Fréttablaðið - 12.10.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 12.10.2011, Síða 46
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR30 Ef þú ert hjá Símanum getur þú keypt þér heyrnartól með 20% afslætti í dag. Magnaður miðvikudagur! G ildir á m eðan birgðir endast. 20% afsláttur af heyrnartólum BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég mæli með Durum á horni Laugavegs og Frakkastígs. Fékk mér dönerkebab-vefju þar um daginn sem var frábær. Murat er alveg með þetta.“ Ari Eldjárn, meðlimur grínhópsins Mið- Ísland. „Þetta er svipaður fjöldi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Elísa- bet Linda Þórðardóttir, dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkissjónvarp- inu. Í kringum 150 lög bárust í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Euro- vision, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta eru ögn færri lög en bár- ust í fyrra þegar 174 lög bárust og nær ekki toppnum 2009 þegar yfir 200 lög reyndu að komast í aðal- keppnina. Elísabet Linda segir að nú taki við vinna hjá fimm til sex manna dómnefnd sem fari yfir öll lögin og er reiknað með því að þeirri vinnu ljúki í byrjun næstu viku en nöfn dómnefndarmeðlima eru ekki gefin upp. „Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur.“ Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dag- skrárstjóra Ríkissjónvarpsins, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mörg lög munu keppa, það sé verið að teikna keppnina upp um þessar mundir en eins og Fréttablaðið hefur greint frá verða engar undankeppnir í ár heldur fara lögin sjálfkrafa á sjálft úrslitakvöldið. Búið er að ákveða að Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir verði kynn- ir keppninnar eins og undanfarin þrjú ár en Sigrún hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort einhver verði henni til halds og trausts. „Ég missti auðvitað Guðmund Gunnarsson, sem var miður, því mér fannst hann standa sig vel og ég hefði viljað hafa hann áfram,“ segir Sigrún sem þarf einnig að fylla skarð Páls Óskars Hjálmtýs- sonar en hann ákvað að segja skil- ið við Eurovision-þáttinn Alla leið. - fgg 150 lög bárust í Eurovision KYNNIR KEPPNINA Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir Eurovision-keppnina eins og undanfarin þrjú ár. 150 lög bárust í keppnina í ár. Bandaríska leikkonan Liv Tyler brá undir sig betri fætinum seinnipart mánudags og fór ásamt kærastanum sínum, ljós- myndaranum Theo Wenner, og tveimur öðrum vinum sínum að skoða hinn magnaða Þríhnúkagíg í Bláfjöllum. Tyler flaug þangað í þyrlu frá Þyrluþjónustunni sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins og skoðaði þetta mikla náttúru- undur en ferðalagið niður á botn gígsins tekur í kringum tólf mín- útur með lyftu. Þrátt fyrir mikla frægð hefur Tyler og hennar föruneyti haft hægt um sig en það var statt hér vegna friðarsúlu Yoko Ono. Vísir. is greindi þó frá því að hún hefði verið stödd á skemmtistaðnum B5 þar sem einnig voru Sean Parker, stofnandi Napster og einn aðal- eigandi Facebook, Sean Lennon og móðir hans, Yoko Ono. Þá var sagt frá því á vef DV að Tyler hefði verið hin alþýðlegasta þegar hún hitti tvo aðdáendur á veit- inga- og skemmtistaðnum Prik- inu. Liv Tyler og föruneyti eru nú farin af landi brott. - fgg ÁLFADROTTNING Á ÍSLANDI Liv Tyler kom hingað til lands í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ásamt kærasta sínum. Þau eru nú farin af landi brott sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Liv Tyler naut lífsins í Þríhnúkagíg Sverrir Þór Sverrisson og Þor- steinn Guðmundsson eru kóngarn- ir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfra- skápurinn eru einu íslensku mynd- irnar sem hafa náð að rjúfa 10 þús- und og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða vænt- anlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíó- kóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viður- kennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskáp- urinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekju- hæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæp- lega þrjátíu milljónum í miða- sölu. Þorsteinn telur að svoköll- uð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hót- elherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífs- leikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var SVERRIR ÞÓR SVERRISSON: FÍNT AÐ VERA KÓNGUR EINN DAG Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmynd- ir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíó- myndir fyrir rúmlega 93 millj- ónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frum- sýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sól- eyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þús- und gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is TVEIR Á TOPPNUM Sverrir Þór Sverrison og Þorsteinn Guðmundsson eru aðalmennirnir í íslenskum kvikmyndum það sem af lifir ári. Okkar eigin Osló, sem Þorsteinn skrifaði hand- ritið að og lék aðalhlutverkið í, er tækjuhæsta íslenska kvikmynd ársins en flestir hafa séð Algjöran Sveppa og töfraskápinn. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.