Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 34
Glæsilegir kaupaukar frá Guerlain með tveimur
keyptum vörum í línunni þar af einu kremi.
20% afsláttur af GUERLAIN línunni dagana
20.-22. október í snyrtivöruverslun Glæsibæ.
Sérfræðingur GUERLAIN veitir faglega ráðgjöf ásamt því að kynna nýjungar.
• Lingerie De Peau, nýr kökufarði sem gefur húðinni góðan raka og hefur sömu náttúrulegu áferð og húðin sjálf „Second Skin“.
• Abeille Royale, nýtt augnkrem, í þessari einstöku kremlínu, sem vinnur á öllum einkennum öldrunar þ.e. rakagefandi, dregur úr hrukkum og
framkallar ljóma.
• Abeille Royale, nýtt andlitsvatn sem endurnærir húðina, fyllir hana raka, örvar blóðflæðið og róar. Vellíðan er algjör við notkun andlitsvatnsins.
Draumur konunnar er nú upp-
fylltur með nýja kökufarðanum
frá Guerlain. Farðinn blandast
húðinni fullkomlega og útkoman
verður sama áferð og húðin sjálf,
„Second Skin“. Kökufarðinn er
allt í senn rakagefandi, hyljari
og samlagast húðlit hverrar
konu fullkomlega.
Kynning
D-vítamínsskortur er nú talinn heimsfarald-ur og á það sérstaklega við um lönd á norð-lægum slóðum þar sem erfiðara er að fram-
leiða D-vítamín frá sólinni,“ útskýrir Haraldur
Magnússon, osteópati og umsjónarmaður vefsíð-
unnar Heilsusidan.is. Haraldur mun halda erindi
á sérstakri D-vítamín ráðstefnu sem haldin verð-
ur í fyrramálið á Reykjavík Natura, þar sem hann
mun fjalla um ástæður þess að D-vítamínskortur
er að verða eitt helsta vandamál nútímamannsins,
ólíkt því sem var hjá forfeðrum okkar.
„Frummaðurinn fékk ríkulegt magn D-vítam-
íns frá sólinni og einnig úr fæðu sinni með því að
borða innyfli og dýrafitu sem er d-vítamín ríkasti
hluti fæðunnar. Í samanburði eyðir nútíma-
maðurinn mestum tíma innanhúss eða þá kapp-
klæddur og með sólarvörn utanhúss. Mataræði
hans er meira og minna D-vítamínssnautt og eina
úrræðið er að taka inn D-vítamín í fæðubótar-
efnum,“ útskýrir Haraldur.
Hann segir eftirfarandi reikniformúlu gagnlega
svo finna megi réttan dagskammt hvers og eins.
„Prófessor Robert Heaney frá Creighton-háskól-
anum í Bandaríkjunum er einn helsti sérfræð-
ingur á þessu sviði í heiminum. Hann mælir með
75IU (alþjóðaeiningum) af D-vítamíni á hvert kíló
líkamsþyngdar. Það sama á við um börn, og er
skammturinn þá aukinn eða minnkaður eftir því
hvort fólk er þyngra eða léttara,“ upplýsir Harald-
ur og hvetur fólk til að vanda valið þegar kemur að
því að velja hreint D-vítamín.
„Í hillum verslana er margt misjafnt í boði og
mikilvægt að velja gæðavörumerki. Ég mæli ein-
dregið með NOW eða sambærilegu gæðamerki
sem stenst kröfur og hefur á sér GMP-staðal
(Good Manufacturing Process). Sá staðall tryggir
gæði framleiðslu og að innihald sé í samræmi við
merkingar á glösunum. NOW er einnig með fljót-
andi D-vítamíndropa sem henta börnum sem vilja
ekki belgina og er auðvelt að fela í mat og drykk“.
„Dr. Michael Holick, ásamt fleiri virtum
vísinda mönnum, fullyrðir að D-vítamín-
skortur auki hættu á beinþynningu, krabba-
meini, sjálfs ónæmissjúkdómum, sýkingum og
hjarta sjúkdómum. D-vítamín hefur því mikið
forvarnar gildi og stuðlar að heilbrigðri virkni
ónæmis kerfisins,“ segir Haraldur.
Upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef-
síðunni www.heillheimur.is
D-vítamín lengir lífið
Sérfræðingar telja að opinberar ráðleggingar á D-vítamíni séu allt of lágar og þyrftu
helst að vera 5-10 sinnum hærri til að verjast fjölda lífsstílssjúkdóma.
Haraldur Magnússon osteópati verður með fyrirlestur á ráð-
stefnu um D-vítamín í fyrramálið, en þar ber hann nútíma-
lifnaðarhætti saman við lífsstíl frummannsins. MYND/ANTON
Sala á sixpensurum jókst um
75 prósent á haustmánuðum
hjá verslunarrisanum Marks &
Spencer.
Stórstjörnur á borð við Daniel
Craig, Brad Pitt, Liev Schreiber
og Justin Timberlake hafa undan-
farna mánuði og ár sést
skarta klassískum six-
pensurum. Áhrifin hafa
ekki látið standa á sér
og er hið klassíska
höfuðfat nú orðið hluti
af hvunndagstískunni.
Verslunarkeðjan
Marks & Spencer til-
kynnti nýverið að sala
á sixpensurum í Bret-
landi hefði aukist um 75 prósent á
haustmánuðum og af þeim sökum
hefði verið ákveðið að auka vöru-
úrvalið um þriðjung.
Sömu sögu er að segja hjá versl-
uninni John Lewis en þar hefur
sala hattanna aukist um 18 pró-
sent milli ára.
Vinsældir sixpensarans eru þó
ekki alveg nýtilkomnar því
sala þeirra hefur aukist
jafnt og þétt síðustu
tvö ár.
Vinsældirnar ná
ekki aðeins til Bret-
lands heldur hefur
sixpensarinn einnig
náð fótfestu í landi
derhúfunnar, Banda-
ríkjunum.
Klassískir og sívinsælir
sixpensarar
Justin Timberlake
verður gáfumanna-
legur með pottlok og
gleraugu.
Brad Pitt hefur
oft skartað
sixpensaranum
í gegnum tíðina.
Daniel Craig
færir töff-
araskapinn á
nýtt stig með
sixpensar-
anum.
6 FIMMTUDAGUR 20. október 2011
Hótelkeðjuerfinginn Paris Hilton
hefur glatt margan Evrópubúann
með nærveru sinni undanfarið. Í vik-
unni gekk hún tískupallinn á tísku-
vikunni í Úkraínu. Þar skartaði hún
heiðgulum kjól eftir hönnuðinn
Andre Tan. Þá settist hún einnig í
dómarasæti í fegurðarsamkeppni
Úkraínu.
Undanfarnar vikur hefur hún
ferðast víða. Hún dvaldi til dæmis
um tíma í Póllandi. Þá var hún
nýlega komin heim frá Mumbai á
Indlandi þar sem hún kynnti nýju
töskulínu sína og þar áður var hún
í Tyrklandi þar sem hún kynnti nýja
skólínu úr sinni smiðju.
Paris á ferð og flugi
PARIS HILTON HEFUR FERÐAST VÍÐA
UNDANFARNAR VIKUR.
Paris sýnir hönnun Andre Tan á tísku-
vikunni í Kíev í Úkraínu.