Morgunblaðið - 30.06.2010, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.2010, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  150. tölublað  98. árgangur  ÆRINGI Í SALTHÚSINU Á STÖÐVARFIRÐI GÓÐRI SKEMMTUN HEITIÐ Á FUNK Í REYKJAVÍK HEFUR STUNDAÐ HUG- LEIÐSLU FRÁ 8 ÁRA ALDRI MEIRA EN BARA FÖNK 28 HUGLEITT Í LÓTUSHÚSI 10MYNDLISTARHÁTÍÐ 27 Fólk leitar að svörum um hvaða skref skuli stíga næst Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Íslensku olíufélögin hafa mörg hver offjárfest í eldsneytisstöðvum og segja viðmælendur Morg- unblaðsins að kostnaðurinn við að reisa og reka fleiri stöðvar en þörf er á lendi á neytendum. „Það eru margir sem halda að samkeppni kosti ekki neitt. En samkeppnin kostar helling,“ segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri N1. Styttra er á milli eldsneytisstöðva á höfuðborg- arsvæðinu en í flestum ef ekki öllum borgum í Evrópu, samkvæmt úttekt sem stýrihópur á veg- um Reykjavíkurborgar vann fyrir borgaryfirvöld. Ein bensínstöð er á hverja 2.700 íbúa Reykjavík- Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þéttni eldsneytisstöðva á höfuðborgar- svæðinu sé mun meiri en þörf er fyrir og bendir á að það sé ekki fyrir neytendur gert að staðsetja hlið við hlið stöðvar frá mismunandi félögum, sem veita svipaða þjónustu á nánast sama verði. Fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg að árið 2003 hafi markaður fyrir bensínstöðvar í borginni verið orðinn mettaður, en þá voru bensínstöðvar í borginni 36 og ein stöð á hverja 3.300 íbúa. Í dag eru þær 44 og 2.700 Reyk- víkingar um hverja stöð. „Samkeppnin kostar helling“  Fleiri bensínstöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu en þörf er fyrir  Veldur hærra verði til neytenda  Tíu sinnum færri eru um hverja stöð í Reykjavík en í Evrópu MHvergi færri um hverja bensínstöð | 13 ur, en í Evrópu eru að jafnaði um 25.000 íbúar um hverja stöð. Vegna smæðar landsins dugar að hafa hér eitt olíufélag, rétt eins og okkur dugar einn banki og eitt tryggingafélag, segir Hermann. „Við Íslend- ingar höfum hins vegar ákveðið að við viljum hafa samkeppni og fjölbreytileika. En því fylgir inn- byggt óhagræði sem felur í sér aukinn kostnað.“ „Við Íslendingar […] viljum hafa samkeppni og fjöl- breytileika. En því fylgir innbyggt óhagræði,“ segir Hermann Guðmundsson. Gangi mestu bjartsýnisspár eftir gæti útflutningsverðmæti hugverka- iðnaðarins á Íslandi aukist um ríf- lega 54 milljarða króna í ár og sam- anlögð greinin því farið fram úr matvælaiðnaði, að sjávarútvegi og landbúnaði meðtöldum, hvað snertir verðmæti útfluttra afurða. Mikil bjartsýni er í röðum hug- verkafyrirtækja enda er litið svo á að Ísland sé á margan hátt vel í stakk búið til að tryggja sér mikilvæga hlutdeild í hinum ört vaxandi mark- aði upplýsingatækninnar. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að stærstu háskólarnir, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, horfa fram á niðurskurð, á sama tíma og eftirspurnin eftir vinnuafli í greininni er að aukast. Flestir fá vinnu strax Björn Þór Jónsson, forseti tölvun- arfræðideildar Háskólans í Reykja- vík, og Ólafur Pétur Pálsson, forseti iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar HÍ, eru sammála um að útlitið sé bjart fyrir nemendur á þessu sviði, enda séu at- vinnuhorfurnar með ágætum. Jón Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Marorku, fer fyrir einu af mörgum hugverkafyrirtækj- um landsins en hann óttast að skort- ur á vinnuafli og óhagstætt rekstrar- umhverfi kunni að hrekja fyrirtæki í greininni úr landi. AGR, fyrirtæki sem hannar hug- búnað við birgðastýringu, er annað dæmi um góðan árangur við hug- verkagerð hér á landi en þar á bæ horfa menn til sóknar á nýja markaði erlendis. baldura@mbl.is »12 Spá miklum vexti út árið  Útflutningsverðmæti hugverka- geirans gæti aukist um tugi milljarða Sköpun CCP er hugverkafyrirtæki.  