Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 40

Morgunblaðið - 19.06.2010, Side 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Víkverja varð það á að velta fyrirsér hvort Þjóðverjar hefðu orð- ið andsetnir af brasilískum fótbolta- móði þegar þeir sigruðu Ástrala fjögur núll á dögunum. Heldur fór lítið fyrir sambataktinum hjá Þjóð- verjum á HM í gær því að þeir stein- lágu fyrir Slóvenum. Þetta hefur orðið tilefni til háðulegra ummæla um þýska liðið, ekki sé lengur talað um þýska stálið, heldur þýska kálið og þýska undrið sé nú þýska glundr- ið. x x x Þjóðverjarnir geta örugglega náðsér á strik á ný, en brátt fer þessi heimsmeistarakeppni ekki bara að verða athyglisverð fyrir markaþurrð, heldur ósvífna fótbolta- dverga, sem ekki koma fram við ris- ana af tilhlýðilegri virðingu. Aðdá- endur spænskrar knattspyrnu froðufella nú af bræði yfir niðurrifs- fótbolta Svisslendinga og tala um ósigur knattspyrnunnar. Stað- reyndin er engu að síður sú að Sviss- lendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Spánverja með einu marki gegn engu og voru óheppnir að skora ekki annað mark. Víkverji er reyndar þeirrar hyggju að aðdrátt- arafl fótboltans felist einmitt í hinum óvæntu úrslitum. Allt getur gerst, dvergarnir geta sigrað risana, ekk- ert er gefið. x x x Gestgjafarnir eiga alla samúðVíkverja. Suður-Afríka hefur haldið þessa keppni með miklum sóma hvað sem líður tuði um kulda vegna þess að þar sé nú hávetur. Víkverji veit ekki betur en að um gervalla Evrópu sé spilaður fótbolti um hávetur án teljandi kveinstafa. En gengi suður-afríska landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska og eftir jafntefli við Mexíkó og þriggja marka tap gegn Úrúgvæ verða líkurnar á að liðið komist áfram upp úr riðlinum að teljast hverfandi. Þó eygja þeir glætu sigri þeir Frakka, sem hafa leikið hreint hörmulega í Suður-Afríku, með nokkrum yfirburðum og Úrúgvæ sigrar Mexikó í lokaviðureigninni í riðlinum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gaffals, 4 ganga ójafnt, 7 góðmennska, 8 skjálfa, 9 ráðsnjöll, 11 ró, 13 uppmjó fata, 14 saum- aði lauslega, 15 þráður, 17 hendi, 20 trylla, 22 poka, 23 þáttur, 24 ræður við, 25 undirnar. Lóðrétt | 1 tónverkið, 2 skurðurinn, 3 hand- færaveiðar, 4 bjarndýr- sungi, 5 gladdi, 6 dýrin, 10 heldur, 12 greinir, 13 skil, 15 næða, 16 auð- ugan, 18 rándýr, 19 eldstó, 20 guðir, 21 hags. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bardaginn, 8 játar, 9 akkur, 10 kot, 11 meina, 13 Teits, 15 hæsin, 18 sigla, 21 ern, 22 groms, 23 atóms, 24 staðfasta. Lóðrétt: 2 aftri, 3 dýrka, 4 glatt, 5 nakti, 6 hjóm, 7 gras, 12 nýi, 14 efi, 15 hagl, 16 skolt, 17 nesið, 18 snara, 19 gróft, 20 assa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að beita sjálfan þig meiri aga svo að þú náir að skila af þér þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér. Leiðin liggur upp á við að nýju. (20. apríl - 20. maí)  Naut Íhugaðu hvernig þú getur aukið lífsgæði þín, sérstaklega varðandi heils- una. