Morgunblaðið - 30.06.2010, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
Stór klukka eða lítill maður? Klukkan góða á Lækjartorgi hefur tifað í áttatíu ár. Engum sögum fer af því hvort hún hefur stækkað á þeim tíma eða hvort iðnaðarmaðurinn sé svona smávaxinn.
Eggert
Við hljótum að fagna dómi
Hæstaréttar – ekki síst í ljósi
þess að almenningur á Íslandi
hefur nú í annað sinn risið upp
gegn fjármagnseigendum og
neitað að taka á sig ósann-
gjarnar skuldbindingar. Í fyrra
skiptið fór krafa fjármagnseig-
enda á hendur skattgreið-
endum í þjóðaratkvæðagreiðslu
og í seinna skipti dæmdi
Hæstiréttur um lögmæti
krafna á hendur einstakling-
um.
Allt frá bankahruni hef ég verið þeirrar
skoðunar að stjórnvöld ættu að beita al-
mennum aðgerðum til að færa niður skuldir
heimilanna. Afstaða mín mótast annars veg-
ar af reynslu annarra þjóða sem farið hafa í
gegnum fjármálakreppu og hins vegar af
sanngirnissjónarmiðinu um að dreifa beri
byrðum kreppunnar milli lántakenda og lán-
veitenda. Stjórnvöld létu því miður hjá líða
að nýta tækifærið sem gafst til að beita al-
mennum aðgerðum og það mun reynast
okkur dýrkeypt.
Verðtryggingin dýpkar kreppuna
Ísland sker sig úr öðrum ríkum sem farið
hafa í gegnum fjármálakreppu hvað varðar
útbreiðslu verðtryggingar. Sérfræðingar
sem rannsakað hafa fjármálakreppur full-
yrða að verðbólgurýrnun óverðtryggðra lána
hafi komið í veg fyrir að kreppan yrði enn
dýpri, þ.e. varnað enn fleirum gjaldþrotum.
Gjaldþrot eru kostnaðarsöm fyrir sam-
félagið, þar sem fleiri neyðast til
að afla tekna í svarta hagkerfinu
og gjaldþrot fyrirtækja eru töp-
uð atvinnutækifæri.
Það voru því mikil vonbrigði
fyrir mig að ríkisstjórn Sam-
fylkingar og VG skyldi hafna al-
mennum aðgerðum fyrir heim-
ilin í landinu og innleiða þess í
stað sértækar aðgerðir fyrir þá
sem eru ófærir um að standa í
skilum. Sértækar aðgerðir eru
dýrar og tímafrekar í fram-
kvæmd og ekki í samræmi við
ráðleggingar sérfræðinga um að
mikilvægt sé að ná fram leiðréttingu skulda
fljótt ef skuldavandinn á ekki að tefja end-
urreisnarferlið. Til viðbótar við sértækar
lausnir hefur m.a. efnahags- og við-
skiptaráðherra hvatt skuldsett fólk til að
leita réttar síns með því að fara í mál við
lánveitendur um lögmæti krafna.
Dýrasta lausnin valin
Það er m.ö.o. komið undir ógæfu hvers og
eins hvort hann/hún fær lausn sinna skulda-
mála í gegnum velferðarkerfið og gæfu
hvers og eins hvort hann/hún fær lausn
sinna skuldamála í gegnum dómskerfið.
Gæfan felst í því að hafa skrifað undir rétt-
an samning við lánardrottna sína. Að mínu
mati er þetta kostnaðarsamasta lausnin á
skuldavanda heimila, þar sem einstaklings-
miðaðar lausnir velferðar- og dómskerfisins
draga endurreisnina á langinn, ýta undir
óánægju almennings og auka ójöfnuð í sam-
félaginu. Lausn stjórnvalda á skuldavand-
anum lítur enn verr út nú þegar komið hef-
ur í ljós að endurreisn bankakerfisins gerði
ekki ráð fyrir að gengistryggð lán yrðu
dæmd ólögleg heldur aðeins að stór hluti
fólks með slík lán yrði gjaldþrota. Hvernig
gat það gerst að heilt bankakerfi var reist á
þeirri fullvissu að gengistryggð lán væru
lögleg? Af hverju var ekki leitað álits lög-
fræðinga á ólögmæti þeirra? Slíkt álit hefði
bætt samningsstöðu ríkisins í uppgjörinu
milli gömlu og nýju bankanna. Þessum
spurningum þurfa fjármálaráðherra og efna-
hags- og viðskiptaráðherra að svara. M.ö.o.
hver ber ábyrgð á því að hér á landi var
reist alltof dýrt eða stórt bankakerfi?
Eitt af hlutverkum AGS hér á landi er að
aðstoða ríkið við semja við lánardrottna um
skuldir. Hvað ráðlagði sjóðurinn íslenskum
stjórnvöldum í uppgjörinu við kröfuhafa
gömlu bankanna?
Tími almennra aðgerða liðinn
Eftir dóm Hæstaréttar er tími almennra
aðgerða til að taka á skuldavanda heim-
ilanna liðinn og það harma ég. Það voru
mistök að láta málið fara í þennan farveg,
þar sem hér mun allt loga í málsóknum
næstu misserin. Við þurfum dómsnið-
urstöður um m.a. vaxtastigið á gengistrygg-
ðum lánum frá og með 16. júní í ár og hvort
öll gengistryggð fasteignalán teljist vera ís-
lensk lán. Hvorki Alþingi né ríkisstjórnin
geta né eiga að taka fram fyrir hendurnar á
dómskerfinu. Ef það verður gert, þá hafa
kjörnir fulltrúar þjóðarinnar endanlega
gengið frá trúverðugleika stjórnkerfisins.
Afleiðing þess mun birtast í kjöri skemmti-
krafta eða jafnvel þjóðernisöfgahópa eins og
í Ungverjalandi en slíkir hópar berjast fyrir
einangrun landsins frá áhrifum alþjóðafjár-
magnsins. Hvað varðar verðtryggðu lánin,
þá tek ég undir með tillögu Þórs Saari um
að nota beri ofgreiddar vaxtabætur til
þeirra sem tóku gengistryggð lán til að létta
undir með þeim sem eru með verðtryggð
lán. Ég vil þó taka fram að slík aðstoð mun
ekki duga til að lægja óánægjuöldurnar
meðal þeirra sem tóku verðtryggð lán. Þak
á verðtrygginguna þarf líka að koma til.
Kostnaður ríkissjóðs?
Draga þarf upp heildarmynd af áhrifum
dóma Hæstaréttar á ríkissjóð. Er t.d. raun-
hæft að reikna með að útgjöld ríkissjóðs
aukist meira en tekjur hans? Það má ekki
gleymast að á móti hærra framlagi rík-
issjóðs með bönkunum koma auknar skatt-
tekjur nú þegar fjármagnskostnaður margra
útflutningsfyrirtækja mun lækka verulega.
Minni skuldsetning heimila og fyrirtækja
eykur líka eftirspurnina
Eftir Lilju Mósesdóttur » Það er m.ö.o. komið undir
ógæfu hvers og eins hvort
hann/hún fær lausn sinna
skuldamála í gegnum velferð-
arkerfið og gæfu hvers og eins
hvort hann/hún fær lausn
sinna skuldamála í gegnum
dómskerfið.
Lilja Mósesdóttir
Dýrasta leiðin valin til að taka
á skuldum heimilanna
Höfundur er þingmaður.