Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 þeim að halda. Var þetta meðal annars gert þar sem framboðið á lóðum var takmarkað. Einnig hafi verið lagt kapp á að koma í veg fyrir að keppinautar kæmust yfir lóðir og reynt að komast yfir lóðir í nýjum hverfum. Aðspurður hvers vegna N1 reyni ekki að fækka bensínstöðvum, fyrst meira sé af þeim en þörf er á, segir Hermann að þá væri ein- faldlega verið að auka markaðs- hlutdeild og fjölga viðskiptavinum keppinautanna. Töluverð fjölgun stöðva varð með komu Atlantsolíu á mark- aðinn. Í skýrslu borgarinnar kem- ur fram að fjölgunin frá árinu 2003 hafi aðallega orðið í smáum sjálfs- afgreiðslustöðvum Atlantsolíu en einnig sjálfsafgreiðslustöðvum í eigu N1, Olís og Skeljungs. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir að þrátt fyrir fjölgun bensínstöðva hafi sérhæf- ing stöðvanna ekki aukist, heldur jafnvel minnkað. Bensínstöðvar breyttust í veitingasölur „Til skamms tíma veittu þessar stöðvar mismunandi þjónustu og voru margar eins og litlar bílabúð- ir eða varahlutaverslanir. Í dag hefur sjálfsafgreiðslustöðvum fjölgað, en stöðvar með þjónustu eru frekar veitingasölur en litlar bílabúðir eins og áður var,“ segir Runólfur. Pálmi Freyr Randversson, sér- fræðingur á sviði samgöngumála hjá umhverfis- og samgöngusviði, sem tók þótt í því að vinna áð- urnefnda skýrslu, bendir á að gerð bensínstöðva hafi áhrif á menningu borgarinnar. „Þróunin hefur verið sú að þess- ar stöðvar eru orðnar eins og kaupmaðurinn á horninu. Allt um- hverfi bensínstöðva er að sjálf- sögðu sniðið að bílnum og þar af leiðandi ýtir þessi þróun undir þá bílamenningu sem við erum að reyna að breyta.“ Hann segir að ekki standi til að úthluta fleiri lóðum í borginni und- ir bensínstöðvar. Þegar hins vegar þörf skapast fyrir nýjar stöðvar verður gerð krafa um að þær bjóði upp á innlenda orkugjafa til við- bótar við bensín og díselolíu, og sama gildi við endurnýjun leigu- samninga um lóðir sem borgin hef- ur þegar úthlutað undir bens- ínstöðvar. Hvergi færri um hverja bensínstöð  Eldsneytisstöðvum hefur fjölgað mikið frá 2003 þrátt fyrir að markaðurinn hafi þá verið mettaður  Offjárfestingar olíufélaga lenda á neytendum  Sérhæfing hefur minnkað þrátt fyrir fleiri stöðvar Morgunblaðið/Þorkell Breyst mikið Bensínstöðvar eru margar hverjar orðnar að litlum verslunum. Nesti í Fossvogi sést hér annars vegar fyrir fimm árum og hins vegar í dag. Í hnotskurn » Í dag eru 44 bensínstöðvar í Reykjavík og 2.700 íbúar um hverja stöð, samanborið við að meðaltali 25.000 um hverja stöð í Evrópu. » Árið 2003 voru 36 bensín- stöðvar í Reykjavík og 3.300 íbúar voru um hverja stöð. Fram kemur í skýrslu borg- arinnar að markaðurinn hafi þá þegar verið orðinn mettaður. » Fjölgunin frá árinu 2003 hefur aðallega orðið í minni sjálfsafgreiðslustöðvum Atl- antsolíu og sjálfsafgreiðslu- stöðvum N1, Olís og Skeljungs. Morgunblaðið/Ernir FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Bensínstöðvum hefur fjölgað mjög á höfuðborgarsvæðinu á und- anförnum árum og eru íbúar um hverja stöð líklega hvergi í Evrópu jafnfáir og í Reykjavík. Í skýrslu sem unnin var fyrir Reykjavík- urborg kemur fram að um það bil 2.700 íbúar eru um hverja bens- ínstöð í Reykjavík, en að jafnaði um 25.000 um hverja stöð í Evr- ópu. Ekki virðist vera þetta mikil þörf fyrir bensínstöðvar, enda kemur í skýrslu fram að árið 2003, þegar 3.300 íbúar voru um hverja stöð, hafi markaðurinn þegar verið orðinn mettaður. „Það er ljóst að það hefur orðið offjárfesting í þessari grein, eins og flestum öðr- um verslunargreinum á Íslandi,“ segir Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1. Neytendur borga brúsann Þótt vissulega séu viss þægindi fylgjandi því að þurfa ekki að keyra langar vegalengdir til að komast að næstu bensínstöð hljóta þessar offjárfestingar að lenda á neytendum. Að sögn Hermanns kemur allur sá aukakostnaður sem það veldur olíufélögunum að reisa og reka fleiri stöðvar en þörf er fyrir á endanum fram í hærra vöruverði. Hermann segir að um tíma hafi olíufélögin sótt um