Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 30

Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 ✝ Óskar SigurðurÞorsteinsson, bóndi, fæddist í Reykjavík 29. desem- ber 1966. Hann lést á Landspítalanum 7. júní 2010. Foreldrar hans eru Guðlaug Matthildur Guðlaugsdóttir, hús- freyja í Vík í Mýrdal, f. 10.1. 1938, og Þor- steinn Einarsson, fv. bóndi á Ytri Sól- heimum II í Mýrdal, f. 17.11. 1927. Guð- laug er dóttir hjónanna Guðlaugs Gunnars Jónssonar, f. 1889, d. 1986, og Guðlaugar Matthildar Jakobsdóttur, f. 1892, d. 1938. Þor- steinn er sonur hjónanna Einars Einarssonar, f. 1889, d. 1955, og Ólafar Einarsdóttur, f. 1890, d. 1976. Systkini Óskars eru 1) Krist- ín, f. 6.1. 1956, maki Jens Andr- ésson, f. 9.4. 1952. Barn þeirra er Anna Kristín, f. 28.4. 1992. Sonur Kristínar er Jón Þorsteinn Sig- urðsson, f. 27.5. 1980. Fósturbörn Kristínar eru Ívar Jensson, f. 28.10. 1977, og Ellen M. Jensdóttir, f. 30.6. 1956. Börn þeirra eru Geir- þrúður María, f. 1.9. 1985, Ríkey, f. 30.4. 1989, Sæþór Pétur, f. 20.4. 1993, og Jara, f. 9.7. 1995. Óskar varð gagnfræðingur frá Skógaskóla undir Eyjafjöllum 1982. Árið 1993 útskrifaðist hann sem búfræðingur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri. Eftir útskrift vann hann lengst af ýmis landbún- aðarstörf víða um land, þó að- allega á Suðurlandi. Óskar stund- aði tamningar í mörg ár, lengst af í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum og víðar á Suðurlandi. Hann bjó bróðurpart ævi sinnar á Ytri Sól- heimum II, byrjaði þar fjárbúskap árið 2005 ásamt Ragnari bróður sínum á jarðarhlutanum sínum Sól- heimar IV. Þau störf sem áttu mestan hug Óskars voru tamning og ræktun hrossa og sauðfjárrækt. Hefur hann hlotið viðurkenningar fyrir störf sín á þeim sviðum. Hann var virkur félagsmaður í hesta- mannafélaginu Sindra þar sem hann sá um reiðkennslu auk þess að sitja í stjórn félagsins og nefnd- um innan þess. Óskar fluttist árið 2008 að Brekkum III í Mýrdal þar sem hann stundaði blandaðan bú- skap ásamt Ragnari Sævari bróður sínum fram til dánardags. Óskar var ókvæntur og barnlaus. Óskar Sigurður verður jarð- sunginn frá Sólheimakapellu í dag, 19. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. f. 20.6. 1980. 2) Einar Guðni, f. 6.12. 1958, maki Petra Kristín Kristinsdóttir, f. 16.4. 1975. Börn þeirra eru Þorsteinn Björn, f. 28.6. 1996, Ólöf Sigurlína, f. 12.5. 1999, Sigríður Ingi- björg, f. 20.6. 2002, og Kristín Gyða, f. 1.4. 2009. 3) Guð- laugur Jakob, f. 2.9. 1961, maki Laufey Guðmundsdóttir, f. 16.3. 1966. Sonur Guðlaugs er Jakob Örn, f. 24.9. 1986. Fósturbörn Guðlaugs eru Guðrún Arna Kristjánsdóttir, f. 4.6. 1981, Valgerður Ása Kristjáns- dóttir, f. 12.1. 1987, og Tinna Rut Sigurðardóttir, f. 14.8. 1991. 4) Ólöf Ósk, f. 18.3. 1974, maki Þur- íður Sif Ævarsdóttir, f. 22.11. 1974. Fósturbörn Ólafar eru Aron Björn Guðmundsson, f. 2.1. 1995, og Matthildur Erna Hörpudóttir, f. 24.6. 2005. 5) Ragnar Sævar, f. 16.9. 1978. Uppeldisbróðir Óskars er Kjartan Hreinsson, f. 30.1. 