fimm á miðsvæðinu en hann sagði neðsta hlutann hafa verið slakan. Sex af þessum tíu löx- um voru tíu til tólf pund en fjórir voru smálaxar. Smálaxar sýndu sig nokkuð í Þverá á sama tíma en þeir tóku ekki flugur veiðimanna, heldur voru allir sex laxarnir sem landað var opnun- ardaginn stórlaxar. Jón Ingvar Þor- geirsson fékk fyrsta lax sumarsins í Kirkjustreng en allir laxarnir voru 70-87 cm langir. Sá stærsti, hængur, veiddist í Klapparfljóti. Laxveiðin hófst fimmta júní á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.