allar þær lóðir sem í boði voru undir stöðvar, jafnvel þótt þau hafi ekki þurft á Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Starfsmenn Götusmiðjunnar munu áfram sinna börnunum sem þurftu frá að hverfa þegar Götusmiðjunni var lokað, en nú á vettvangi Vímu- lausrar æsku. Barnaverndarstofa hefur gert samning við Foreldrahús Vímu- lausrar æsku um að bjóða upp á úr- ræði sem miðar að því að tryggja börnunum áframhaldandi meðferð- arþjónustu. Með þessu er tryggð sem mest samfella í meðferð barnanna að sögn Braga Guðbrands- sonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Í samráði við foreldrana „Þetta er í samræmi við nið- urstöðu fundar sem við áttum með foreldrum allra barnanna og ég held að ég megi segja að foreldrunum þyki þetta ásættanlegt framhald,“ segir Bragi. Hann segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og margar góðar ábendingar borist frá foreldrunum. Hann hafi heyrt óbeint frá krökk- unum að þau hlakki til að halda með- ferðinni áfram samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi. Bragi segir það dapurt hve stutt- an aðdraganda lokun Götusmiðj- unnar hafi átt en einhugur hafi verið um lokunina meðal barnavernd- arnefndar, sérfræðinga og óháðra eftirlitsaðila. Hann segir það einnig hafa komið fram á fundinum með foreldrunum þeir hafi ekki talið neitt annað vera í stöðunni. „Við höfum gengið frá því að tveir reyndustu starfsmenn Götusmiðj- unnar komi til starfa með börnunum en svo komi aðrir starfsmenn inn eft- ir atvikum,“ segir Bragi og bætir því við að auk starfsmanna Götusmiðj- unnar muni sérfræðingar Foreldra- húss koma að málum barnanna. Allir starfsmenn Götusmiðjunnar hafi lýst sig boðna og búna til að halda starfinu áfram með þessum hætti. Hæft fólk frá Götusmiðjunni Átta börn þurftu frá að hverfa þegar Götusmiðjunni var lokað fyrir skemmstu og eru sjö þeirra búsett í Reykjavík. Barnavernd Reykjavíkur hefur því unnið í samstarfi við Barnaverndarstofu í að útvega önn- ur úrræði fyrir börnin. Samkvæmt barnaverndinni er ekki um mörg úrræði á borð við Götusmiðjuna að ræða fyrir börn í vímuefnavanda. Ekki megi gleymast að hjá Götu- smiðjunni hafi mjög gott starf farið fram undanfarin ár og margt hæft fólk unnið þar hörðum höndum að bættum hag barna. Rétt er að taka fram að umrædd börn eru 17 og 18 ára gömul og því býsna stálpuð. Börnin fá áfram- haldandi meðferð  Vímulaus æska tekur yfir starfsemi Götusmiðjunnar Morgunblaðið/Golli Barnavernd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að tryggja samfellu í meðferð barnanna og unnið verði að því. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Tollstjóri hefur sent Sýslumann- inum í Reykjavík beiðni um að fella úr gildi kyrrsetningu eigna Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðs- sonar og Hannesar Smárasonar í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar í síðustu viku á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þegar kyrrsetning eigna Skarphéðins Berg Stein- arssonar var felld úr gildi. Skattrannsóknarstjóri krafðist kyrrsetningar eigna fjórmenning- anna í maí, vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt en í nýrri lagaheimild í lögum um tekjuskatt, sem beitt var í þessu til- felli, er veitt leyfi til að kyrrsetja eignir til að tryggja greiðslur. Skarphéðinn Berg kvað þá kyrr- setninguna ólögmæta og kærði hana til dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Skarphéðins á þeim grundvelli að ekki væri að finna heimild í lögum um tekjuskatt til kyrrsetningar eigna hans vegna meintra brota á lögum um virðisaukaskatt. Hæsti- réttur staðfesti þann úrskurð. Morgunblaðið/Ómar Lausir Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson. Kyrrsetning felld úr gildi á næstunni Í hnotskurn » Hæstiréttur dæmdi kyrr- setningu eigna Skarphéðins ólögmæta. » Tollstjóri hefur því sent beiðni um að fella úr gildi sam- bærilegar kyrrsetningar. » Lög um tekjuskatt þóttu ekki veita heimild til kyrrsetn- ingar eigna til tryggingar á greiðslu virðisaukaskatts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.