Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 rausnarlegar gjafir á þetta fyrrver- andi æskuheimli sitt sem er merki- legt hús með mikla sögu, sem Gyða kann vel að segja frá.    Á grænfarfuglaheimilinu Ytra-Lóni hefur mikil uppbygging verið í gangi og gistirými eru þar nú rúmlega fimmtíu. Um sólstöðurnar er þar mikil hátíð og verður þá á Ytra-Lóni opnað fyrsta List- farfuglaheimilið hér á landi, Art Hos- tel Ytra-Lón. Í vetur hefur Ytra-Lón átt samstarf við Myndlistarskólann á Akureyri en nemendur í fag- urlistadeild hafa unnið að verkefninu „Outer Space Art Place“ en það felst m.a. í rýmis- og umhverfishönnum og tengingu umhverfisins við bygging- arnar á staðnum. Afrakstur af vinnu þessa listafólks verður sýndur á opn- uninni, næstkomandi mánudag en einnig verða ljósmynda- og mynd- listasýningar á Ytra-Lóni. Ábúendur og eigendur Ytra-Lóns eru hjónin Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller ásamt börnum sínum og bjóða þau gesti velkomna á þessa lista- og sólstöðuhátíð á Langanesi. Lífið á Langanesi Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir Sauðaneshús Gyða Þórðardóttir fagnar þjóðhátíðardeginum við æsku- heimili sitt á Sauðanesi og gaf þangað fánastöng og íslenska fánann. ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Langanes er áhugavert svæði fyrir ferðafólk sem í auknum mæli leggur leið sína þangað. Sauðanes- hús er gjarnan fyrsti áfangastað- urinn þegar lagt er af stað á Langa- nesið en þessi fyrrverandi prestsbústaður var byggður árið 1879 úr steini og er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Minjasafn er nú í húsinu, auk þess sem þar er upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn og veit- ingasala með þjóðlegum veitingum. Húsið fékk myndarlega gjöf nú á þjóðhátíðardaginn en það er fána- stöng með áletruðum silfurskildi ásamt íslenska fánanum. Gefandinn er fyrrverandi íbúi hússins, Gyða Þórðardóttir en hún er fædd og upp- alin í prestsbústaðnum, þar sem for- eldrar hennar bjuggu frá 1918 til árs- ins 1955, prófastshjónin séra Þórður Oddgeirsson og frú Ragnheiður Þórðardóttir og er gjöfin til minn- ingar um þau, eins og segir á silf- urskildinum. Gyða hefur áður gefið Ný sundlaug á Blönduósi er tilbúin og var opnuð al- menningi á miðvikudag. Nemendur í 4., 5. og 6. bekk grunnskólans á Blönduósi fengu að fara fyrstir allra í laugina og var spenningurinn svo mikill að börnin voru komin upp í hæstu hæðir til að prófa vatns- rennibrautina áður en blaðaljósmyndarar náðu að smella af fyrstu myndunum. Einnig reyndist erfitt að fylgja eftir fyrstu reglu allra sundlauga; „bannað að hlaupa á sundlaugarbakkanum“, enda mikil eft- irvænting og gleði yfir nýju sundaðstöðunni. Eftir að krakkarnir höfðu fengið sinn skammt af busli og notað rennibrautina óspart var aðgangur opnaður öðrum og notuðu margir góða veðrið til að fá sér sundsprett og prófa nýju aðstöðuna. Formleg vígsla sundlaugarinnar fer fram á Húnavöku um miðjan júlí en þá verða tvö ár liðin frá fyrstu skóflu- stungunni. Aðsóknin í nýju sundlaugina hefur verið mikil, ekki síst á þjóðhátíðardaginn en þá var mikið blíðviðri í bænum. Síðustu daga hefur verið mjög gott veður á Blönduósi og er mikill fjöldi á tjaldstæðinu að sögn starfsmanns upplýsingamiðstöðvarinnar í bænum. Sundlaugin er opin alla virka daga frá 9-21 og um helgar frá 10-18. ingibjorgrosa@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hátt uppi Sundlaugarsvæðið er hið glæsilegasta og státar af himinhárri vatnsrennibraut. Buslað í nýrri sundlaug á Blönduósi Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is Sólarmegin Á lengsta degi ársins, mánudagskvöldið 21. júní, býður TM til Esjugöngu með leiðsögn reyndra fararstjóra frá Ferðafélagi Íslands. Allir viðskiptavinir TM eru velkomnir ásamt fjölskyldum sínum. Göngufólk safnast saman í Esjustofu við rætur Esju (hjá Mógilsá) kl. 20.00 þar sem farið verður í létta upphitun. Gangan hefst svo kl. 20.30. Fararstjórar FÍ fræða göngufólk um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber. TM gefur öllum göngugörpum buff og vatnsflösku. Að göngu lokinni býður TM upp á kakó í Esjustofu, sem verður opin allt kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.