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú munt líklega lenda í deilum um stjórnmál, trúmál eða heimspeki í dag. Settu því ekki upp hundshaus þótt þér líki þær ekki allar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er auðveldari kostur að velja beinu brautina en stundum kalla mál á það að menn hafi kjark til þess að brjóta nýjar leiðir. Temdu þér meiri tillitssemi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Aflaðu þér upplýsinga um yf- irmanninn eða fyrirtækið, þú færð stöðu- hækkun með því að sýna frumkvæði. Einbeittu þér að færri málum og sinntu þeim. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert óvenju ástríðufull/ur og gætir jafnvel orðið ástfangin/n af yf- irmanni þínum í dag. Það gæti reynst þér fjötur um fót. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu það eftir þér að upplifa æv- intýrið og fara ótroðnar slóðir. Forðastu að taka þátt í hlutum sem eru einskis virði og því hrein tímasóun. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Verkefni í vinnunni hallast hættulega mikið í öfuga átt. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Margt í sambandi vina er of djúpt til að skilgreina það. Hugsanlega finnur þú hjá þér hvöt til þess að koma vini til hjálpar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gerðu það sem þú getur til að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar, heimili þitt eða fasteignir. Dagurinn hentar vel til skipulagningar og verkefna sem krefj- ast vandvirkni og þolinmæði. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef þú ættir að ráða einhvern til þess að gera það sem þú gerir mynd- irðu líklega borga viðkomandi þrisvar sinnum meira en þú aflar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Losaðu þig við getgátur í tengslum við verkefni í vinnunni með því að leita beint til þess sem veit allt, eða að minnsta kosti þess sem veit mest. Stjörnuspá 19. júní 1915 Kvenréttindadagurinn. Kon- ungur staðfesti breytingar á stjórnarskránni. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. 19. júní 2005 Þess var minnst með baráttu- fundi á Þingvöllum að níutíu ár voru síðan konur fengu kosningarétt til Alþingis. Í Reykjavík voru bleikir borð- ar hengdir á styttur bæj- arins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Elín Bjarna- dóttir, Rétt- arholtsvegi 35, verður níutíu og fimm ára á morgun, 20. júní. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Korn- hlöðunni, Lækj- arbrekku, Bankastræti 2, milli kl. 15 og 18. 95 ára Halldóra Ingi- marsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi er ní- ræð í dag, 19. júní. Af því til- efni tekur hún á móti ættingjum og vinum á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri milli kl. 16 og 18 á af- mælisdaginn. 