1958, maki Sigríður Árný Sævaldsdóttir, Í dag kveðjum við kæran bróður og mág. Það er alltaf sorglegt og ekki síður ósanngjarnt þegar svona ungt fólk fellur frá í blóma lífsins. Sérstaklega nú, Óskar, þegar lífið var loksins farið að leika við þig og draumar þínir að orðnir að veruleika. Þú hafðir sagt skilið við blautu árin og búinn að fá þína jörð og áttir þínar ær og kýr þar. Þó þú hafir nú alltaf átt þínar ær og kýr þá varstu loksins orðinn þinn eig- in herra og þá eru öllu kippt undan þér eins og hendi sé veifað. Það var ekki komið að tómum kof- anum þegar skepnur voru annars veg- ar. Rollurnar þínar þær spökustu í sveitinni og jafnvel þær litskrúðug- ustu. Því þitt aðaláhugamál var að rækta liti í fé og ekki má gleyma for- ystufénu þínu sem þú hafðir sérstak- an áhuga á. Að fást við skepnur með Óskari var aldrei vandamál. Þið Einar fóruð oft bara tveir einir í að reka inn fé eða að ná hrossum sem ekki var tal- ið að myndi takast nema að her manns kæmi þar að. Hross voru líka ofarlega í huga þér og þá helst ræktun nú í seinni tíð þó þú hafir verið meira í tamningunum hér áður. Við minnumst þess líka að oft varstu búinn að skipta hrossi fyrir annað og kominn með einhvern al- gjöran vitleysing sem tók heillangan tíma að komast á bak á og svo var bara að halda sér. En það truflaði þig ekki og ekki gafstu upp á hrossinu. Alltaf sömu rólegheitin í kringum þau, sama hversu rugluð þau voru. Hestamannafélagið Sindri naut líka starfskrafta þinna í reiðskólanum ár eftir ár. Krakkarnir mættu líka ár eft- ir ár af því að þau vissu að hann Óskar væri með reiðskólann og þú kunnir líka lagið á þeim. Vissir hvernig átti að láta þau læra að leggja á hestinn. Þá tókstu þig til og settir hjálminn á hest- inn, snerir hnakknum öfugt og hengd- ir múlinn á eyrað á hestinum. Svo léstu krakkana hneykslast á því hvað þú værir nú vitlaus að kunna ekki að leggja á. Þegar þau voru svo búin að leiðrétta þig þá skelltir þú þér á bak öfugt og það olli líka heilmikilli kátínu að reiðkennarinn sjálfur kynni ekki einu sinni að fara á bak. Þú varst eins og segull á krakkana og ekki síður á dýrin. Það var aldrei neinn æsingur eða læti. Enda áttir þú aldrei í vand- ræðum með að ná hesti eða fanga kind og krakkarnir okkar voru mjög hænd að þér öll sem eitt Við hér á Sólheimum munum sakna þín en huggum okkur við að geta haft þig hér rétt við hliðina á okkur og þangað getum við komið og talað við þig. Hafðu þökk fyrir allt, kæri Óskar. Minning þín lifir um ókomin ár. Einar Guðni og Petra. Óskar bróðir minn verður jarð- sunginn frá Sólheimakapellu, sem er bændakapella á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Þar mun hann hvíla við hlið forfeðra sinna í föðurætt. Óskar var fjórði í röðinni í sex systkina hópi. Fæðing hans hinn 29. desember 1966 er mér mjög minnisstæð því aðstæð- ur fjölskyldunnar voru þá með þeim hætti að faðir okkar hafði slasast al- varlega rétt fyrir jólin og lá á sjúkra- húsi í Reykjavík. Mamma kasólétt að bróður mínum og hafði fylgt pabba suður en kom heim rétt fyrir aðfanga- dag. Jólin 1966 voru því ekki eins gleðileg sem skyldi hjá okkur á Ytri- Sólheimum II. Til þess að taka við stjórn og létta undir með móður minni kom Silla föðursystir og tók við búsforráðum ásamt Ólöfu ömmu. Mikinn stuðning var einnig að fá frá nágrönnum okkar á Sólheimatorf- unni. Við þessar tilfinningaríku og erfiðu aðstæður heima á Ytri-Sól- heimum fæðist Óskar á fæðingar- deildinni í Reykjavík. Ýmsar minningar koma upp í hug- ann við andlát Óskars en sú minning sem trónir efst er hve ákveðinn hann var í því að verða bóndi og stefndi að því leynt og ljóst alla sína tíð. Einnig lagði hann mikið á sig að komast yfir jarðnæði til þess að hann