Svo kann að fara að þeir sem gerðu upp gengistryggð lán við bankana fyrir fall þeira eigi þess kost að lýsa kröfu í þrotabú þeirra, hafi gengistengingin verið þeim óhagstæð. Formlegur frestur til að lýsa kröfum í búin er runninn út fyrir nokkru, en heimild er fyrir því í lögum um gjaldþrotaskipti að lýsa kröfu í þrotabú, sé hún til komin eftir að fresturinn rennur út. Enn er uppi ágreiningur um það með hvaða hætti endurgreiðslu gengistryggðra lána skuli háttað, en ætla má að niðurstaðan verði sú að margir hafi ofgreitt af sínum lánum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, seg- ir það mögulegt að hægt sé að lýsa kröfu skv. áðurnefndri lagaheimild. Slitastjórn muni taka afstöðu til slíkra krafna þegar, og ef, þær ber- ist. »14 Uppgerð lán dregin fram á nýjan leik?  Ísland verður í efsta styrk- leikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni heimsmeist- aramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð frá 13.-30. janúar á næsta ári. Ásamt Íslandi verða heims- og Evrópumeistarar Frakka í efsta styrkleikaflokki, einnig Króatar og Pólverjar. Semsagt þjóðirnar sem höfnuðu í fjórum efstu sætunum á Evrópumeistaramótinu í Austurríki í upphafi þessa árs. Þetta þýðir að íslenska landsliðið hafnar ekki í riðli með Frökkum, Króötum né Pólverjum, en getur mætt öllum öðrum í riðlakeppninni. » Íþróttir Ísland í efsta styrk- leikaflokki fyrir HM Barátta Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson. Fyrstu hvalir þessarar vertíðar voru dregnir á land í Hvalstöðinni í Hval- firði í gærkvöldi, við mikinn fögnuð áhorfenda sem safnast höfðu saman. Um var að ræða þrjár langreyðar og virtust öll dýrin nokkuð vel á sig kom- in. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða 175 dýr á þessari vertíð og hafa að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, kaupendur verið fundnir. Fyrstu hvalirnir flensaðir Morgunblaðið/Ómar 44 bensínstöðvar eru í Reykjavík og er markaðurinn fyrir löngu mettaður. 2.700 íbúar eru um hverja stöð í Reykjavík, sam- anborið við 25.000 í Evrópu. ‹ MARGAR STÖÐVAR › » Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins og fyrrverandi seðlabankastjóri, seg- ist hafa frétt af því eftir Alþing- iskosningarnar árið 2007 að for- ystumenn Sjálfstæðisflokks væru í viðræðum við Samfylkinguna. „Ég spurði Geir hvort sjálfstæð- ismenn væru byrjaðir á viðræðum við aðra. Hann neitaði því, en sagðist ekki geta stöðvað aðra flokksmenn sína.“ Þetta kemur fram í grein sem Jón ritaði í veftímaritið Stjórn- mál og stjórnsýslu. Þar segir, að fimm dögum eftir kosningar hafi framsóknarmenn slitið viðræðum við Sjálfstæðisflokk, þó í mála- myndasátt við Geir. „Hálftíma síðar hófust viðræður sjálfstæð- ismanna og Samfylkingar. Og innan annars hálftíma gátu þau ákveðið að hefja formlegar við- ræður um stjórnarmyndun.“ »8 „Málamyndasátt“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.