90 ára Sigurlaug Pétursdóttir húsmóðir frá Fremstagili í Langadal er áttræð í dag, 19. júní. Sig- urlaug bjó áður á Hávallagötu 20 en er nú bú- sett á hjúkrunarheimilinu Sól- túni. 80 ára Magnús R. Gíslason tannlæknir er áttræður í dag. Hann ætlar að bjóða vinum og fjölskyldu heim til sín í Vesturbæinn til að fagna með sér í tilefni dagsins. „Við Gyða settumst niður og skráðum niður hverjum við vildum bjóða. Fyrr en varði voru um þrjú hundruð nöfn komin á listann,“ segir Magnús. Því miður ná þau ekki að taka á móti öllum þrjú hundruð heima á Aflagrandanum. Þau ætla því að láta sér nægja að bjóða þeim allra nánustu. Magnús R. Gíslason á að baki farsælan feril sem tannlæknir. Hann starfaði áratugum saman við tannlækningar og rak sína eigin tannlæknastofu við Grensásveg. Magnús var áður giftur Dóru Jóhannsdóttur, en hún lést fyrir sex árum. Saman áttu þau þrjú börn. Elstur er Jóhann Þór verk- fræðingur, næst í röðinni er Sigríður Dóra læknir og yngstur er Gylfi, hagfræðingur og ráðherra. Magnús er í sambúð með Gyðu Stefánsdóttur. Magnús R. Gíslason er áttræður í dag Vildi gjarnan bjóða fleirum Sudoku Frumstig 5 6 7 9 2 4 3 2 9 5 9 4 5 6 7 2 7 4 1 3 7 1 4 3 5 1 3 4 7 2 9 3 5 8 6 6 4 8 8 7 9 6 5 3 4 6 2 7 3 4 5 7 6 1 8 2 1 4 7 8 2 5 5 3 7 5 3 9 4 6 3 8 4 2 9 2 1 7 5 9 6 4 8 3 5 9 3 2 4 8 7 6 1 8 4 6 1 3 7 5 9 2 3 7 9 6 5 2 8 1 4 6 8 2 3 1 4 9 5 7 1 5 4 8 7 9 3 2 6 9 2 5 7 6 3 1 4 8 4 3 8 9 2 1 6 7 5 7 6 1 4 8 5 2 3 9 2 7 1 5 4 3 6 9 8 5 4 6 9 2 8 3 7 1 3 9 8 7 6 1 2 4 5 4 8 2 6 9 5 1 3 7 9 1 5 2 3 7 8 6 4 7 6 3 8 1 4 9 5 2 6 2 7 4 8 9 5 1 3 1 5 9 3 7 2 4 8 6 8 3 4 1 5 6 7 2 9 5 3 9 8 6 7 2 1 4 2 8 4 9 5 1 3 6 7 6 7 1 4 3 2 9 5 8 4 6 8 7 2 5 1 3 9 7 9 2 3 1 8 5 4 6 1 5 3 6 9 4 7 8 2 8 1 5 2 4 9 6 7 3 9 4 6 1 7 3 8 2 5 3 2 7 5 8 6 4 9 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 19. júní, 170. dag- ur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Bd3 c5 7. 0-0 Rxe4 8. Bxe4 Rf6 9. Bg5 cxd4 10. Rxd4 Be7 11. Bf3 0-0 12. Dd3 Db6 13. Had1 Hd8 14. Be3 Da5 15. Db5 Dc7 16. Db3 Bd7 17. c4 e5 18. Rb5 Bxb5 19. cxb5 e4 20. b6 De5 21. Be2 a6 22. g3 Bc5 23. Bxc5 Dxc5 24. Hc1 De7 25. Hc7 Hd7 26. Hfc1 Had8 27. Hxd7 Hxd7 Staðan kom upp á öflugu at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Odessu í Úkraínu. Sergei Karjak- in (2.739) hafði hvítt gegn Jurij Drozdovskij (2.625). 28. Bxa6! h5 svartur hefði einnig tapað eftir 28. … bxa6 29. Hc8+ Re8 30. b7. 29. Bb5 Hd6 30. Hc7 Rd7 31. Hxb7 h4 og svartur gafst upp um leið. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Djúpt hugsað. Norður ♠432 ♥KG843 ♦D986 ♣4 Vestur Austur ♠KD875 ♠G96 ♥2 ♥D96 ♦1073 ♦ÁG5 ♣D1063 ♣8752 Suður ♠Á10 ♥Á1075 ♦K42 ♣ÁKG9 Suður spilar 4♥. Þegar farið er í saumana á mögu- leikum sagnhafa virðist sem hann gefi alltaf spaðaslag og tvo á tígul. Sem þýðir að samningurinn hangir á tromp- drottningunni. Og það virðist engin sérstök ástæða til að staðsetja hana þriðju í austur, eða hvað? Spilið er frá úrslitaleik Vanderbilt- keppninnar 1967 og í suður var kunnur spilari á þeim tíma, Paul Levitt (1939- 93). Levitt dúkkaði ♠K, sem kom út, en fékk næsta slag ♠Á. Hann spilaði nú hárnákvæmt. Tók ♣Á og stakk lauf. Trompaði þriðja spaðann heima, spil- aði hjarta á kónginn og hjarta til baka á tíuna! Þegar tían hélt var málinu lok- ið, en Levitt var við því búinn að gefa á ♥D aðra fyrir aftan. Þá hefði vestur orðið að spila sér í óhag: spaða í tvö- falda eyðu, laufi upp í ♣KG eða hreyfa tígulinn. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.