gæti staðið fyrir búi sem sómi væri að. Einstakur maður var Óskar í um- gengni við dýr og eru mörg minninga- brot þar sem hann er við tamningu hrossa. Mynd birtist strax í huga mín- um af böldnum fola sem á að temja, þar sem Óskar gengur að honum með hægum en öruggum skrefum, talandi við hann, leggur síðan hönd á lendar folans og fikrar sig fram eftir honum, klappar honum blítt og nær að lokum taki á snoppunni og er þar með búinn að fanga hann. Á því augnabliki sér maður hvernig folinn hættir að „titra“ og fer að sýna tamningamanninum traust og samvinna tekst með þeim félögum um hæl. Þarna var Óskar bróðir í essinu sínu Óskar var hvers manns hugljúfi og vinmargur, dáður af systkinabörnum sínum sem og af þeim ungmennum sem hann kenndi að sitja hross á námskeiðum hestamannafélagsins Sindra í sumarbyrjun ár hvert. Reyndar var Óskar ekki alveg gallalaus. Hann háði baráttu við Bakkus í mörg ár, en sigraði þann vá- gest fyrir þremur árum. Því er það svo sárt að sjá á eftir honum núna þegar lífið virtist blasa við honum og hann búinn að kaupa sér jörð og bú- stofn sem hann hafði alltaf dreymt um. Óskar var góður kokkur þegar hann vildi það við hafa. Hann hafði lengi haft áhuga á matargerð fyrri tíma og var gott að leita hjá honum ráða tengdra slíku. Fyrir hönd fjölskyldunnar þökkum við öllum þeim sem komu að aðhlynn- ingu Óskars sl. vetur og léttu honum stundir í veikindum hans. Við hjónin og börnin okkar minn- umst Óskars bróður með hlýhug og þakklæti fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur bæði í leik og starfi. Kristín og Jens. Það sem kemur í hugann fyrst þeg- ar ég sest niður og skrifa minning- arorð til þín, einstaki bróðir, er stórt og mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera þér samferða í þessu lífi. Ég man að á uppvaxtarárum okkar á Sólheimum fór ekki mikið fyrir þér og þinn uppáhaldsleikstaður var fyrir norðan Hól þar sem þú varst búinn að búa til stærðarinnar bú úr beinum þar sem voru kindur, kýr og hestar. Seinna man ég eftir þegar lifandi kindurnar þínar voru farnar að banka á útidyrnar og labba inn í eldhús að leita að þér og þér fannst það ein- staklega skemmtilegt þegar þú fékkst þær til að éta kökur og drekka bjór. Já, sveitin var þinn staður. Nátt- úru- og dýraunnandi fram í fingur- góma. Mér fannst mjög spennandi að fá að sniglast með þér og ótrúlegt en satt nenntirðu oft að hafa mig í eft- irdragi þegar þú fórst að rúnta með vinum þínum eða þegar þú röltir út í Sólheimakot og þið fóruð að hlusta á Kiss og ACDC. Þetta voru uppá- haldshljómsveitirnar þínar og auðvit- að líka mínar. Leiðir okkar lágu í sitthvora áttina og sambandið var mismikið í mörg ár. Þegar þið Ragnar fenguð loksins jörð og ykkar eigið heimili á Brekkum fór ég eins oft og ég komst í heimsókn til ykkar og oftar en ekki fór maður út rúllandi eftir kjötsúpu eða dýrindis lambalæri og ég tala nú ekki um brauðið sem þú bakaðir. Þér þótti allt- af gaman að bjóða fólki í mat og varst listakokkur. Þér var annt um að halda í gömlu hefðirnar í matargerð, t.d. með að gera þín eigin bjúgu og bera á borð saltaðan fýl. Þú fórst ekki auðveldu leiðina í gegnum þetta líf og það ósanngjarn- asta af þessu öllu saman er að loksins þegar þú hafðir náð því sem þú þráðir mest af öllu, að vera edrú og að eiga þitt eigið heimili og búrekstur með Ragnari bróður, greinistu með krabbamein sem