Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 H au stútsala 20.-26. október Kringlukast Opið til 21 í kvöld Fimmtudagur skoðun 20 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 20. október 2011 245. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.is GLÆSILEGUR HALDARI teg 100161 - rosalega mjúkur og þægilegur í B C skálum á kr. 4.600,- flottar buxur í stíl á kr. 1.995, 20% afslá ur af öllum kjólum, bolum, mussum, skyrtum og skóm.50% af völdum vörum.Kri ngl uka st Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Fjölbreyttir stillimöguleikar. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 NÝTT Háls og herðanudd Hárlengingar geta verið varasamar og hefur jafnvel sýnt sig að þær skilji eftir sig mikið slit og skallabletti þegar þær eru teknar úr. „Ekkert fer jafn illa með hárið og hárlengingar,“ sagði Jennifer Aniston eftir að hafa reynt það sjálf fyrir nokkrum árum. Tískuhönnuðurinn Mundi vondi rær á ný mið með fatalínunni Chained and Dumped in the Ocean. Kannar hafsins leynd dó FÓLK Leikarinn Guðjón Þorsteinn Pálmarsson var leiðsögumaður bandaríska tónlistarmannsins Johns Grant þegar hann var staddur hér á landi vegna tón- leika sinna á Airwaves-hátíðinni. Guðjón Þorsteinn og vinur hans hittu Grant fyrir tilviljun í versl- uninni Dressmann á Laugavegin- um og tókust þá með þeim kynni. „Ég kynntist tónlistinni hans fyrir einhverju síðan og hún náði mér strax. Ég tók bara í spaðann á honum og við tókum tal saman,“ segir Guðjón. Grant hreifst mjög af Íslandi meðan á fimm daga dvöl hans stóð. - fb / sjá síðu 54 Leiðsögumaður Johns Grant: Vináttan hófst í Dressmann KYNNTUST FYRIR TILVILJUN Guðjón Þorsteinn og John Grant kynntust fyrir tilviljun í versluninni Dressmann. Semur við útgáfurisa Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert útgáfusamning við Universal. fólk 54 Urriðadans Tífalt fleiri stórurriðar hrygna nú í Öxará en 1999. veiði 50 VIÐSKIPTI Arion banki setti 200 milljónir króna í reiðufé inn í Pennann á Íslandi í lok september síðastliðins til að mæta þungum rekstri félagsins. Penninn hefur tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum eftir að nýtt félag var stofnað utan um rekstur hans. Eignabjarg, félag sem er að fullu í eigu Arion banka, á allt hlutafé í Pennanum eftir að bank- inn breytti um 1,2 milljörðum króna af skuldum Pennans við sig í hlutafé vorið 2009. Eigið fé Pennans var ekki orðið neikvætt þegar ákvörðun um hlutafjár- innspýtinguna var tekin, en rekstur fyrirtækisins hefur þó verið þungur, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Nýi Penninn tapaði 697 millj- ónum króna á árinu 2009. Í fyrra nam tap hans 339 milljónum króna og því hefur fyrirtækið samtals tapað 1.036 milljónum króna frá því að það var sett á fót. Um helmingur tapsins á árinu 2010 var vegna sérstakrar gjald- færslu upp á 169 milljónir króna sem var bókfærð á því ári. Um einskiptiskostnað er að ræða sem er meðal annars tilkominn vegna starfslokasamninga. Eigið fé Pennans minnkaði um 339 milljónir króna í fyrra þrátt fyrir að velta félagsins hafi aukist töluvert. Hún var 4,7 milljarðar króna í fyrra, um 800 milljónum krónum meiri en árið áður. Í skriflegu svari Arion banka til Fréttablaðsins vegna málefna Pennans kemur fram að rekstur- inn á árinu 2010 hafi einkennst af „umfangsmikilli endurskipulagn- ingu á starfsemi félagsins og með ýmsum hagræðingar aðgerðum tókst að lækka rekstrarkostnað umtalsvert. Þrátt fyrir það var rekstur félagsins undir vænt- ingum á árinu 2010 sem varð til þess að gengið var enn lengra í hagræðingarmálum á árinu 2011 sem nú er farið að skila sér inn í rekstur inn [...] Fyrstu 9 mánuði ársins 2011 er rekstur Pennans í takt við áætlanir“. Hlutafjáraukningin hafi verið „lokaáfanginn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og jafnframt fyrsta skrefið í undir- búningi söluferlis sem ráðgert er að hefjist í byrjun árs 2012.“ - þsj / sjá síðu 18 Arion setur tvö hundruð milljónir í rekstur Pennans Penninn á Íslandi hefur tapað rúmum milljarði króna á tveimur árum. Arion banki jók hlutafé um 200 milljónir króna í september til að mæta þungum rekstri. Stefnt að því að selja félagið snemma árs 2012. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært varðstjóra í lögreglunni á Höfn í Hornafirði fyrir að misnota stöðu sína og verða sér með því úti um hryggjarvöðva úr hreindýri. Maðurinn neitaði sök við þing- festingu málsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í fyrradag. Varðstjóranum er gefið að sök brot í opinberu starfi. Í ákæru segir að hann hafi sunnudaginn 12. desember á síðasta ári komið því til leiðar á lögreglustöðinni á Höfn í Hornafirði, þegar hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur af- lífun hreindýrs sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu við Reyðará í Lóni. Þetta hafi varð- stjórinn gert undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lög- reglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota. Í ákærunni segir enn fremur að maðurinn hafi notfært sér í þessu skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað, sem og aðstöðu lögreglu, í eigin þágu til að fara á vettvang við Reyðará og aflífa dýrið, blóðga það, færa skrokkinn á afvikinn stað og skera úr hrygg- vöðva. Hafi hann síðan haldið með kjötið á heimili sitt. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hefur varðstjórinn verið í veikindaleyfi frá því að málið kom upp. - jss Varðstjóri í vaktafríi ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína til að aflífa hreindýr: Lögreglumaður skar sér hryggvöðva HREINDÝR Varðstjórinn aflífaði hreindýr sem var fast í girðingu við Reyðará í Lóni. ÓSKASTJÖRNUR Kynning Rauða krossins á starfi félagsins í Réttarholtsskóla varð kveikjan að því að nemendur skólans ákváðu að standa fyrir fjáröflunarátaki til styrktar Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Nem- endur ákváðu að búa til „óskastjörnur“ sem á næstu dögum verða seldar í nágrenni við skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚRKOMA verður á landinu í dag. Rigning og síðan skúrir sunnan og vestan til en snjókoma og síðan slydda og rigning norðan- og austanlands. Heldur hlýnar í veðri. VEÐUR 4 6 5 6 4 5 milljóna tap varð á rekstri Pennans á árunum 2009 og 2010. 1.036 Dramatískt sigurmark Arsenal og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í gær en á ólíkan máta. sport 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.