Fréttablaðið - 20.10.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 20.10.2011, Síða 12
20. október 2011 FIMMTUDAGUR Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! AFMÆLISMÁLÞING UM ÍSLENSKA ÞRÓUNARSAMVINNU HÁSKÓLI ÍSLANDS | 21. OKTÓBER | KL. 13:30 Í tilefni 40 ára afmælis íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmælis Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og 10 ára afmælis Íslensku friðargæslunnar er efnt til málþings föstudaginn 21. október kl 13:30 í Öskju, sal 132. Heiðursfyrirlesari er Dr. Paul Collier frá Oxford háskóla. DAGSKRÁ Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra opnar málþingið Can Africa catch up: and can we help? Dr. Paul Collier, prófessor við Oxford háskóla Fyrirspurnir úr sal Um íslenska þróunarsamvinnu Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri Þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins Rannsóknir Collier: stefnumörkun, framkvæmd og kennsla Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ Hvað er að frétta af þróunarsamvinnu? Valgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri MA-náms í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeild HÍ Umræður: Valgerður Sverrisdóttir, formaður samstarfsráðs um þróunarsamvinnu, stýrir umræðum Fundarstjóri verður Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ Boðið verður upp á léttar veitingar að loknu málþinginu kl. 16:15 Dr. Paul Collier Hagfræðiprófessor og stjórnandi Centre for the Study of African Economies við Oxford-háskóla. Hann er einn virtasti fræðimaður samtímans og hefur ritað mikið um þróunarmál, en meðal þekktustu verka Collier eru bækurnar The Bottom Billion, Why the Poorest Countries are Failing and What Can Be Done About It (2008), Wars, Guns and Votes (2009) og The Plundered Planet: Why We Must – and How We Can – Manage Nature for Global Prosperity (2010). ALLIR VELKOMNIR GRIKKLAND Töluvert ofbeldi braust út í gær í tengslum við mótmæli í Aþenu, höfuðborg Grikklands, gegn aðhaldsaðgerðum stjórn- valda. Í mótmælendahópnum voru allmargir grímuklæddir sem gengu hvað harðast fram í eyði- leggingunni. Tveggja daga allsherjarverk- fall hófst í gær og lágu bæði flug samgöngur og almennings- samgöngur niðri auk þess sem verslanir og skólar voru lokuð. Gríska stjórnin samþykkti í september að skera enn meira niður í ríkisrekstri, hækka skatta, selja eignir, segja upp fólki og draga úr bótagreiðslum. Stjórnin er með þessu að reyna að uppfylla kröfur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Evrópu- sambandsins, sem neita að veita Grikkjum aðstoð við að grynnka á skuldasúpu ríkisins nema þeir taki sjálfir almennilega til í ríkis- fjármálunum. Gríska þingið gengur til atkvæða í dag um þennan nýj- asta aðhaldspakka, í von um að fá næsta framlag frá AGS og ESB upp á átta milljarða evra. Að öðrum kosti verður ríkis sjóður þurrausinn um miðjan næsta mánuð og ófær um að greiða laun og eftirlaun. Í sumar samþykktu evrópsk- ir bankar, helstu lánardrottnar gríska ríkisins, að veita 21 pró- sents afslátt af lánunum og taka þannig á sig hluta fallsins sem fyrir sjáanlegt er. Um síðustu helgi hét G20-ríkja- hópurinn, samstarfsvettvangur 20 helstu efnahagsvelda heims, að veita AGS þann stuðning sem þyrfti til að hann gæti hjálpað kreppu- ríkjunum að takast á við vandann. Um næstu helgi koma síðan leið- togar Evrópusambandsins saman í Brussel til að taka ákvarðanir um næstu skref í baráttunni við skuldavanda Grikklands og fleiri evruríkja. Boðað hefur verið að þau skref muni taka af allan vafa um að tekið verði á vandanum svo dugi til að bjarga evrunni. Meginhugmyndirnar virðast ganga út á þrennt: Að Grikkjum verði veitt meiri eftirgjöf skulda, að neyðarsjóður ESB verði efld- ur enn frekar og að þeim bönkum sem tæpast standa verði hjálpað við að komast út úr erfiðleikunum. gudsteinn@frettabladid.is Allsherjar- verkfall lam- ar Grikkland Tveggja daga allsherjarverkfall hófst í gær í Grikk- landi til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. G20-ríkin hafa heitið veglegri aðstoð. Um næstu helgi ætlar ESB að taka ákvarðanir um næstu skref. ÁTÖK Í AÞENU Að minnsta kosti hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælum í gær. Sumir hentu grjóti og eldsprengjum í lögregluna. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Tveimur af samn- ingsköflunum í aðildarviðræðum Íslands og Evrópu sambandsins sem nú standa yfir, annars vegar um frjálsa för vinnuafls og hins vegar um hugverkarétt, var lokað í gær á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB. Umfjöllun um kaflana hófst í gær, en þar sem íslensk lög- gjöf byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er hún samsvarandi og í ESB-ríkjunum. Í frétt á vef utanríkis- ráðuneytis ins kemur fram að nú hafi sex af 35 samningsköflum ESB-laga verið opnaðir og fjórum hafi þegar verið lokað. Þar er jafnframt haft eftir Stefáni Hauki Jóhannessyni, aðalsamningamanni Íslands, að áhersla sé lögð á að Ísland verði tilbúið að opna „allt að helming allra samningskafla fyrir jól og afganginn í formennsku Dan- merkur í ESB fyrir mitt næsta ár 2012“. Næsta ríkjaráðstefna er ráð- gerð í Brussel hinn 12. desem- ber næstkomandi og mun Össur Skarphéðins son utanríkisráðherra sækja hana fyrir Íslands hönd. - þj Aðildarviðræður Íslands við ESB í fullum gangi: Tveimur köflum lokað

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.