tók þig allt of fljótt frá okkur. Ég fékk margar dýrmætar stundir með þér og samtöl þar sem þú kennd- ir mér að taka eftir því smáa í kring- um mig og hvað það skiptir máli. Sýndir mér merkinguna á orðinu æðruleysi og hvað það er nauðsynlegt að njóta hverrar mínútu í lífinu. Ég set æðruleysi, slatta af kæru- leysi og léttleika í poka, hristi og tek inn í skömmtum voru orðin þín. Þín er sárt saknað og skarð þitt verður aldrei fyllt. Þín systir, Ólöf Ósk. Nú eins og svo oft áður finnst mér lífið ósköp ósanngjarnt, það var virki- lega sárt að sjá hinn glaðlynda frænda minn veikjast þessum illvíga sjúkdómi sem sigraði hann að lokum. Allir þeir sem nutu vinskapar Óskars áttu þar góðan vin, hann var Hjördísi systur og hennar fjölskyldu ómetanlegur vinur og stóð hún eins og klettur við hlið síns besta vinar og frænda í gegn um veikindi hans og fram að kveðjustund. Mikið sem þau áttu gott að eiga hvort annað að. Við höfum misst góðan vin og frænda og mun minning hans lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Hvíl í friði, kæri Óskar frændi. Ættingjum Óskars og aðstandend- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Dóra Jónsdóttir og fjölsk. „Þetta reddast“ eru orð sem þú sagðir við mig öðru hverju síðastliðna fimm mánuði. Nú að þessum tíma liðnum skiljast leiðir okkar sem lágu allt í einu saman um miðjan janúar. Ég kveð þig með miklum söknuði í hjarta og vona að sá staður sem þú heldur nú til nái að uppfylla þær óskir sem þú hefur um hann. Systir þín hringdi í mig og bað mig að vera með þér í því sem takast þurfti á við og reyna að vera þér innan hand- ar í borg óttans. Ég átti að vera eyru þín og augu og miðla fregnum til allra sem biðu í ofvæni eftir því hvað myndi verða. Á þessum tíma kenndir þú mér margt sem ég mun geyma hjá mér um ókomna tíð. Í huga mínum fyrir nokkrum mán- uðum varstu bara Óskar frændi sem bjó fyrir austan. Þú varst bróðir hans Ragnars og saman áttuð þið búið, sem ég leit oft til þegar ég ímyndaði mér hvernig það væri að vera bóndi. Það fór aldrei mikið fyrir þér í mínu lífi. Ég ók þér stundum þegar þú varst við skál og ætlaðir að skemmta þér, ég kveikti í sokkunum þínum þegar ég var á mínum yngri árum og þú varst manna fróðastur um dýrin í sveitinni. Umfram allt varstu maðurinn sem kunnir að elda lambalæri og bjóst til ís sem vart er hægt að lýsa í orðum hvað var góður. Þú varst Óskar frændi fyr- ir austan í mínum huga. Frændinn fyrir austan sem hataði borg óttans og allt sem henni fylgdi. Sveitalífið var lífið sem þú sóttist eftir og snerust fréttir hvers dags um það á meðan þú varst hér, og hvað það væri nú slæmt að vera í … Af þeim sökum reyndum við í sífellu að skipuleggja sem fæsta daga hér í … og komast heim að Sólbrekku eftir baráttuna við djöflana eins og þú kallaðir þá. Þegar líða tók á vegferðina og brottfarar- dagurinn nálgaðist kenndir þú mér hvernig ætti að meta og gefa einkunn í samræmi við það. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála um niðurstöður var meðaltalið alltaf það sem gilti ef við vorum báðir á sama stað. Nú þeg- ar þú ert farinn austur um og í græna haga sit ég eftir og hugsa til þessara stunda sem við eyddum saman. Þetta voru stundirnar og staðurinn sem ég átti að vera á og hefði ekki viljað missa af. Óskar, eftir þennan tíma er tóm og söknuður í hjarta mér. Ég mun heiðra minningu þína með virðingu en fæ þér þó ekki fullþakkað fyrir þær dýr- mætu stundir sem við áttum saman. Farðu í friði, kæri vinur og frændi, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Jón Þorsteinn. Kær vinur minn, Óskar Sigurður, er látinn, langt fyrir aldur fram. Í upphafi nýs árs greindist þú með krabbamein. Þó að við vissum að bar- áttan yrði erfið, þá trúði ég því að þú myndir sigra. Ég er búin að reyna nokkrum sinnum að setjast niður og skrifa, en gefst ávallt upp, tárin renna í stríðum straumum niður kinnar mínar, ég sakna þess að heyra ekki röddina þína og hlátur þinn. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnst þér. Óskari kynntist ég í Skógaskóla haustið 1981 og strax þá urðum við vinir. Það er ekki langt síðan við vor- um að rifja upp að kynni okkar spönn- uðu næstum 30 ár og við sem værum vart eldri en 25 ára. Ballferðirnar til Víkur, útilegurnar á Klaustri, þá var oft gaman, þú hafðir gaman af að dansa og tókum við mörg sporin sam- an. Þú gast verið kátur og glaður en undir skelinni var viðkvæm sál, sál sem reyndi margt, og gekk oft á tíð- um grýtta braut. En þetta allt sigr- aðir þú með vilja þínum og krafti. Þurftir kannski smá spark en sigraðir að lokum. Eina utanlandsferð fórum saman til Skotlands, sú ferð var í alla staði skemmtileg, sérstaklega er minni- stætt þegar brunakerfið fór í gang á Hótelinu í Inverness, allir hlupu út, en þið bræður fóruð ekki á taugum, í rólegheitum var tekið það með, sem nauðsynlegast taldist. Í mars síðastliðnum fóruð þið Ragnar síðan í ferð til Færeyja. Þú hlakkaðir mikið til þessarar ferðar og hafði mjög gaman af, en ferðin var þér erfið. Það hafði lengi verið draumur ykk- ar bræðra, þín og Ragnars að geta fengið jörð til ábúðar. Draumurinn varð að veruleika sumarið 2008, er þið bræður fengu jörðina Brekkur 3 til ábúðar. Þar naustu þín innan um kýrnar ykkar og rollurnar. En því miður naustu þess aðeins í 2 ár. Það verður skrítið að koma að Brekkum og hitta þig ekki þar. Í mörg ár varstu með í Reiðskóla Hestamf. Sindra og þar naustu þín svo sannarlega, öll börn dáðu þig og voru þau mörg búin að athuga hvort þú yrðir ekki örugglega þar. Þau fundu öryggið og gleðina hjá þér. Um hvítasunnuna áttum við gott spjall saman, þú baðst mig að koma og hjálpa þér. Sagðir að það hefði tek- ið þig 45 mín. að hringja og biðja mig að koma. Þú vildir sannalega ekki vera upp á aðra komin. Þá fyrst fann ég að þrekið var að dvína, sagðir að þú værir orðinn óþolandi meyr, eins og þú orðaðir það. Okkur kom saman um að gráu hárin hjá þér væru þroskamerki. Í þessum veikindum þínum kom svo sannarlega í ljós, hvað þú varst vinamargur. Elsku Gulla mín, Steini og aðrir ástvinir, hugur minn er hjá ykkur öll- um á þessari stundu. Minningin um yndislegan vin lifir. Bergþóra. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Þessi Hávamál eru „á heilanum“ þegar ég hugsa til þín Óskar minn. Ástæðan er ótímabær dauði þinn en magnaður orðstír sem þú gast þér á þinni stuttu ævi. Þetta kom upp í huga mér þegar ég frétti að fjöldi heimsóknargesta hefði verið mikill undir það síðasta sem sýnir hversu marga þú áttir að. Þú varst snillingur í umhirðu dýra og skipti þá ekki máli hvort talað er um kýr, kindur eða hesta. Allir sem kynntust þessari hlið þinni hrifust af og vildu fá þína hjálp þegar þurfti. Ég Óskar Sigurður Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.